Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ OLLI MANNTJÓNI „Umtalsvert manntjón“ varð af völdum fellibylsins Charleys í Flór- ída-ríki í gær og fyrrinótt þegar fellibylurinn lagði hjólhýsabyggð í bænum Punta Gorda í rúst. Ekki lágu þó fyrir nákvæmar tölur um það hversu margir dóu. Charley olli gífurlegri eyðileggingu og björg- unarstarf gekk af þeim sökum víða illa. Charley var í gærkvöldi vænt- anlegur til Suður-Karólínuríkis. Aldrei hlýrri loftmassi Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur segir hugsanlegt að hitabylgja undanfarinna daga sé hugsanlega sú hlýjasta sem komið hefur yfir landið. Frá því háloftamælingar hófust í Keflavík hafi aldrei fyrr borist jafn- hlýr loftmassi yfir landið. Hitabylgj- an hefur varað í fimm daga en er nú að fjara út. 180 drepnir í Búrúndí Byssumenn drápu að minnsta kosti 180 kongóska flóttamenn í flóttamannabúðum sem Sameinuðu þjóðirnar reka í Afríkuríkinu Búr- úndí. Flóttafólkið var af ættbálki tútsa en árásarmennirnir eru sagðir hafa verið hútúar frá Búrúndí. Full- yrt er að þeir hafi beitt bæði skot- vopnum og sveðjum og að fórn- arlömbin hafi verið sofandi þegar að þeim var ráðist. Fornar rústir fara undir lón Rústir frá fyrstu öldum Íslands- byggðar, sem fundust á framtíð- arlónstæði Kára- hnjúkavirkj- unar, verða rannsakaðar á næsta ári. Páll Pálsson á Að- albóli gekk fram á rúst- irnar við smala- mennsku í fyrra. Í Hrafn- kels sögu er greint frá Reykjaseli við Jökulsá en ekki er ljóst hvort um rústir þess sé að ræða. Hópur fornleifafræðinga mun rannsaka rústirnar á næsta ári og mun Land- virkjun greiða kostnaðinn. Tré vaxa með methraða Þröstur Eysteinsson, þróun- arstjóri Skógræktar ríkisins, býst við metvexti á sumum trjátegundum í ár þó að þurrkar hafi sums staðar gert trjáplöntum erfitt fyrir. Asp- arsprotar hafa sums staðar náð eins metra lengd og eiga enn eftir að vaxa. Þá sjást sprotar á grenitrjám sem eru fleiri tugir sentímetra að lengd. Þröstur segir að engar lang- varandi skemmdir hafi orðið á trjá- gróðri eftir maíhretið í fyrravor. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Auðlesið efni 41 Ummælin 12 Myndasögur 44 Íþróttir 14/15 Dagbók 44/46 Sjónspegill 23 Listir 47/49 Umræðan 26/32 Af listum 49 Bréf 32 Leikhús 48 Forystugrein 28 Fólk 50/53 Reykjavíkurbréf 28 Bíó 50/53 Hugvekja 34 Sjónvarp 54/55 Minningar 34/40 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl ÁRIÐ 2003 urðu flest banaslys í um- ferðinni á Íslandi og í Danmörku miðað við höfðatölu en fæst í Svíþjóð og í Noregi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Umferðarstofu um umferðarslys á Íslandi árið 2003. Skýrslan er byggð á gögnum frá lög- reglu. Alls urðu tæplega 8.000 umferð- arslys á Íslandi í fyrra en það er samt sem áður skárra en árið 2002 sé litið til fjölda slysa, segir í skýrsl- unni. Færri létust af völdum umferð- arslysa eða 23 í stað 29, slösuðum fækkaði um rúmlega 160, úr 1.485 í 1.221 og alvarlega slösuðum úr 164 í 145. Ef litið er til síðustu tíu ára telst árið 2003 á hinn bóginn meðalár. Mestur hluti banaslysa verður í dreifbýli þrátt fyrir að umferð sé mun meiri í þéttbýli. Þá verður tæp- lega helmingur slysa sem valda al- varlegum meiðslum í dreifbýli. Ekki öll slys tilkynnt Skráning Umferðarstofu á slysum er skipt í tvo flokka, lítil meiðsl og mikil meiðsl. Mikil meiðsl eru bein- brot, heilahristingur, innvortis meiðsl, kramin líffæri, alvarlegir skurðir og rifnir vefir, alvarlegt lost (taugaáfall) sem þarfnast læknis- meðferðar og sérhver önnur alvarleg meiðsl sem hafa í för með sér nauð- synlega dvöl á sjúkrahúsi. Lítil meiðsl teljast svokölluð ann- ars flokks meiðsl, svo sem tognun, liðskekkja eða mar. Fólk sem kvart- ar um lost (taugaáfall) en hefur ekki orðið fyrir öðrum meiðslum, ber ekki að telja nema það hafi greinileg ein- kenni losts (taugaáfalls) og hafi hlot- ið læknismeðferð samkvæmt því. Í skýrslunni kemur fram að op- inber skráning nær ekki til allra sem slasast í umferðinni og eru reiðhjóla- slys sérstaklega nefnd í því sam- hengi. Þá séu slys stundum tilkynnt til sjúkrastofnana en ekki til lög- reglu. Í skýrslunni er vakin athygli á mikilli fjölgun óhappa með eigna- tjóni á síðustu árum en óhöpp þar sem eingöngu varð eignatjón voru 7.145. Skýringin er sögð margþætt, bæði sé skráning slysa nú nákvæmari en auk þess hafi ökutækjum fjölgað mjög, úr 158.000 árið 1995 í ríflega 210.000 fimm árum síðar. Síðan þá hafi bílum fjölgað jafnt og þétt og um leið hafi eignatjónum fjölgað. Samanburður á Norðurlöndum í skýrslu um umferðarslys Flest banaslys á Ís- landi og í Danmörku                                 !  "! !# "   "  ! " "# ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók bíl á um 160 km hraða í tilraun til að komast undan lögreglunni í Keflavík í gærmorgun. Eftirförinni lauk þegar maðurinn hugðist stökkva út úr bílnum á ferð og freista þess að komast undan á hlaupum. Flóttinn tókst þó ekki betur en svo að bíllinn skall á sílói og kast- aðist síðan á manninn. Þegar lögregla kom á vettvang örskömmu síðar var hann kirfilega skorðaður undir bíln- um. Tilkynning barst lögreglunni í Keflavík klukkan 6:30 um að maður, sem hugsanlega væri ölvaður, væri að aka bíl um Sandgerði en vegna erils gat lögregla ekki sinnt málinu fyrr en klukkustund síðar. Þegar lög- reglumaður hugðist ræða við mann- inn í Sandgerði ók hann af stað ásamt farþega, sem er eigandi bílsins, og tókst að komast út úr bænum. Á Sandgerðisvegi ók maðurinn á um 160 km hraða og er ljóst að stórhætta skapaðist af akstri hans. Á Reykjanesbraut við Njarðvík tókst lögreglu að komast fram fyrir bílinn og þrengja að honum. Mað- urinn missti þá stjórn á bílnum sem snerist og hafnaði utan vegar. Hon- um tókst þó að komast upp á veginn aftur og ók á framhorn kyrrstæðs lögreglubíls áður en hann brunaði aftur í átt að Sandgerði. Klemmdist milli bíls og sílós Lögregla missti um stund sjónar á bílnum þegar honum var ekið bak við fiskvinnsluhús í Sandgerði en þegar lögreglumenn óku fyrir hornið sáu þeir að bíllinn hafði skollið harkalega á fiskisílói. Ökumaðurinn virðist hafa ætlað að stökkva út úr bílnum og taka til fótanna en hafði klemmst milli bíls- ins og sílósins. Þar lá maðurinn á hnjánum og var vinstra afturhjól bíls- ins ofan á fótum hans þannig að hann var kirfilega skorðaður. Eftirförinni, sem hafði tekið um 40 mínútur, var þar með lokið. Bíllinn, sem er japanskur smábíll, er ekki þungur og gátu lögreglumenn lyft honum ofan af manninum. Eftir læknisskoðun var maðurinn vistaður í fangageymslu og látinn sofa úr sér. Bíllinn, sem maðurinn ók, er mikið skemmdur og var óökufær. Ökumaðurinn festist undir bílnum Reyndi að stinga lögregluna af ÓVENJULEG aðferð er notuð til að rífa niður gamalt 250 fermetra prentsmiðjuhús á lóð lyfjafyrirtæk- isins Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Í stað þess að brjóta það niður með stórvirkum vinnuvélum er það sagað niður í búta. Hörður Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Actavis á Íslandi, seg- ir að húsið sé samtengt rannsókn- arhúsnæði Actavis. Ákveðið hafi verið að saga það niður til að koma í veg fyrir að milliveggur húsanna laskaðist. Það þýði að verkið taki mun lengri tíma en ella. Verktakinn hafi til að mynda byrjað að saga hús- ið fyrir mörgum vikum. Actavis áformar að reisa nýtt hús á reit gömlu prentsmiðjunnar, sem verður tengt rannsóknarstofunni. Stefnt er að því að taka það í notkun um mitt næsta ár. Hús í Hafnarfirði sagað niður í búta Morgunblaðið/Árni Torfason „ÞETTA er frétt, sem varðar atgervi mannskepnunnar allt frá þeim tíma þegar hún varð til,“ segir Pétur Halldórsson myndlistarmaður í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag um hugmyndir sínar og Einars heitins Pálssonar um hvernig maðurinn nam land og byggði borgir á grundvelli fornra mæl- inga. Pétur hefur þróað áfram hug- myndir Einars Pálssonar um stærðfræðilega reiknuð form, hringi og mynstur í landslagi og staðháttum sem sögð eru byggj- ast á fornum hugmyndum um heimsmynd, landnám og byggðamörk og fundið víða um lönd samsvarandi sólúr og Ein- ar fann í Rangárhverfi og skrif- aði um í riti sínu Rætur ís- lenskrar menningar. Er með bók í smíðum um viðfangsefnið „Ég hef komist að því að svo virðist sem sömu hugmynd og birtist í Rangárhverfi sé einnig að finna í fornum landnámum víða um heim og sjá má í sam- ræmi hlutfalla og afstöðu höf- uðbóla,“ segir hann. Pétur er nú með sína eigin bók í smíðum um þessar kenningar og hefur einn- ig hug á að setja þær fram myndrænt í margmiðlunarleik á heimasíðu sem yrði í áskrift. Pétur Halldórsson segir forn- ar hugmyndir um heimsmynd, landnám og byggðamörk end- urspeglast í myndlist sinni. Sólúr finn- ast í forn- um land- námum Morgunblaðið/Árni Sæberg  Tímarit Pétur Halldórsson myndlistarmaður tekur upp þráðinn í rannsóknum Einars Pálssonar „ÞAÐ eru örugglega um tíu til tólf þúsund manns í Hólminum,“ segir Ásthildur Sturludóttir, ferðamála- fulltrúi Vesturlands, en Danskir dagar eru haldnir í Stykkishólmi um helgina, tólfta árið í röð. Öll tjald- stæði voru að fyllast á laugardags- morgun og segir Ásthildur að búið sé að tjalda á nánast hverjum einasta auða bletti í Hólminum. Telur hún líklegt að fjöldinn á Dönsku dögum nú sé að slá fyrri met. Vegna fjölda ferðamanna í Hólm- inum komust færri að en vildu í sundlaugina á laugardagsmorgun. Ákveðið var að loka lauginni um tíma þegar ljóst var að ekki komust fleiri ofan í hana. Tvö þúsund á Hellu Um helgina eru einnig haldin hin árlegu Töðugjöld við Hellu, en að sögn Eymundar Gunnarssonar ferðamálafulltrúa voru um tvö þús- und manns komnir til Hellu á laug- ardagsmorgun til að taka þátt í há- tíðarhöldunum. Sagði hann tjaldstæði Hellu þéttskipað. Þá eru haldnir Blómstrandi dagar í Hvera- gerði þessa dagana og var tjaldstæð- ið í bænum fullt á föstudagskvöld. Tjaldað á hverjum bletti í Hólminum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.