Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 48
MENNING
48 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þú heitir sýning ElínarHansdóttur sem opnuðverður í Listasafni Árnes-inga í Hveragerði í dag.
Það kemur líka á daginn að þú,
gestur sýningarinnar, gegnir lyk-
ilhlutverki í henni. Þrátt fyrir það
eru stóru salirnir fullir af hlutum úr
smiðju Elínar. Þeir eru bara gagns-
lausir nema einhver sé að skoða þá
og prófa.
„Hugmyndin að sýningunni og
því sem ég er að fást við gengur út á
að skapa aðstæður. Meginmark-
miðið er að draga athyglina frá
listaverkinu sjálfu yfir að áhorfand-
anum,“ segir Elín. „Ég vil að mynd-
listin virki sem hvati á ímyndunarafl
áhorfandans. Hann getur svo nýtt
sér þá reynslu á sínu sviði, hvort
sem það er læknisfræði eða garð-
yrkja. Að mínu mati eiga allir að
geta upplifað myndlist, burtséð frá
því hvort upplifunin er jákvæð eða
neikvæð.“
Þessi nálgun er mjög í anda ann-
arra verka Elínar. Útskriftarverk-
efni hennar frá Listaháskóla Íslands
í fyrra var eftirlíking af súlunum
sem fyrir voru í safninu, sem var
frábrugðin hinum að því leyti að
áhorfendur gátu gengið inn í hana.
Að innan var hún speglaklædd,
þannig að áhorfandinn „horfðist í
augu“ við endalaust landslag af
sjálfum sér. Árið 2002 sýndi hún
rauða mottu sem rak upp öskur
þegar stigið var á hana í Galleríi
NemaHvað! „Þar var einnig þátt-
taka áhorfandans alveg nauðsynleg.
Hann gekk inn í rými þar sem ekk-
ert var nema hann og þessi rauða
dýna. Um leið og hann steig á hana
hrinti hann hins vegar ákveðnu ferli
af stað,“ útskýrir hún. „Það er eins
með verkin á sýningunni hér – þau
breytast eftir því hvar líkami áhorf-
andans er staddur í rýminu.“
Skýr skilaboð
Meðal þeirra hluta sem Elín setur
fram eru ljós sem lýsist upp þegar
áhorfandinn nálgast það, veggir
sem virðast ýmist grænir eða hvítir
og hljóðverk, sem er einungis grein-
anlegt á ákveðnu svæði. Verkin eru
öll sáraeinföld í „notkun“, enda seg-
ir Elín að það sé henni mikilvægt.
„Ég vil að skilaboðin séu skýr, til
þess að áhorfandinn hafi svigrúm til
að bæta sinni eigin upplifun inn í
ferlið, og forðast að troða ákveðinni
merkingu upp á fólk. Þess vegna
forðast ég líka skírskotanir, þó að
ég velji liti og efni með það að mark-
miði að koma af stað skynrænni
upplifun.“
Elín segist hafa á sér mikla
pressu að hafa sérstakar ástæður
fyrir því að nota ákveðna hluti, liti
eða uppröðun, þó að markmiðið sé
ekki að áhorfandinn komi auga á
þær. „Ég hef engan áhuga á því að
troða mínum smekk upp á fólk, þó
að ég geri það örugglega að vissu
leyti. En ég reyni að hafa aðrar for-
sendur fyrir vali mínu á efnivið en
eingöngu smekksatriði.“
Nýjar forsendur
Þó að áhrifin sem áhorfandinn
verður fyrir á sýningunni séu í
sjálfu sér einföld og algeng – ljós
kviknar, hljóð heyrist og eitthvað
skiptir um lit – skiptir staðsetning
hans, þar sem hann er inni í safninu,
öllu máli að mati Elínar. „Hér inni
eru allt aðrar forsendur til að
skynja. Í hversdagsleikanum, til
dæmis úti á götu, í bílnum og svo
framvegis, er maður með hugann
við eitthvað allt annað þegar maður
verður fyrir slíkum skynrænum
áhrifum í umhverfinu. En á sýning-
unni er maður kominn til þess að
gera ekkert annað en skynja og það
er sú ákvörðun hvers og eins sem ég
er að leika mér að. Í rauninni mætti
segja að hlutirnir, sem eru til sýnis
á sýningunni, séu ekki aðalatriðið,
heldur það sem gerist á milli áhorf-
andans og verkanna.“
Mörg „verka“ Elínar á sýning-
unni eru tæknilega flókin að gerð og
þáði hún hjálp ýmissa fagmanna við
gerð þeirra. Hefði hún mögulega
getað gert sýninguna á einfaldari
hátt? „Nei, ég er að reyna að þjóna
ákveðnum hugmyndum og vann
sýninguna sérstaklega inn í þetta
rými. Ég er búin að vinna við þessa
sýningu í fimm mánuði og meiri-
hlutinn af þeim tíma hefur farið í
hugmyndavinnuna.“
List er ekki heilög
Elín hlaut í sumar styrk úr minn-
ingarsjóði Guðmundu Andrésdóttur
og stundar nú nám við Kunst-
hochschule Berlin-Weissensee í
Berlín. Hugmyndir hennar um
myndlist eru skýrar. „Mig langar að
brjóta upp þá hugmynd að þegar
komið er inn á safn sé allt heilagt,
vegna þess að listamaðurinn hafi
ákveðið það. Mig langar að bjóða
upp á þann möguleika að fólk komi
hingað og finnist sýningin ömurleg
og ómerkileg. Þá hefur að minnsta
kosti eitthvað gerst og manneskjan
myndað sér skoðun, sem er já-
kvætt.“
Pólitísk í samfélags-
legum skilningi
Á þennan hátt getur myndlist af
þessu tagi verið pólitísk í samfélags-
legum skilningi, að mati Elínar,
vegna þess að hún hefur burði til að
hreyfa við hugmyndum fólks. „Mér
finnst að list ætti að vera það afl
sem kippir fótunum undan fólki og
lætur það endurskoða hugmyndir
sínar um hluti sem það hafði mynd-
að sér skoðanir á fyrir fram,“ segir
hún. Telur hún að þessi sýning geti
fengið fólk til að endurskoða hug-
myndir sínar um eitthvað annað en
myndlistina sem þar stendur til
boða? „Ég vona það, því það er tak-
markið. Það er svo einstaklings-
bundið hvaða hugmyndir það eru
sem fólk tekur til endurskoðunar,
það gætu verið hugmyndir fólks um
myndlist en líka hugmyndir um
samfélag okkar í heild sinni og
stöðu okkar í því. En auðvitað veit
ég ekkert um hvort það tekst – það
kemur í ljós hvað gerist þegar fólk
fer að skoða sýninguna.“
Myndlist | Sýning Elínar Hansdóttur, Þú, verður opnuð í Listasafni Árnesinga í dag kl. 17
Ekkert án
áhorfandans
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
„Í rauninni mætti segja að hlutirnir sem eru til sýnis á sýningunni séu ekki aðalatriðið, heldur það sem gerist á
milli áhorfandans og verkanna,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýninguna Þú í Listasafni Ár-
nesinga í dag. „Mér finnst að list ætti að vera það afl sem kippir fótunum undan fólki.“
www.this.is/elinh
ingamaria@mbl.is
Sumarkvöld við orgelið
í Hallgrímskirkju
15. ágúst kl. 20.00:
Finnski organistinn Matti Hannula
leikur verk m.a. eftir Tag,
Rheinberger, Linnavuori og Bach.
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Fim. 19. ágúst kl. 19.30
Fös. 20. ágúst kl. 19.30
Sun. 22 ágúst kl. 19.30
15 þúsundasti miðinn seldur um helgina:
sá heppni hlýtur veglega gjöf frá FAME hópnum
i i l l i :
i l t l j f f
Fös . 20 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 21.08 24.00
Fös . 27 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 28.08 20 .00 LAUS SÆTI
ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI
ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
M iðnætursýning á menningarnótt
MIÐASALA: 552 3000
Miðasalan er opin frá kl. 10-18
SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK
BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK
SÖNGSKEMMTUNIN
HARLEM SOPHISTICATE
Föstud. 20. ágúst kl. 20.00
Laugard. 21. ágúst kl. 19.00
Ath. breyttan sýningartíma
AÐEINS
ÞESSAR
TVÆR
SÝNINGAR!
Munið Miðasasöluna á netinu
www.borgarleikhus.is
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Í kvöld kl 20, Fi 19/8 kl 20, Fö 20/8 kl 20, Lau 21/8 kl 20, Su 22/8 kl 20
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin frá kl 10-18
og fram að sýningu sýningardaga.
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Þriðjudagstónleikar
17. ágúst kl. 20:30
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
Tangókvöld
með Olivier Manoury
bandoneonleikara.
24. ágúst kl. 20:30
Þorbjörn Björnsson barítón og
Ástríður Alda Sigurðardóttir
píanóleikari.
Ferðasöngvar eftir Vaughan
Williams, íslensk þjóðlög og
sönglög eftir Schubert.
Fundurinn er haldinn þriðjudaginn 17. ágúst kl. 9:00 - 11:00,
í Borgartúni 35, efstu hæð.
Vladimir Avigdor, ráðgjafi Landsbankans í St. Pétursborg,
mun á fundinum fjalla um stöðu efnahagsmála í Rússlandi,
viðskipta- og fjárfestingarumhverfi í landinu og aðstoð við
fjárfesta.
Nathalía D. Halldórsdóttir, ráðgjafi, beinir sjónum að menn-
ingarmun milli Íslands og Rússlands og bendir á atriði sem
nauðsynlegt er að hafa í huga til að fyrirbyggja misskilning
í viðskiptum Rússa og Íslendinga.
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku
hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is.
í Rússlandi
Útflutningsráð stendur fyrir fræðslufundi um
viðskiptaumhverfi í Rússlandi og hvernig ná
megi árangri þar.
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040
utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
Viðskipti
M
IX
A
•
fí
t
•
0
2
4
1
4