Morgunblaðið - 15.08.2004, Page 24

Morgunblaðið - 15.08.2004, Page 24
24 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kl. 10.30 hinn 4. júlí árið 2004leggjum við hjónin af staðfrá Reykjavík og er ferð-inni heitið að Kirkjubæjar- klaustri, þar sem gisting er tryggð. Miklar hrakspár voru um umferð þessa helgi, þar sem Landsmóti hestamanna var að ljúka einmitt þennan dag. Glöggur maður hafði bent okkur á, að best væri að vera sem fyrst á ferðinni, en síðdegið yrði martröð, þegar allur skarinn héldi frá Hellu. Reyndist þetta heillaráð. Engar tafir urðu á leið okkar, við komin í Skóga upp úr hádegi, hittum Þórð Tómasson, vin okkar, sem bauð okkur í súpu og kaffi í Samgöngu- minjasafninu. Þórður hafði tjáð mér, að forfaðir minn, Ísleifur „söngur“ Jónsson (1744–1833) bóndi í Ytri- Skógum, hefði verið forsöngvari í Skógakirkju, en nú spurði ég Þórð, hvernig á því stæði, að við afkom- endur hans værum engir söngmenn. Hann kunni engin svör við þessu, en minnti mig á, að faðir Ísleifs hefði verið Jón Ísleifsson, lögréttumaður í Selkoti (f. um 1702) en við hann er kennd ætt okkar, Selkotsætt. Næsti áfangi var Kirkjubæjarklaustur og komum við þangað kl 14.30, svo þetta er ekki nema 3 og ½ tíma akst- ur frá Reykjavík og er það mikil bylting frá því að ég fór þessa leið sumarið 1935, enda Markarfljótsbrú ekki vígð fyrr en 1. júlí 1934. Har- aldur hótelstjóri tók okkur fagnandi, enda höfum við verið árlegir gestir á Klaustri í a.m.k. áratug. II. Mánudaginn 5. júlí er haldið aust- ur yfir Skeiðarársand og snæddur hádegisverður í Hótel Skaftafelli, en þar ræður ríkjum Anna María Ragn- arsdóttir, en hana þekkjum við vegna upprifjunar minnar á ferðinni yfir Skeiðarársand sumarið 1935, en fylgdarmenn okkar voru þá Stefán Þorvaldsson (1867–1961) og sonur hans Björn (1896–1988), sem þá bjó í Kálfafellskoti, en faðir hans í Kálfa- felli. Eldisbleikja er yfirleitt á mat- seðlum hótela í Skaftafellssýslu, Klausturbleikja á Klaustri, en Öræfableikja í Skaftafelli. Erfitt er að gera upp á milli þessara afbrigða, en a.m.k. bragðaðist Öræfableikjan frábærlega í þetta sinn. Næst höld- um við að Hofskirkju, en þar er allt með slíkum snyrtibrag að líkja má við opinberun að heimsækja þetta forna guðshús og ekki síst kirkju- garðinn. Núverandi kirkja á Hofi er að stofni til frá árinu 1884, en þá var hún byggð frá grunni af Páli Páls- syni, syni séra Páls Pálssonar (1836– 1890) í Þingmúla. Þjóðminjasafn Ís- lands hefur nú umsjón með kirkj- unni og var hún endurbyggð á árunum 1953–4 og vígð 11. júlí 1954. Merkustu gripir Hofskirkju eru kertastjakar úr tini, taldir dönsk smíð, frá 17. öld eða jafnvel þeirri 16. Altaristafla er eftir Ólaf Túbals (1897–1964). Meðal merkilegra steina í kirkjugarðinum er mundlaug og nóstokkur, sem talinn er vera eft- ir Þorstein „tól“ Gizzurarson (1768– 1844), en hann fæddist á Gerði í Suð- ursveit, en dó að Hofi í Öræfum. Við hvetjum alla ferðamenn til að koma við í Hofskirkju. Sú heimsókn svíkur engan. III. Ásbjörn hét maður, sonur Heyangurs-Bjarnar, hann andaðist í Íslandshafi, þá er hann vildi út fara, en Þorgerður kona hans fór út og synir þeirra. En það var mælt, að kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu tvævetra vorlang- an dag sólsetra í millum. Því leiddi Þorgerður kvígu sína undan Tófta- felli, skammt frá Kvíá suður og í Kiðjaklett hjá Jökulfelli fyrir vestan. Þorgerður nam því land um allt Ing- ólfshöfðahverfi, á milli Kvíár og Jök- ulsár, og bjó að Sandfelli. Í landnámi hennar hefur verið reistur myndar- legur steinn með eirskildi, sbr. mynd. Á Sandfelli var kirkjustaður til ársins 1914, að kirkjan var rifin og prestssetur var á Sandfelli frá því um 1500 til ársins 1931. Síðastur presta sat staðinn sr. Eiríkur Helgason (1892–1954) og þjónaði þá Hofs- kirkju, en jörðin fór í eyði 1947. Þekktastur þeirra presta, er sátu Sandfell, mun þó hafa verið sr. Jón Norðfjörð Johannessen (1878–1958), en honum var veitt Sandfell í Öræf- um þann 23. janúar 1905 og sat stað- inn, þar til honum var veittur Staða- staður 12. júní 1912. Hann beitti sér mjög fyrir slysavörnum þar eystra og tók sjálfur þátt í björgun sjó- hraktra manna. Gekk hann svo hart fram í því, að heilsa hans beið þess aldrei bætur. Fyrir þátt sinn í björg- unaraðgerðum var hann sæmdur við- urkenningum svo sem Riddari af Prússnesku krónuorðunni þann 16. apríl 1909 og veittur franskur björg- unarheiðurspeningur úr gulli þann 16. október 1912, einn Íslendinga, sem þá heiðursviðurkenningu hefur hlotið. IV. Í tímaritið Akranes, 15. árg. 1.–3.tbl. og 7.–9. tbl. árið 1956 ritar Jón: „Gamall sveitaprestur segir frá: Þann 19. janúar 1903 varð hroðalegt skipsstrand á Skeiðarársandi. Fórst þá þýskur togari, „Friedrich Albert“, skammt frá Skeiðarárósum, óraveg frá öllum mannabyggðum. Skipverj- ar komust allir í land og lögðu á stað vestur eftir Skeiðarársandi, með fram sjónum. Á þeirri leið drukkn- uðu nokkrir þeirra í hættulegum ós- um, sem urðu á vegi þeirra. En þeir, sem eftir lifðu, flæktust um sandinn, og fundust að lokum eftir ellefu daga útivist og hrakninga, voru þeir þá mjög illa á sig komnir. Af einum manni voru teknir báðir fætur fyrir neðan hné, af tveimur báðir fætur við hælbein, og af tveimur annar fótur framan við hælbein, aðeins tveir fæt- ur af átján voru svo lítið skaddaðir, að ekkert var tekið af þeim, svo telj- andi væri. Þetta sorglega slys varð til þess, að þáverandi ræðismaður Þjóð- verja hér, Ditlev Thomsen (1867– 1935) lét reisa á eigin kostnað skip- brotsmannaskýli á Kálfafellsmelum, með vistum og nauðsynjum. En þetta skýli er nú eyðilagt með öllu og horf- ið. Vötnin sigruðust á því sem öðru á þessari sandauðn. Frásögn af þessu sorglega strandi las ég í Ísafold, að mig minnir, en um haustið 1904 fékk ég veitingu fyrir Sandfellsprestakalli í Öræfum. Þess vegna hafði þessi átakanlega strandsaga svo óvenju sterk áhrif á mig. Ég átti nú að flytj- ast í þetta hérað, þar sem þessi harm- saga hafði átt sér stað. Frá því að ég las um þetta strand, braut ég heilann um það, hvað væri hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessa hörmulegu hrakninga. Vorið 1905 fluttumst við hjónin að Sandfelli og byrjuðum þar búskap. Skömmu eftir komu mína að Sandfelli, gekk ég einn morgun hátt upp í Sandfellið, sem bærinn stendur við. Við mér blasti hrollvekjandi útsýni, helgrá sand- auðn, alla leið til sjávar og vestur að Lómagnúp. Og því átakanlegri er þessi dauðans akur, þegar þess er minnst, að fyrir hér um bil þrem öld- um, var þarna blómleg sveit, með mörgum fögrum býlum. Héraðið bar þá nafnið „Fagrahérað“, en ægilegt gos og vatnsflóð úr Öræfajökli lagði þessa fögru sveit í auðn.“ Í árbók F.Í. 1937 er dáðst að fegurð Hvannadals- hnjúks, en einnig getið um gígskálina sunnan undir hnjúknum og bætt við tveim ljóðlínum: „eldur býr í ógnadjúpi undir köldum jökulhjúpi“ Nú eru aðeins eftir átta jarðir úr því héraði, og eru þær allar uppi við rætur fjallanna. Nú ber héraðið nafn- ið Öræfi. Tvö stórgos herjuðu á Fagrahérað með 365 ára millibili, 1362 og 1727. Bæði gosin úr Öræfa- jökli. V. Landslag umhverfis Sandfell er þannig: „Prestssetrið liggur 110 fet (33,5 m) fyrir ofan sjávarmál, en ekki sést til strandar frá bænum. En þrátt fyrir fjarlægðina heyrist flesta daga hið þunga úthafsbrim, eins og fall- byssuskot í fjarska. Þetta þunga brimhljóð, líksöngurinn yfir svo mörgum góðum dreng, hljómaði dag- lega í eyrum mér og bakaði mér hug- arangur. Því aðstaða til skjótrar hjálpar nauðstöddum við ströndina var erfið. Brimið við Skeiðarársand er þrísett, ysti brimgarðurinn, mið- garðurinn og landbrimið. Öll skip, sem stranda við Skeiðarársand, stranda á miðbrimgarðinum. Ysti brimgarðurinn kastar þeim strax nær landi, og eftir nokkrar vikur eða mánuði er skipið komið í landbrimið, og eftir stuttan tíma á þurrt land. Ég tók því upp þann sið, að ég fór árla hvern morgun upp í fjallið fyrir ofan bæinn, svo hátt, að ég gat séð strönd- ina. Ég notaði lítinn sjónauka, sem kom mér þó að gagni að lokum. Þessu hélt ég áfram næstu árin. Svo var það sunnudag einn, þann 18. febrúar 1906, að enginn kom til messu vegna hríðarveðurs og ég komst ekki upp í fjallið vegna veðurs. Snemma mánu- dagsmorguns fer ég upp í fjallið, því Öræfasveitin heillar eftir Leif Sveinsson Eirskjöldur úr minningarsteininum um Þorgerði landnámskonu. Hofskirkja og eiginkona greinarhöfundar, Halldóra Árnadóttir. Sérkennilegur klettur skammt frá Systrastapa. Lómagnúpur séður úr austri. Nóstokkur Þorsteins „tóls“. Mundlaugin við Hofskirkju í Öræfum. Leifur Sveinsson Systrafoss hjá Kirkjubæjarklaustri. Jón N. Johannessen, prestur á Sandfelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.