Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Steindór Sig-urðsson fæddist
á Siglufirði 13. mars
1943. Hann lést 12.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurð-
ur Anton Einarsson
vélstjóri og bóndi á
Fitjum í Lýtings-
staðahreppi í Skaga-
firði, f. 12. apríl
1906, d. 27. nóvem-
ber 1968, og Helga
Steindórsdóttir hús-
móðir og bóndi, f. 21.
júlí 1918, d. 1. ágúst
1994. Sigurður og Helga eignuðust
sjö börn saman en Sigurður átti
einnig tvö börn áður, Hafliða og
Önnu Sigurbjörgu. Hin eru: Stein-
dór, elstur systkinanna; Margrét
Sigurjóna, Anna, Heiða, Sigurður,
Sigmundur Einar og Ástríður
Helga. Steindór ólst upp í Skaga-
firði, en frá 1962 átti hann heima í
Njarðvík, síðar Reykjanesbæ.
Hinn 24, júlí 1965 kvæntist
Steindór Kristínu Guðmundsdótt-
ur og eiga þau fjögur uppkomin
börn. Þau eru: 1) Helga, f. 5. ágúst
1963, maki Einar Steinþórsson,
börn: Steinþór og Steindór. 2)
Guðmundur, f. 24. apríl 1967, maki
Marie Belinda Michel, börn: María
Árelía og Kristinn. 3) Ingibjörg
Salóme, f. 24. maí 1968, maki
Sveinbjörn Bjarnason, börn: Tinna
Karen, Hekla Dögg, Helgi Óttarr
unum 1982–1986 var hann vara-
bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Njarð-
víkur og bæjarfulltrúi frá árinu
1986. Á árunum 1986–1990 var
hann varaformaður bæjarráðs
Njarðvíkur og forseti bæjarstjórn-
ar 1988–1990, formaður ferða-
málanefndar Njarðvíkur 1990–
1992. Þá var hann formaður um-
hverfis- og fegrunarnefndar og
varamaður í stjórn Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum
(S.S.S.), í Bláfjallanefnd og vara-
maður í byggingarnefnd Njarðvík-
ur frá árinu 1982 til 1990. Steindór
hefur átt sæti í ýmsum nefndum
s.s. nefnd um samgöngumál, skóg-
ræktarátak, stjórn símenntunar á
Suðurnesjum og í Þingeyjar-
sýslum, stofnun Ferðamálasam-
taka Suðurnesja, en í stjórn þeirra
samtaka átti hann sæti frá því þau
voru stofnuð þar til hann fluttist
norður.
Steindór átti sæti í Ferðamála-
ráði Íslands frá 1989–1991 og var
formaður stjórnar BSÍ hópferða-
bíla og stjórnarformaður BSÍ (Um-
ferðarmiðstöðvarinnar í Reykja-
vík) um árabil.
Reykjanesbær varð til 1994, við
sameiningu Keflavíkur, Njarðvík-
ur og Hafna og átti Steindór þess
kost að koma þar að undirbúningi
og vera í framlínunni við að setja
saman hið nýja sveitarfélag. Hann
sat í fyrstu bæjarstjórn og bæjar-
ráði Reykjanesbæjar, sem varafor-
maður bæjarráðs og varaforseti
bæjarstjórnar. Þá sat hann í nafna-
nefnd þegar nafn var fundið á nýtt
sveitarfélag.
Steindór verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
og Samúel Skjöldur.
4) Sigurður, f. 18.
september 1971, maki
Fríða María Sigurðar-
dóttir, börn Steindór,
Stefán Páll og Hanna
María.
Steindór starfaði í
fyrstu við landbúnað,
fiskvinnslu og við
akstur bifreiða, en síð-
an sem framkvæmda-
stjóri eigin fyrirtækis
í tæp 20 ár. Starfsemi
þess var á sviði hóp-
ferða, sérleyfisbif-
reiða og gistireksturs,
eða allt frá árinu 1970 til ársins
1989 er hann seldi fyrirtækið Sér-
leyfisbifreiðum Keflavíkur (SBK)
sem var í eigu Keflavíkurbæjar.
Hann tók þá við stöðu fram-
kvæmdastjóra SBK sem hann
gegndi í tæp tíu ár. Árið 1998 söðl-
aði Steindór um og gerðist sveit-
arstjóri Öxarfjarðarhrepps. Þar
gegndi hann ýmsum störfum á
vegum sveitarfélagsins, s.s. hafn-
arstjóri, umhverfisstjóri og hafði
eftirlit með öllum framkvæmdum,
einnig í flestum sameiginlegum
nefndum sveitarfélaganna. Stein-
dór rak um tíma litla verslun í
Reykjavík ásamt sonum sínum en
hafði nýverið hafið störf aftur hjá
SBK hf.
Steindór starfaði talsvert að fé-
lagsmálum, en helstu félagsstörf
sem hann gegndi eru þessi: Á ár-
Ég kynntist Steindóri tengdaföð-
ur mínum fyrst um 1980, þegar við
Helga rugluðum saman reytum. Mér
er ofarlega í huga fyrsta skipti þegar
mér var boðið í hádegismat á Klapp-
arstíginn og soðin ýsa í matinn. Af
einhverjum ástæðum vorum við einir
um ýsuna ég og Steindór og var hann
snöggur að borða. Hann hafði ekki
nema fáar mínútur í hádegismat, því
í þá daga skipti rúta stærra máli í
samgöngumálum okkar og það var
starf hans að aka fólki til og frá
vinnu. Í þá daga þekktu allir Stein-
dór, bæði fullorðnir og börnin. Þessi
tími hefur ekki alltaf verið auðveld-
ur, þegar bílarnir voru ekki af sömu
gæðum og þeir eru í dag og viðgerð-
araðstaða stundum bágborin. Þrátt
fyrir mótbyr lét Steindór aldrei bug-
ast. Það eru til sögur af honum t.d.
þegar hann lá úti á götu við heimili
sitt að gera við bílana fyrir næsta
dag, jafnvel langt fram eftir nóttu.
Hann fraus eitt skiptið fastur við
götuna þannig að það þurfti heitt
vatn til að losa hann upp, en hann lét
það ekki á sig fá.
Dugnaður, er það orð sem helst
kemur upp í hugann þegar ég hugsa
til Steindórs. Aldrei man ég eftir því
að hann kvartaði yfir nokkrum sköp-
uðum hlut. Hvorki þegar hann var
við erfiðar aðstæður að gera við bíla
að nóttu til sem þurftu að vera klárir
fyrir næsta dag, né þegar erfiðleikar
steðjuðu að í hans rekstri seinna
meir. Þessi styrkur hans var aðdáun-
arverður.
Steindór var mjög lánsamur mað-
ur í sínu lífi. Hann átti stóra fjöl-
skyldu, stóran systkinahóp og
trausta vini. Farsælt starf til margra
ára í eigin fyrirtæki og seinna sem
framkvæmdastjóri SBK hf. og sem
sveitarstjóri á Kópaskeri. Steindór
hafði nýverið hafið störf aftur hjá
SBK þegar hann lést. Það var mér og
öllum starfsmönnum fyrirtækisins
mikið ánægjuefni að fá hann til okk-
ar. Þrátt fyrir veikindi, sem fáir virð-
ast hafa gert sér í hugarlund hversu
alvarleg voru var hann alltaf kátur
og til í að spjalla og því miður kom
kallið allt of skjótt. Ég kveð tengda-
föður minn og bið almættið að
styrkja Kristínu og okkur hin í sorg
okkar.
Einar Steinþórsson.
Afi Steindór. Jæja, núna ertu far-
inn til betri staðar, afi minn. En það
munu allir sakna þín mjög mikið. Þú
vannst alla þína ævi og hefur alltaf
verið mjög duglegur. Ég man eftir
öllum þeim skiptum sem ég gisti
heima hjá þér og ömmu, það var allt-
af mjög gaman. Það var svo
skemmtilegt þegar þú byrjaðir að
spjalla við mig, þú varst kannski að
spyrja mig hvort væri ekki gaman,
þá sagðirðu alltaf: Er ekki gaman hjá
ömmu Kristínu? eða eitthvað svona
um ömmu. Og ég man eftir að þú
kallaðir mig aldrei bara Steindór,
heldur alltaf „nafni Einars “og mér
þótti alltaf svolítið gaman að öllum
þessum gælunöfnum sem þú kallaðir
okkur börnin. Og ég man svolítið eft-
ir þegar þú varst framkvæmdastjóri
hjá SBK og þá var ég stundum að
kíkja til þín á skrifstofuna þína. Eins
var ég voða montinn af þér þegar þú
gerðist sveitarstjóri á Kópaskeri.
Síðan var ég að gista hjá ykkur og þá
byrjaðir þú með alls konar skrýtin
orð úr sveitinni, eins og þegar þú
sagðir tannsari (tannbursti) og svo
mörg fleiri skemmtileg og skrýtin
orð. Og síðan þegar ég var að telja
flöskur í bílskúrnum hjá þér og
ömmu þá sá ég þennan æðislega
glerskáp. Þá hljóp ég inn og spurði:
Hver á glerskápinn úti í bílskúr? Þá
sagðir þú: Ég á hann, en af hverju
spyrðu? Þá svaraði ég: Má ég nokkuð
kaupa hann af þér? Og þú sagðir og
brostir: Já, já, þú færð hann á eina
krónu! Síðan keyptirðu sjoppuna, þá
fannst mér alltaf voða gaman að fara
þangað og fá smá nammi og að raða í
hillur og svoleiðis. En þetta er bara
brot af minningum mínum um þig,
afi minn, og ég á eftir að sakna þín
mjög mikið. Við vonum að þú sért
kominn á góðan stað og finnir ekki
lengur til.
Þinn
nafni Einarsson.
Gerðu það, afi, viltu vera með okk-
ur í réttunum, bara ósýnilegur? En
samt vildi ég að þú værir ekki ósýni-
legur heldur sýnilegur. Af því þá veit
ég hvar þú ert. En annars sé ég ekki
þig. Til dæmis fengum við krakkarn-
ir að smala kindunum inn í réttirnar
og skoða mörkin. Og þú sagðir okkur
hvað var rétta kindin okkar. Og þeg-
ar það var búið vorum við Steindór
að stríða kindunum og þú hlóst en
svo sagðir þú okkur að hætta.
Þinn
Helgi Óttarr.
Elsku afi, ég sakna þín mikið. Ég
hélt að þú yrðir hjá okkur um jólin
sem gerðist ekki. Ég vona að þér líði
mjög vel uppi hjá Guði.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sig.)
Þinn
Steindór Sigurðsson.
Elsku afi, takk fyrir að kenna mér
að keyra. Ég sakna þín.
Þinn
Stefán Páll.
Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa,
þau eru bæði sæt og fín,
þangað vil ég fljúga.
Kveðja frá augasteininum þínum.
Hanna María.
Afi minn, það var yndislegt að
þekkja þig. Þú varst mjög góður við
mig og komst fram við mig eins og ég
væri eitt af barnabörnunum þínum.
Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og
ég mun aldrei gleyma öllum fallegu
gjöfunum sem þú gafst mér. Ég mun
aldrei gleyma þér.
Guð blessi þig og hvíldu í friði.
Þitt barnabarn,
María Árelía Guðmundsdóttir.
Kæri afi minn. Takk fyrir allt sam-
an.
Minningarnar sem ég á um þig
geymi ég hjá mér.
Við ætlum að hugsa vel um ömmu
Kristínu svo þú þarft engar áhyggjur
að hafa.
Kveðja.
Þinn
Steinþór Einarsson.
Það virðist harla óraunverulegt að
setjast niður og skrifa minningar-
grein um Steindór bróður okkar.
Steindór var elstur af okkur sjö
systkinunum, sem fæddumst á tíu
árum. Þegar hann var tíu ára og
yngsta systkinið þriggja mánaða,
þurfti faðir okkar að fara að heiman
suður á Keflavíkurflugvöll til að
vinna. Þar sem nýbúið var að byggja
tveggja hæða steinhús á jörðinni,
vantaði peninga til að borga af lán-
um. Mamma varð því eftir heima
með börnin sjö. Það reyndi því
snemma mikið á Steindór og var
hann ótrúlega kjarkmikill og dugleg-
ur sem barn. Stundum gerði t.d.
mjög vond veður og þurfti mamma
því ýmist að taka hann með sér og
einnig senda hann aleinan út í blind-
hríð til að leita að kindum. Tíu ára
gamall óð hann yfir ána, sem var
óbrúuð, í bússum föður okkar til að
komast í skólann og bar systur okkar
á bakinu. Tólf ára gamall tók hann
lokapróf í skólanum, sem í þá daga
var kallað fullnaðarpróf. Lengri
skólaganga stóð honum ekki til boða.
Þegar hann var þrettán ára fór hann
að heiman til að vinna og kom ekki
heim nema sem gestur eftir það.
Þegar hann var krakki og unglingur,
átti hann sitt annað heimili á Nauta-
búi, hjá afa og ömmu og Steindóri
móðurbróður okkar og Huldu konu
hans. Þar fékk hann að keyra vél-
arnar, sem var hans aðal áhugamál
og naut þess í ríkum mæli hvað þau
voru einstök við hann.
Það var oft glatt á hjalla hjá okkur
heima í sveitinni og var Steindór
óþreytandi að tuskast með mig á
hælum sér alla daga og sagði þá
gjarnan: ,,Annill, komdu með.“ Hann
hafði þann háttinn á, að finna ný nöfn
á okkur systkinin og kallaði okkur
aldrei annað eftir það. Eitt af því sem
við Steindór gerðum okkur til gam-
ans, var að taka hestana hans afa
traustataki, hnýta upp í þá snæri og
bregða okkur bæjarleið. Hann var
óþreytandi að þjálfa systkini sín í að
klifra í klettum, vaða ár og læki og
fara upp á þakið á húsinu heima.
Hann smíðaði leikföng handa yngri
systkinum sínum, útbjó litla
sveitabæi úti um alla móa og kenndi
mér bæði að yrkja og veiða silung.
Steindór fór fyrst á vertíð í Innri-
Njarðvík sextán ára gamall og
tveimur árum seinna fór ég með hon-
um. Þar kynntist hann Kristínu. Þau
giftu sig mjög fljótlega og hafa búið í
Ytri-Njarðvík eftir það. Ég hef átt
því láni að fagna að búa í nágrenni
við þau alltaf síðan.
Ég vil þakka Steindóri, mínum
ágæta bróður, Stínu og börnum
þeirra, fyrir einstaka vináttu og
hjálp við mig og umhyggju fyrir
börnum mínum.
Fyrir hönd systkinanna,
Anna Sigurðardóttir.
Enda þótt nokkuð sé um liðið síð-
an það var vitað að Steindór Sigurðs-
son gengi ekki heill til skógar, kom
það verulega á óvart þegar hann
skyndilega féll niður og var látinn
eftir örfáa daga. Hann lést á Borg-
arsjúkrahúsinu 11. þessa mánaðar
eftir að hafa gengist undir höfuð-
skurðaðgeð.
Dauðinn kemur manni alltaf að
óvörum, enda þótt við vitum að hann
verður ekki umflúinn. Þótt Steindór
fengi aðvörun fyrir um fimm árum
þegar hann greindist með krabba-
mein í nýra, mátti vona að hann
kæmist yfir það eða fengi lengri tíma
með sínu fólki, en þegar þetta tók sig
upp aftur fyrir nokkrum mánuðum
mátti vita að hverju stefndi, það er
almættið sem ræður för.
Leiðir okkar Steindórs lágu fyrst
saman þegar hann fimm ára gamall
fluttist frá Siglufirði, með foreldrum
sínum, Helgu Steindórsdóttur og
Sigurði Einarssyni, til foreldra
minna á Nautabúi, þar sem þau
reistu nýbýlið Fitjar úr landi Nauta-
bús. Helga var hálfsystir mín, dóttir
móður minnar Margrétar Helgu
Magnúsdóttur frá Gilhaga og Stein-
dórs Sigfússonar frá Mælifelli, er
lést frá ungum börnum sínum Helgu
aðeins þriggja ára og Sigfúsi nokk-
urra mánaða gömlum.
Steindór Sigurðsson var elstur sjö
systkina, það kom því í hans hlut,
þegar hann óx úr grasi, að vera móð-
ur sinni meginstoð þegar faðir þeirra
var langtímum saman fjarri heim-
ilinu vegna atvinnu sinnar. Það var
ætíð gott samband milli heimilanna á
Nautabúi og Fitjum og hjálpsemi á
báða bóga, eftir því sem með þurfti.
Á uppvaxtarárum sínum hafði Stein-
dór á Fitjum mikið saman að sælda
við nafna sinn og frænda á Nautabúi,
en þeir hétu báðir eftir afa Steindórs
á Fitjum. Þeim Steindórum varð vel
til vina og Steindór á Fitjum kallaði
þennan frænda sin aldrei annað en
Nafna. Það gerðu yngri systkini
hans einnig og jafnvel held ég að
framanaf hafi þau haldið að hann héti
það. Á mjólkurbílstjóraárum Indriða
á Hvíteyrum og táningsárum Stein-
dórs minnist ég hans iðulega með
Indriða í ferðum og kom hann þá
gjarnan við á heimili okkar hjóna á
Sauðárkróki, ætíð glaður og hress
eins og honum var lagið.
Bernska Steindórs og unglingsár-
in þegar mönnum finnst löng biðin
eftir að verða fullorðnir liðu við al-
geng sveitastörf og náið samband við
ömmu og afa á Nautabúi og þó að
Sigurjón bóndi á Nautabúi væri ekki
hinn raunverulegi afi þeirra Fitja-
systkina var hann þeim sem slíkur og
þau kölluðu hann ætíð afa sinn.
Steindór beið ekki lengi með að
stofna heimili. Hann var um tvítugt
er hann sótti maka sinn, Kristínu
Guðmundsdóttur, til Njarðvíkur þar
sem þau hófu búskap, eignuðust
mannvænleg börn og stofnuðu fyr-
irtæki. Kom Steindór víða við í at-
vinnulífi þar syðra. Ég fylgdist með
honum í pólitík þegar hann var kos-
inn í sveitarstjórn fyrir Framsókn-
arflokkinn. Síðar venti hann sínu
kvæði í kross og gerðist sveitarstjóri
á Kópaskeri.
Eftir að krabbameinið tók sig upp
aftur mun Steindór hafa búist við að
hverju stefndi. Hann tók nú lífið
nokkuð öðrum tökum. Þá kom í ljós
hversu mikils virði er að eiga góða
fjölskyldu. Eiginkona, börn og
tengdabörn lögðust á eitt að gera
honum þennan tíma sem léttbærast-
an. Undir það síðasta munu synir
hans, Guðmundur og Sigurður, hafa
átt frumkvæði að því að fjölskyldan
færi í heimsókn á æskustöðvarnar í
Skagafirði, til að rifja upp gamla
daga. Þau hjónin komu norður 11.
september á liðnu hausti, ásamt
börnum sínum og mökum þeirra, að
Ingibjörgu undanskilinni, en hún var
erlendis. Einnig voru með í för systk-
ini frændur og venslafólk. Var farið
að Fitjum og Nautabúi, einnig Ham-
arsgerði, Árnesi og fram á móts við
Ánastaði þar sem Gilhagi blasir við,
en þessir bæir koma mjög við sögu
ættmenna okkar. Þar eru grafin og
geymd mörg leyndarmál. Áhrifa-
mest var að dvelja á bæjarrústunum
í Hamarsgerði, en þar réðust mikil
örlög fjölskyldunnar.
Eftir að hafa farið í kirkjugarðinn
á Mælifelli og litið inn í kirkjuna þar,
var ekið að Lauftúni þar sem að-
komufólkið gisti. Þar kvöddum við
norðanfrændalið þetta ágæta fólk.
Þegar ég kvaddi Steindór var eins og
hann vildi ekki sætta sig við að vera
að kveðja, við ættum eftir að sjást
aftur einhvern tíma. Ég hins vegar
gerði mér grein fyrir, að það mundi
ekki verða í þessum heimi.
Þessi heimsókn norður var Stein-
dóri greinilega mikils virði og ég er
þakklátur fjölskyldu hans fyrir að
gera hana mögulega. Honum tókst
að lofa unga fólkinu að sjá aðeins til
baka, kíkja inn í fortíðina sem er svo
stutt undan þrátt fyrir allt.
Ég kveð Steindór frænda minn
með söknuð í huga, en jafnframt
gleði yfir því að hafa átt góðan dreng
að vini. Kristínu og fjölskyldunni
allri votta ég innilega samúð og bið
góðan Guð að blessa þau og veita
þeim styrk í sorg sinni.
Magnús H. Sigurjónsson.
Mig langar til að minnast Stein-
dórs móðurbróður míns, með fáein-
um orðum. Ég hef þekkt hann allt
mitt líf. Flestar minningar mínar um
Steindór innihalda einnig hundana
hans, þau Tíru og Strút, en það var
alltaf spennandi að fara til þeirra á
Holtsgötuna og fá að klappa hund-
unum. Samskipti okkar urðu meiri
þegar ég varð eldri. Þegar ég var 16
ára, fékk ég sumarvinnu á SBK við
að þrífa rútur. Það er ekki frásögur
færandi nema vegna þess, að eitt
skiptið vildi Steindór að ég þrifi á
bak við stýri einnar rútunnar. Ég var
ekki alveg nógu sátt við það, þar sem
mér fannst þetta óþarfa verk og erf-
itt. Ég sagði Steindóri meiningu
mína og jú, ég skyldi þrífa bak við
stýrið. Ég sagði að enginn sæi þenn-
an skít. Þá kom Steindór með þau
snilldar rök: „Guð sér hann og ég veit
af honum.“ Þar við sat, ég þreif á bak
við stýrið. Ég brosi enn þann dag í
dag yfir þessum rökum hans. Þetta
var Steindór í hnotskurn. Ég á marg-
ar góðar minningar af Steindóri og
STEINDÓR
SIGURÐSSON