Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 29
ferðamannastraumur að sumarlagi eigi þar mik-
inn hlut að máli en fleira kemur augljóslega til.
Allavega er þetta ánægjuleg þróun, sem vert er
að gefa gaum.
Er byggðavand-
inn að hverfa?
Sjálfsagt er of mikið
sagt að segja að
byggðavandinn sé að
hverfa. En hann er
ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var
og það er mikil breyting. Það er ekki bara höf-
uðborgarsvæðið sem vex og dafnar. Og í því eru
fólgin ákveðin straumhvörf í íslenzku þjóðlífi.
Frá því fyrir miðja 20. öldina hefur allt stefnt á
suðvesturhornið. Það er nú að breytast.
Sú var tíðin að stjórnmálamenn og ákveðnir
stjórnmálaflokkar töldu ekkert vit í því að leggja
mikla fjármuni í uppbyggingu út um land. Ef
vegir voru lagðir með varanlegu slitlagi á lands-
byggðinni var spurt hvort ekki væri meira vit í
vegaumbótum á höfuðborgarsvæðinu þar sem
umferðin væri mest. Nú er öllum ljóst að vega-
umbætur eru grundvallarþáttur í þeirri þróun
sem hér hefur verið lýst.
Bylting í efnahagsstjórn, bylting í sam-
göngum og uppbygging framhaldsskóla og há-
skóla á landsbyggðinni eiga mestan þátt í því, að
það fer hvað úr hverju að verða úrelt að tala um
byggðavanda á Íslandi.
Spyrja má hvort góða veðrið að undanförnu
valdi því að sveitir landsins líti búsældarlegar út
en ella og það má vel vera. Enn eru vetur harðir
á Íslandi og enn getur verið erfitt að komast um
landið á þeim árstíma. En með sama hætti og vel
hefur tekizt til um uppbyggingu ferðamanna-
þjónustu að sumarlagi er ástæða til að velta því
fyrir sér, hvort hægt er að nýta kosti vetrarins í
sama skyni. Það getur verið hættulegt að ferðast
um landið að vetri til en það er líka stórkostlegt.
Ný stefnu-
mörkun
Það er tímabært að
leggja drög að nýrri
stefnumörkun í
byggðamálum á Ís-
landi á nýrri öld. Vandi fortíðarinnar hefur á
margan hátt verið leystur. Og fólkið, sem nú
flykkist út um land, byggir sumarbústaði og
kaupir jarðir, öðlast nýjan skilning á mikilvægi
þess að halda Íslandi öllu í byggð. Þeim fækkar
stöðugt sem fara helzt ekki út fyrir Elliðaár.
Með sama hætti og mikil áherzla var lögð á
vegaumbætur á 20. öldinni skiptir áreiðanlega
miklu máli að fjarskiptabyltingin nái til allra
landsins horna þannig að í raun sé enginn mun-
ur á aðstöðu fólks til þess að nýta sér fjarskipta-
tæknina. Tölvumenn segja alltaf að allt sé hægt
en svo kemur í ljós að það er oft eitthvað sem
kemur í veg fyrir að svo sé. Við þurfum að
tengja landið allt fullkomnu fjarskiptaneti og
ástæða til að hvetja stjórnmálaflokkana til þess
að fara nákvæmlega ofan í saumana á því,
hvernig það verði bezt gert.
Háskólar á landsbyggðinni hafa sannað sig og
þeir hafa sýnt í verki að háskóli getur haft úr-
slitaáhrif á byggðaþróun, ekkert síður en togari
gerði á 20. öldinni. Næsta skref í háskólaupp-
byggingu á tvímælalaust að vera Háskóli Vest-
fjarða, eins og ungt fólk á Vestfjörðum hefur
tekið eftirminnilegt frumkvæði um.
Menningarhátíðir víða um land á sumrin sýna
að það er mikill misskilningur að ekki þýði að
bjóða upp á menningarviðburði annars staðar en
á höfuðborgarsvæðinu. Þessir menningarvið-
burðir byrjuðu sem einkaframtak listafólks sem
vildi láta gott af sér leiða, ekki sízt í sinni heima-
byggð. Það er tímabært að íhuga og ræða hvern-
ig hægt er að festa þessar menningarhátíðir í
sessi. Ekki er hægt að búast við því að listafólkið
geti ár eftir ár og jafnvel áratugum saman haldið
þessari starfsemi uppi meira og minna á eigin
vegum. En jafnframt er ljóst að viðburðir af
þessu tagi gera mikið fyrir viðkomandi byggð-
arlög.
Minjasöfn um liðna tíð skipta líka miklu máli
fyrir landsbyggðina. Þeir sem hafa skoðað Síld-
arminjasafnið í Siglufirði eiga ekki nægilega
sterk orð til þess að lýsa því hvað þar hafi verið
vel að verki staðið.
Hér hafa verið nefnir nokkrir þættir, sem
hljóta að koma við sögu í byggðastefnu 21. ald-
arinnar, en þar kemur vafalaust fleira til.
Mikill barlómur einkenndi áður fyrr málflutn-
ing landsbyggðarmanna. Smátt og smátt fóru
menn að gera sér grein fyrir að neikvætt tal um
að allt væri að fara í hundana á viðkomandi stöð-
um stuðlaði að því að svo gæti farið. Vestfirð-
ingar tala nú í allt öðrum tón en áður og það er
ekki sízt hinn ungi bæjarstjóri á Ísafirði, Hall-
dór Halldórsson, sem hefur haft forystu um það.
Þeir sem á undanförnum áratugum hafa lagt
áherzlu á að fjármunir yrðu lagðir til uppbygg-
ingar á landsbyggðinni hafa haft rétt fyrir sér.
Sú mikla fjárfesting er að kalla fólkið til baka.
Og Ísland allt í byggð er skemmtilegra en Ísland
þar sem allir safnast saman á suðvesturhorninu.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þoka í Reykjavík.
„Sjálfsagt er of mik-
ið sagt að segja að
byggðavandinn sé
að hverfa. En hann
er ekki svipur hjá
sjón miðað við það
sem áður var og það
er mikil breyting.
Það er ekki bara
höfuðborgarsvæðið
sem vex og dafnar.
Og í því eru fólgin
ákveðin straum-
hvörf í íslenzku
þjóðlífi. Frá því fyrir
miðja 20. öldina hef-
ur allt stefnt á suð-
vesturhornið. Það
er nú að breytast.“
Laugardagur 13. ágúst