Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H austið 1984, þegar grunnskólakenn- arar (og aðrir fé- lagar í BSRB) fóru í verkfall var ég ellefu ára gömul. Mamma er kennari og skýrast í minning- unni frá verkfallstímanum er þegar ég fór með henni niður að menntamálaráðuneyti þar sem fjölmargir kennarar tóku sér stöðu og mótmæltu slökum kjörum sínum. Stundum er sagt að sagan endurtaki sig og það virðist eiga við þegar kemur að kjaramálum grunnskólakenn- ara. Í ár, haustið 2004, þurftu kenn- arar enn á ný að grípa til verkfalls í von um betri laun. Og enn fylgdist ég með – í þetta sinn sem blaðakona. Sem slík fékk ég það verkefni í fyrradag að fara í húsnæði ríkissáttsemjara og fylgjast með undirritun nýs kjarasamnings Kennarasam- bands Íslands og Launanefndar sveitarfélaganna. Samningurinn var undirritaður eftir afar erfiða deilu og undir miklum þrýstingi vegna laga ríkisstjórnarinnar um skipan gerðardóms. Hann byggðist á miðlunartillögu rík- issáttasemjara, sem kennarar kolfelldu fyrir um tveimur vik- um. Þótt eftirvænting væri í lofti í Karphúsinu og ilmurinn af nýbökuðum vöfflum bærist að vitum forsvarsmanna samninga- nefndar kennara, gat ég ekki séð að ánægjan skini beinlínis úr augum þeirra við undirrit- unina. Þeir komu þó fram í fjöl- miðlum og hvöttu kennara til þess að samþykkja samningana, fremur en að reiða sig á úr- skurð gerðardóms. Ekki er ósennilegt að kennarar fari að ráðum forsvarsmannanna og segi já við samningnum. Og er þá málið ekki leyst og allir ánægðir? Foreldrar geta sent börnin í skólana og sinnt vinnu sinni óáreittir. Að því er heyra mátti í fjölmiðlum fyrr í vikunni voru margir foreldrar mjög reiðir vegna þeirrar ákvörðunar kennara að mæta ekki til vinnu vegna óánægju með lagasetningu stjórnvalda. Og hvað með ráðherrana? Þeir hafa lýst yfir ánægju með samn- ingana og nú segir mennta- málaráðherra að hún vonist til þess að það skapist meiri friður um skólastarfið og það færist í eðlilegt horf. Allir hljóta að vera sammála um að það sé gott að börnin komist í skólann og hefji nám sitt þar að nýju. Mér er samt ekki rótt vegna hinna nýju samninga. Ég er nefnilega for- eldri framtíðargrunnskólabarns. Sem foreldri hef ég áhyggjur af því að með nýju kjarasamning- unum sé enn tjaldað til einnar nætur í kjaramálum grunn- skólakennara. Ég óttast að það verði enginn friður í skólunum og að tregða yfirvalda til þess að ganga til samninga við kenn- ara hafi þegar skaðað skóla- starfið til frambúðar. Fjölmarg- ir kennarar hafa sagt upp störfum eða íhuga að hætta kennslu vegna þróunar kjara- deilunnar eins og sést hefur í fréttum undanfarið. Góð vin- kona mín sem er kennari, veltir því til að mynda fyrir sér af al- vöru að hefja nýtt háskólanám og finna sér í framhaldinu ann- an starfsvettvang en grunn- skólakennslu. Það er mikið átak og fórnarkostnaður sem fylgir því að fara í háskólanám að nýju og ljóst að fólk leggur slíkt ekki á sig nema það telji ærna ástæðu til. En sumir telja þó vel í lagt með nýju samningunum við kennara. Þeirra á meðal er Ein- ar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks. Í út- varpsfréttum í gær sagðist hann hissa á sveitarfélögunum, samn- ingarnir kæmu á óvart, þeir sköpuðu uppnám og sveit- arfélögin þyrftu að skera þjón- ustu sína stórkostlega niður vegna þeirra. Í grein sem Einar Oddur ritaði í Morgunblaðið í október um málefni kennara, kom fram að næðust samningar um launahækkanir við þá gæti jafnvel farið svo að leikskóla- kennarar sæktust eftir launa- hækkunum. Virtist þingmað- urinn álíta slíkt hið versta mál. Hann hefur ef til vill ekki kynnt sér stöðu mála á leikskólunum, þar sem víða er sár skortur á faglærðu starfsfólki. Menntuð- um leikskólakennurum, sem og ófaglærðu fólki eru þar borguð smánarleg laun. Ein afleiðing þessa eru tíðar mannabreyt- ingar sem kemur auðvitað fyrst og síðast niður á börnunum sem leikskólana sækja. Það er vitað mál að nægir peningar eru til í landinu til þess að halda hér uppi öflugu menntakerfi og greiða þeim sem taka að sér kennslu, allt frá leikskóla og upp í háskóla, góð laun. Við sum tækifæri virðist ekki skorta fé. Það á til dæmis við um frumvarp sem samþykkt var á Alþingi rétt fyrir jól í fyrra og fól í sér verulegar kjarabætur fyrir þingmenn og ráðherra. Þá telja stjórnvöld þjóðarbúið standa nægilega vel til þess að hægt sé að lækka skatta. Skyldi verða verkfall hjá grunnskólakennurum haustið 2008? Ég vona að þá verði ánægðir og vel launaðir kenn- arar í skólastofum landsins. En eini möguleikinn til þess að svo verði er að Íslendingar sjái ljós- ið og geri sér grein fyrir mik- ilvægi menntunar. Tjaldað til einnar nætur Þótt eftirvænting væri í lofti í Karphús- inu og ilmurinn af nýbökuðum vöfflum bærist að vitum forsvarsmanna samn- inganefndar kennara, gat ég ekki séð að ánægjan skini beinlínis úr augum þeirra við undirritunina. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is NÚ HEFUR félagsmálaráðherra kynnt nýjar tillögur um fækkun og sameiningu sveitarfélaga, sem hug- myndin er að kjósa um 23. apríl 2005. Sam- kvæmt þeim er m.a. lagt til að sameina sveitarfélög á Snæfells- nesi að undanskildum Kolbeinsstaðahreppi. Íbúum þar á að gefa kost á að kjósa um sameiningu við Borg- arfjörð. Þá er gert ráð fyrir að Skógarströnd verði áfram tilheyrandi Dalabyggð. Dalir sam- einist svo Reykhóla- hreppi. Fyrir skömmu fór ég í gegnum rit- ið Breiðfirðing sem Breiðfirðinga- félagið hefur gefið út óslitið síðan 1942. Þá urðu mér ljós þau miklu tengsl sem áður voru milli byggð- anna við Breiðafjörð, enda náði upp- haflegt félagssvæði Breiðfirðinga- félagsins yfir allt Snæfellsnes, Dali og Austur-Barðastrandarsýslu auk Breiðafjarðareyja. Þegar byggð lagðist af í eyjunum og samgöngur fluttust af sjó upp á land, rofnuðu hins vegar þessi tengsl. Í upphafi tuttugustu aldar voru stofnuð ýmis samtök sem náðu yfir stóran hluta af þessu svæði. Má þar nefna Búnaðarsamband fyrir Snæ- fellsnes og Dali og Samband breið- firskra kvenna sem starfaði af þrótti í fjölda ára m.a. að málefnum hús- mæðraskólans sem starfræktur var á Staðarfelli. Hinar erfiðu sam- göngur brutu þetta samstarf smátt og smátt niður. Í Landnámu og Eyrbyggju segir frá Þórsnesþingi sem líklegast var fyrsta þing hér á landi eftir landnám. Svæðið sem þingið náði til var frá Hítará í suðri að Gilsfirði í norðri. Þinghald á Þórsnesi stóð fram á þrettándu öld en þá liðuðust goð- orðin í sundur og hreppar og sýslur tóku við. Sé litið yfir þetta svæði í heild er Þórsnes í Helgafellssveit nokkuð miðsvæðis. Ég ætla að setja fram þá skoðun við sameiningu sveitarfélaga á þessu svæði, að nýtt sveitarfélag fylgi hin- um gömlu mörkum Þórsnesþings. Það þýðir að öll hin gömlu sveit- arfélög á Snæfellsnesi og í Dölum sameinist í eitt sveitarfélag. Sögu- lega er þetta rökrétt og það þarf ekki að fara lengra en 100 ár aftur til að leita að gildum rökum. Hver er þá staðan í dag á þessu svæði? Annars vegar eru þétt- býliskjarnarnir á norð- anverðu Snæfellsnesi, sem nú eru að mynda eina heild með gjör- breyttum samgöngum. Hins vegar eru þrjú jaðarsvæði sem skortir alvöru þéttbýliskjarna. Það eru sveitirnar á sunnanverðu Snæfells- nesi, allir Dalirnir og hinar mannlausu og hálfmunaðarlausu Breiðafjarðareyjar. Ef lagt yrði bundið slitlag á vegi um Skógar- strönd og Heydal, myndu þessi svæði tengjast mun betur og sam- göngur einnig miðast við austur- vestur í stað suður-norður eins og nú er áhersla á. Hefðbundinn landbúnaður stend- ur nú mjög höllum fæti á þessu svæði nema helst í Kolbeinsstaðahreppi. Lokað hefur verið fyrir slátrun í Búðardal en útsjónarsamur rekstur hefur bjargað Mjólkursamlaginu þar til þessa. Í Borgarnesi hefur öll vinnsla úr landbúnaðarvörum lagst af. Þangað verður því ekki mikinn stuðning að sækja. Kolhreppingar ættu því að taka höndum saman við Dalamenn um afurðavinnslu í héraði. Ekki verður séð að Dalamenn sæki þann styrk í Reykhólahrepp sem þarf. Að norðanverðu við Breiðafjörð verða menn að gera upp við sig hvort leita á í vestur, norður eða suður. Sameining við Hólmavík- ursvæðið gæti verið góður kostur með bættum samgöngum og hring- vegi um Vestfirði. Á Vestfjarðakjálk- anum liggja ræturnar víða saman og sameining við hluta Vesturlands ork- ar tvímælis. Þó gæti sameining Breiðafjarðarsvæðisins í heild vissu- lega komið til greina. Landfræðilega myndar fjalllendið frá Tröllakirkju á Holtavörðuheiði og vestur í Fagraskógarfjall í Kolbeins- staðahreppi skörp skil milli Dala og Snæfellsness annars vegar og Mýra og Borgarfjarðar hins vegar og alltaf hefur verið litið á Hnappadal sem hluta Snæfellsness. Þótt Kolhrepp- ingar hafi sótt þjónustu í Borgarnes nær alla síðustu öld, hefur það ekk- ert haft með héraðsvitund að gera og fátt hefur gert mönnum meira gramt í geði en að Eldborg sé talin á Mýr- um. Fram til þessa hefur Kolbeins- staðahreppur verið jaðarsvæði á Snæfellsnesi. Hið sama mun verða uppi á teningnum, sameinist hrepp- urinn Borgarfirði og Mýrum. Sam- einist Snæfellsnes og Dalir, verður Kolbeinsstaðahreppur ásamt Skóg- arströnd í miðju svæðisins. Malbikun vegar um Hnappadal, Heydal og Skógarströnd og brú yfir Álftafjörð, myndi svo breyta miklu fyrir þetta svæði. Hið öfluga sveitarfélag í Borg- arfirði myndi ekki hafa mikinn áhuga á þessum vegabótum. Kolhreppingar ættu í þessum sam- einingarmálum að setjast niður með nágrönnum sínum í Eyja- og Mikla- holtshreppi, á Skógarströnd og í Hörðudal og skoða sameiginlega hagsmuni. Möguleikar ferða- mennsku í Dölum, á Breiðafirði og á Snæfellsnesi þurfa að tengjast betur, ekki síst út frá miklum árangri Ei- ríksstaða. Sjávarútvegur stendur traustum fótum á norðanverðu Snæ- fellsnesi en landbúnaðurinn þarf að efla sinn kjarna. Framhaldsskólinn í Grundarfirði getur svo orðið að lyk- ilstofnun fyrir þetta svæði allt. Þá getur nálægð við þjóðgarðinn undir Jökli haft mikla þýðingu seinna meir. Með alla þessa möguleika getur sam- einað sveitarfélag á þessu svæði átt mjög bjarta framtíð fyrir sér. Kannski yrði það Þórsnesþing hið nýja? Þórsnesþing hið nýja? Reynir Ingibjartsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð ’Fram til þessa hefurKolbeinsstaðahreppur verið jaðarsvæði á Snæfellsnesi. ‘ Reynir Ingibjartsson Höfundur er fyrrv. íbúi í Kolbeinsstaðahreppi. BARNA- og ung- lingageðdeild Land- spítala, háskóla- sjúkrahúss (BUGL) tók til starfa árið 1970 í vannýttu hús- næði Reykjavíkur- borgar en þar hafði þá um skeið verið upptökuheimili fyrir bágstödd börn. Á þeim 34 árum sem deildin hefur starfað hafa að- stæður barnafjöl- skyldna um margt breyst bæði hvað varðar stöðu mæðra og skipulag skóla- þjónustu auk þess sem dregið hefur úr fordómum vegna geð- raskana. Samtímis hafa framfarir í barnageðlækningum gert að verki að fjölbreytni og þekk- ing á meðferðarúrræðum eykst hröðum skrefum. Þessi þróun ásamt upplýstum for- eldrum og fagfólki eykur eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hér á landi eins og í nágranna- löndunum. Einn liðurinn í að bregðast við þessari þörf er að bæta á margan hátt óhentugt, úr sér gengið en fyrst og fremst ónógt húsnæði BUGL. Við sem störfum á barna- og unglingageð- deildinni erum þakklát fyrir þann velvilja og stuðning sem okkur hef- ur verið sýndur á undan- förnum misserum sem m.a. hefur komið fram í fjölda gjafa einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Ástæða er til að þakka sérstaklega öllum þeim listamönnum sem styðja BUGL með því að gefa vinnu sínu í þágu mál- efnisins. Í síðustu viku héldu Fjörgyns-menn fjöl- breytta styrktartónleika í Grafarvogskirkju og nú á sunnudag er komið að styrktartónleikum hjálp- arstofnunar Caritas á Íslandi í Kristskirkju við Landakot. Stuðningur Ólafur Ó. Guð- mundsson fjallar um stuðning við uppbyggingu BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson ’Ástæða er tilað þakka sér- staklega öllum þeim listamönn- um sem styðja BUGL með því að gefa vinnu sínu í þágu mál- efnisins.‘ Höfundur er yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss (BUGL). Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.