Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TALSMENN Rauða hálfmánans lýstu í gær miklum áhyggjum af aðstæðum óbreyttra borgara í Fallujah í Írak en þar hefur ekkert rafmagn eða drykkjarvatn verið að fá um margra daga skeið. Bardag- ar halda enn áfram á nokkrum stöðum en Bandaríkjamenn náðu þó meginhluta borgarinnar á sitt vald um síðustu helgi eftir átta daga bardaga við uppreisnarmenn. Fréttir af atburðum í Fallujah eru um margt mjög óljósar. Ljótar sögur hafa borist af mannfalli og eyðileggingu, m.a. hefur verið rætt um að lík hafi legið eins og hráviði á götum borgarinnar; óljóst er hins vegar hvort þar er eingöngu um lík uppreisnarmanna að ræða eða hvort óbreyttir borgarar hafi fallið í miklum mæli í átökunum. Bandaríkjamenn höfðu ekki far- ið leynt með að stórsókn gegn upp- reisnarmönnum í Fallujah væri yfirvofandi. Íbúarnir höfðu því haft færi á að flýja borgina og virðist á þessari stundu sem mikill meiri- hluti þeirra hafi einmitt gert það. En það virðast leiðtogar upp- reisnarmanna einnig hafa gert, þeir eru á bak og burt og spurn- ingin er sú hversu vel þeim gengur að endurskipuleggja baráttu sína. Þá velta menn fyrir sér hvort Bandaríkjamenn geti í raun elt uppreisnarmennina uppi og ráðið endanlega niðurlögum þeirra; spurningin er e.t.v. sú hvort það er yfirhöfuð hægt við þær aðstæður sem nú hafa skapast í Írak. Talið er að uppreisnarmenn í Írak séu alls um 20 þúsund. Enginn veit þetta þó í raun og veru og sum- ir hafa leitt að því líkum, að þeir séu nær 40 þúsundum. Þetta er því ekki einhver lítill hópur manna sem heldur uppi skæruhernaði. Hitt vita menn nú að mikill meirihluti uppreisnarmanna kemur úr röðum íraskra súnní-múslíma, fáir þeirra manna sem teknir hafa verið til fanga í Fallujah eru af erlendu bergi brotnir. Berjast af meiri hörku Dálkahöfundur The New York Times, Thomas Friedman, en hann skrifar í gær frá Fallujah, segir engan þurfa að velkjast í vafa um það hversu mikilvægt hafi verið fyrir Bandaríkjamenn og írösku bráðabirgðastjórnina að taka völd- in í Fallujah. Ef halda eigi kosn- ingar í Írak í janúar, eins og ákveð- ið hefur verið, hafi þurft að ráðast til atlögu gegn uppreisnarmönn- unum; Fallujah hafi verið skjól þeirra, þar sem þeir gátu í friði skipulagt aðgerðir sínar gegn Bandaríkjaher og geymt öll sín vopn. Er vert að rifja upp að frá Fall- ujah hafa uppreisnarmenn skipu- lagt árásir sem ekki hafa aðeins beinst gegn bandarískum her- mönnum heldur hafa á undan- förnum mánuðum kostað hundruð ef ekki þúsundir saklausra íraskra borgara lífið. Í þessari viku hafa uppreisnar- menn staðið fyrir árásum í Mosul í Norður-Írak og borgunum Ramadi og Baqubah, skammt frá Bagdad. Þetta bendir til að Bandaríkja- mönnum hafi alls ekki tekist að brjóta þá á bak aftur þó að sigur hafi unnist í orrustunni um Fall- ujah. Hefur The Washington Post eftir Jefffrey White, sérfræðingi við Washington-stofnunina um málefni Austurlanda nær, að hann óttist að uppreisnarmönnum vaxi í reynd ásmegin – þrátt fyrir mann- fallið í Fallujah – því að ýmis merki séu um að þeir séu betur skipulagð- ir en áður. „Þessir andspyrnumenn berjast af mun meiri hörku og skynsemi heldur en íraski herinn gerði á meðan stríðinu stóð [í fyrra] og barátta þeirra er mun árangurs- ríkari,“ segir hann. En hvað gera Bandaríkjamenn nú þegar þeir loksins ráða Fall- ujah? Markmiðið er að íraskir her- menn leysi þá bandarísku af hólmi, haldi uppi vörnum í Fallujah og tryggi að uppreisnarmenn taki ekki völdin þar aftur. Friedman segir hins vegar ekkert að marka yfirlýsingar ráðamanna í Wash- ington um að búið sé að þjálfa nægilega marga íraska hermenn til að sinna þessu verki. Bandaríkjaher er hins vegar ekki nógu fjölmennur í Írak til að geta bæði haft tugþúsundir her- manna í Fallujah einni, til að tryggja að ástandið fari ekki í sama farið þar, og jafnframt leitað upp- reisnarmenn uppi alls staðar ann- ars staðar. Mönnum er því vandi á höndum. Hvað gerist nú? Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja að sú mynd sem hér hefur verið dregin upp eigi aðeins við ef allt fari á versta veg. En ljóst virð- ist þó að ástandið er erfitt og gæti farið versnandi, Friedman talar t.a.m. um að ögurstund renni senn upp, á næstum vikum og mánuðum (er nær dregur kosningum) kunni að ráðast á hvorn veginn mál þróast í Írak. Og ekki allir eru sannfærðir um að þróunin verði jákvæð. The Washington Post hefur eftir örygg- isráðgjafa í Bagdad að merki séu um að uppreisnarmenn njóti æ meiri samúðar og stuðnings meðal venjulegs fólks. „Við erum án nokkurra íraskra bandamanna, höfum ekki einu sinni stuðning þeirra sem græddu á falli Saddams,“ segir þessi maður sem þekkir aðstæður í Írak vel og talar arabísku. „Alls staðar í Bagdad, í Latifyah, Mahmudyah, Salman Pak, Baqubah, Balad, Taji, Baiji, Ramadi og eiginlega á öllum stöð- um sem hægt er að nefna, þá hatar fólk okkur af lífi og sál. [...] Íraska þjóðin er ekki að kaupa það sem Bandaríkjamenn hafa verið að reyna að selja henni, og enginn hernaðarviðbúnaður mun geta breytt þeirri staðreynd.“ Ögurstund að renna upp? Bandaríkjamenn virðast hafa tekið völdin í Fallujah eftir harða bardaga. Davíð Logi Sigurðsson velt- ir hér vöngum yfir því hvaða máli það kunni að skipta fyrir framhaldið. Reuters Uppreisnarmenn á götum Mosul í norðanverðu Írak í gær. Þeir réðust á bækistöð héraðsstjórans, felldu lífvörð og særðu fjóra að auki. david@mbl.is EVRÓPUÞINGIÐ lagði í gær blessun sína yfir skipan nýrrar framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) en greidd voru at- kvæði um framkvæmdastjórnina í gær og féllu atkvæði á þann veg að 449 greiddu atkvæði með tillögunni en 149 voru á móti. Þar með er lok- ið þriggja vikna óvissutímabili sem hófst með ummælum Rocco Buttiglione, sem var tilnefndur í framkvæmdastjórnina af hálfu Ítala, um samkynhneigð og konur. Buttiglione lýsti því á sínum tíma meðal annars yfir að samkyn- hneigð væri synd. Til stóð að hann færi með dóms- og öryggismál í nýrri framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins en hann dró sig í hlé þegar ljóst var að Evrópuþingið myndi ekki samþykkja stjórnina með hann innanborðs. Tilnefndu Ítalir Franco Frattini, utanríkis- ráðherra Ítalíu, í kjölfarið í fram- kvæmdastjórnina í stað Buttiglion- es. Mikilvægast að blása nýju lífi í efnahaginn Ákveðið hefur verið að Gian- franco Fini verði utanríkisráðherra Ítalíu í stað Frattinis en Fini er einn umdeildasti stjórnmálamaður Ítalíu og leiðtogi Þjóðarbandalags- ins, arftaka gamla fasistaflokksins. Jose Manuel Barroso, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, mun væntanlega hefja störf í Brussel á mánudag en upphaflega stóð til að hann tæki við starfinu hinn 1. nóv- ember sl. Sagðist hann í gær ætla að láta hendur standa fram úr erm- um þegar í stað, mikilvægasta verkefnið væri að blása lífi í efna- hag ESB-ríkjanna. Kovacs í skattamálin Brotthvarf Buttigliones er ekki eina breytingin á þeirri stjórn sem Barroso upphaflega ætlaði að fá samþykkta í Evrópuþinginu. Igr- ida Udre frá Lettlandi mun ekki taka sæti í stjórninni, eins og ætl- unin var, heldur Andris Piebalgs. Þá hefur verið ákveðið að Ungverj- inn Laszlo Kovacs taki að sér skattamál en ekki orkumál, eins og áður hafði verið ákveðið. Þingmenn höfðu látið í ljós efa- semdir um að Kovacs væri nógu vel að sér um orkumál. Hann er einn af þekktustu stjórnmálaleið- togum þjóðar sinnar og var um hríð forsætisráðherra Ungverja- lands. Skipan framkvæmda- stjórnar loks samþykkt Fini verður nýr utanríkisráð- herra Ítalíu Strassborg, Róm. AFP. Gianfranco Fini Nokkurra vikna óvissu lokið í Evrópusambandinu ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna hóf í gær tveggja daga fund í höfuðborg Kenýa, Naíróbí, þar sem málefni Súdan verða rædd. Verður einkum hugað að átökunum í Darf- ur-héraði. Mótmælendur af sú- dönskum uppruna sjást hér við stöðvar SÞ í Naírobí í gær með spjöld sín. „Við þurfum að komast heim,“ stendur á einu þeirra. Aðrir kröfðust þess að ráðið ræddi hugsanlegar refsiaðgerðir gegn stjórn Súdans. Mannréttinda- hópar krefjast þess að gripið verði til ráðstafana til þess að stöðva of- beldið í Darfur. Þetta er í fyrsta skipti í 14 ár sem öryggisráðið heldur fund annars staðar en í New York en þar eru að- alstöðvar SÞ. Reuters Vilja fara heim TVEIR fulltrúar Finnlands í Norð- urlandaráði telja að leggja beri ráð- ið niður. Þetta kom fram í umræðu á þingi Finnlands á miðvikudag. Tarja Cronberg, sem er finnskur þingmaður og formaður velferð- arnefndar Norðurlandaráðs, telur að leggja beri ráðið niður. Martin Saarikangas sem situr í forsæt- isnefnd Norðurlandaráðs styður hugmyndina, honum finnst stjórn- sýsla ráðsins vera of umfangsmikil. Í finnska dagblaðinu Helsingin Sanomat kemur fram að Cronberg styður hugmynd Jørgens Kosmo, forseta norska þingsins, um að mynduð verði ný samtök um þing- mannasamstarf í Norður-Evrópu. Þar með telur hún að leggja megi niður skrifstofur Norðurlandaráðs, Eystrasaltsráðs og þingmanna- samstarfsins á Barentssvæðinu. Norðurlandaráð verði lagt niður KYOTO-sáttmálinn um viðbrögð við loftslagsbreytingum tekur gildi 16. febrúar. Frá þessu var skýrt í gær eftir að Rússar höfðu afhent Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, staðfestingarskjöl sín. Sáttmálinn verður lagalega bind- andi hjá þeim 128 ríkjum sem eiga aðild að honum. „Óvissutímabili er lokið. Alþjóða- samfélagið hefur nú sett loftslags- breytingar efst á verkefnalistann,“ sagði Joke Waller-Hunter, fram- kvæmdastjóri skrifstofu ramma- samningsins. Kyoto-sáttmálinn var gerður árið 1997 en síðan tók fjögur ár að ná samkomulagi um framkvæmd hans. Árið 2001 lýstu Bandaríkjamenn því yfir að þeir myndu ekki stað- festa samninginn vegna þess að áhrif hans yrðu of mikil á banda- rískt efnahagslíf. Einnig sögðu Bandaríkjamenn að sáttmálinn væri ekki sanngjarn vegna þess að aðeins iðnríki en ekki ríki á borð við Indland og Kína sem eru að þróast hratt, þyrftu að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Ástralar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki staðfesta Kyoto- sáttmálann en samanlagt bera Ástralía og Bandaríkin ábyrgð á rúmlega þriðjungi losunar gróð- urhúsalofttegunda út í andrúms- loftið. Kyoto í gildi í febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.