Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að ríkið hefði hagnast um sex hundruð milljónir króna af verðsamráði olíufélaganna. Hvatti hún til þess að ríkið skilaði þeim fjármunum aftur til skattgreiðenda með því að lækka bensíngjald um tvær til þrjár krónur á hvern lítra. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði á hinn bóginn að málflutn- ingur Jóhönnu gengi ekki upp. Hafi ríkissjóður haft tekjur af meintu samráði olíufélaganna hafi þeim fjármunum þegar verið varið í þágu almannahagsmuna. „Samkvæmt þessari hugmynd ætti almenningur því að endurgreiða almenningi slík útgjöld. Þetta gengur auðvitað ekki upp.“ Málið var rætt utan dagskrár á Alþingi í gær. Jóhanna sagði, í upphafi máls síns, að í skýrslu Samkeppnisstofn- unar um verðsamráð olíufélaganna kæmi fram að 1.129 milljónir lítra af bensíni hefðu verið seldir á ár- unum 1996 til 2001. Með tilliti til sex og hálfs milljarðs króna auk- innar framlegðar vegna samráðsins hefðu olíufélögin svindlað af fólki rúmar tvær krónur á hvern lítra af þessum 1.129 milljónum lítra af bensíni. Framlegðaraukningin hefði því verið 2,3 til 2,4 milljarðar króna. Virðisaukaskattur af því væri hátt í sex hundruð milljónir króna. Ólíðandi að ríkið hagnist af lögbroti olíufélaganna „Þannig hefur ríkið haft nálægt 600 milljónir króna í skatttekjur af því ránsfé sem olíufélögin náðu af fólkinu gegnum ólöglegt samráð á bensínverði,“ sagði hún, en ríkið hefur tekjur af eldsneyti í formi virðisaukaskatts og bensíngjalds. Jóhanna sagði að það myndi hafa jákvæð áhrif til lækkunar á vísitölu og verðbólgu yrði þessum fjármun- um skilað til baka með því að lækka bensíngjald. Síðan spurði hún: „Ég spyr hæst- virtan fjármálaráðherra hvort hann sé reiðubúinn að láta Ríkisendu- skoðun eða aðra þar til bæra aðila skoða ávinning ríkisins af þessu svindli?“ Spurði hún einnig hvort hann væri reiðubúinn til þess, í framhaldi af þeirri skoðun, að skila þeim ávinningi aftur til fólksins. „Það er auðvitað ólíðandi að ríkið hagnist af lögbroti olíufélaganna,“ bætti hún við. „Og það væri til að kóróna þetta hneykslismál – þetta stærsta samsæri Íslandssögunnar gegn neytendum – ef fólk þarf líka að greiða skatt til ríkisins af þjófn- aðinum.“ Málið ekki upplýst Geir sagði í upphafi máls síns að allir, jafnt þingmenn sem almenn- ingur, fordæmdu ólöglegt samráð. „Slíkt athæfi er efnahagslega skað- legt og óverjandi á allan hátt.“ Hann minnti aukinheldur á að for- svarsmenn olíufélaganna hefðu beðist afsökunar. Þeir hefðu þó gert ágreining við samkeppnisyfir- völd við fjöldamargt í málinu. Ráðherra vék stuttu síðar að hugmyndum Jóhönnu og sagði að ekkert væri hægt að fullyrða um tekjur ríkissjóðs af verðsamráði. Málið hefði ekki verið endanlega upplýst. „Á hinn bóginn er það þannig,“ sagði hann, „að hagur ríkissjóðs er nátengdur hag fólksins í landinu. Ef hagur heimilanna versnar verð- ur hagur ríkissjóðs einnig verri. Ef hagur fólksins batnar þá batnar einnig hagur ríkissjóðs. Almennt er það þannig að ef tiltekin neysluvara hækkar í verði rýrnar kaupmáttur fólks og þar með svigrúm þess til að kaupa aðrar vörur. Tekjur rík- issjóðs af virðisaukaskatti breytast þar af leiðandi ekki við slíka hækk- un. Af þessum sökum er það rangt sem sumir halda fram að ríkissjóð- ur hafi hagnast gríðarlega af hækk- un olíuverðs á alþjóðlegum mörk- uðum undanfarna mánuði. Þvert á móti hefur allt þjóðarbúið tapað á þeim hækkunum. Skatttekjur rík- issjóðs aukast hins vegar með hag- vexti sem eykur bæði tekjur al- mennings og fyrirtækja. Þess vegna ber að efla hagvöxtinn. En einokun og ólögmætt samráð hafa hins vegar þau áhrif að draga úr hagvexti og tekjum. Þannig starf- semi kemur því bæði niður á al- menningi og ríkissjóði. Og fráleitt að gefa í skyn að ríkissjóður hagn- ist af slíku.“ Sagði ráðherra síðan að lokum, eins og áður var vikið að, að málflutningur Jóhönnu stæðist ekki. „Skýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna er grafalvarlegt mál, eins og áður hef- ur verið rætt hér á Alþingi. En kenningar þingmannsins sem hér hafa verið reifaðar gera lítið úr al- vöru málsins,“ sagði ráðherra. Skaðinn aldrei bættur Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs, sagði það rétt að ríkið kynni að hafa haft einhverjar tekjur af verðsamráðinu. Það kynni þó að hafa tapað öðrum tekjum á móti. Hann sagði síðan að skaðinn af verðsamráðinu yrði í raun og veru aldrei bættur með fé, vegna þess að trúnaðarbresturinn yrði aldrei bættur, ekki heldur skaðinn í atvinnulífinu. Verst væri þó að fá- keppnin væri vaxandi á fjölmörgum öðrum sviðum atvinnulífsins. Þórarinn E. Sveinsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins, sagði að ef ríkissjóður hefði haft ein- hverjar tekjur af verðsamráðinu hefðu þær runnið til venjubundinna útgjalda ríkissjóðs. „Ef ríkissjóður á að fara að eyrnamerkja greiðslur sérstaklega sem einhvers konar skaðabætur vegna þessa leiðinda- máls verður að sækja þá peninga eitthvert.“ Sagði hann að þá væri um ekkert annað að ræða en að skera niður útgjöld eða auka skatt- heimtu. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, sagði að verið væri að beina umræðunni inn á rangar brautir með þessum hugmyndum Jóhönnu. Hafi ríkissjóður hagnast af verð- samráðinu mætti gera ráð fyrir því að þeim peningum hefði verið eytt í þágu þjóðarinnar. Hann sagði síðan þingflokk sinn þeirrar skoðunar að væntanlegar sektargreiðslur olíufé- laganna rynnu til úrbóta í sam- göngumálum. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, um verðsamráð olíufélaga Ríkið skili fjármunum með því að lækka bensíngjald Ráðherra segir málflutning þingmannsins ekki ganga upp Morgunblaðið/Ásdís Jóhanna Sigurðardóttir og Einar Oddur Kristjánsson voru áberandi á Al- þingi í gær. Einar í umræðum um fjáraukalög er hann vék að kjaradeilu kennara og Jóhanna ræddi verðsamráð olíufélaganna meðal annars. Á myndinni sem tekin er við annað tækifæri slá þau á létta strengi. Íþróttafræða- setri á Laugar- vatni ógnað KOLBRÚN Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Alþingi í gær til að fjalla um stofnun Íþrótta- akademíu í Reykjanesbæ. Beindi hún orðum sínum til Þorgerðar K. Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra og sagði að engin umræða hefði farið fram um stofnun aka- demíunnar á hinum pólitíska vett- vangi. „Hvorki fjárlaganefnd né menntamálanefnd hafa fengið er- indi um málið og þingheimur veit hvorki um faglegar né pólitískar forsendur þess. Allur fróðleikur um málið kemur úr Morgunblaðinu.“ Kolbrún tók fram að hún væri talsmaður eflingar háskólastigsins. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ákvörðun um stofnun akademíunn- ar hefði verið tekin. „Ekkert sam- ráð hefur verið haft við Kennarahá- skóla Íslands sem rekur íþróttafræðisetur á Laugarvatni en það er augljóst að með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar er íþróttafræðasetri á Laugarvatni ógnað stórlega.“ Áframhaldandi uppbygging Ráðherra svaraði því m.a. til að ríkið hefði ekki komið með beinum hætti að máli við Íþróttaakadem- íuna heldur hefði ríkið einfaldlega samið við Háskólann í Reykjavík. Sá skóli hefði síðan samið við Íþróttaakademíuna. Sagði ráðherra ennfremur að það væri mikið fagn- aðarefni að brátt skyldi taka til starfa í Reykjanesbæ kröftug og öflug sportakademía. Ráðherra mótmælti því hins veg- ar að einhver feluleikur hefði staðið um uppbyggingu akademíunnar; menn hefðu vitað af þessu máli lengi. „Ég vil líka geta þess að starfið á Laugarvatni heldur að sjálfsögðu áfram. Þar hefur átt sér stað metnaðarfull uppbygging undir öflugri forustu Erlings Jóhann- essonar og einnig undir forustu KHÍ og Ólafs Proppé og að sjálf- sögðu verður áframhaldandi upp- bygging á Laugarvatni.“ Skrásetning- argjöld háskóla hækka um 12.500 ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi lagafrumvörp um hækkun skrásetningargjalda Há- skóla Íslands, Kennaraháskóla Ís- lands og Háskólans á Akureyri. Samkvæmt frumvörpunum hækka skrásetningargjöldin í öllum skól- unum um 12.500 krónur fyrir heilt skólaár, þ.e. úr 32.500 kr. í 45.000 kr. Gert er ráð fyrir því að lögin, verði þau samþykkt, taki gildi 1. janúar 2005. Í athugasemdum frumvarpanna segir að skrásetningargjaldinu sé ætlað að mæta kostnaði af marg- víslegri þjónustu sem stúdentum er veitt á námstímanum. Segir einnig að hækkunin sé í samræmi við óskir háskólanna sjálfra. Er miðað við að fjárhæðin renni óskipt til þeirra. „Ekki er gert ráð fyrir því í for- sendum fjárlagafrumvarpsins að innheimta gjaldanna komi til frá- dráttar fjárveitingum til ríkisháskól- anna á fjárlögum.“ EINAR Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og varafor- maður fjárlaganefndar Alþingis, gagnrýndi harðlega nýjan kjara- samning grunnskólakennara og sveitarfélaga í umræðum á Alþingi í gær. Sveitarfélögin hefðu með samningnum gert skelfileg mistök. „Það var hörmulegt að íslensk sveit- arfélög skyldu rata í þessa ógæfu,“ sagði hann meðal annars. Einar Oddur sagði að samning- urinn væri stílbrot sem auðveldlega gæti fært íslenskt þjóðfélag á bóla- kaf; samningurinn gæti eyðilagt kaupmátt launafólks á einni nóttu, gæti gert launafólk á Íslandi fátækt og komið því í öngþveiti. „Ég fullyrði,“ sagði hann, „að um leið og gengið hefur verið frá kjara- samningum grunnskólakennara mun hver einasti starfshópur ríkis- ins reisa kröfur sínar – og þeir munu allir reisa þær kröfur – á þeim samningi sem gerður verður við grunnskólakennara. Hver og einn einasti. Og svo koma menn, virðu- legir þingmenn, og bera blak af þessum skelfilegu mistökum.“ Fylgja launastefnu ríkisins Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, and- mæltu m.a. þessari gagnrýni Einars Odds. Helgi sagði m.a. að sveitar- félögin hefðu ekki forystu um launa- myndun opinberra starfsmanna. Það hefði fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, hins vegar. Ráðherra hefði m.a. haft þá forystu með samning- um við lækna, hjúkrunarfræðinga og síðast en ekki síst við framhalds- skólakennara. „Sveitarfélögin hafa ekki gert annað, “sagði Helgi, „en að fylgja eftir launastefnu háttvirts þing- manns Einars Odds Kristjánssonar. Þau áttu enga aðra leið en að mæta sanngjörnum kröfum grunnskóla- kennara í því ljósi.“ Helgi sagði ennfremur: „Ég held að íslensk þjóð geti unnt grunn- skólakennurum þess að fá á nokkr- um árum fimm prósenta hækkun umfram aðra vegna þess að staða þeirra í samanburði stéttanna hafi verið orðin með þeim hætti.[...] Og sá 750 milljóna króna kostnaðar- auki, sem það veldur, mun ekki ógna hér stöðugleikanum.“ Það gerði hins vegar fjárlagafrumvarpið og fyrir- ætlanir um skattalækkanir um 20 milljarða, bætti þingmaðurinn við. Steingrímur andmælti einnig Einari Oddi og sagði að hann talaði eins og ríkisstjórnin bæri enga ábyrgð á efnahagsstefnu sinni og þeim kjarasamningum sem hún sjálf hefði gert. Þess í stað væru grunn- skólakennarar gerðir að blóra- böggli. „Er ekki sex prósenta verð- bólga í dag,“ spurði hann, „og er ekki verið að semja í því umhverfi. Er háttvirtur þingmaður hissa á því þótt grunnskólakennarar vilji að minnsta kosti reyna að tryggja að kaup þeirra lækki ekki á næstu mánuðum?“ Einar Oddur Kristjánsson í umræðum á Alþingi Nýr kjarasamningur við kennara skelfileg mistök ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.