Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 19 Ísland – Ítalía 18. ágúst Sláum a›sóknarmeti›! Öll fjölskyldan á völlinn! F í t o n / S Í A 0 1 0 2 6 0 Trygg›u flér mi›a í Nesti og á völdum ESSO stö›vum Mi›aver› 1000 kr. í stæ›i. 500 kr.16 ára og yngri. Astral Weeks kom út 1968 og í kjölfarið fylgdi önnur lítt síðri plata, Moondance, sem kom út 1970. Önn- ur afbragðs plata kom út það ár, His Band and the Street Choir, Tupelo Honey, enn ein snilldarskífan, kom 1971 og Saint Dominic’s Preview 1972. Reyndar má segja að allar plötur sem Morrison sendi frá sér frá 1968 til 1989 hafi verið fram- úrskarandi, tuttugu breiðskífur alls, sem verður að teljast harla gott. Heldur hallaði undan fæti hjá hon- um eftir það, en fyrir fjórum árum komst hann aftur í gang með bráð- skemmtilegri plötu, The Skiffle sessions, þar sem hann tók fyrir skiffle-músíkina sem hann ólst upp við. Frekari skoðun á fortíðinni Frekari skoðun á fortíðinni fylgdi í kjölfarið, fyrst platan You Win Again sem hann gerði með Linda Gail Lewis, systur píanóleikarans og söngvarans Jerry Lee Lewis, ágæt plata, og svo Down the Road þar sem útsetningar laga draga dám af rytmablús, djass, soul og þjóðlagatónlist (reyndar vísar ekki bara tónlistin til gamla tímans held- ur einnig textarnir sem eru margir fléttaðir úr alkunnum textafrösum úr blús og djassi). Eftir Down the Road, sem kom út 2002, kom það varla mörgum á óvart þegar Morrison sté skrefið til fulls á næstu plötu, What’s Wrong With This Picture?, einkar við- kunnanlegri djassplötu þar sem Morrison fer hreinlega á kostum vel studdur af frábærri djasssveit. Það er svo til að ýta enn undir skemmti- legheitin að Blue Note-útgáfan, sú sama og gaf út Sydney Bechet- plötuna sem kom Van Morrison af stað í músíkinni á sínum tíma, gefur út What’s Wrong With This Pict- ure? Í viðtali vegna plötunnar sagðist Morrison aldrei hafa átt von á að hann ætti eftir að gera samning við Blue Note, honum hafi ekki einu sinni dottið í hug að hann ætti ein- hvern tímann eftir að taka upp plötu. Hann segist þó kunna því hið besta, enda vilji hann vera á mála hjá útgáfu fyrir fullorðna sem spái í tónlist en ekki poppdót fyrir krakka. Ekki djass, heldur blúsdjass Þó Blue Note sé djassútgáfa og What’s Wrong With This Picture? almennt flokkuð sem djass er hún ekki það sem flestir kalla djass í dag (les: óskiljanleg), heldur blúsdjass að hætti Litte Jimmy Rushing, Big Joe Turner og álíka söngmeistara fyrri tíma – frábær skemmtun. Eins og nefnt er leikur Van Morrison á tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur 2. október. Tónleikarn- ir verða í Laugardalshöll og ekki seldir nema 2.500 miðar í númeruð sæti. Miðasala hefst í dag og líklegt að skamma hríð taki að selja miðana alla, en miðasalan fer fram á Netinu og í síma. Sjá nánari upplýsingar á vefsetrinu www.concert.is. arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.