Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 29 DAGLEGT LÍF MatsölustaðurinnBanthai við Laugaveg130, skammt fyrir of-an Hlemm, heyrist æ oftar nefndur þegar talið berst að áhugaverðum veitingahúsum í Reykjavík. Hér er um að ræða taí- lenskan stað sem hjónin Dúna og Tómas Boonchang eiga og reka, en þau settust að á Íslandi árið 1987. Tómas sagði að þau hefðu fljótlega sett upp veitingahús með íslensku sniði, en sá rekstur gekk ekki upp. Árið 1991 hófu þau rekstur Banthai þar sem áherslan var lögð á taílenskar matarhefðir og þá fór að ganga betur og sagði Tómas að nú væri yfirleitt fullt um helgar og oft fastagestir í miðri viku. Þau hjónin hafa nú opnað annan stað með verslun, Nanathai í Skeifunni 4, þar sem hægt er að fá allt hráefni til taí- lenskrar matargerðar. „Ég legg áherslu á gæði hráefn- isins,“ segir Tómas. „Taílensk matargerð á sér langa sögu og Taílendingar leggja mikið upp úr fjölbreyttu úrvali hráefnis í rétti sína. Maturinn er yfirleitt létt eld- aður og hráefnið helst stökkt. Á þann hátt heldur það næring- argildi sínu og upprunalegu bragði. Taílenskur matur er oft mikið kryddaður, þökk sé fjöl- breyttu úrvali chili-kryddjurta. En fólk kemst þó yfirleitt fljótt á bragðið, enda fer styrkleiki kryddsins alveg eftir smekk og óskum hvers og eins. Ég mæli ekki með notkun MSG (þriðja kryddsins).“ Tómas sagðist oft hafa verið beðinn um uppskriftir af réttum veitingahússins, en aldrei gefið þær upp fyrr en nú, er blaðamað- ur Morgunblaðsins kom í heim- sókn og pantaði sér forrétt og að- alrétt samkvæmt ábendingum lesenda um uppáhaldsrétti sína. Annars vegar var um að ræða Tom Kha Kai, hefðbundna taí- lenska kjúklingasúpu, bragðbætta með kókósmjólk, súraldini, svepp- um og galangal. Í fyrstu var bragðið talsvert sterkt, en hafði þá eiginleika að venjast vel og smám saman fór maður að leita aftur og aftur í súpuna, jafnvel eftir að byrjað var á aðalréttinum, sem var Thai BBQ Seua Rong Hai, eða „Öskur tígursins“, sem er frægur taílenskur réttur; þunnt skorið, grillað nauta-sirloin, kryddað með myntu og kóríander. Borið fram á salatbeði með fersku súraldini og chilisósu. Er skemmst frá því að segja að maturinn bragðaðist einstaklega vel og full ástæða til að mæla með honum. Ekki sakar heldur að bragða á taí- lenskum drykkjarföngum með taí- lenska matnum og raunar bara rökrétt og eðlilegt, en á Banthai er boðið upp á borðvín, sem koma frá elsta og stærsta vínhéraði Taí- lands og bragðaðist Monsoon Vall- ey Red Pokdum sérlega vel með kjötréttinum. Þá er einnig hægt að fá taílenskan bjór, og er hægt að mæla sérstaklega með Singha, sem er mest seldi bjórinn í Taí- landi að sögn Tóm- asar, sem bauð blaðamanni jafn- framt að smakka á forréttinum Poh Pia Tord, sem eru djúp- steiktar vorrúllur, bornar fram með súrsætri hnetusósu og má segja að sá réttur hafi ekki bragðast síður en hinir tveir. Andrúmsloftið á Banthai er þægilegt, afslappað og heim- ilislegt og á efri hæð veitingahússins er boðið upp á sér- aðstöðu í hlýlega inn- réttuðum her- bergjum fyrir allt frá sex og upp í þrjátíu manna hópa. Réttirnir sem hér er fjallað um kostuðu á bilinu 1.590 til 2.890 krónur. Einnig er sérstakur matseðill fyrir mat sem hægt er að taka með sér og kostar þá hver réttur 1.390 krónur. Tom Kha Kai Súpa Fyrir fjóra. Innihald 170 g (6 oz.) niðurskorið kjúk- lingakjöt 170 g (6 oz.) niðurskornir sveppir 2-3 miðlungsstórir Galanga (taílensk engiferrót) 7,5-2,5 cm langir bútar af sítrónugrasi. 28 g (1 oz.) niðurskorið kóríander 7 dl (24 oz.) vatn 5,7 dl (2 oz.) Pichaya-kókosmjólk 1 dl (4 oz.) Pichaya-súraldinsafi eða sítrónusafi 1 dl (4 oz.) Pichaya-fiskisósa 1 msk kraminn rauður chilipipar 2-3 fersk chili örlítill sykur Hitið vatnið í potti. Bætið kók- osmjólkinni við, Galanga-engifer og sítrónugrasinu. Setjið svo kjúk- linginn í. Látið vatnið sjóða í 2 mínútur. Bætið svo við ferskum chili og sveppum. Setjið svo Picha- ya-safann og fiskisósuna í skálina sem þið ætlið að bera réttinn fram í. Ekki láta súraldinsafann og fiskisósuna í sjóðandi súpuna! Þegar kjúklingurinn er soðinn, er súpan sett í skálina með fiskisós- unni og safanum. Skreytið með kóríander, kryddið eftir smekk með rauðum chilipipar og berið fram. Bætið við sykri eftir smekk. Thai BBQ – Nautakjöt „Seua Rong Hai“ Fyrir fjóra Um ½ kg (1 pund) nautakjöt (fillet) Sósa (ídýfa): 1 msk Thai chiliduft 1 msk kóríanderlauf 1 msk sneiddur vorlaukur ¼ b Pichaya-fiskisósu 5 msk Pichaya-súraldinsafi Blandið öllu saman. Marínerið kjötið í 3 matskeiðum af Pichaya- fiskisósu og 3 matskeiðum af dökkri, sætri Pichaya-sojasósu í u.þ.b. klukkutíma. Setjið kjötið á þéttriðna járn- grind yfir grill og steikið. Snúið kjötbitunum öðru hverju, þar til það er tilbúið. Berið fram með salatbeði með fersku súraldini og chilisósu.  BANTHAI | Uppáhaldsrétturinn kjúklingasúpa og þunnt skorið, grillað nauta-sirloin Öskur tígursins berst víða Hefðbundin taílensk kjúklingasúpa: Tom Kha Kai. Seua Rong Hai: Eða „Öskur tígursins“ er frægur taílenskur kjötréttur. Hjónin Dúna og Tómas Boonchang: Eigendur Banthai með pott af taílenskri kjúklingasúpu. www.thaimatur.com Hægt er að skoða matseðil á: www.simnet.is/banthai Hægt að skoða matseðil Nanathai á: www.nanathaistore.com svg@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Fæst í bókabúðum Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.