Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig BjörgPálsdóttir fædd- ist á Ölduhrygg í Svarfaðardal 22. apríl 1911. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 11. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Filippía Margrét Þorsteinsdóttir hús- móðir, f. á Kleif í Þorvaldsdal 16.5. 1880, d. í Reykjavík 14.1. 1968 og Páll Hjartarson, bóndi á Ölduhrygg, f. í Uppsölum í Svarf- aðardal 12.8. 1877, d. á Siglufirði 11.1 1952. Systkini Sólveigar Bjargar, öll látin, eru: Steingrím- ur, cand. mag. og kennari við Vél- skólann, f. 23.8. 1907, d. 15.2. 1958, eiginkona hans var Emilía Karls- dóttir, f. 9.5. 1911, d. 18.10. 1991; Eiríkur, lögfræðingur, bæjarstjóri og síðar forstjóri Sólvangs í Hafn- Reykjavík. Þau eignuðust engin börn, en Ragnar átti fyrir tvö börn, Knút f. 18.7. 1925, d. 26.4. 1986, og Bíbí Jensen, f. 16.2. 1921. Sólveig Björg fór ung að heiman til að leita sér þroska og vinna fyrir sér; hún var við nám í Húsmæðraskólanum að Laugum í Þingeyjarsýslu vetur- inn 1932–1933. Þá var hún í vist hjá fjölskyldum á Akureyri og fylgdi síðan einni þeirra til Reykjavíkur þar sem hún settist að eftir það og vann fyrst framan af við sauma og skyld störf, m.a. á Prjónastofunni Malín sem Malín Hjartardóttir föð- ursystir hennar rak. Á árabilinu 1956–1984 vann hún með nokk- urra ára hléum við umsjón og eft- irlit með heimavist Hjúkrunar- skóla Íslands og sem hús- og símavörður. Ragnar maður hennar veiktist 1966 og þau ár sem hann átti ólifuð dvöldust þau á Reykja- lundi þar sem Sólveig Björg fékk vinnu og gat þannig annast mann sinn. Eftir lát hans vann hún um tíma á Flókadeildinni uns hún sneri aftur til Hjúkrunarskólans þar sem hún vann þangað til hún fór á eftirlaun. Útför Sólveigar Bjargar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. arfirði, tvíburabróðir Sólveigar, f. 22.4. 1911, d. 16.5. 2002, eiginkona hans var Björg Guðnadóttir, f. 17.4. 1903, d. 4.3. 1996; Stefanía Snjólaug, hárgreiðslumeistari og deildarstjóri við hárgreiðsludeild Iðn- skólans í Reykjavík, f. 22.12. 1912, d. 24.4. 2002, eftirlifandi eig- inmaður hennar er Ólafur J. Ólafsson, löggiltur endurskoð- andi, f. 9.11. 1913; og Margrét Hjördís húsmóðir, f. 5.3. 1919, d. 9.7. 1998, eiginmaður hennar var Birgir Runólfsson, at- vinnurekandi á Siglufirði, f. 2.1. 1917, d. 5.5. 1970. Sólveig Björg giftist 4.9. 1943 Ragnari Kristjánssyni frá Patreks- firði, skrifstofumanni í Reykjavík, f. 18.10. 1901, d. 15.9. 1970 og bjuggu þau allan sinn búskap í Snemma vors árið 1911 fæddist stúlka á bænum Ölduhrygg í Svarf- aðardal. Fæðingin var ekki áfallalaus en fumlaus ljósmóðir náði að losa naflastrenginn sem herti að hálsi barnsins. Móðirin hallaði sér aftur – svo held ég hún hafi risið upp við dogg. „Bíddu aðeins, Filippía mín,“ sagði ljósmóðirin, „þetta er ekki al- veg búið, hér kemur annað barn.“ Þarna komu í heiminn tvíburarnir Sólveig Björg og Eiríkur, sem nú hafa bæði kvatt í hárri elli. Sólveig ólst upp í faðmi foreldra, systkina og Svarfaðardalsins. Ég geri mér í hugarlund að lífið á Öldu- hrygg hafi einkennst af vinnusemi og reglu utandyra sem innan; og að í daglegu amstri hafi glaðværð og góð- ar hugsanir setið í fyrirrúmi, að verk- in hafi verið unnin af kostgæfni en um leið hafi börnunum gefist næði og hvatning til heilabrota og lesturs. Á vetrarkvöldum hlupu systkinin á skautum á ánni; seinna gengu bræð- urnir menntaveginn en systranna beið hefðbundið hlutskipti kvenna af aldamótakynslóðinni. Ung stúlka vann Sólveig á Akur- eyri; í húsi og í verslun. Seinna flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó um áratuga skeið. Það hefði því með nokkrum rétti mátt kalla Sólveigu Reykvíking; í hjarta sínu var hún þó alla tíð Svarfdælingur. Sólveig vann ýmis störf, lengst var hún á skrifstofu Hjúkrunarskóla Íslands. Hún var skarpgreind og hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Gam- ansemi var ríkur þáttur í skapgerð hennar en hún gat verið föst fyrir þegar henni þótti ástæða til. Andlegu atgervi sínu hélt hún til hinstu stund- ar. Sólveig eignaðist ekki börn en fjöldi barna, skyldmenni og vanda- lausir, naut umhyggju hennar og elsku. Hún fylgdist með hverjum ein- staklingi í þessum stóra hópi, gladd- ist með þeim í velgengni og var ætíð reiðubúin til aðstoðar ef á þurfti að halda. Sólveig og Ragnar, maður hennar, sem lést árið 1970, fóstruðu mig um hríð í barnæsku. Það gerðu þau formálalaust og án nokkurra skilmála. Alla tíð síðan hef ég og mitt fólk átt Sólveigu að, kærleik hennar og alúð. Ég kveð mína kæru fóstru með virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu hennar. Anna Guðmundsdóttir. Sólveig Björg að reka kýr, Stefanía Snjólaug hraukar, en Margrét Hjördís, mærin blíð, hjá mömmu sinni baukar. Þannig orti Filippía um dætur sín- ar ungar einn fagran sumarmorgun í hlaðvarpanum á Ölduhrygg. Þar átti fjölskyldan heima í 24 ár, 1909–1933, meðan börnin komust á legg. Æsku- árin liðu við leik og störf í grösugum dal undir háum fjöllum, bæirnir stóðu þétt og frændur og vinir nánast í hverju húsi; þá hnýtti Sólveig Björg eða Bonga, eins og hún var oftast kölluð, vina- og kærleiksbönd sem héldu ævina alla. En fyrr en varði þurfti unga fólkið að hverfa brott til náms og starfa. Sveitin fylgdi því þó ávallt og sveipaðist í frásögnum heið- ríkju sumarlandsins og íbúarnir dul- úð goðsagnarinnar. Í Reykjavík hitti Bonga fyrir allfjölmennan hóp ætt- ingja og sveitunga að norðan sem stækkaði með árunum við fæðingu nýrra kynslóða. Þetta fólk var hún óþreytandi að rækta og færði fréttir milli ættingja sem sjaldan eða aldrei hittust og hélt lifandi tilfinningunni um sameiginlegan uppruna. Heimili Bongu og Ragnars stóð fyrst og lengst í hinu aldna Gunn- laugsenshúsi að Amtmannsstíg 1, í vesturkvisti Smiths kaupmanns. Á þeim árum reis miðbærinn undir nafni og í litlu stofuna þeirra komu margir, vinir og vandamenn, sátu lengi og skröfuðu margt. Þaðan var frábær útsýn yfir Lækjargötu og úr gluggunum mátti á hátíðisdögum fylgjast með prúðbúnu mannhafinu sem leið þar hjá í hægum straumi með þéttum klið við óm frá lúðra- sveitum og hátalararöddum á Aust- urvelli og Arnarhól. Af Amtmanns- stígnum fluttu þau 1959 í Drápuhlíð og bjuggu þar þangað til Ragnar veiktist. Eftir lát hans bjó Bonga á Grenimel og í Hafnarfirði uns hún flutti á efstu hæð í Furugerði 1 þar sem hún bjó til æviloka. Eftir að Bonga varð ein ferðaðist hún víða innanlands og utan og sex- tug að aldri tók hún bílpróf og eign- aðist bíl sem hún átti í mörg ár og hafði mikla ánægju af. Henni var fagnað hvar sem hún kom og sett í öndvegi á hverjum fundi. Við þökk- um langa samfylgd og góðar minn- ingar um dásamlega frænku. Sigurgeir Steingrímsson. Okkur langar að kveðja kæra frænku okkar Sólveigu Björgu Páls- dóttur með örfáum orðum. Sólveig Björg sem alltaf gekk und- ir nafninu Bonga innan fjölskyldunn- ar var fastur punktur í okkar tilveru og í miklu uppáhaldi. Reyndar heitir önnur heimasætan Kristín Björg í höfuðið á henni. Bonga kom oft í heimsókn til okkar og ef að eitthvað stóð til var spurt hvort ekki væri öruggt að Bonga kæmi. Svo mikið er víst að það vantar mikið þegar Bonga kemur ekki lengur. Bonga var mikil heimskona, alltaf sérlega vel til höfð og hafði gaman af að vera á meðal fólks og var þá gjarnan hrókur alls fagnaðar. Hún átti ekki börn sjálf, en heimili hennar var þakið af myndum af frændfólkinu sem henni þótti afar vænt um og hélt kostum þess gjarnan á lofti. Börn hændust að Bongu og víst er að systkinin í Mávahlíðinni litu á hana sem sína aðal frænku. Hún var ótrúlega sterkur en jafn- framt vinalegur persónuleiki þessi lágvaxna kona, en hún gat líka verið föst fyrir ef henni þótti ástæða til. Hún var mjög skörp í hugsun og fylgdist vel með öllu sem gerðist þrátt fyrir háan aldur. Það gleymir enginn henni Bongu sem á annað borð fékk tækifæri til að kynnast henni. Við kveðjum Sólveigu Björgu Páls- dóttur frá Ölduhrygg í Svarfaðardal með virðingu og þakklæti fyrir sam- veruna. Fjölsk. Mávahlíð 30, Reykjavík. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast konu eins og Bongu, en svo var Sólveig Björg ætíð kölluð af minni fjölskyldu. Og enn meiri forréttindi að eiga Bongu sem frænku, konu sem var gædd svo miklum gáfum, mikill gleði og sérlega skemmtilegu skopskyni. Ég þakka fyrir það sem ég lærði af henni, þar fór mikil kona þó lítil væri. Kona sem þótti svo vænt um sína stóru fjölskyldu, þó engin börn hafi hún sjálf átt. Minningarnar hrannast upp er ég lít til baka er ég sá hana fyrst í litlu fallegu íbúðinni í Drápuhlíð 29 í Reykjavík og seinna er hún kom í heimsóknir til mín eftir að ég var far- in að búa, minninguna um allar hringingarnar, þar sem hún spurði spjörunum úr fjölskylduna, hún vildi fylgjast með, vita hvernig hverjum og einum leið, því stórfjölskyldan var henni svo dýrmæt. Kveð ég nú Bongu með orðum Bjarna Marinós og bið Guð að blessa minningu hennar. SÓLVEIG BJÖRG PÁLSDÓTTIR ✝ Þóra GuðrúnValtýsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni þriðjudagsins 9. nóv- ember síðastliðins. Foreldrar Þóru eru hjónin Valgerður Jónsdóttir, f. í Sel- koti í Þingvallasveit 15. nóvember 1924 og Guðmundur Val- týr Guðmundsson, f. á Þingeyri við Dýra- fjörð 4. júlí 1912 , d. 2. apríl 2002. Þeim varð 6 barna auðið: 1) Ágúst Birgir, f. 15. október 1941, d. 13. maí 1942; 2) Þóra Guðrún, sem hér er minnst; 3) Guðný Eygló, f. 1. 1996 og Róbert Valle, f. 8. nóvem- ber 1998. Síðari kona Reynis er Marebic Birgisson, f. 23. júlí 1981. 2) Víðir Bergmann, f. 3. ágúst 1964, kvæntur Ernu Matthíasdóttur, f. 12. marz 1960. Dætur þeirra eru Björk Kristjánsdóttir, f. 19. októ- ber 1983 og Þóra Nian, f. 3. janúar 2002. 3) Hlynur Bergmann, f. 2. janúar 1966. Kona hans er Sigurást Baldursdóttir, f. 11. marz 1956. Börn Sigurástar af fyrra hjóna- bandi eru Heiða Björk, Sigurjón, Inga Þóra og Bryndís. Eftir að Þóra byrjaði að vinna ut- an heimilis starfaði hún fyrst sem aðstoðarstúlka í Prentstofu G. Ben 1980–1983. Eftir það starfaði hún við leikskólann Arnarborg 1983– 1989 og síðan aftur í G. Ben sem síðar sameinaðist Grafík og heitir í dag Gutenberg. Þóra hóf síðan störf hjá Íslandspósti og starfaði þar allt til sumarsins 2004 en þá lét hún af störfum vegna veikinda. Útför Þóru verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. september 1945; 4) Hulda Berglind, f. 9. september 1949; 5) Erla Sólrún, f. 6. júlí 1956; og 6) Ágúst Óm- ar, f. 14. mars 1962. Þóra Guðrún giftist 26. júlí 1962 Birgi Bergmanni Guðbjarts- syni, f. 13. marz 1944, d. 14. apríl 1988. For- eldrar Birgis voru hjónin Guðrún Dag- björt Frímannsdóttir og Guðbjartur Berg- mann Fransson en þau eru bæði látin. Synir Þóru og Birgis eru: 1) Reynir Berg- mann, f. 8. nóvember 1962. Fyrri kona hans var Anabelle Valle, f. 5. júní 1975. Þau slitu samvistir. Synir þeirra eru Birgir Valle, f. 24. apríl Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þóra tengdamóðir mín var ein- staklega heilsteypt og æðrulaus kona. Ég minnist hennar með þakk- læti, hlýju og virðingu. Blessuð sé minning Þóru Guðrún- ar Valtýsdóttur. Erna Matthíasdóttir. Elsku Þóra, ég ætla ekki að hafa mörg orð um þig elsku systir mín, ég sagði þér hvað mér þætti vænt um þig áður en þú fórst í þessa langferð orðin frekar þreytt enda átti ekki við þig að liggja. Nú hefur þú hitt Bigga þinn aftur eftir 16 ár. Elsku Reynir, Víðir, Hlynur, og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minningin um góða mömmu, tengda- mömmu og ömmu yljar. Mamma mín, að sjá á eftir barninu sínu ætti enginn að þurfa að gera, en við ráð- um litlu um það, megi guð styrkja ykkur öll. Hver sól, er rís, brátt síga tekur, Og sérhver dagur líður hjá. Hin fögru blóm, sem vorið vekur, þau visna síðar haustdag á. Svo breytist allt og hverfist hér, en Herrann einn hinn sami er. (J. Z.) Erla systir. Þá er Þóra systurdóttir mín laus við veikindin sem hún barðist við og hafði betur í tvö fyrri skiptin sem hún veiktist en varð nú að lúta í lægra haldi þegar hún veiktist í þriðja sinn og lést að morgni 9. nóv- ember. Ég á margar minningar um Þóru allt frá því hún var lítil og ég að passa hana á Bíldudal þar sem foreldrar hennar bjuggu eitt sumar. Þóra var þá á öðru ári, skýr og skemmtileg, og ég undi mér við leik í hlíðinni fyrir of- an bæinn með vinkonum mínum sem líka voru að passa börn. Aldrei man ég eftir að mér leiddist að passa Þóru og mér finnst að þetta sumar hafi alltaf verið sól. Ég hef fylgst með Þóru alla tíð síð- an enda áttum við lengst af heima í námunda hvor við aðra. Þá kom Þóra oft til okkar og alltaf var nóg að spjalla og ég var líka daglegur gest- ur hjá foreldrum hennar. Hún kynntist ung Birgi sem varð síðan eiginmaður hennar og þau eignuðust þrjá syni sem allir eru uppkomnir og orðnir heimilisfeður og höfðu gefið Þóru þrjú barnabörn sem nú hafa misst ömmu allt of fljótt. Þau hjónin höfðu mjög gaman af að ferðast og fyrstu utanlandsferðir okkar hjónanna voru með þeim og voru þá strákarnir og okkar yngstu með í fyrstu. Seinna fórum við sex saman og keyrðum um Evrópu og frá því ferðalagi eigum við margar og góðar minningar. Einnig var farið í margar ógleym- anlegar ferðir hér heima og skoðaðir nýir staðir og oftast var þá sofið í tjaldi. Alltaf voru það þau hjónin sem komu og stungu upp á að drífa sig út úr bænum. En það átti ekki fyrir þeim hjón- um að liggja að eldast saman því að Biggi veiktist og lést aðeins 44 ára eftir baráttu við sama sjúkdóm og Þóra nú. Þóra vann lengi á leikskóla eftir að Biggi dó og undi sér vel innan um öll börnin en síðustu ár bar hún út póst og naut hún útiverunnar sem fylgir því starfi. Við í frænkuklúbbnum eigum eftir að sakna hennar á frænkukvöldum sem eru einu sinni í mánuði. Við hjónin sendum Völlu systur minni, sonum Þóru og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Bjarndís Jónsdóttir. Kæra Þóra. Nú lýsir ekki ljós þitt okkur lengur því lífsins göngu þinni lokið er. Og hljóðnað hefur hörpu þinnar strengur í hljóðri bæn við biðjum fyrir þér. Að fá að kynnast þér var mikill fengur og fríður hópur eftir þér nú sér. Nú horfin ertu burt úr þessum heimi á himnahæðum kannar ókunn lönd. Þar mynda þú og Biggi öflugt teymi og þakklát gangið saman hönd í hönd. Algóður Guð nú sálu þína geymi og gæti þín við Drottins dýrðarströnd. (Ragna Jóh. Magnúsdóttir.) Ástvinum öllum sendum við sam- úðarkveðjur. Ragna, Jón Bjarni og börn, Bolungarvík. Elsku Þóra mín. Ég sakna þín, nú ertu farin frá mér Mér finnst það dálítið skrítið að þú skulir ekki lengur vera hér. Hér leiðist mér að vera, ég læt ei á því bera þú hverfur varla nokkra stund úr huga mér. Þú veist vel ég sakna þín, ég sakna þín er ég hugsa um þig, því þú varst mér kær. Þær óralöngu leiðir sem liggja á milli okkar laða fram í huga mínum minningu. Um gamla góða daga ÞÓRA GUÐRÚN VALTÝSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.