Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 43 Láttu þér líða vel. Verð kr. 5.685. Misty-skór, Laugavegi 178, s. 551 2070. Úrvals laxamaðkar til sölu. Upp- lýsingar í síma 848 1416. Rúllubindivél með netbúnaði og söxun til sölu. Vicon RF 122. Árg. 2000. Vél í góðu standi. Upplýsingar í s. 861 0222. Vantar þig bát, mótor, mæla, lúgur, festingar, öryggisbúnað eða annað tengt bátum? Bátaland ehf., Óseyrarbraut, Hafnarfirði, sími 565 2680. www.bataland.is. Skipamiðlunin Bátar og kvóti auglýsir! Höfum kaupanda að öflugri Cleopötru með ca 50-60 tonnum. Höfum kaupanda að öflugum Gáska eða sambærileg- um bát með um og yfir 100 tonn- um. Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir öflugum bátum í króka- og aflamarkskerfi á sölu- skrá með og án aflahlutdeildar. Jafnframt óskast aflahlutdeildir í öllum fisktegundum til kaups. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, Síðumúla 33, www.skipasala.com, sími 568 3330. Nýinnfluttur Dodge Ram 250 ferðabíll, árg. '94, ek. aðeins 118 þús., einn eig. í USA, með öllum hugsanl. búnaði, rafmagns svefnbekk o.fl. o.fl. Verð aðeins 1.150 STGR. Sími 896 5120, sendi myndir. Porsche 911s 1977 til sölu Ek. um 240 þ. Mikið endurn. m.a. vél, innrétting, rafm. og lakk. 2,7 l 6 strokka boxer. 15" magnesíum felgur. Uppl. í síma 825 7341 eða 554 6421. Selst vegna flutnings. V. 1.180 þ. staðgr./skipti á ódýrum bíl/mótorhjóli. Honda Civic Vti árg. '99, ek. 61 þús. km. 160 hö., 17" álfelgur, filmur, þjófavörn, sóllúga, geisla- spilari. Mjög vel með farinn bíll. Uppl. í s. 862 9790. Varahlutir í vörubíla og vinnu- vélar. Erum að rífa Volvo FH 12, FL 10 Scania 143,142, einnig var- ahl. í M. Benz og Man. Útvegum varahl. í fl. gerðir vörubíla og vinnuvélar. Heiði, vélahlutir. S. 534 3441. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Driver.is Öku- og bifhjólakennsla, aksturs- mat. Subaru Legacy, árg. 2004. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Fíat-húsbíll árg. 1996. Ek. 118 þús. Sólarsellur. Loftpúðar að aft- an. Nýbúið að skipta um tíma- reim. Nýjar hjólalegur. Verð 2,5 millj. S. 865 0635. Euramobil glæsivagn. Fiat Duc- ato 14, árgerð 2000, 2,8 TDI vél. Euramobil 585LS hús. Vel með farinn og vel útbúinn heilsársbíll. Myndir á www.husbilar.is. Upplýsingar í síma 899 1175. HB FASTEIGNIR Teitur Lárusson sölufulltrúi Gsm 894 8090 teitur@hbfasteignir.is - www.hbfasteignir.is Þarftu að selja fasteign? - hringdu í mig Sími 534 4400 • Hús Verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali Pallhýsi með öllu! Eigum nokkur Starcraft Lonestar og Road- master, árg. 2004 pallhýsi til af- greiðslu núna. Framúrskarandi vel útbúin pallhýsi! Eigum enn nokkur Sportstar 2003 á sértil- boði, 850.000 kr. Gísli Jónsson, Bíldshöfða 14, sími 587 6644. BÓKIN hf., elsta fornbókabúð landsins, heldur bókamarkað að Vesturgötu 17. Markaður- inn hefst á morgun, mánudag, kl. 10 og stendur yfir í rúma viku. Verslunin eignaðist nýlega mikinn lager bóka, gamalla og nýlegra í öllum efnisflokkum. Til sölu verða bækur í flestum greinum, s.s. fræðirit og skáld- skapur, erlendar bækur, ljóð, ævisögur, andleg fræði, bland- aðar fagbókmenntir, mat- reiðslubækur, íslensk og nor- ræn fræði o.fl. Bókamark- aður á Vesturgötu Í DAG, 15. ágúst, tekur formlega til starfa nýtt SOS-barnaþorp í bæn- um Kandalaksa við Hvíta hafið, en þar munu 100 börn eignast heimilis- öryggi og móður sem tekur þau á sína ábyrgð um ókomin ár, alveg eins og venjulegir foreldrar gera, að því er fram kemur í frétt frá sam- tökunum. Märtha Louise, prinsessa Norð- manna, opnar þorpið formlega en auk þess verða fjölmargir gestir viðstaddir. Það var í kjölfar svartr- ar skýrslu um aðbúnað barna á rússneskum stofnunum fyrir mun- aðarlaus börn sem tekin var sú ákvörðun að byggja fjórða SOS- barnaþorpið í Rússlandi. Í skýrslunni kom í ljós að það hefur í för með sér varanlegan skaða fyrir barn að alast upp á einni af þeim stofnunum sem ætl- aðar eru munaðarlausum og 90% barnanna munu aldrei lifa eðlilegu lífi sem fullorðnir einstaklingar. Vændi, eiturlyfjamisnotkun, alkó- hólismi og sjálfsmorð bíður flestra barnanna. Auk þess munu börn þeirra, í 65% tilvika, einnig alast upp á stofnun Hjá SOS-barnaþorpunum á Ís- landi var strax tekin sú ákvörðun að svara neyðarkallinu frá Rússlandi og taka þátt í kostnaði við byggingu barnaþorpsins. Lögðu margir mál- efninu lið. Nokkur munaðarlaus börn sem eignast framtíðarheimili í bænum Kandalaska í Rússlandi. 100 börn eignast framtíðar- heimili í nýju SOS-barnaþorpi Ljósmynd/Marko Mägi KIA-umboðið á Íslandi heldur um helgina sýningu á KIA- bifreiðum í Flatahrauninu í Hafnarfirði þar sem umboðið er staðsett. Sýningin hófst í gær, laugardag, og hún verð- ur opin í dag, sunnudag kl. 12–17. Kynntar eru flestar þær tegundir sem KIA framleiðir og eru m.a. frumsýndar 3 nýjar tegundir. Picanto sem er nýr bíll í A-flokki. Cerato er nýr bíll í C-flokki, arftaki Shuma og Spectra og flagg- skip KIA Opirus. Einnig eru á sýningunni tegundir eins og Sorento verðlaunajeppinn og Magentis, Rio, Carens og Carnival. Boðið er upp á léttar veit- ingar og glaðning fyrir krakkana. KIA bíla- sýning SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins (SHS) býður almenningi að kynnast starfi liðsins, tækjum þess og tólum í dag, sunnudaginn 15. ágúst kl. 12–18 við verslunarmið- stöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Slökkviliðs- og sjúkraflutninga- menn SHS veita fræðslu um eld- varnir og öryggi heimilanna. Börn- um og fullorðnum gefst kostur á að skoða bíla og tæki í krók og kima og kynnast starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með ýmsum hætti. Markmiðið með slökkviliðsdegin- um er að efla tengsl liðsins við al- menning og auka vitund fólks um eldvarnir og slysavarnir og mikil- vægi þeirra. Fólki býðst meðal annars að fara í hóflega hæð í körfu körfubíls, ganga í gegnum reykfyllt hús, sjá hvernig klippum og glennum er beitt á bílflök og skoða bíla og tæki sem notuð hafa verið til slökkvi- starfa undanfarin 100 ár. Margt verður í boði fyrir börn, svo sem að sprauta vatni úr slöngum slökkvi- liðsins o.fl. Sjúkraflutningamenn mæla blóðsykur og blóðþrýsting gesta, kafarar liðsins kynna hlut- verk sitt og búnað, kennd verður notkun handslökkvitækja og fyrir- tæki á sviði trygginga- og öryggis- mála kynna starfsemi sína. Helstu verkefni SHS eru slökkvi- störf, sjúkraflutningar og viðbrögð við mengunaróhöppum. Starfs- svæði SHS er Reykjavík, Kópavog- ur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mos- fellsbær, Seltjarnarnes og Álftanes. SHS hefur fimm slökkvi- og björg- unarstöðvar á svæðinu. Starfsmenn liðsins eru 159 talsins. Slökkviliðs- dagur á höf- uðborgar- svæðinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.