Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 53  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2 og 4. Ísl tal. Hasarævintýramynd ársins sem enginn má missa af. Með hinni heitu Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og “Love Actually” FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Ísl. tal. „Það má semsagt vel mæla með Artúri konungi sem hressilegri ævintýrastríðsmynd“  HJ MBL t l l rt ri i r il ri i t r trí SV.MBL Kvikmyndir.is  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. H.K.H. kvikmyndir.com DV 45.000 gestir  Ó.H.T. Rás 2 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 2 OG 5.30. 45.000 gestir Frábær fersk rómantísk gamanmynd með hinum „sexí“ Olsen tvíburum og pabbanum úr American Pie myndunum. Myndin skartar úrvalsliði leikara, þeim Joaquin Phoenix, Adrien Brody, William Hurt, Sigourney Weaver, og Brendan Gleeson. Þær eiga aðeins eitt sameiginlegt þær líta nákvæmlega eins út i i i i i l lí l i ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. / kl. 1,45, 8 og 10. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8. B.i. 14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2, 4, 6 og 8. Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. AKUREYRI Kl. 8 og 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30 og 10. enskt tal.  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk „Þetta er mynd sem fékk mig til að hugsa“ SS Fréttablaðið KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.15. B.i. 14. Frumsýning Walt Disney hefur hér framleitt algjöra teiknimynda grínsprengju. Húmorinn er svo glerfínn að bæði krakkarnir og fullorðna fólkið eiga eftir að skemmta sér konunglega. MEÐ ÍSLENSKU TALI Frumsýning Walt Disney hefur hér framleitt algjöra teiknimynda grínsprengju. Húmorinn er svo glerfínn að bæði krakkarnir og fullorðna fólkið eiga eftir að skemmta sér konunglega. MEÐ ÍSLENSKU TALI KRINGLAN kl. 12, 2, 4 og 6. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Myndin skartar úrvalsliði leikara, þeim Joaquin Phoenix, Adrien Brody, William Hurt, Sigourney Weaver, og Brendan Gleeson. Ítölsk stjórnvöld ætlaað veita bandaríska kvikmyndaleikaranum Robert De Niro ítalskan heiðursríkisborgararétt, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, þrátt fyrir andstöðu ítalsk- bandarískra samtaka sem segja að leikarinn eigi sinn þátt í að sverta ímynd Ítala með því að leika ítalskættaða glæpa- menn í mörgum kvik- myndum. Samtök, sem kalla sig Syni Ítalíu í Amer- íku, skrifuðu í vikunni bréf til Silvios Berl- usconis forsætisráð- herra og hvöttu hann til að hætta við að veita De Niro þennan heiður Föðurafi og amma De Niros fæddust á Ítalíu. Áður hefur verið getið um þaðá þessum stað hvernig nýtónlist í dag felur oftar enekki í sér sterk svipbrigði gamallar, hvernig ungir tónlist- armenn sækja sér innblástur í fortíð- ina, ekki endilega í stakar hljóm- sveitir eða lagasmiði, heldur frekar í stemningu, hljóðfæranotkun eða hljóm. Gott dæmi um þetta er gæða- sveitin Interpol sem minnir um margt á fyrstu Madchester-árin, einnig má nefna aðra framúrskar- andi sveit Delorean sem sver sig í sömu ætt, og svo þá sem er tilefni þessa pistils, kanadíska tríóið Junior Boys, sem mikið er rætt um á tónlist- arsíðum um þessar mundir. Junior Boys er kanadísk hljóm- sveit og höfuðpaur hennar Jeremy Greenspan, en aðrir í sveitinni eru Matt Didemus og Johnny Dark. Greenspan semur obba laganna og syngur. Löngu áður en þeir félagar voru farnir að gefa út mátti lesa lofgjörðir um þá víða og alsiða að rekast á nafn- ið í tónlistarspjalli. Margur var því farinn að kvíða því að þegar loksins birtist plata myndi hún ekki standa undir væntingum, en því var öðru nær; fyrstu smáskífurnar, Birthday og High come down, voru fram- úrskarandi skemmtilega naum- hyggjulegt house sem minnir ekki svo lítið á stemninguna í Bretlandi um miðjan níunda áratuginn, enda nefna margir Talk Talk sem við- miðun þegar sveitinni er lýst (sú samlíking er reyndar út í hött, en það er annað mál). Eins og þeir Junior Boys-félagar lýsa þessu sjálfir eru þeir ekki að stæla tónlistarmenn, stefnur eða strauma fyrri tíma, slíkt verði alltaf hallærislegt, en þeir líti frekar til þess er menn voru að feta sig áfram í að spila tónlist algerlega á hljóð- gervla, búa til popptónlist sem hljóm- aði eins og hún væri gervipopp. Kannski er tónlistinni lýst best svo að hún sé nútímaleg danstónlist í mjúkum umbúðum, rómantísk og siðfáguð í samburði við þá músík sem menn helst eru að fást við í Bretlandi í dag (gabba og grime). Það er svo í takt við annað að textarnir eru sprottnir úr óhamingju og örvænt- ingu og býsna þunglyndislegir á köfl- um. Fyrsta smáskífan, Birthday, kom út á síðasta ári hjá breska smáfyr- irtækinu KIN og fékk fína dóma; meðal annars þau frægu orð að Jun- ior Boys væri besta hljómsveit sem enginn hefði heyrt í, enda plötunar með litla sem enga dreifingu og reyndar varla hægt að ná í nokkuð með sveitinni nema sækja það á Net- ið. Önnur smáskífan kom svo út skömmu á undan stóru plötunni og heitir High Come Down. Það segir sitt um í hvaða metum sveitin er að á smáskífunum hafa ekki ómerkari menn en Dan „Manitoba“ Snaith og Christian Fennesz farið höndum um lög. Fyrsta breiðskífa þeirra félaga, sú ágæta plata Last Exit, var tekin upp á tveimur árum og var svo gefin út fyrir rúmum mánuði af Domino- útgáfunni (12 tónar). Eins og getið er stýrir Jeremy Greenspan Junior Boys og hann hef- ur ákveðnar skoðanir á því hvert hann vill stefna með hljómsveitina, sigla milli framúrstefnu og popp- tónlistar, enda segir hann að popp al- mennt sé ekki nógu framúrstefnulegt og framúrstefnan ekki nógu poppuð. Hann segir að hljómsveitin sé í raun ekki eiginleg hljómsveit, heldur hafi hann unnið með þeim Didemus og Dark hvorum í sínu lagi, en megnið hafi hann samið einn, þó hann kunni annars betur við samstarf en að iðja einn. Þeir Greenspan og Dark voru saman í hljómsveit fyrir löngu og voru búnir að dæla frá sér prufuupp- tökum árum saman án þess að fá nein viðbrögð af viti. Þeir gáfust upp á öllu saman á endanum og Dark fór að fást við annað Á endanum tók eitt fyrirtæki við sér, KIN, og bað Greenspan, sem þá var einn eftir í hljómsveitinni, um að senda fleiri lög. Hann kallaði í upptökustjórann Matt Didemus og byrjaði að vinna að plötu sem varð svo áðurnefnd Last Exit. „Það má því segja að við séum upp- tökustjórar sem settu saman plötu í tölvu og þurfa nú að þykjast vera hljómsveit.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Meðal nýrra hljómsveita sem sækja andblæ aftur í tímann er kanadíska tríóið Junior Boys. Poppuð framúrstefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.