Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 31 MENNING svo og sögum af innrásinni og land- náminu í Írak. Jóhanna hefur ferðast um svæðið síðan í lok 9. áratugarins og dvalist þar með hléum. Með skrifum bók- arinnar vill hún sýna fram á marg- breytileika arabískra kvenna og ve- fengja staðalmyndir sem dregnar eru upp af þeim, sem hópi einsleitra, undirgefinna og ómenntaðra kvenna. Í bókinni kemur einnig fram gagnrýni á þjóðhverfa sýn Vestur- landabúa á þennan heimshluta, þ.e.a.s. tilhneigingu þeirra til að sjá, meta og skilja menning- arheim araba og músl- íma út frá eigin for- sendum í stað þess að reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þeirra sjálfra. Í viðtölum við arab- íukonurnar fáum við, lesendurnir, að skyggnast inn í hug- arheim þeirra og fá innsýn í gildismat út frá þeirra forsendum. Segja má að hlutverk Jóhönnu í bókinni sé að vera eins konar menn- ingartúlkur, sem miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Í viðtölunum koma fram ýmis sjónarhorn um mikilvægi fjölskyldunnar og sjálfsvirðingu, um stöðu kvenna á svæðinu og notkun blæjunnar svo eitthvað sé nefnt. Hún er óvægin í spurningum sínum og hikar ekki við að biðja um nánari útlistanir á því sem hún hefur ekki skilið. Oft á tíðum þótti mér Jóhanna full metnaðarfull í því að kreista fram svör hjá misjafnlega op- inskáum viðmælendum og það var ekki laust við að ég vorkenndi sum- um þeirra að hafa lent í klóm henn- ar. Að sama skapi er hún allskostar ósérhlífin og lýsir á kostulegan hátt allskyns klaufaskap, óheppni, pirr- ingi og menningarlegum misskiln- ingi í framkomu sinni við aðra. Margar stórbrotnar týpur koma við sögu. Fatíma mirrudrottning, útimarkaðssölukona frá Salalah í Óman, er ein þeirra. Hún skildi varla spurninguna þegar Jóhanna spurði hvort eiginmaðurinn hjálpaði henni við heimilisstörfin. Fatíma virtist koma af fjöllum en við- urkenndi síðar í viðtalinu, í lágum hljóðum, að slíkt væri til. Mágur hennar hjálpaði systur hennar af og til við heimilisstörfin en það þætti stórskrýtið innan fjölskyldunnar. Hámenntaða Safi frá Egyptalandi ásakaði vestrænt fólk um hroka, fá- fræði og yfirgang í viðhorfum sínum til araba og múslíma. Hin unga Fat- íma frá Þula í Yemen var 14 ára kaupsýslukona sem rak búð fyrir túrista en túristarnir voru hættir að koma eftir atburðina 11. september 2001. Drúsinn og blaðakonan Zamal frá Damaskus lifir tvöföldu lífi. Hún er gift múslíma en þorir ekki að segja mömmu sinni það vegna hræðslu við útskúfun. Arabíukonur er prýðisgóð bók, bæði skemmtileg og fræðandi. Margbreytileiki arabískra kvenna skilar sér í bókinni og svo og vest- rænn hroki og þröngsýni og má því segja að Jóhönnu takist ætl- unarverkið. Útkoman er bók sem þykist ekki vera meira en hún er en er allt sem hún ætlar að vera. Í inngangi og lokaorðum fjallar Jóhanna, eins og áður segir, um inn- rásina og landnámið í Írak og hörmulegar afleiðingar þess. At- burðirnir þar í landi tengjast þó ekki lífi viðmælendanna á beinan hátt. Ég skildi því ekki tenginguna fyrr að lestrinum loknum. Jóhanna lýsir sorg sinni, reiði og skömm á ástand- inu í Írak. Hún segir það einkennast af skilningsleysi og yfirgangi rík- isstjórna Bandaríkjanna og Breta og viljugu þjóðanna. Ef ég skil tilgang Jóhönnu rétt vill hún með tenging- unni sýna hvað getur gerst þegar fordómar og tortryggni sem byggj- ast á vanþekkingu fá að grassera í friði og með skrifum bókarinnar vill hún leggja sitt af mörkum til að auka skilning og umburðarlyndi á konum í arabaheiminum og fólkinu almennt. Tengingin er því bæði skiljanleg og réttmæt. Höfundur er mannfræðingur og bjó um 10 ára skeið í Qatar, Sameinuðu furstadæmunum, Jemen og Kuwait. FYRIR þá sem búið hafa í heima- löndum söguhetja Arabíukvenna, eða í nágrenni þeirra, má líkja lesn- ingu bókarinnar við huglægt ferða- lag til þessa heimshluta. Hvað mig varðar gerði hún það. Í henni tekst höfundinum að lýsa einstaklega vel and- rúmsloftinu á ólíkum stöðum arabaheimsins og tilfinningunum sem bærast innra með henni; blaðakonunni frá Íslandi, í sam- skiptum sínum við araba. Hún gerir ólíkri en þó keimlíkri menn- ingu arabaheimsins góð skil og ekki síður viðhorfum Vest- urlandabúa til menn- ingar araba og músl- íma. Vestrænu viðhorfunum kemur hún skýrt til skila með því að vera sýnileg í textanum og spyrja spurninga og jafnframt með því að leyfa konunum að lýsa í eigin orðum upplifun sinni á hugmyndum Vesturlandabúa og útskýra þær. Í skemmtilegri og lifandi frásögn Jó- hönnu er auðvelt að sjá fyrir sér mergjað mannlíf Kaíróborgar; ring- ulreiðina sem einkennir borgina og bústnar maddömur sem eru sjálfs- öryggið uppmálað, klæddar í skósíða kjóla með blæju (hijab) í stíl. Finna fyrir pirringi á gattlaufsáráttu Sana’a-búa sem sitja alla eftirmið- daga tyggjandi lauf sem eru mild eiturlyf og á karlrembunni sem þar viðgengst. Fá nostalgíu af lýsingum frá Arabíuflóa; hitanum, eyðimörk- inni, lyktinni af mirru og talsmáta fólksins sem þakkar guði (allah) í öðru hverju orði. Í bókinni eru lesendur kynntir fyrir 22 konum, ólíkum í aldri, stöðu og stétt, sem búsettar eru í Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen. Inn í viðtölin fléttar höfundur ferða- og lífsreynslusögum sínum frá svæðinu Skyggnst inn í framandi heim BÆKUR Viðtöl Höfundur: Jóhanna Kristjónsdóttir. 245 bls. Mál og menning 2004 Arabíukonur Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Jóhanna Kristjónsdóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn UPPSKERUHÁTÍÐ Örleikrita- samkeppni framhaldsskólanema fer fram á Stóra sviði Þjóðleik- hússins á mánudaginn kl. 20:00. Dómnefnd hefur valið fimm verk sem flutt verða af nemum á þriðja ári í leiklistardeild LHÍ. 48 verk bárust í keppnina sem fræðslu- deild Þjóðleikhússins og leiklist- ardeild LHÍ standa fyrir með stuðningi SPRON. Þetta er í annað sinn sem fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild LHÍ standa fyrir ör- leikritasamkeppni meðal fram- haldsskólanema. Að sögn Maríu Pálsdóttur, deildarstjóra fræðslu- deildar Þjóðleikhússins, fór þátt- takan nú fram úr björtustu vonum en í ár bárust tæplega tvöfalt fleiri verk í keppnina sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Ein taska“. Aðeins einn leikmunur Þátttakendur í keppninni urðu að hlíta ákveðnum skilyrðum í sköpun sinni. Verkin máttu ekki taka lengri tíma en 10 mínútur í flutningi og ekki skemmri en 5 mínútur; leikarar urðu að vera 3 eða færri; engin leikmynd mátti vera en einn leikmunur – ein taska – varð að koma við sögu. Þriggja manna dómnefnd, sem skipuð er Maríu Pálsdóttur, deild- arstjóra fræðsludeildar Þjóðleik- hússins, Ragnheiði Skúladóttir, deildarforseta leiklistardeildar LHÍ, og Rúnari Guðbrandssyni, prófessor við leiklistardeild LHÍ. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Að loknum flutningi mun dóm- nefnd velja þrjú bestu verkin en að auki verða sérstök áhorf- endaverðlaun. Á meðan at- kvæðatalning fer fram bjóða skólafélagar keppendanna upp á skemmtiatriði. Fulltrúi frá SPRON veitir pen- ingaverðlaun fyrir verðlaunasætin þrjú og einnig fyrir besta verkið að mati áhorfenda. Aðgangur er ókeypis. Leiklist | Örleikrit framhaldsskólanema í Þjóðleikhúsinu Þátttaka framar vonum 11:00 Þingið sett. Tónlist. 11:10 Erindi. Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. 11:25 Erindi. Hafsteinn Bragason, starfsmannastjóri Actavis Group. 11:40 Baldur Jónsson markaðsstjóri afhendir námsstyrk Mjólkursamsölunnar. 11:50 Fundarhlé. Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar. Tónlist. 12:20 Erindi. Tatjana Latinovic, formaður Félags kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. 12:35 Erindi. Arnór Guðmundsson, þróunarstjóri í menntamálaráðuneytinu. 12:50 Tónlist. Þingi slitið. Fundarstjóri Þóra Björk Hjartardóttir Dagskrá Málræktarþing undir merkjum dags íslenskrar tungu verður haldið laugardaginn 20. nóvember 2004 í hátíðasal Háskóla Íslands, kl. 11.00 –13.00. Íslensk málnefnd í samstarfi við Mjólkursamsöluna Áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar Opið Leigubíll Stopp Fiskur og franskar Lárpera – KúrbíturLeik lokið Heimtaka Veitingastaður Án virðisauka Gleðistund Myndbönd Vista sem 2 FYRIR 1 Frábært tilboð á miðum í sæti. Aðeins 5.400 kr. fyrir 2 miða. Frjálst sætaval Miðasala á helstu Essostöðvum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.