Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF NORÐAUSTUR-Atlantshafsfisk- veiðinefndin (NEAFC) ákvað í síð- ustu viku að banna botnvörpuveiðar á nokkrum neðansjávarfjöllum og á afmörkuðu svæði á Reykjaneshrygg utan íslensku efnahagslögsögunnar. Bannið nær einnig til staðbundinna veiðarfæra, s.s. neta og línu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem svæðisstofnun sem fer með stjórn fiskveiða grípur til slíkra aðgerða gegn botntrollsveiðum. Bannið nær til fimm svæða innan NEAFC-svæð- isins, þar á meðal fjögurra neðan- sjávarfjalla og hluta af Mið-Atlants- hafshryggnum vestur af Írlandi eða öllu heldur Reykjaneshryggnum. Banninu er ætlað að vernda við- kvæm vistkerfi á svæðinu og gildir til þriggja ára en verður þá endur- skoðað. Í samkomulagi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á dögunum var því beint til ríkja og svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana að bæta stjórn á veiðum sem haft gætu skað- leg áhrif á viðkvæm vistkerfi hafs- ins. Fyrir þinginu höfðu legið tillög- ur um hnattrænt bann við botnvörpuveiðum á úthafinu en vegna andstöðu margra ríkja, m.a. Íslands, náðu þær ekki fram að ganga. Bentu fulltrúar Íslands á að það væri á valdi viðkomandi ríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórn- unarstofnana að meta þörfina fyrir bann við notkun botnvörpu á ein- stökum hafsvæðum. Furðuleg niðurstaða Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir ákvörð- un NEAFC þannig í samræmi við þau tilmæli sem samþykkt voru á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að rannsaka eigi viðkvæm svæði, líkt og tiltekin svæði suðaust- ur af landinu. Ef að í ljós kemur að veiðarfæri hafa skaðleg áhrif á að sjálfsögðu að banna þau. En slíkar ákvarðanir á að taka innan svæð- isstofnana eða ríkja, ekki á hnatt- rænum grundvelli,“ segir Friðrik. Hann segir að á fundi NEAFC í síðustu viku hafi Norðmenn lagt fram tillögu um bann við öllum tog- veiðum á einstaka svæðum, þar með töldum flotvörpuveiðum. Menn hafi hins vegar ekki séð hvernig þær gætu skaðað viðkvæmt botnlíf. Evr- ópusambandið hafi aftur á móti vilj- að banna allar veiðar innan tiltek- inna svæða og að endingu hafi það orðið að samkomulagi að banna botnvörpuveiðar og staðbundin veið- arfæri, þar á meðal línuveiðar. „Og það er í sjálfu sér furðuleg niður- staða en þarna var um málamiðlun að ræða,“ segir Friðrik. Á vef umhverfissamtakanna WWF er ákvörðun NEAFC fagnað og haft eftir talsmanni samtakanna að hún marki upphaf í verndun út- hafanna fyrir trollveiðum. Hún skapi jafnframt fordæmi í stjórn fiskveiða á úthafinu og sé tákn um breyttar áherslur í þeim efnum, nú miðist stjórn fiskveiða ekki aðeins við fiski- stofnana sjálfa heldur vistkerfið allt. Í ljósi þess að um 40% fiskimiða heimsins séu nú á meira en 200 metra dýpi sé þessi ákvörðun NEAFC tímabær og aðeins byrjun- in. SÞ fjalli um hnattræn vandamál Málefni hafsins og hafréttarmál voru á dagskrá allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna á þriðjudag en þá voru tíu ár liðin frá gildistöku haf- réttarsamnings Sameinuðu þjóð- anna. Af því tilefni flutti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fasta- fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum, ræðu fyrir Íslands hönd. Sagði hann íslensk stjórnvöld vera þeirrar skoðunar að allsherjar- þinginu bæri í umfjöllun sinni um málefni hafsins að leggja áherslu á mál sem væru hnattræns eðlis, fremur en mál sem féllu undir full- veldisrétt einstakra ríkja eða fjalla bæri um á svæðisbundnum vett- vangi. Mengun hafsins virti til dæm- is engin landamæri og glíma yrði við hana með hnattrænum aðgerðum. Verndun og sjálfbær nýting lifandi auðlinda hafsins væri hins vegar dæmi um staðbundið eða svæðis- bundið málefni. Ísland gæti ekki fall- ist á hnattræna stjórnun fiskveiða þar sem fiskveiðistjórnun félli undir fullveldisrétt einstakra ríkja eða væri á ábyrgð svæðisbundinna fisk- veiðistjórnunarstofnana. Í ljósi þessa fagnaði fastafulltrúi því að í fyrirliggjandi drögum að ályktunum allsherjarþingsins um hafréttar- og fiskveiðimál væri við- urkennt að það væri hlutverk ein- stakra ríkja og svæðisbundinna fisk- veiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að stjórna veiðum sem haft geta skaðleg áhrif á viðkvæm vistkerfi hafsins. Hann sagði Ísland, eins og mörg önnur strandríki, árum saman hafa beitt svæðislokunum sem lið í fiskveiðistjórnun, m.a. í því skyni að vernda viðkvæm vistkerfi. Í síðustu viku hefði Ísland staðið að ákvörðun Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, um tímabundið bann við botnvörpuveið- um á nokkrum neðansjávarfjöllum og á afmörkuðu svæði á Reykjanes- hrygg utan íslensku efnahagslög- sögunnar. Mikilvægt væri að allar slíkar ákvarðanir væru teknar á vís- indalegum grundvelli. NEAFC bannar botntrollsveiðar á afmörkuðum svæðum Bannið nær einnig til línuveiða Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Bann NEAFC hefur bannað botnvörpuveiðar á einstaka svæðum, ásamt notkun staðbundinna veiðarfæra. Sjálfstæ›isflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Sjálfstæðismenn, munið fjársöfnunina vegna Valhallar Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515 1700 og á heimasíðu hans, www.xd.is 904 1002 fyrir 1.000 króna framlag 904 1003 fyrir 2.000 króna framlag 904 1004 fyrir 5.000 króna framlag Hringið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.