Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Ítalir búa sig undir Íslandsferð ÍTALSKA landsliðið í knattspyrnu kem- ur saman í kvöld í Coverciano, æfinga- miðstöð Ítalska knattspyrnusambandsins, skammt frá Flórens, en í fyrramálið verður fyrsta æfing liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Marcello Lippi. Á þriðjudag flýgur liðið til Íslands og mætir svo íslenska landsliðinu á mið- vikudagskvöld kl. 19.15 í eina vináttuleik sínum fyrir undanriðla HM í haust. Búist er við að hátt í hundrað íþróttafréttaritarar, að meðtöldu tækni- fólki, fylgi ítalska liðinu. Tveir úr EM-liði Ítala frá í sumar, Pirlo og Ferrari, leika nú með ólympíuliði Ítala í Aþenu og nokkrir nafntogaðir leikmenn stríða við meiðsli, svo sem Totti, Cassano og Vieri. Nýjustu fregnir herma þó að tólf af þeim 22 leikmönnum, sem voru í hópnum fyrir EM í sumar, séu á lista Lippis fyrir Ís- landsheimsóknina, m.a. Del Piero, Nesta og Buffon. Endanlega liðsskipan átti að tilkynna seint í gærkvöld./16 Búist er við Aless- andro Del Piero í framlínunni. „ÞETTA er mjög óvenjulegt og kannski er þetta mesta hitabylgjan sem komið hefur yfir landið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands, um einstaka veðurblíðu sem landsmenn hafa notið síðustu dagana. Aldrei hafi hlýrri loftmassi borist yfir landið frá því að háloftamælingar hófust í Keflavík eftir síðari heimsstyrjöld. Hitabylgjan hafi varað í fimm daga en sé nú að fjara út. Meira rökkur á nóttunni og greiðari útgeislun valdi því að loftið kólni. Það vanti öflugra sól- skin til að viðhalda hitanum í loftinu. Síðasti heiti dagurinn hefði verið í gær en þó væri spáð þurru veðri næstu vikuna. Hefði þessi heiti loftmassi komið yfir landið fyrr í sumar er Einar sannfærður um að hita- metið frá árinu 1939 hefði fallið. Hitinn hefði þá farið yfir 30 stig. Þó var búið að slá 13 hitamet á 42 veðurathugunarstöðvum Veðurstofunnar að morgni 12. ágúst. Af 117 sjálfvirkum stöðvum hafði hitametið fallið á 76 stöðum. Einar bendir á að þær hafi allar verið settar upp á síðustu 15 árum. Met hefðu verið sett á Gjögri og Litlu- Ávík á föstudag. Ekki met á Austurlandi „Það má segja að á þessum stöðvum, þar sem hiti hefur verið mældur mjög lengi, er sett met á flestum þeirra um sunnan- og vestanvert landið. Og vestan til á Norðurlandi einnig og sums staðar í innsveitum norðanlands og aust- an, en út við sjávarsíðuna á Norður- og Austur- landi hafa ekki verið sett met,“ segir Einar og nefnir Akureyri og Austfirði sem dæmi. Þar hefði verið hagstæðara veður árið 1939, þegar loftið kom úr suðvestri og vestlæg átt var ríkjandi, en ekki austlæg eins og í þessari hita- bylgju. Síðast voru talsvert mikil hlýindi á landinu í júlí 1991 og fór hitinn í 29,2 stig á Kirkjubæj- arklaustri. Þau voru ekki eins eindregin og núna, segir Einar. Hlýi loftmassinn sem kom yfir okkur sé sá hlýjasti sem hingað hafi borist frá upphafi mælinga. Það sé mælt með hálofta- athugunum í Keflavík, sem hafi varað samfellt frá því skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina. „Þetta er klárlega hlýjasta loft sem hefur kom- ið til okkar frá því að þar var farið að mæla. Það er sjónarmun hærra en t.d. fyrstu vikuna í júlí árið 1991.“ Á 50 ára fresti Einar segir óvenjulegt að þessi heiti loft- massi, sem barst úr suðaustri, skuli hafa náð svona langt norður í haf og orðið kyrrstæður yfir landinu. Oftast nær sé Ísland í útjaðri slíks loftmassa en nú náði kjarni hans yfir landið. Ekki sé auðvelt að reikna endurkomutíma svona loftmassa en má áætla að þetta komi á 50 ára fresti miðað við núna og árið 1939. Gera megi ráð fyrir aukinni tíðni með hlýrra lofts- lagi, en þó ekki hlýindaköflum sem eru alveg svona hlýir. Morgunblaðið/ÞÖK Fólk notar ýmsar leiðir til að kæla sig í blíðviðrinu. Þessir krakkar léku sér í Öxará enda mældist hitinn á Þingvöllum tæplega 30 gráður. Hlýjasti loftmassi sem komið hefur yfir landið að fjara út Hitametið hefði fallið ef bylgj- an hefði komið fyrr í sumar „ÞAÐ hefst ekki undan að fram- leiða,“ segir Aðalsteinn Guðmunds- son, sölustjóri hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, en gífurleg sala hefur verið í tómötum síðustu daga. Að- alsteinn segir að þessi mikla sala tengist beint hitunum. Fólk kaupi meira af grænmeti, sérstaklega tómötum, þegar svo heitt er í veðri. „Salan á tómötum hefur aldrei verið meiri og síðustu daga hefur staðan verið þannig að það vantar tómata inn á markaðinn,“ segir Að- alsteinn. Hann segir að framleiðslan hafi aldrei verið meiri en í sumar, en það hafi samt ekki dugað til vegna mikillar söluaukningar. Raunar hafi orðið að flytja inn tóm- ata til að fullnægja eftirspurninni, en það sé óvenjulegt á þessum árs- tíma þegar framleiðslan er í há- marki. Þó að grænmetisbændur fagni al- mennt góða veðrinu eru ekki allir fullkomlega ánægðir. Það á t.d. við um grænmetisframleiðendur á Norðurlandi þar sem miklir þurrkar hafa valdið vandræðum. „Ég held ég megi segja að hér hafi ekki rignt að ráði nema tvo daga í sumar,“ segir Stefán Gunn- arsson, bóndi í Akursseli í N- Þingeyjarsýslu. „Mýrar sem voru forarblautar fyrripart sumars hafa þornað þannig að það er hægt að labba yfir þær á striga- skóm í dag.“ Hefst ekki undan að fram- leiða tómata fyrir landann Morgunblaðið/Ásdís Aldrei meiri/8 SÆNSKIR og danskir læknar hafa und- anfarin ár gert tilraunir með það að skrifa upp á hreyfingu fyrir sjúklinga í stað þess, eða samfara því, að skrifa upp á lyf. Sveit- arfélög í báðum löndunum hafa stutt við þetta, m.a. með útgáfu leiðbeininga fyrir lækna um það í hvaða tilvikum þetta gagn- ist best. Að sögn Dags B. Eggertssonar læknis, borgarfulltrúa og áhugamanns um lýð- heilsu og forvarnir, hafa tilraunir með þetta fyrirkomulag gefist vel. Hann segir kann- anir hafa sýnt að meirihluti sjúklinga sem fær hreyfingu uppáskrifaða hjá lækni nýtir sér hana. „Hreyfótek“ í stað apóteka Í samtali við Morgunblaðið segir Dagur það svo sem ekkert nýtt að læknar ráðleggi sjúklingum um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Þessar tilraunir Dana og Svía gangi skrefinu lengra, því þar séu læknar að prófa sig áfram með að ávísa klæðskera- sniðnum hreyfingaráætlunum til sjúklinga. Þá séu svokölluð „hreyfótek“ (fysiotek á sænsku) til sums staðar í Svíþjóð. Skrifað upp á hreyfingu í stað lyfja  Elsta læknisráðið/6 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.