Morgunblaðið - 15.08.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.08.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 23 Innritun og grei›sla á fjarnám.ir.is Skráningu l‡kur 28. ágúst og kennsla hefst 1. sept. 2004 Allar nánari upp- l‡singar á fjarnám.ir.is og á ir.is e›a í síma 522 6500. Fjarnám me› áherslu á starfstengt nám Byggingagreinar Efnisfræ›i, framkvæmd og vinnuvernd. Grunnnám rafi›na Mælingar og rafmagnsfræ›i. Rafvirkjabraut L‡singatækni, rafmagnsfræ›i, regluger›, raflagnateikning, st‡ringar. Rafeindavirkjun Allar greinar á 3. og 4. önn. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, raflagnateikning, AutoCad. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, netst‡rikerfi. Uppl‡singa- og fjölmi›labraut Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar. Traust menntun í framsæknum skóla - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Salou 26. ágúst og 2. september frá kr. 39.995 Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð kr. 49.890 á mann M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Verð kr. 39.995 á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. B rá mér til Akureyrar laugardaginn 7. ágúst, tilgangurinn helstur að rýna í við- burðinn Handverk 2004 að Hrafnagili, enn einnig að glugga í myndlistarlífið í bænum. Mikil viðbrigði að koma norður úr vætukaflanum á suðvesturhorninu og í alla veðurfarslegu mildina, sá í lygnt myndrænt streymi Eyjafarðarár og spegilsléttan Poll- inn þá málmfuglinn renndi sér í lágflugi framan iðja- grænan dalinn. Fyrir nokkrum árum hafði ég séð eina útgáfu fram- kvæmdarinnar og látið hrífast upp úr skónum af þeim geirum hennar, sem mörkuðust af notkun íslenzks hrá- efnis til að mynda fiskroðs og skinns í ýmiss konar list- iðnað, helst töskur og föt, svo og margs konar jurta í heilsubótarskyni. Lokaði þó ekki augunum fyrir hinu mikla magni af því sem skilgreinist föndur, jafnvel markaðsvænn heimilisiðnaður og mikið sést á sýningum af þessu tagi samanber hliðstæðar framkvæmdir í Laugardalshöll hér í borg, en þá yfirleitt undir réttara samheitinu íðir. Hönd kemur að allri íð og samkvæmt útlistan orðabókarinnar er um að ræða; verk. iðn, starf, hér hins vegar að drjúgum hluta á ferðinni kraðak leik- manna á sölumarkaði undir samheitinu handverk. Hinir þjálfuðu og menntuðu hand- verksmenn líkt og silfur- og gullsmiðir skera sig þó úr um gild vinnubrögð, að ekki sé minnst á hinar fornu hand- verksgreinar tréskurð, eld- smíði og koparslátt. Vel að merkja nokkur skilismunur á föndri, heimilisiðnaði, handverki, listiðnaði og hönnun ásamt því að öll hugtökin frambera að sjálfsögðu hæðir og lægðir. Hér er ekki á ferð neinn áfellisdómur á föndri og því síður heimilisiðnaði, föndur hefur í ákveðnu formi ratað inn á myndlistarvettvanginn svona eins og kits (kitsch) sbr. ameríska listamanninn Jeff Koons, en það er langur vegur frá léttvægu föndri sölu- væðingarinnar og skapandi athöfnum á listavettvangi. Skrifari í raun réttu aðdáandi hugmyndaríkra íða sem kostulegt getur verið að hafa í nágrenninu, einkum kringum jólahátíðirnar, þó giska skrítið að sjá þessa miklu gnótt í upphafi síðsumars auk margs annars sem helst er haldið fram í hvers konar gjafavörubúðum og ekkert kostar að virða fyrir sér. Er þó vanari öðrum og þrengri skilningi handverks á þess lags sýningum er- lendis og vill minna á hina ríku íslenzku arfleifð. Hún kom erlendum ferðalöngum mjög í opna skjöldu á öld- um áður, vísa hér einungis til hins nafnkennda Eng- lendings William Morris (1834–96), sem ferðaðist um landið 1871 og 1873. Ýmsir munir sem hann flutti með sér heim voru í stórum glerskáp á sýningu á safni Vikt- oríu og Alberts í London 1996, tilefnið að sjálfsögðu hundraðasta ártíð hans. Varð ég vitni að því álengdar af hve miklum áhuga hin mikla sýningargestafjöld rýndi á munina og ekki laust að ég bæri höfuðið hátt. Hlutirnir hafa þróast á þann veg með aukinni velmegun að minni gaumur en skyldi er gefinn þessari merkilegu arfleifð, sem nú er ljóst að hefur verið við lýði frá upphafi land- náms, á sér enn dýpri rætur og nauðsyn býður að kanna betur, mun betur. Herraþjóðin hafði hér meiri skilning en landsmenn og flutti allnokkuð utan til varðveislu, jafnt handrit sem fornmuni. Frekar að valtað hafi verið yfir arfleifðina á seinni tímum að handritunum und- anskildum, rannsóknir í fjársvelti og handverkið sem slíkt átt mjög í vök að verjast í menntakerfinu. Minni hér einungis á meinleg örlög Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og vaxandi burtkústun handverks úr fjölbrautaskólum. Svo komið virðist sem við þurfum helst að leita til nágrannaþjóðanna ef kynna á fornar ís- lenskar hefðir svo sem málm- eldsmíði og rítlist, væri sérkennilegt að kalla þá óheillaþróun og niðurlægingu framför. Eðlilega gerði ég mér væntingar um enn frekariframsókn íslenzks hráefnis og hugmyndaauðgi,en við blasti í fyrra skiptið, en varð fyrir drjúg-um vonbrigðum. Sá geiri sem hreif mig mest virtist nánast horfinn. Í staðinn kominn almennur markaður sem leiðir hugann jafnvel eitt augnablik að Kolaportinu hér fyrir sunnan og hinum stærri flóa- mörkuðum. Þetta þannig naumast þverskurður á metn- aðarfullu og framsæknu handverki norðan heiða né dreifbýlinu almennt, með frumlega hönnun og íslenzkt hráefni í öndvegi. Nær að skilgreina þetta sem almenna kaupstefnu handiðnaðar á sölumarkaði, ennfremur landbúnaðarvörum svo sem kartöflum og rófum, þó með ljósum punktum innan um. Ber alls ekki að lasta en nafngiftin um leið misvísandi því í þessu formi væri hægt að bæta við svo mörgu t.d. unnum fisk- og kjöt- afurðum og yfirleitt öllu sem hönd kemur að. Engin ástæða til að festa hér ítarlegar hugleiðingar á blað, frekar en um aðrar fyrirtektir af sömu hvötum og standa yfir í fáeina daga, en vissulega virðast fleiri hafa gaman af slíku á sölutorgi en gildu og hugmyndaríku handverki ef marka má aðstreymi fólks, jafnt í Kola- portið í Reykjavík og Handverk á Hrafnagili. Í formála sýningarskrár gætir nokkurs misskilnings á hugtakinu nytjalist, þ.e. vandaðs skapandi handverks sem hefur beint notagildi (hér má einnig nota hið forna íslenzka heiti brúkslist) til að mynda heimilisiðnaður og íða með sögu að baki, það virðist sett út í kuldann til hags fyrir markaðsvæðingu söluvæns tækifærisiðnaðar og íða sem hafa lítið með nytjalistir að gera. Og þrátt fyrir góð orð um mikilvægi þess að varðveita tengslin við fortíðina kemur það sáralítið fram á sýningunni, hins vegar er það góð hugmynd að koma á samvinnu við Verkmennta- skólann um þau gildu stefnumörk. Til frásagnar að skrifari og leiðsögumaður hansvoru litlu seinna allnokkra stund aleinir í húsa-kynnum Listasafns Akureyrar, hvar nú stend-ur yfir sýningin Hagvirkni frá Hönnunarsafni Íslands. Um að ræða sýningu á húsbúnaði eftir íslenzka myndlistarmenn 1904–2004 og um stórmerka fram- kvæmd að ræða. Hún var áður í sölum safnsins í Garða- bæ og hafði ég skoðað hana í bak og fyrir, ásamt því að fjallað var um hana hér í blaðinu. Eðlilega nýtur sýn- ingin sín öllu betur í sölum listasafnsins en hinum tak- mörkuðu húsakynnum hönnunarsafnsins, en sér- viskulegt hárautt strangflataskreyti í bakgrunni tekur athyglina stundum um of frá húsbúnaðinum. Enginn hávaði á bak við þessa framkvæmd, henni fylgir til við- bótar margfalt veglegri sýningarskrá prýdd fjölda heil- síðumynda í lit, rúsínan á pylsuendanum svo að hér er samankomið mun meira úrval metnaðarfyllra vinnu- bragða í handverki sem tengjast jafnt nútíð og fortíð en að Hrafnagili. Varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera leiddur um hin glæsilegu húsakynni Verkmenntaskólans og óneitanlega flugu þá margar hugsanir með þotuhraða vítt og breitt um heilabúið. Einkum er kom að þeirri aðstöðu sem kennarar og nemendur listnámsbrautar nú þegar njóta, ekki nóg með það heldur er í byggingu ný húsálma, þar sem verður sérstök vinnuaðstaða fyrir kennara! Á staðnum margt sem á skorti í samanlagðri sögu Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skondið að sjá alla vefstóla hans komna norður, auk virkjun hugmynda sem ekki hlutu nægilegan hljómgrunn innan hans og menn fengu bágt fyrir að halda fram og vekja athygli á hér í blaðinu. Nytsamur fróðleikur sem fyrrum gat tekið langan tíma og mikið erfiði að nálgast birtist með sekúndu- hraða á skjá og mögulegt að endurvarpa honum í marg- falt stærra formi á fjarstýrt tjald sem nær yfir stóran glugga andspænis, myrkvar stofuna um leið. Loks fylgdu þær upplýsingar að nemendur listabrautar væru 130–140, áhuginn mikill og ástundun góð. Er út kom var ég satt að segja hálf ringlaður ef ekki sleginn, samanburðurinn yfirþyrmandi, en þó ástæða að óska þeim norðan heiða til hamingju með aðstöðuna og allra heilla í framtíðinni. Íðir/Handiðn Nokkrir áhugasamir sýningargestir í sumarskapi. Stjarna og kennimark Handverks á Hrafnagili 2004 var hin sænska Therese Johanson, sem er fyrsta konan þar í landi sem hlýtur meistararéttindi í eldsmíði. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.