Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 39 MINNINGAR ætla ég að varðveita þær um ókom- inn tíma. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með honum og votta hans nánustu samúð mína. Missir okkar er gríðarlega mikill. Ásgerður Bjarklind Bjarkadóttir. Við kveðjum í dag góðan vin og samferðamann, Steindór Sigurðs- son. Oft er það svo að kallið kemur fyrr en menn eiga von á, já, og löngu áður en menn eru tilbúnir að kveðjast. Steindór rak hópferðafyrirtæki á Reykjanesi og 1986 hóf hann bygg- ingu fyrsta hótelsins á því svæði er nú heitir Reykjanesbær. Hann varð framkvæmdastjóri SBK við samein- ingu þessara tveggja fyrirtækja. SBK stjórnaði hann af röggsemi í mörg ár. Ekki skildi hann við SBK að öllu leyti því þar eru nú synir hans við störf og tengdasonur í forystu. Fundum okkar Steindórs bar sam- an í Keflavík á vordögum 1991. Hann var einn af forystumönnum svæðis- ins í ferðamálum en ég að taka við starfi ferðamálafulltrúa. Við það hóf- ust okkar góðu kynni. Steindór var frumkvöðull í ný-ferðaþjónustu á Reykjanesi. Hann vildi fara nýjar leiðir við skipulag og rekstur ferða- þjónustu. Ferðaþjónustan á Reykja- nesi átti hauk í horni þar sem Stein- dór var. Þekking hans og reynsla sem og öll þau sambönd sem hann átti sem sveitarstjórnarmaður í Njarðvík og síðar Reykjanesbæ not- aði hann óspart og var óþreytandi að vinna að framgangi málefna ferða- þjónustunnar. Steindór var skemmtilegur ferða- félagi. Eru þar margar ógleymanleg- ar ferðir sem við fórum með honum til útlanda og um landið okkar þar sem hann þekkti hverja þúfu og hvern hól. Það var alltaf gaman að spjalla um landsins gagn og nauð- synjar við Steindór. Hann hafði rík- an og skemmtilegan hátt á við að tjá skoðanir sínar. Steindór var góður vinur okkar Magneu rétt eins og fjölskylda hans öll. Það var alltaf tekið tal saman þegar við hittumst á förnum vegi og oft lítið gætt að tíma, sem hann átti þó sjaldan nóg af en gat vel deilt með mönnum enda átti Steindór góðan síma. Síðasta ár hefur Steindór barist við illvígan sjúkdóm sem fáir sigrast á. Því miður kom kallið fyrr en við áttum von á. Skemmtilegra samverustunda og góðrar viðkynningar minnumst við með þakklæti. Við Magnea færum Kristínu og fjölskyldu allri hugheilar samúðarkveðjur. Magnea og Johan D. Þegar hringt var í okkur hjónin og okkur tilkynnt að vinur okkar Stein- dór Sigurðsson væri látinn þá var okkur brugðið. Maður á besta aldri tekinn frá okkur. Hugurinn fór að reika hjá mér. Ég kynntist Steindóri fyrst sem bílstjóra hjá Fiskmjöls- verksmiðjunni í Innri-Njarðvík fyrir hart nær 40 árum þar sem ég sá um rafmagnið þar. Ég fann strax að þar var prúður og góður drengur á ferð, sem náði sér í góða stúlku úr Njarð- vík sem konuefni hana Kristínu Guð- mundsdóttur úr Stefánshúsi. Kynni okkar hafa verið nokkuð mikil í gegnum tíðina í pólitíkinni, hann sem framsóknarmaður af lífi og sál og ég sem sjálfstæðismaður. Við störfuð- um saman í bæjarstjórn Njarðvíkur í átta ár, þar bar aldrei neinn skugga á milli okkar, við vorum ætíð hrein- skiptnir í skoðunum og hann vann öll verk sín samviskusamlega og á heið- arlegan hátt. Kom sér alltaf mjög vel í öllum samskiptum við fólk enda mjög vinsæll og vinamargur. Stein- dór starfaði með sérleyfi hér á Suð- urnesjum í mörg ár og var mjög vin- sæll í því starfi. Við hjónin áttum margar góðar stundir með Steindóri og Stínu í ferðalögum og öðru. Þó sérstaklega viljum við þakka fyrir ánægjulegar stundir fyrir norðan þegar við heimsóttum ykkur þangað. Það er mikill sjónarsviptir að þess- um góða dreng. Kæra Kristín og fjölskylda, við vonum að Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Minningin um góðan og traustan fjölskylduföður og félaga mun lifa meðal okkar um ókomin ár. Kristín mín, við viljum senda þér og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur frá fjölskyldu okkar. Halldóra og Ingólfur. Steindóri Sigurðssyni kynntist ég fyrst meðan ég starfaði við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Steindór hafði umsjá með öllum skólaakstri. Fyrir vikið urðu samskipti okkar all náin. Metnaður hans var að sinna nemendum sem best – ávallt reiðubúinn að sveigja sig að aðstæð- um hverju sinni. Svo sem vænta má skapast fjölbreytilegar og oft óvænt- ar aðstæður í heilu skólasamfélagi. Lund Steindórs og samstarfsvilji rak hann beinlínis áfram til að finna góða lausn. Ósérhlífni hans og ekki síst létt, skagfirsk lund réði þar mestu um. Fyrir vikið var skólaaksturinn einfaldlega í góðum höndum Stein- dórs þar sem aldrei bar skugga á. Síðar lágu leiðir okkar Steindórs saman í stjórnmálum innan Fram- sóknarflokksins. Ófáar voru þær stundir sem hann varði til þeirrar vinnu í þágu þegnanna með anna- sömu starfi öðru. Leiðarljós hans var ávallt að vilja bæjarfélagi sínu, hvort heldur var Njarðvík eða Reykjanes- bær, hið besta á öllum sviðum. Hjarta hans sló með fólkinu og með sveitarfélaginu. Þrátt fyrir að kast- aðist í kekki með viðeigandi sárind- um allra er í hlut áttu þá er Steindór dró sig til hlés í pólitíkinni naut hann áfram vináttu og virðingar félaga hans til margra ára. Steindór Sig- urðsson er í hópi þeirra einstaklinga er sett hafa svip á samfélagið á Suð- urnesjum. Minningin um ljúfan dreng, skemmtilegan en samt örlítið dulan, mun varðveitt í hjörtum okkar allra. Fyrir hönd framsóknarmanna á Suðurnesjum færi ég fjölskyldu hans og ástvinum dýpstu hluttekningu. Blessuð sé minningin um Steinsdór Sigurðsson. Hjálmar Árnason. Sorg og söknuður fylla hugann við tilhugsunina um að góður vinur minn og samstarfsmaður er látinn. Ekki verður auðskilinn tilgangur almætt- isins með mislangri jarðvist mann- anna barna. Eitt er víst að hinn látni er kominn í annan heim, en eftir sitja ástvinir með sár í hjarta og skilja ekki hvað ræður för. Lífshlaup hvers manns skilur eftir sig gáru á yfir- borði eilífðarinnar en tími og rúm granda ekki orðstír sem áunninn er. Virðing samferðamanna á jörðu er ekki áunninn í einu vetfangi, þar er um ævilangt verkefni að ræða. Mað- urinn er ekki eyland, hann er ekki einn á ferð. Þjónustulund og jákvætt viðhorf til manna og málleysingja er eiginleiki sem skila samfélaginu fram á veg umburðarlyndis og bætts mannlífs. Steindór Sigurðsson er einn þeirra manna sem hlaut í vöggugjöf stærri hluta af þjónustu- lund en algengt er, í öll þau ár sem við störfuðum saman stóð þessi þátt- ur upp úr svo eftir var tekið og nú að leiðarlokum þegar litið er til baka stendur sá eiginleiki ásamt trausti og orðheldni hæst margra góðra kosta sem hann prýddu. Hann var einlæg- ur í störfum sínum, íslensk tunga var honum kær og fegurð náttúrunnar gladdi. Mælifell í Skagafirði var feg- ursta fjall í heimi í hans augum og sannast þar hið fornkveðna að „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Reykjanesbær nýtur þess að Steindór var í hópi fyrstu bæjarfulltrúa hins nýja sveitarfélags og spor hans liggja víða, hann átti stóran þátt í mótun samfélagsins. Al- menningssamgöngur í háum gæða- flokki voru hans hjartans mál, þar sá hann þjónustu við almenning sem skilaði heilsteyptara bæjarfélagi, það var okkar síðasta umræðuefni fyrir nokkrum dögum þegar við spjölluðum saman í síðasta sinn. Að hafa átt Steindór að vini, samferða- og samstarfsmanni um áratuga skeið verður seint fullþakkað ég tel mig betri mann á eftir. Gestrisni var hon- um í blóð borin og var sama hvort heimsótt var til þeirra hjóna í Njarð- víkur eða á Kópasker alúð og vin- semd var þeirra aðalsmerki. Eftirlifandi ekkju, frú Kristínu, börnum og öðrum ættingjum er vott- uð dýpsta samúð og hluttekning. Minningin um góðan dreng lifir. Ellert Eiríksson og fjölskylda. Það varð fljótt um hann Steindór vin okkar aðeins 61 árs að aldri. Við sem skipuðum síðustu bæjarstjórn Njarðvíkurkaupstaðar með honum sjáum nú á eftir góðum félaga langt fyrir aldur fram. Við köllum okkur Átthagafélag Njarðvíkur eftir sam- einingu en hópurinn, sem saman- stendur af síðustu bæjarstjórninni, bæjarstjóra, bæjarritara og mökum, hefur ferðast saman í 14 ár innan- lands og utan. Upphaflega var þetta gert til að þjappa bæjarfulltrúum og æðstu embættismönnum kaupstað- arins saman og var árlega farið í ferð og um leið haldinn bæjarstjórnar- fundur. Við höfum verið dálítið montin af þessum ferðum því pólitík- in hefur ekki komið í veg fyrir að hópurinn næði saman. Nú löngu eftir að Njarðvík, Keflavík og Hafnir sam- einuðust erum við enn að bæta kynn- in og ferðast saman. Þegar bæjar- stjórnin í Njarðvík starfaði var það venjan eftir bæjarstjórnarfundina að bæjarfulltrúarnir og embættismenn fengju sér kaffi frammi í kaffistofu til að ná sér niður. Þungt var stundum í mönnum og brást þá ekki að með glettnislegu skoti frá Steindóri fóru allir að hlæja og svo var farið að tala um körfuboltann. Þá gátum við orðið sammála aftur og það sem áður hafði skilið menn að var nú gleymt og ánægjan yfir góðum árangri okkar manna náði völdum. Steindór vissi allt um ferðalög og þegar átti að skipuleggja næstu ferð var leitað til hans enda rútubílstjóri af bestu gerð. Hann sannaði margoft hæfni sína, m.a. þegar hann fór yfir svo þrönga brú að leggja þurfti hliðarspeglana aftur svo þeir rækjust ekki utan í brúna. Ein ferðin okkar var norður á Kópasker þegar Steindór var þar sveitarstjóri. Hópurinn kom keyr- andi inn í þorpið með blaktandi Njarðvíkurfánann upp úr þaklúg- unni og söng Njarðvíkursönginn. Þau Kristín og Steindór tóku á móti okkur af miklum rausnarskap og dvöldum við þar í nokkra daga og ferðuðumst um Melrakkasréttuna undir góðri leiðsögn Steindórs. Steindór var mjög lifandi maður og tilbúinn til að leysa hvers manns vanda. Hann var því mikið í símanum og leið honum best þegar hann var að stjórna rútuflota SBK og síminn gekk látlaust. Ef ekki hringdi þá hringdi hann til að vita hvort ekki væri allt í lagi. Það er skarð fyrir skildi í Átthaga- félaginu nú þegar Steindór er farinn. Við vottum Kristínu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að blessa minninguna um góðan dreng. Átthagafélag Njarðvíkur. Ég var staddur erlendis þegar ég heyrði um lát Lóu, tengdamóður Steindórs og komu þá upp í hugann minningar um fyrstu ár mín í Njarð- vík. Mér þótti ákaflega vænt um hana Lóu og sátum við oft og rædd- um um lífið og tilveruna heima hjá henni á Borgarveginum, en þangað lögðu margir leið sína til að finna innri styrk og ró. Lóa sá meira en við hin og flest af því sem hún sagði mér um framtíðina hefur gengið eftir og var hún sá samferðamaður minn sem styrkti mig hvað mest í þeirri trú að eitthvað annað og meira biði okkar eftir þessa jarðvist. Rúmlega tvítug- ur fór ég að hafa afskipti af stjórn- málum í Njarðvík og var það ekki síst vegna kynna minna af Lóu að ég gekk í Framsóknarfélag Njarðvíkur, en Lóa var einn öflugasti félagsmað- ur og stofnandi Framsóknarfélags Njarðvíkur. Ég þakka Lóu sam- fylgdina og alla þá hlýju sem hún veitti mér. Ég sendi fjölskyldu henn- ar og vinum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Leiðir okkar Steindórs lágu fyrst saman þegar hann knúði dyra heima hjá mér með umslag í hendi. Stein- dór óskaði eftir að gerast félagsmað- ur í Framsóknarfélagi Njarðvíkur. Upp frá þeim tíma var góður vin- skapur með okkur Steindóri. Hann lét strax til sín taka í pólitíkinni og var kosinn í bæjarstjórn Njarðvíkur og sat þar uns bæjarfélögin samein- uðust og settist hann þá í fyrstu bæj- arstjórn Reykjanesbæjar fyrir Framsóknarflokkinn. Steindór var góður drengur, glað- vær, skemmtilegur og þjarkur til vinnu. Fáum mönnum hef ég kynnst sem voru eins vinnusamir og hann. Ég vil þakka Steindóri góð störf í þágu Framsóknarflokksins og öll þau góðu mál sem hann vann fyrir okkur Suðurnesjabúa. Ég þakka Steindóri samfylgdina og óska hon- um alls hins besta á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á. Kristínu, börnum hans, fjölskyldu og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Óskar Þórmundsson, fv. formaður Framsókn- arfélags Njarðvíkur og frá- farandi formaður KSFS. Góður maður kemur fyrst í huga mér þegar ég hugsa til þín. Mig lang- ar að þakka þér, Steindór, fyrir góð- an kunningsskap í rakarastólnum mínum. Enda þótt hálftími einu sinni í mánuði sé ekki löng stund þá náð- um við samt að spjalla um allt milli himins og jarðar. Oft myndast góð tengsl milli rakarans og kúnnans, ég held að það sé óhætt að segja það um okkur, alla vega af minni hálfu. Hárið var eitt af þínum helstu einkennum, ótrúlega þykkt og mikið. Var það minn heiður að fá að snyrta það til. Og á ég eftir að sakna þess að þú hringir og pantir tíma hjá mér. Ég bið góðan Guð að styrkja fjölskyldu þína og vini. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bára Skúladóttir. Í dag kveðjum við hinsta sinni Steindór frænda. Steindór sem kall- aði okkur systur pöddínur og naut óskertrar virðingar okkar þar sem hann kom okkur í skólann þegar við vorum litlar en Steindór sá um skóla- aksturinn. Fyrir litlar stelpur, sem gátu fokið í rokinu í Grænásnum, var gott að vita að Steindór eða einhver hans starfsmanna væri væntanlegur að sækja þær. Og þar sem við hímd- um í biðskýlinu sem oft var vinda- samt og kalt, litlar en með stórar skólatöskur á bakinu, var gott að sjá dyrnar á skólabílnum opnast og Steindór stóra frænda taka brosandi á móti manni. Hann var alltaf tilbú- inn að slá á létta strengi og stríða okkur pínulítið sem var hans leið að sýna okkur væntumþykju. Við von- um að hann hafi fundið að hún var endurgoldin. Þegar við urðum stærri og fullorðnari varð umræðuefnið al- varlegra, en Steindór, sem hafði sín- ar skoðanir á hlutunum, sýndi skoð- unum annarra alltaf fyllstu virðingu og því var auðvelt og skemmtilegt að eiga við hann orðastað, viðra álita- efni og varpa fram hugmyndum, því í samskiptum við Steindór varð eng- inn undir. Steindór ætlaðist aldrei til neins og ef hægt var að skjótast fyrir hann bæjarleið, krafðist hann þess ævinlega að fá að launa greiðann. Það var gott að vinna fyrir Steindór frænda, hann sýndi starfsfólkinu sínu alltaf nærgætni og kurteisi og þrátt fyrir að hafa sjálfur unnið myrkranna á milli alla tíð og hvergi dregið af þá gætti hann þess að litlu frænkunum hans væri ekki ofboðið með of löngum vöktum eða erfiði, hvort heldur sem var á meðan hann átti hótelið eða söluturninn í vestur- bænum. Þrátt fyrir erfið veikindi kvartaði Steindór aldrei og þó stund- um mætti greina vott af vanlíðan eft- ir að krabbameinsmeðferðin hófst svaraði hann alltaf að hann hefði það gott. Steindórs frænda minnumst við með hlýju fyrir heiðarleika, eljusemi, metnað og góðmennsku. Helga Sigrún, Jóa, Brynja, Harpa og Íris. Þegar komið er að kveðjustund koma margar minningar upp í hug- ann. Steindóri kynntist ég sumarið 1998 þegar ég sat í sveitarstjórn Öx- arfjarðarhrepps og hann var ráðinn til starfa hjá okkur sem sveitarstjóri til fjögurra ára. Steindór minn, það tók sinn tíma að kynnast þér og læra að skilja hvert eða hvað þú varst nú stundum að fara í útskýringum þínum á hinu og þessu. En þegar ég var búin að því fannst mér í senn gefandi og lær- dómsríkt að fá að vinna með þér. Að sjálfsögðu vorum við ekki alltaf sam- mála en góð skoðanaskipti leiða oft til hinnar bestu niðurstöðu. Svo var þetta með orðið vandamál, það notaðir þú ekki. Hjá þér voru ekki til vandamál heldur verkefni sem þurfti að leysa. Ekki þýddi að koma með mikinn orðaflaum, jafnvel þó að lausn fælist þar, ef ekki var tal- að rétt. Óendanlegur áhugi þinn á að töluð væri rétt og falleg íslenska gat stundum verið þreytandi, en ég hef lagast mikið, það má þakka þér. Eftir að þú fluttir suður áttaði ég mig á því hvað þú varst í raun traust- ur og góður vinur. Þó samskipti yrðu minni þá var síminn þó nokkuð not- aður. Þú vildir fá að fylgjast með hvað væri að gerast hjá okkur, hvort heldur var í sveitarstjórnarmálum, heyskap, smalamennsku eða hvað annað sem við vorum að aðhafast. Mér fannst mjög gaman þegar þú komst norður í haust að geta kallað á nokkra vini í mat og átt saman góða kvöldstund, rabbað um daginn og veginn ásamt því að leysa nokkur þjóðfélagsmál. Takk, Steindór, fyrir að fá að kynnast þér. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Jón og krakkarnir til Krist- ínar og fjölskyldu. Í guðs friði. Hildur Jóhannsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALFONS ODDSSON vörubílstjóri, Mávahlíð 8, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aðfara- nótt fimmtudagsins 18. nóvember. Guðrún Alfonsdóttir, Hans Kragh Júlíusson, Bergsveinn Alfonsson, Þuríður Sölvadóttir, Harry Sampsted, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, GRÉTAR EIRÍKSSON tæknifræðingur, Háaleitisbraut 59, Reykjavík, lést mánudaginn 8. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þakka auðsýnda samúð. Gunnhildur Ásta Steingrímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.