Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að ráðuneytið hafi ekki endurnýjað samning við fjarskipta- fyrirtækið Tetra-Ísland sem feli m.a. í sér gjaldskrárhækkanir. Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins og fjármála- ráðuneytis, ásamt fulltrúum Reykja- víkurborgar, hefðu rætt við helstu lánardrottna Tetra-Ísland vegna fjárhagsvanda fyrirtækisins. Hugmynd að lausn, sem fólst með- al annars í hækkun á gjaldskrá, hefði verið þar til skoðunar og kynni að vera hagstæð. Hún liggi hins vegar ekki fyrir á meðan Reykjavíkurborg hafi ekki afgreitt málið hjá sér. Mál- inu sé ekki lokið af hálfu ráðuneyt- isins. Borgarráð samþykkti sl. þriðju- dag viðbótarsamning við Tetra-Ís- land sem felur í sér verulegar gjald- skrárhækkanir fyrir þjónustu fyrir- tækisins. Bæði ríki og sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu nýta sér samskipta- tækni Tetra-Ísland og þjónar fyrir- tækið lögreglu, slökkviliði og öðrum neyðaraðilaum samkvæmt þjónustu- samningi. Vill enga hnökra Björn Bjarnason sagði dómsmála- ráðuneytið ekki hafa átt í viðræðum við Tetra-Ísland frá því í byrjun þessa árs. Ráðuneytið hefði hins vegar rætt við stærstu lánardrottna fyrirtækisins um, hvernig unnt væri að tryggja áfram þá þjónustu sem Tetra hefði veitt. Hann sagði ástæðuna þá að fyr- irtækið ræki í dag öryggisfjarskipta- kerfi fyrir neyðaraðila og það hefði alvarlegar afleiðingar ef einhverjir hnökrar yrðu á rekstri slíks kerfis. Lánardrottnar hefðu kynnt ríki og Reykjavíkurborg ýmsar tillögur að breytingum á rekstrarfyrirkomulagi sem samhliða breytingum á gjald- skrá ættu að tryggja rekstur kerf- isins. Vildi hann ekki upplýsa hvað gjaldskrárhækkanirnar yrðu miklar fyrir ríkið á meðan málinu væri ekki lokið. Ráðherra segir ósamið við Tetra „ÉG var bara að rangla þarna í niða- þoku og gekk akkúrat yfir þetta, annars hefði ég ekki tekið eftir þessu. Þetta er svo óljóst á yfirborði, en af því að það var þoka og maður sá ekkert frá sér þá horfði maður bara niður fyrir tærnar á sér. Hins vegar var ég búinn að svipast tals- vert mikið um á þessum slóðum eftir rústum, því Hrafnkels saga talar einmitt um Reykjasel þarna við Jök- ulsá, en mér hafði ekki lukkast að finna það áður,“ segir Páll Pálsson á Aðalbóli, sem gekk fram á rústir á framtíðarlónstæði við Kárahnjúka við smalamennsku í fyrra. „Þetta er a.m.k. nálægt þeim slóð- um sem maður gæti ímyndað sér að þetta Reykjasel hefði átt að vera, eftir texta sögunnar. Svo getur vel verið að það hafi verið fleiri bygg- ingar á þessum slóðum, svo maður veit svo sem ekki hvað maður getur fullyrt um hvort þetta sé Reykjasel,“ segir Páll inntur eftir því hvort hann telji að þarna sé bærinn, sem nefnd- ur er í Hrafnkels sögu Freysgoða kominn. Verður rannsakað næsta sumar Um síðustu helgi var gerður könnunarskurður til að ganga úr skugga um hvers konar rúst er um að ræða og er stefnt að því að rann- saka rústina næsta sumar. „Við fundum torfvegg og gólflag sem tengist honum, þannig að þarna hef- ur staðið mannvirki undir. Það er talsvert djúpt á þetta, það er um það bil metri niður á þetta gólf,“ segir Kristinn Magnússon, deildarstjóri umhverfismats á Fornleifavernd ríkisins. Eftir er að fá staðfestingu á því hversu gömul rústin er. „Það voru þarna öskulög og við teljum al- veg fullvíst að þetta sé undir ösku- lagi frá 1362, þetta er því eldra en það. Það er annað öskulag þar undir sem rústin er undir líka. Við erum ekki alveg búin að fá staðfestingu á því en það er væntanlega Kötlulag, annaðhvort frá því um 1000 eða 1200. Þetta er frá fyrstu öldum Ís- landsbyggðar,“ segir Kristinn. Næsta sumar mun teymi forn- leifafræðinga rannsaka rústina, en Landsvirkjun mun greiða rannsókn- ina. „Þetta verður spennandi rann- sókn. Það er líka merkilegt að finna mannvirki í þetta mikilli hæð, þetta er í 580 m hæð og það verður fróð- legt að sjá hvað menn voru að byggja þar,“ segir Kristinn. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort rústin gæti verið af Reykjaseli. „Það eina sem ég þori að segja er að við erum ekki búin að afsanna það. Sú kenning stendur alveg enn þá,“ seg- ir hann. Kristinn segir að það sé vissulega leiðinlegt að rústin fari undir vatn, en þó gefist tækifæri til að rannsaka hana áður. Hann telur vonlaust að flytja rústina. „Þetta eru að minnsta kosti tvær rústir og önn- ur þeirra svona heldur stærri. Þar að auki sýndist mér að hún væri það sem mætti kalla misgömul, þ.e. að einhverjum hluta þessarar bygg- ingar hefði verið haldið við lengur en öðrum. Hvort það er rétt ágiskun eða ekki kemur sjálfsagt í ljós þegar þetta verður grafið upp,“ segir Páll. Hann segir að rústin hafi ekki ver- ið áberandi. „Ég reyndar fór aðra ferð í björtu veðri til að skoða þetta og fullvissa mig um það hvort þetta væru rústir eða ekki. Ég hef tals- verða reynslu af því að sjá svona hluti, ég er búinn að vera að snuðra í svona rústarannsóknum dálítið lengi og hef reynslu af þessu.“ Páll segir að honum hafi þótt gaman að finna þessar rústir. „Ég var búinn að leita svo mikið og hug- leiða mikið um þetta. Þetta var sko alveg á síðustu stundu, það mátti ekki tæpara standa að ég ræki lapp- irnar í þetta, miðað við þessar fram- kvæmdir sem eru þarna,“ segir Páll, en rústirnar verða á 50 metra dýpi í Hálslóni eftir að Kárahnjúkavirkjun tekur til starfa. „Mátti ekki tæpara standa að ég ræki lappirnar í þetta“ Torfveggur og gólf fannst í rúst frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar Morgunblaðið/ÞÖK Páll Pálsson frá Aðalbóli krýpur við rústirnar sem hann fann og taldar eru vera frá því Ísland var numið. STJÖRNUKOKKURINN Jamie Oliver, sem var hér á landi um dag- inn við gerð sjónvarpsefnis, segist hafa fengið einhvern ferskasta fisk sem hann hafi bragðað á ævinni á La Primavera í Austurstræti. Mat- reiðslan hafi verið fullkomin og í raun bara möguleg á Íslandi vegna ferskleika fisksins. Þessi orð lætur hann falla í dag- bókarfærslu um Íslandsheimsókn- ina á heimasíðu sinni jamieoliver.- com. Greinilegt er að hann er mjög ánægður með dvöl sína hér á landi og þakkar mörgum fyrir aðstoðina og þjónustuna. Hann hrósar matreiðslunni á La Primavera í hástert og segist hafa elskað smokkfiskinn, sem hafi verið þykkur í sér, ólíkt því sem hann eigi að venjast. Samt svo meyr og hægt að skera hann sem smjör væri. Síð- an lýsir hann hvernig hver glæsi- rétturinn rak annan og hve mat- urinn hafi verið yndislegur. Þakkar hann „Leifi og Ívari“ fyrir að hafa séð vel um sig og konum þeirra fyr- ir að fá að fara inn á heimili þeirra og taka upp sjónvarpsefni. Einnig kemur fram að hann ók vélsleða í sprungu sem snögglega varð á vegi hans. Slapp hann ómeiddur en félagi hans hefði orðað það eitthvað á þá leið að sprungan væri svo djúp að ef horft væri beint ofan í hana sæist Ástralía. „Ekki al- veg, en hún var djúp,“ segir Jamie Oliver. Eru sýndar myndir af því þegar verið var að draga sleðann upp. Jamie Oliver hefur séð um ótal matreiðsluþætti undir nafninu Kokkur án klæða (Naked chef) og Oliver’s Twist og hafa þeir verið sýndir hér á landi. Jafnframt hefur hann gefið út fjórar matreiðslubæk- ur með uppskriftum sínum og hefur meirihluti þeirra orðið met- sölubækur í heimalandi hans, Bret- landi, sem og víðar. Dvaldi hann hér á landi dagana 4. til 7. ágúst. Til- efnið var umfjöllun um elda- mennsku hans í ástralska tímaritinu Delicious og fóru tökur m.a. fram uppi á Vatnajökli. Leifur Kolbeinsson, eigandi La Primavera sagði meginástæðu komu kokksins hingað til land snjó- inn. „Hann gerði sams konar verk- efni í fyrra en var þá að elda í 30 gráða hita í einhverri kjallaraholu í London. Í þetta skiptið vildi hann fá snjó.“ Aldrei fengið eins ferskan fisk Morgunblaðið/Sverrir Jamie Oliver er fiskurinn hugleikinn. Hér er hann í fiskbúðinni Hafrúnu. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver lukkulegur með Íslandsheimsókn og segir hráefnið til matseldar gott EINAR veit, að líður morgunninn, og hyggur, að Hrafnkell mundi eigi vita, þótt hann riði hestinum. Nú tekur hann hestinn og slær við beisli, lætur þófa á bak hestinum undir sig og ríður upp hjá Grjót- árgili, svo upp til jökla og vestur með jöklunum, þar sem Jökulsá fellur undir þeim, svo ofan með ánni til Reykjasels. Hann spurði alla sauða- menn að seljum, ef nokkur hefði séð þetta fé, og kvaðst engi séð hafa. Úr 5. kafla Hrafnkelssögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.