Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ   Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt auðvelt með að vinna með öðrum í dag, bæði í vinnunni og á heimilinu. Þú ert einfaldlega þægileg/ur og létt/ur í lund. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt hugsanlega játa einhverjum ást þína í dag. Hikaðu ekki við að tjá öðrum væntumþykju þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samvinna þinna nánustu gerir tiltekt og viðgerðir á heimilinu sérlega auðveldar í dag. Fólk er einfaldlega tilbúið til að vinna saman. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt auðvelt með að heilla fólk í dag. Þú munt njóta þess að vera með systk- inum þínum og öðrum ættingjum. Njóttu dagsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til að kaupa eitthvað stórkost- legt í dag. Fegurðarskyn þitt er vakið auk þess sem þú ert í skapi til að eyða peningum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er góður dagur til að eiga trún- ararsamtal við vin þinn. Þú ert skilnings- rík/ur og tilbúin/n til að hlusta á sjón- armið annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hikaðu ekki við að biðja um það sem þú eða aðrir þurfa á að halda. Þú hefur mik- inn sannfæringarkraft í dag og átt því auðvelt með að ná til fólks. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fegurðarskyn þitt er óvenju næmt í dag. Þú munt njóta þess að fara á söfn og í bóka- eða listaverkabúðir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur þörf fyrir að taka það rólega í dag. Njóttu þess bara að lesa eða horfa á sjónvarpið. Þú þarft einfaldlega á hvíld- inni að halda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt óvenju auðvelt með að tjá þig við aðra í dag. Þú ert tilbúin/n til að tjá til- finningar sem þú heldur yfirleitt fyrir sjálfa/n þig. Notaðu tækifærið til að segja öðrum hve miklu máli þeir skipta þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta ætti að verða góður dagur í vinnunni því þú færð þann stuðning sem þú þarft á að halda bæði frá samstarfs- fólki þínu og yfirmönnum. Þér mun einn- ig ganga vel í hvers konar rannsókn- arvinnu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur til mikillar velvildar í garð fólksins í kringum þig í dag og gætir jafnvel orðið ástfangin/n. Þetta er einnig frábær dagur til einhvers konar listsköp- unar. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Hafa valdsmannslegt yfirbragð og gera miklar kröfur til sjálfra sín og annarra. Þau eru einnig góðhjörtuð og eiga því auðvelt með að ávinna sér virðingu. Nánustu sambönd þeirra verða í brenni- depli á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Mikilvæg ákvörðun. Norður ♠72 ♥D9 V/Allir ♦ÁK10543 ♣G76 Austur ♠ÁD109653 ♥3 ♦87 ♣982 Lesandinn er í austur og lendir í vörn gegn þremur gröndum eftir þess- ar sagnir: Vestur Norður Austur Suður 3 hjörtu Pass Pass 3 grönd Pass Pass Pass Makker spilar út spaðaáttu! Það var óvænt, en hvernig viltu bregðast við? Við borðið myndu flestir leggja frá sér spilin, hræra í kaffibollanum og reyna að teikna upp óséðu hendurnar. En það er sama hvað hrært er lengi, engin augljós mynd kemur í hugann. Þó virðist sem suður sé með KG tvíspil í spaða og sterkan þrílit í hjarta. Tígull blinds er fráhrindandi, en það er ekki útilokað að makker eigi innkomu á lauf (kannski ásinn blankan) og geti spilað öðrum spaða. Allavega lítur út fyrir að eini möguleiki varnarinnar sé að halda samgangnum í spaða opnum og sjá svo hvað setur: Norður ♠72 ♥D9 ♦ÁK10543 ♣G76 Vestur Austur ♠G84 ♠ÁD109653 ♥ÁKG10764 ♥3 ♦62 ♦87 ♣5 ♣982 Suður ♠K ♥852 ♦DG9 ♣ÁKD1043 Umsjónarmaður rakst á þetta spil í The Bridge World. Áhugasamur les- andi hafði sent það inn með þeim orð- um að þetta væri dýrasta ákvörðun í fyrsta slag sem hann hefði séð á löngum ferli. Hann var sjálfur í austur og dúkkaði. Og sagnhafi lagði upp á þrettán slagi. En ef austur tekur með spaðaás, fær vörnin hins vegar alla slagina (og einn til, ef það væri hægt). Sem sagt – 26 slaga ákvörðun! Eftirmáli: Þetta eru engin fíflalæti. Suður er undir þrýstingi og segir þrjú grönd í þeirri von að vörnin geti ekki rúllað upp sjö slögum á hjarta. Norður gæti átt fyrirstöðu í hjarta, en ef ekki, er stífla líkleg. Og útspil vesturs er líka vel ígrundað. Hann býst við að suður sé með Dxx í hjarta og er að reyna að koma makker inn til að spila hjarta í gegn. Þess vegna valdi hann spaðaátt- una, en ekki tvistinn! Svona getur það gengið við græna borðið – allt rökrétt nema niðurstaðan. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 kleifur, 8 hnött- um, 9 sloka í sig, 10 jurt, 11 smávaxin, 13 uppskrift, 15 soltin, 18 garfar, 21 höfuðborg, 22 skordýrs, 23 dánardægur, 24 aftr- aðir. Lóðrétt | 2 gjafmild, 3 mergð, 4 Eistlendinga, 5 kvendýr, 6 greiðsla, 7 gljá- laust, 12 greinir, 14 kona, 15 róa, 16 snakilli, 17 grasflötur, 18 jurtar, 19 sjúgi, 20 tala. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 horsk, 4 fersk, 7 pútur, 8 remma, 9 nem, 11 röng, 13 ermi, 14 álfur, 15 holt, 17 reim, 20 úði, 22 ýlfur, 23 leður, 24 akarn, 25 afræð. Lóðrétt | 1 hopar, 2 rotin, 3 korn, 4 form, 5 ræmur, 6 klafi, 10 erfið, 12 gát, 13 err, 15 hnýta, 16 lyfta, 18 eiður, 19 mor- ið, 20 úrin, 21 ilja. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. Bd3 cxd4 7. cxd4 Bd7 8. O-O Rxd4 9. Rxd4 Dxd4 10. Rc3 a6 11. De2 Re7 12. Kh1 Rc6 13. f4 g6 14. Hd1 Db6 15. Be3 Dc7 16. Bg1 Be7 17. Hac1 O-O 18. Bb1 f6 19. Ra4 fxe5 20. Bb6 Db8 21. f5 exf5 22. Hxd5 Be6 23. Hdd1 De8 24. Rc5 Bg5 25. Rxe6 Dxe6 26. Hc3 Hae8 27. Bc2 Kh8 28. Bb3 Df6 29. Hd7 Rd4 Staðan kom upp í Politiken Cup sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn. Hans Frisk (1960) hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2318). 30. Bxd4! exd4 31. Hcc7 og svartur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Félagsstarf Ásgarður | Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Eldri borg- arar frá Grænlandi koma í heimsókn í Ás- garð Glæsibæ miðvikudaginn 18. ágúst kl. 14–16. Skráning á skrifstofu félagsins fyrir þriðjudag 17. ágúst Bólstaðarhlíð 43 | Farið verður í Kirkju- bæjarklaustur fimmtudaginn 26. ágúst frá Bólstaðarhlíð, kl. 8, hádegismatur kl. 13 á Hótel Kirkjubæjarklaustri, litið inn á Kirkju- bæjarstofu og gengið um staðinn. Panta þarf í ferðina og greiða fyrir föstudaginn 20. ágúst Sími 535 2760. Hraunsel | Flatahrauni 3. Brottför í orlofs- ferð kl 9. Fréttir Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum mánudaga kl. 13–17. Úthlutun á vörum þriðjudaga kl. 14–17. Netfang dalros@- islandia.is. Fyrirlestur Háskóli Íslands | Logi Viðarsson dokt- orsnemi við Dept. of Electrical Engineer- ing, Stanford University, heldur fyrirlest- urinn „Segulómun í MS-sjúkdómnum, bættur árangur með samþættri gagna- söfnun og eftirvinnslu“. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 157 í VR-2, húsakynnum verk- fræðideildar HÍ, á morgun kl. 16. Kirkjustarf Háteigskirkja | Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum virka daga frá kl. 9– 17 í síma 587 9070. Þorlákskirkja | TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Mannamót Laxnes | Fornbílaklúbburinn kemur í heim- sókn að Laxnesi. Hólar í Hjaltadal | Hátíðarmessa kl. 14 og að messu lokinni verða kaffiveitingar. Há- tíðarsamkoma verður kl. 16.30, þar mun Björn Bjarnason dóms– og kirkju- málaráðherra flytja hátíðarræðu. Flutt verða ljóð eftir sr. Jón Bjarman. Ragnheið- ur Traustadóttir fornleifafræðingur segir frá Hólarannsókninni. Einar Jóhannesson leikur á klarinett og Voces Thules syngja. Myndlist Þrastaskógur | Veitingahúsið Þrastarlundi. Árni Sighvatsson sýnir landslagsmyndir. Sýningin stendur til 4. sept. Jón Sigurðs- son píanóleikari leikur tónlist frá kl. 15. Listasafn Árnesinga | Elín Hansdóttir opn- ar sýninguna Þú, kl. 17.00. Sýningin stend- ur til 12. september. Námskeið Þæfingarnámskeið | Handíðir verða með námskeið í ullarþæfingu Í Hamraborg 11 Kópavogi, dagana 17.–19. ágúst kl. 8.30–13 og 17.–18. ágúst kl. 15–22, framhalds- námskeið 19.–20. ágúst kl. 15–22. Leiðbein- andi á námskeiðinu er danska listakonan Inge Marie Regnar og leggur hún áherslu á þæfingu úr erlendri ull, merinóull og nýsjá- lenskri ull. Skráning á námskeiðið: inge- marie@visir.is Tónlist Stykkishólmskirkja | kl. 15. Elísa Sigríður Vilbergsdóttir sópran og Hjördís Elín Lárusdóttir sópran. Undirleik- ari Ólafur Vignir Albertsson. Hallgrímskirkja | Dómorganisti frá Tamp- ere í Finnlandi, Matti Hannula leikur á tón- leikum kl. 20. Tónleikarnir hefjast á verkum þriggja þýskra tónskálda. Fyrst Litlu org- elsinfóníunni og Fjórum litlum myndum fyrir orgel eftir Tag, þá Cantilene eftir Rheinberger o.fl. Söfn Árbæjarsafn | Handverksdagur. Hatta- gerðardama, klæðskeri, prestakragagerð- arkona, eldsmiður, bílasmiður og prentari sýna handverk sitt. Tálgaðir verða hrífu- tindar, kúnststoppað, silfur steypt í mót o.fl. Messa er í safnkirkjunni kl. 14. Í List- munahorninu sýnir Philippe Ricart þrautir úr tré og útsaumsmynstur. Ýmislegt Garðaholt | Opið hús í Króki á Garðaholti í Garðabæ kl. 13–17. Skemmtanir Kaffi Krókur | Sauðárkróki. Schpilkas með tónleika Staðurogstund idag@mbl.is Í NÆSTU viku sækir þýska djasssöngkonan Martina Freytag Ísland heim. Hún mun halda tónleika ásamt Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni á Höfn í Hornafirði á morgun, mánudag kl. 20.00, Hótel Borg 19. ágúst kl. 21.00, í Iðnó á Menningarnótt í Reykjavík kl. 18.00 og á djassdögum Akureyri 22. ágúst kl. 20.00. Martina Freytag er ung og upprennandi söngkona sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun og alþjóðlegar viðurkenningar fyrir lagasmíð og söng. Hún hefur gefið út nokkra geisladiska á undanförnum árum og fengið lofsamlega dóma hjá gagnrýnendum, ekki síst fyrir nýj- asta diskinn Bestimmt! Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Martinu www.martina-freytag.de Djasstónleikar með Martinu Freytag Fréttasíminn 904 1100 Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.