Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það hvílir nokkur dulúð yfiröllu því sem rússneskt er íhugum Íslendinga. Ná-kvæmlega þannig er mér innanbrjósts þegar ég kem að hliði hússins nr. 9 við Túngötu. Það þótti löngum dularfullt hús, ekki síst á tímum kalda stríðsins og fáir komu þar inn. Ég reyni að opna hliðið en það er rammlega læst. Ég kann engin ráð til að opna hliðið en skyndilega opnast það, eins og fyr- ir töfra og í sama bili opnast líka útidyrnar – ung, dökkhærð stúlka bendir mér að koma. Mín er vænst, ég á bókað viðtal við Alexander Rannikh sendiherra sem gegnt hefur því starfi á Íslandi í rösk tvö ár. Fyrr en varir er búið að hengja jakkann minn á herðatré en sjálf er ég sest í stóran sófa andspænis sendiherranum í glæsilegum húsa- kynnum hans. Mér á vinstri hlið situr Andrey S. Melnikov sem er almæltur á íslenska tungu sem rússneska og getur gripið inn í samtalið þegar útskýra þarf ná- kvæmlega flókna hluti. Húsgögnin í stofunni eru afar falleg og á veggjum eru málverk sem Rannikh segir mér að séu sum eftir fræga rússneska málara. Áður en samtalið hefst kemur hávaxin, grönn og glæsileg kona gangandi inn í stofuna með litla dökkhærða telpu sér við hönd. Þetta er Elena Rannikh sendi- herrafrú og telpan er Katja, 2 ára dóttir sendiherrahjónanna. „Hún er fædd á Íslandi og heitir raunar Ekaterina eins og amma hennar. Sú litla er nú kölluð Katja en vex upp í að ganga undir nafn- inu Ekaterina,“ segir Alexander og brosir. Ekaterina er sama nafnið og Katrín. Ég er komin til fræðast um húsið Túngötu 9 sem er afar myndarlegt hús, röskir 780 fermetrar að stærð, í húsinu er heimili sendiherra- hjónanna og móttökuaðstaða. Á að- alhæðinni og á jarðhæðinni taka sendiherrahjónin á móti gestum, innlendum sem erlendum. Í eld- húsinu ræður ríkjum Vadim Skvortsov kokkur. Hann eldar lost- ætan rússneskan mat fyrir Íslend- inga og fleiri, en hann hefur líka á valdi sínu að elda íslenskan mat fyrir Rússa sem koma sem gestir til sendiherrahjónanna. Á annarri hæðinni er einkaíbúð sendiherrahjónanna en í risinu er gistiaðstaða fyrir gesti þeirra. Þar dvelur um þessar mundir Nína Genova, móðir Elenu Rannikh, þessar glæsilegu mæðgur eru frá borginni Omsk í Síberíu. Litla Katja er brosmild enda uppáklædd í skrautlegum kjól og með gyllta skó á fótunum. Hún hef- ur gaman af gestakomunni og situr hæversklega fyrir ásamt foreldrum sínum þegar ljósmyndara Morgun- blaðsins ber að garði. Að því loknu er gengið um húsakynnin í Tún- götu 9. „Húsið hér hefur gengist undir gagngerar viðgerðir,“ segir Alex- ander. Túngata 9 er eitt fimm húsa sem Rússar eiga á Íslandi, þeir eiga að auki m.a. húsið Túngötu 24, sem þeir létu reisa sérstaklega fyr- ir sig um 1960 og hýsir viðskipta- skrifstofu þeirra og á næstu grös- um er svo sendiráðið við Garða- stræti 33. „Túngata 9 var reist árið 1941 en Rússar keyptu það 1946 og þar var sendiráðið til húsa þar til það flutti í Garðastræti 33 árið 1956,“ segir Alexander Rannikh um leið og hann vísar okkur leið niður á jarð- hæðina. Í gangi á leið niður bendir sendi- herrann mér á mynd af Túngöt- unni sem tekin var 1939, lóðin nr. 9 er þá grasi vaxin og ekkert hús ris- ið á henni. Fallbyssukúla frá dögum Tyrkjaránsins? Á jarðhæðinni komum við í her- bergi sem áður var kvikmyndasal- ur en geymir nú m.a. fallbyssukúlu sem fannst þegar verið var að grafa fyrir flaggstöng í garðinum við Túngötu 9. Alexander Rannikh telur að kúlan sé frá dögum Tyrkjaránsins og hyggst hann ræða málefni kúlunnar við starfs- menn Þjóðminjasafns við tækifæri. Ég spyr Rannikh hvernig hann kunni við sig í þessu húsi. „Ágætlega nema um helgar, þá er talsvert ónæði af fólki sem á föstudags- og laugardagskvöldum er að fara heim af börum og stans- ar gjarnan í háværum samræðum á horninu hér við húsið og skilur eft- ir hálftómar flöskur. Kirkjuklukk- urnar í Landakotskirkju eru svo mótvægi við þetta,“ segir Rannikh. Hann er eins og langflestir land- ar hans í rétttrúnaðarkirkjunni rússnesku. Ég spyr hvort trúarlífið hafi aukist við breytta stjórnar- hætti? „Það hefur komið upp á yfirborð- ið,“ svarar Rannikh. „Á sovéskum tímum tjáði fólk lítt trúarskoðanir sínar fyrir ótta sakir. Nú skipar trúin sama sess og hún gerði fyrir byltinguna 1917. Helsti munurinn er sá að núna er kirkjan ekki rík- iskirkja eins og hér er, en rík- iskirkjur eru undantekning en ekki regla,“ segir sendiherrann. Sótt um lóð til að reisa rétttrúnaðarkirkju Tvisvar á ári kemur prestur frá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni til að sinna athöfnum fyrir landa sína hér. Þá taka þeir á leigu Frið- rikskapellu en að sögn Rannikh hefur verið sótt um lóð fyrir bygg- ingu rétttrúnaðarkirkju fyrir Rússa. Hún kæmi til góða fyrir þá aðra sem játa þessa trú hér á landi, svo sem fólk frá Georgíu, Serbíu og Úkraínu, þetta fólk sækir messur sem Rússar standa fyrir í Frið- rikskapellu. Í herberginu þar sem sprengi- kúlan forna er geymd er líka billj- ardborð sem breski sendiherrann, sem kom hingað að loknu seinna stríði, færði sovéska sendiherran- um sem hingað kom um sama leyti. Á veggjum eru útspýtt skinn af úlfi og hreysiketti. Fyrir ofan sprengikúluna um- ræddu er skjaldarmerki herskips sem kom til Reykjavíkur fyrir skömmu og hylki utan af fallbyssu- kúlu sem skotið var sendiherranum til heiðurs þegar herskipið var í höfn. Inn af billjardherberginu er saunabað þar sem Rannikh býður útvöldum að baða sig og berja sig með hrísvendi að rússneskum og finnskum sið. „Þetta er mjög líkt nema hvað finnsku ofnarnir eru betri en þeir rússnesku, ég er með finnskan ofn,“ segir Rannikh og brosir. Skápur frá dögum frönsku byltingarinnar Byggð hefur verið sólstofa baka- til við Túngötu 9, það er m.a. að finna lítinn foss í hraungrýti. „Smábrot af Íslandi,“ segir Rannikh og hlær. Hann bætir við að sólstofan og hellulagður garð- urinn við sé mjög ákjósanlegur staður fyrir konu hans og dóttur þegar vel viðrar. Að hans sögn spóka gestir sig líka gjarnan í garðinum við stórar móttökur. Úr garðinum er gengt inn í borð- stofuna, þar er glerskápur með fal- legum kristalsgripum, sumum handgerðum. Við vegginn gegnt kristalnum er forláta skápur með málmmynstri og marmaraplötu. „Þessi skápur var keyptur hér á landi en er líklega frá 17. öld, hann er franskur og nauðalíkur skáp sem stendur í höll Katrínar miklu Rússadrottningar og forseti Ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, sá í heimsókn sinni til Rúss- lands. Ofan á skápnum er klukka sem smíðuð var af einum frægasta bronssmið Frakka fyrir frönsku byltinguna. Myndir af fyrirmönnum frá sovéttímanum Á flygli í stofunni er mynd af eldri dóttur Alexanders Rannikh, fallegri 36 ára gamalli konu sem heitir Natalia og starfar í ríkis- banka í Moskvu. Á hillu í skrifstofu sendiherrans Dularfullt hús og undarleg ímynd Rússnesku sendiherrahjónin, Alexander og Elena Rannikh, ásamt Ekaterinu, dóttur þeirra. Morgunblaðið/ÞÖK Mynd af Pútín forseta Rússlands í sendiherrabústaðnum. Byggð hefur verið sólstofa bakatil við húsið. Á flygli í stofunni stendur mynd af Nataliu, eldri dóttur sendiherrans. ’Ég var látinnsetja smámynt í gluggana til að friða draugana.‘ Að Túngötu 9 er móttökustaður og bústaður rússneska sendiherrans Alexanders Rannikh og fjölskyldu hans. Guðrún Guðlaugs- dóttir heimsótti sendiherrann og frétti ýmislegt um þetta athyglisverða hús og um feril og skoðanir Rannikh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.