Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ láta fiskinn brjóta sig áður en frekar er átt við hann. Hann flakar stórþorskinn og nætursalt- ar, ufsinn er hakkaður í bollur og bútungurinn spyrtur og hengdur upp. Pétur Hilmarsson, eiginmaður Margrétar, smíðaði þurrkhjall sem flýtur á fjórum olíutunnum á pollinum úti fyrir Grund. „Við pæklum fiskinn aðeins, því flugan sæk- ir síður í ef það er aðeins saltbragð af honum. Hann verður líka góður ef honum er dyfið í sjó. Það verður betra bragð. Eins og verður á sjósignum fiski, það gengur sjór yfir þetta. Við hengjum upp í hjall úti á sjó, sem flugan fer ekki í. Á þessum tíma er hvergi friður fyrir flugunni nema úti á sjó. Það fer eftir tíðarfari hvað hangir lengi, það getur vel verið að þessi fari að slá sig og verði góður eftir tíu daga. Það blæs vel um hann og hann er í vænna lagi af bútungi að vera. Það sem er mest um vert er að hann verði rauður við beinið. Með vest- firsku mörfloti er þetta alsæla – ef alsæla er til. Þessi vara er orðin melt í raun og veru þeg- ar slær í hana. Eins og kæst skata og skerpi- kjötið færeyska sem mér þykir óskaplega gott.“ Sverrir segir að það sé svolítil kúnst að verka signa fiskinn svo hann verði rauður við beinið og varla hægt nema á haustin eða vet- urna. „Maður spyrðir hann og þvær svo upp úr sjó. Setur hann í bala og lætur hann slá sig þar í svona fjóra sólarhringa. Þá byrjar kæsing í honum sem gerir hann rauðan inn við beinið. Það er matur með stórum staf! Ég fékk þetta alltaf af togurum alla mína tíð. Það var oft óskaplega góður matur.“ Sverrir er mikill unnandi vestfirskra kræs- inga og segist halda skötuveislu á hverjum ein- ustu jólum fyrir tólf til fjórtán átvögl. „Fæ skötuna senda héðan frá Ísafirði, verkaða í Súgandafirði. Gamall vinur minn sendir mér þetta alltaf og mörflot. Í fyrra tók ég upp á því að hnoða sjálfur mörinn. Fékk vin minn, bónda norður í Hrútafirði, til að senda mér valinn mör. Þessi mör sem fengist hefur er bara garnamör sem aldrei hefði verið notaður á mínu heimili. Núna var þetta valinn nýrnamör og netja. Ég geymdi þetta og lét það brjóta sig almennilega í sex vikur. Svo hakkaði ég og hnoðaði. Þetta bragðaðist alveg eins og í gamla daga.“ Aflar matar og eldar Sverrir ólst upp við sjálfsþurftabúskap á Svalbarði og tók þátt í að afla heimilinu matar frá því á barnsaldri. Hann var ekki nema 6-7 ára þegar hann fór að hræra í blóði á blóðvelli og hjálpa til við slátrun. Af fénu komu 60-70 hausar á hverju hausti. Þeir voru teknir og kafsaltað í strjúpann. Svo voru hausarnir klipptir og sviðnir eftir því sem þeir voru étnir. „Síðasta sviðaveislan var kannski í desem- ber og þá var þetta orðið grænt um augun og lognað sem kallað er. Þá var þetta best. Óskaplega var það gott! Af þessum skepnum komu á þriðja hundrað lappir og hver einasta sviðin, sett í sultu og sýrt.“ Daglegur kvöldmaturinn á vetrum í ung- dæmi Sverris var hafragrautur, súrt slátur og hertir þorskhausar. Hausarnir voru flattir út og hengdir á rár að haustinu. Sverrir sýrir sitt eigið slátur og á það alltaf til. Tók með sér að sunnan til að eiga í sumarbústaðnum. „Lifrarpylsa sem er orðin svo vel súr að það verður að éta hana með skeið helst. Hef svo hafragraut eða grjónagraut og borða þetta. Ég nota súrsunarmysu og læt hana aldrei feyra, skipti á tveggja mánaða fresti.“ Sverrir segist afla alls matar og sjá um all- an mat á sínu heimili. Auk fiskveiða í fersku vatni og söltu stundaði hann einnig skotveiðar lengi vel. „Ég skaut á sínum tíma rjúpur en hætti 2000 – ætlaði ekki að skjóta síðustu rjúpuna. Hafði þá stundað rjúpnaveiðar alveg frá 1963. Ég býst við að ég sé eini núlifandi Íslending- urinn sem hefur snarað rjúpur. Eldri bræður mínir notuðu mig sem strák til þess að snara rjúpur.“ Veiðarnar fóru þannig fram að fléttaðar voru snörur úr svörtu hrosshári sem sótt var í tagl. Allt upp í þrjár snörur voru festar við miðja pundslínu, um 50 metra langa, með um meters millibili. „Snörunni var brugðið um hálsinn á rjúp- unni, svo var hún rekin upp og þá hertist að. Rjúpan er það illa gefinn fugl að hún bærði ekki á sér fyrr en hún var rekin upp. Ég horfði á þá draga rjúpur til þegar þeir voru að setja upp á næstu. Þeir notuðu mig í viðlögum, en töldu mig klaufa dálítinn. Þeir voru svo fljótir að þessu sem verða mátti, seldu svo rjúpurnar og fengu töluvert meira fyrir þær í Finnsbúð á Ísafirði heldur en blóðugar rjúpur. Heima var aldrei notuð byssa á rjúpur. Þetta er dálítið lygilegt!“ Sverrir verkar sjálfur bráðina og eldar rjúpurnar upp á gamla mátann, fylltar með sveskjum og eplum. En hvað kom til að Sverrir gaf sig að eldamennsku? „Ég var á síld og 17 menn um borð. Nokkrir þeirra hrekktu kokkinn þar til hann missti geðheilsuna og varð að leggja hann á land í Ingólfsfirði. Þá var ég skikkaður til að elda of- an í sextán menn. Það var mikið puð. Mest saltkjöt og saltfiskur í matinn. Þegar ég hóf að stunda laxveiðar kom alltaf í minn hlut að vera bryti og matselda. Svo átt- um við konan mín, Gréta Lind Kristjánsdóttir, fimm börn sem fædd voru annað hvert ár. Á stórhátíðum höfðum við þá verkaskiptingu að ég sá um hátíðarmatinn og hún um að punta börnin. Svo fannst mér það mikil hvíld frá amstrinu, þegar ég kom heim á kvöldin, að matreiða. Það er ég búinn að gera í áratugi. Konan mín er ágæt matreiðslukona, hús- stjórnarlærð, og kann miklu meira en ég. Ég byrjaði náttúrlega undir hennar stjórn, kunni lítið til að byrja með og sótti allt til hennar. Þetta er svona tómstundaiðja hjá mér.“ Tengdafeðgarnir Pétur Hilmarsson og Sverrir Hermannsson við flugufría þurrkhjallinn sem flýtur á pollinum framan við Grund. Þar er verkaður siginn fiskur — sem er matur með stórum staf. gudni@mbl.is Kippt á Hermóði ÍS undan Óshlíðarvita. Bolungarvík blasir við í baksýn. ’ Ég hef náð því á minni lífsleið að spilatvisvar sinnum undir aldri, það er á færri höggum en aldur segir til um. Það eru fáir sem hafa gert það.‘Gísli Halldórsson, arkitekt og heiðursforseti ÍSÍ, eftir að hafa tekið þátt í 90 ára afmælismóti sínu sem Golf- klúbburinn Ness á Seltjarnarnesi hélt á fimmtudag. Á þessum tímamótum var Gísli gerður að heiðursfélaga golfklúbbsins. ’ Annars væri ég stórslasaður.‘Gunnar Bjarki Jóhannsson, níu ára, varð fyrir bíl við Heiðarsel í Reykjavík á miðvikudagskvöld en slapp með skrámur og þykir ljóst að hjálmurinn sem hann var með hafi bjargað því að ekki fór mun verr. ’ Við erum komnir til að frelsa borgina.‘Skilaboð á arabísku sem hljómuðu úr byssuvögnum Bandaríkjahers í borginni Najaf í suðurhluta Íraks, þar sem hart hefur verið barist við uppreisnarmenn undanfarna daga. ’ Berjist til síðasta blóðdropa.‘Úr yfirlýsingu frá sjíaklerknum og uppreisnarleiðtog- anum Moqtada al-Sadr til stuðningsmanna sinna, sem dreift var í Najaf í vikunni. ’ Við vorum bara að labba heim og þárak ég augun í snákinn. Hann var mjór en mjög langur. Hann reyndi að ráðast á mig, skaust að mér allavega einu sinni.‘Ingi Freyr Jónsson, sem ásamt vini sínum, Ragnari Heimissyni, rakst á snák í Grindavík á þriðjudags- kvöld. ’ Mér leið bara rosalega vel.‘Viktoría Áskelsdóttir sjósundkona, spurð um líðan sína þegar hún kom að landi í Stykkishólmi á þriðjudag eftir að hafa lokið 62 km Breiðafjarðarsundi. Markmið Viktoríu með sundinu var að vekja athygli á starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. ’ Þetta var nú bara yndislegt, það er ekkihægt að segja annað.‘Guðlaugur Heiðar Jakobsson, starfsmaður á gisti- heimilinum Bölta í Skaftafelli, þar sem hitamet fyrir ágústmánuð var slegið á þriðjudag, 29,1 stig. ’ Ég held að hver Bandaríkjamaður vitihversu mikilvægt það er að fram- kvæmdavaldið fái sem bestar upplýsingar frá okkur.‘Porter Goss, sem á þriðjudag var útnefndur nýr yf- irmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA. ’ Ég kalla eftir því að sveitarfélöginíhugi þetta mál rækilega vegna þess að með óbreyttri stefnu keyra þau þetta í verkfall sem getur staðið lengur en öll önnur kennaraverkföll hafa staðið fram að þessu.‘Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, á þriðjudag, degi áður en fyrsti samningafundur kenn- ara og sveitarfélaganna eftir sumarfrí var haldinn. ’ Íslendingar eru falleg þjóð.‘Bandaríska söngkonan Pink á tónleikum sínum í Laug- ardalshöll á þriðjudagskvöld. ’ Ef Guð lofar.‘Jóhannes Páll páfi, sem orðinn er 84 ára og heilsuveill, staðfesti fyrir viku að hann hygðist standa við áform um að halda í sumarfrí til Lourdes í Frakklandi um þessa helgi, en gerði þó ákveðinn fyrirvara. Ummæli vikunnar Reuters Glæsileg hátíð Ólympíuleikarnir í Aþenu hófust með form- legum hætti á föstudag. Drengurinn í bátnum veifar hér gríska fánanum við glæsilega setningu leikanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.