Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 21
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap-
ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Fischer verði frjáls | Félag íslenskra
stórmeistara hefur skorað á íslensk stjórn-
völd að gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að leysa Bobby Fischer heimsmeistara í
skák úr prísund í Japan.
Ályktun félagsfundar þesssa efnis hefur
verið send til Davíðs Oddssonar utanrík-
isráðherra. Bréfinu fylgdi vísa sem ónefnd-
ur félagsmaður orti:
Að stjórnvöld íslensk stefni að því,
sem stórmeistarar segja;
að Fischer verði frjáls á ný,
ef fæst hann til að þegja.
Úr
bæjarlífinu
Háskólanám í Búðardal | Sjö námsmenn
úr Dalabyggð og einn úr Reykhólahreppi
hafa hafið háskólanám í fjarkennslu við Há-
skólann á Akureyri. Námið fer fram í
Grunnskólanum í Búðardal. Allir nemend-
urnir eru á viðskiptabraut. Hér er um nýtt
námsframboð að ræða.
Fram kemur í fréttabréfi sveitarstjóra
Dalabyggðar til íbúanna að Dalamen séu
stoltir af því að geta boðið upp á há-
skólanám heima í héraði. Hann lætur þá
von í ljósi að háskólanám verði áfram í boði
í Búðardal og vonast til að nýir nemendur
bætist í hópinn að ári.
Áfram formaður | Gunnar Þorgeirsson,
oddviti Grímsness- og Grafningshrepps,
var endurkjörinn formaður Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga á aðalfundi. Þorvald-
ur Guðmundsson, formaður bæjarráðs
Sveitarfélagsins Árborgar, var kjörinn
varaformaður. Aðrir í stjórn eru Herdís
Þórðardóttir úr Hveragerði, María Sigurð-
ardóttir úr Ölfusi, Árni Jón Elíasson úr
Skaftárhreppi, Ólafur Eggertsson úr Rang-
árþingi eystra, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir
úr Villingaholtshreppi, Gylfi Þorkelsson úr
Árborg, Guðrún Erlingsdóttir úr Vest-
mannaeyjum, Elliði Vignisson úr Vest-
mannaeyjum og Sigurbjartur Pálsson úr
Rangárþingi ytra.
Lúðrasveit Tónlist-arskóla Reykja-nesbæjar heldur
hausttónleika sína í
Kirkjulundi í Keflavík í
kvöld klukkan 19.30.
Lúðrasveitin er starf-
rækt í þremur deildum,
yngri og eldri deild og
byrjendasveit sem tekur
til starfa í febrúar nk.
Á tónleikunum í kvöld
verður leikið undir stjórn
Eyþórs I. Kolbeins, Helgu
B. Arnardóttur, Inga G.
Erlendssonar og Karenar
J. Sturlaugsson. Lúðra-
sveitirnar leika sameig-
inlega nokkur lög í lok
tónleikanna og þá tefla
þær fram einleikurum
sem eru meðlimir hins víð-
fræga Bæjarstjórn-
arbands en það skipa
nokkrir fulltrúar í bæj-
arstjórn Reykjanesbæjar.
Lúðratónar
Seiðkarl frá Galdra-sýningunni áStröndum lék á als
oddi í Stjórnsýsluhúsinu í
gær í tilefni opnunar úti-
bús sýningarinnar á Ísa-
firði. Meðal annars tók
hann sér fyrir hendur að
kveða niður draug, með
hjálp yngstu gestanna.
Slíkt er vandaverk og
urðu ólæti. Þótt ekki sé
vitað um afdrif draugsins
virðast köllin hafa trufl-
að fund nefndar á vegum
bæjarins sem var að
störfum. Opnun sýning-
arinnar er liður í menn-
ingarvikunni Vet-
urnætur.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Truflaði nefndarstörf
Hjálmar Frey-steinsson fylgd-ist með fréttum:
Nú er úti allur friður
angistin er fáu lík,
allt að fara norður og niður,
nú er snjór í Reykjavík!!
Stefán Vilhjálmsson var
veðurtepptur í þrjá tíma á
Reykjavíkurflug-
velli.Ekki rofaði til fyrr
en hann gaukaði vísu að
séra Jóni Aðalsteini Bald-
vinssyni, skólabróður sín-
um, sem einnig beið fars:
Úti snjóhvítt enn er löður,
eina lausn þó finn:
Heyrðu nú í himnaföður,
Hólabiskup minn!
Margir brosa að raunum
borgarbúa í „ófærðinni“
og Davíð Hjálmar Har-
aldsson yrkir:
Bílar í borginni spóla,
börnin ei komast í skóla,
kreppir að rónum
sem klúka í snjónum
og krapið nær hátt uppá
sóla.
Snjór í Reykjavík
pebl@mbl.is
Þelamörk | Starfsfólk Skógræktarfélags Eyfirð-
inga í Kjarnaskógi er komið í jólaskap, enda byrj-
að að fella tré fyrir komandi jólavertíð. Í vikunni
var starfsfólkið að saga stafafuru í reit félagsins á
Laugalandi á Þelamörk. Í þeirra hópi var Ragn-
heiður Júlíusdóttir sem hér sést að störfum.
Að sögn Bergsveins Þórssonar hefst undirbún-
ingur fyrir þessa vinnu um mánaðamótin október/
nóvember. Hann sagði að trjánum sem nú væru
tekin úr reitnum hefði verið plantað fyrir um 20
árum. „Stafafuran er í sókn enda sérdeilis glæsi-
legt jólatré. Við seldum tæplega 250 slík tré fyrir
jólin í fyrra en ætlum að selja 300 tré fyrir jólin í
ár,“ sagði Bergsveinn. Sala á jólatrjám á vegum
Skógræktarfélags Eyfirðinga hefst laugardaginn
27. nóvember nk.
Morgunblaðið/Kristján
Stafafuran í sókn
Jólatré
Hvalfjörður | Hafnar eru framkvæmdir við
enduruppbyggingu fiskeldisstöðvarinnar
við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Fiskeldisfélagið Strönd hf. varð gjald-
þrota árið 1993 og síðan hafa eldiskerin
staðið auð. Nú hefur fyrirtækið Geirsá ehf.
hafið starfsemi. Áætlað er að flytja 50 þús-
und bleikjuseiði í eldisker stöðvarinnar í
lok mánaðarins og 70 þúsund seiði til við-
bótar um áramót, að því er fram kemur í
frétt á vefnum hvalfjordur.is. Haft er eftir
Ólafi Zoëga stöðvarstjóra að áætlað sé að
slátra 80 tonnum af eldisbleikju á næsta ári
og allt að 300 tonnum á árinu 2006. Horft
er til markaðar í Bandaríkjunum.
Fiskeldi að
hefjast að nýju
í Hvalfirði
Kópasker | Garðar
Eggertsson sem hefur
verið framkvæmda-
stjóri Fjallalams hf. á
Kópaskeri frá stofnun
fyrirtækisins lætur af
störfum í vetur. Ákveð-
ið hefur verið að ráða
Daníel Árnason, sem nú
gegnir stöðu fram-
kvæmdastjóra KH hf. á
Blönduósi, í starfið frá næstu áramótum.
Daníel er ættaður úr Öxarfirði, frá Hjarða-
rási. Fram kemur í frétt á vefnum detti-
foss.is að Daníel tekur til starfa um áramót
en Garðar hættir í febrúar og flytur þá til
Ísafjarðar.
Tekur við fram-
kvæmdastjórn
Fjallalambs
Daníel Árnason
♦♦♦
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Nýr formaður | Valþór Söring Jónsson
var kosinn formaður sjálfstæðisfélagsins
Njarðvíkings á aðalfundi félagsins sem
haldinn var á fimmtíu ára afmælishátíð fé-
lagsins. Fráfarandi formaður, Ingólfur
Bárðarson, gaf ekki kost á sér til áfram-
haldandi stjórnarsetu en hann hefur verið
formaður í tíu ár.
Valþór hefur starfað sem gjaldkeri í
stjórn Njarðvíkings undanfarin tíu ár. Með
honum í stjórn eru Hafdís Garðarsdóttir,
Guðbjartur Greipsson, Kristbjörn Alberts-
son og Haraldur Helgason.
Mjóifjörður | Skipulagsstofnun hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu að breyting á urð-
unarstað fyrir lífrænan úrgang í landi
Rima í Mjóafjarðarhreppi sé ekki líkleg til
að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á
umhverfið og skuli því ekki háð mati.
Gert hafði verið ráð fyrir að urða þyrfti
allt að 100 tonnum af úrgangi frá fiskeld-
inu á ári og hafði verið heimilað að það yrði
gert í landi Rima. Mjóafjarðarhreppur lét
vita af því að úrgangur frá fiskeldinu yrði
meiri og tilkynnti Skipulagsstofnun um að
hann yrði allt að 200 tonn. Það var tilefni
úrskurðar stofnunarinnar.
Meiri úrgangur
frá fiskeldinu
♦♦♦
inniheldur plöntustanólester sem
lækkar
kólesteról
Rannsóknir sýna að dagleg
neysla Benecols stuðlar að
lækkun kólesteróls um allt
að 15%.
nýjung