Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni Ólafssonfæddist í Reykja- vík 13. apríl 1941. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi aðfaranótt 11. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Árni Bjarnason, verkstjóri í Timburverslun Árna Jónssonar, f. í Ólafs- vík 27. nóvember 1916, d. 11. maí 1958 og Erna Erlendsdótt- ir hárgreiðslumeist- ari, f. í Reykjavík 21. nóvember 1921, d. 20. september 2003. Bjarni var elstur þriggja systkina. Hin eru: Haukur fram- kvæmdastjóri, f. í Reykjavík 8. ágúst 1949 og Hrefna félagsráð- gjafi, f. í febrúar 1952. Bjarni giftist 27. október 1962 eiginkonu sinni Öldu Magnúsdóttur, sjúkraliða á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, f. í í Reykjavík. Bjarni og Alda bjuggu sín hjúskaparár í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi. Bjarni lauk grunnskóla- prófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1959. Hann starfaði síðan í Verslunarbanka Ís- lands í tólf ár frá 1960–1972, þar af í eitt ár í starfsnámi í banka í Wash- ington DC. Næstu ellefu ár starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá ýmsum fyrirtækjum meðal annars hjá Kaupstefnunni, þar sem hann var auk þess meðeigandi, og Listahátíð í Reykjavík. Síðar stofn- aði hann eigið fyrirtæki, Íshöllina, 1983 í félagi við svila sinn, Kristin Sigurjónsson, og ráku þeir það til ársins 1991. Á árunum 1991 til 1993 starfaði hann við ýmis rekstrarstörf. Frá árinu 1993 til ársins 2000 starf- aði hann sem ráðgjafi við áfengissvið Landspítala – háskólasjúkrahúss. Frá 1998 til dánardags, rak hann eigið fyrirtæki, Jurtalíf. Bjarni sinnti fjölbreyttum félagsstörfum öll sín fullorðinsár. Hann var félagi í Oddfellow, í JC hreyfingunni og sat í stjórn SÁÁ. Bjarni verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Reykjavík 15. apríl 1943. Foreldrar hennar eru Magnús Steingrímsson, f. í Reykjavík 20.1. 1920 og Zanný Clausen, f. á Hellissandi 28.10. 1920, d. 4.3. 1978. Bjarni og Alda eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Ólafur Árni óp- erusöngvari, f. 18.6. 1962, börn hans eru Michael, f. 30.6. 1983, Ástríður Jósefína, f. 10.7. 1990, Bjarni Jósef, f. 23.7. 1993, Frank Nikulás, f. 20.11. 1995 og Leander Magnús, f. 18.12. 2001, eiginkona Ólafs er Ivette Bjarnason, 2) Erna Björg sölumaður, f. 4.4. 1968, sonur hennar er Andri Freyr Halldórsson, f. 10.2. 1987 og 3) Markús nemi, f. 9.1. 1979. Bjarni var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Fyrstu árin bjó hann ásamt fjöl- skyldu sinni í Hátúni, síðan á Selja- vegi, í Hólmgarði og Sólheimum allt Elsku pabbi minn er farinn. Ég veit að hann er kominn á góðan stað. Eng- an grunaði að svona myndi fara því út á við sýndi hann aldrei hversu veikur hann var í raun orðinn. Faðir minn veiktist þegar ég var ungur og þurfti hann þá algjörlega að breyta um lífs- stíl. Hann tók ábyrgð á sjúkdómum sínum og hætti að reykja og drekka og fór að stunda heilbrigðara líferni. Faðir Bjarna lést skyndilega þegar hann var 43 ára en Bjarni var þá 17 ára. Bjarni lifði 20 árum lengur en pabbi hans, þökk sé læknavísindun- um. Ég er óendanlega þakklátur þessum árum. Nú var komið að þriðju stóru aðgerðinni sem átti að lengja líf hans enn meira og gera betra. Það tókst ekki. Ég er mjög þakklátur læknunum og öllum þeim sem að að- gerðinni komu fyrir að gefast ekki upp heldur reyna allt sem þeir gátu til að bjarga pabba. Ég veit hversu illa honum var við það að vera orðinn svona þreyttur og veikur þó svo að hann hafi látið lítinn bilbug á sér finna og ég hugsa að honum hefði liðið óskaplega illa með það að þurfa að lifa sín seinustu ár sem mikill sjúklingur. Hann vildi vinna og vera að. Hann vildi ferðast og kynnast nýjum hlut- um í tilverunni. Nú er hann farinn í ferðalagið mikla. Við fjölskyldan ferð- uðumst mikið og fórum oft á skíði. Hann studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og ég fékk allt sem ungan dreng getur dreymt um. Ég er svo heppinn að hafa átt lífsþyrstan föður með ferðaþrá sem kenndi mér með öllum sínum athöfnum að gefast aldrei upp þótt móti blési. Hann lifir með mér í öllum góðu minningunum. Vertu sæll, faðir minn. Ég mun elska þig og virða að eilífu, þinn son- ur. Markús Bjarnason. Elsku afi minn. Mig langar til að skrifa nokkrar lín- ur til þín. Ég vil minnast þeirra tíma og þeirra stunda sem við eyddum sama. Mínar fyrstu minningar snúast mikið um þig. Allaf varst þú til staðar og ég lærði það fljótt að líta upp til þín. Fallegri og betri fyrirmynd var ekki hægt að hugsa sér. Mig langaði bara til að vera eins og þú þegar ég yrði stór. Þegar á reyndi var alltaf best að reyða sig á þig og þín góðu úrræði og svo lengi sem ég man varstu alltaf að hjálpa einhverjum. Þú varst alltaf til staðar, afi minn, það sé ég best nú. Þegar mér leið illa var afasamlokan ávallt það sem virkaði best á sárin og á eftir fylgdi ævinlega fyrirlestur um það að ég yrði að harka af mér og standa mig. Í dag er þetta veganesti sem mun fylgja mér svo lengi sem ég lifi. Minningar um góðar stundir, þar sem við sátum tveir einir og horfðum á spennumynd í sjónvarpinu og við borðuðum bland í poka saman, verða dýrmætari með hverju árinu sem líð- ur. Fjölskyldan var þér allt og ást þín á ömmu var eitthvað sem ekki fór framhjá neinum. Þið nutuð lífsins í draumahúsinu ykkar þar sem þið hugsuðuð hvort um annað. Ég tigna þig, Drottinn, því að þú hefir bjargað mér og eigi látið óvini mína hlakka yfir mér. Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig. Drottinn, þú heimtir sál mína úr Helju, lést mig halda lífi, er aðrir gengu til grafar. (Sálmarnir 30:2–4.) Með þessum orðum kveð ég besta afa sem til er með sorg í hjarta. Ég kveð þig með söknuði afi minn, faðir og vinur. Elsku amma mín, megi góður guð styrkja þig í sorg þinni. Megi Drottinn vera með þér að ei- lífu í Jesú nafni. Amen. Andri Freyr. Í dag verður ástkær bróðir minn borinn til moldar en hann lést í að- gerð sem hann gekkst undir vegna sjúkdóms sem hann fékkst við öll sín seinni fullorðinsár. Hans persónuleiki kom mjög sterklega fram í því hvern- ig hann fékkst við þennan sjúkdóm. Hugrekki og trú á að flest væri mögu- legt ef viljinn væri fyrir hendi er það sem einna helst lýsir því hvernig hann nálgaðist þetta viðfang sitt. Inn á milli leyfði hann sér að efast og missa móð- inn en það varði stutt. Á þeim stundum kallaði hann til liðs við sig góða fag- menn úr læknastétt og nýtti þeirra stuðning og vitneskju ásamt því að leita víða fanga til þess að meta hvað best væri að gera á hverjum tíma fyrir sig. Hann hafði ánægju af lífinu og vildi gera allt til að njóta þess eins lengi og mögulegt var. Hann fann sér leiðir til að njóta þeirra lífsgæða sem í boði voru og hafði hugrekki til þess að breyta því sem hann gat og láta vera að eyða orku í að reyna að breyta því sem hann vissi að hann gat ekki breytt. Lífsneistinn var svo sterkur að hann skilgreindi sig ekki út frá hindrunum í tengslum við sinn sjúkdóm heldur út frá möguleikunum sem í boði voru. Hann tók því þá áhættu sem fylgdi því að gangast undir erfiða aðgerð af sama hugrekki og hann hafði gert áður við svipaðar aðstæður. Bjarni var maður sem vildi í raun vera prívat en hafði samt mikla ánægju af fólki. Á uppvaxtarárunum kom þetta þannig út að hann gaf sig mikið að okkur yngri systkinum sín- um, var góður við okkur og hlýr en maður vissi samt alltaf hvenær maður átti að láta hann í friði. Maður mátti vera inni í herberginu hans en ekki trufla. Þessir eiginleikar eru oft raktir til móðurafa okkar, Erlendar Pálma- sonar, en Bjarni þótti alltaf líkur hon- um. Seinna komu þessir eiginleikar þannig fram að Bjarni valdi sér störf sem kröfðust mikilla samskipta við fólk en að sama skapi einnig einveru. Hann hafði alla tíð mikla ánægju af að lesa og fannst manni sem barn eitt- hvað heillandi við þessar endalausu sögur sem hann var alltaf að lesa og virtist hverfa inn í. Hann gekk samt aldrei eins langt og afi sem hafði sér- stakt lesherbergi fyrir sig á heimilinu til að geta lesið í friði. Bjarni sótti sitt nám á sviði viðskipta en hann gekk í Verslunarskóla Íslands. Hann var vinamargur og var oft líf og fjör á heimili okkar þegar vinirnir heimsóttu hann. Útskriftin úr Versl- unarskólanum er mér mjög minnis- stæð enda strákarnir allir uppábúnir í kjólfötum og stelpurnar í peysufötum. Hann hóf síðan störf hjá Verslunar- banka Íslands og starfaði þar í tólf ár. Hann dvaldi í höfuðborg Bandaríkj- anna, Washington DC, í eitt ár í starfs- þjálfun á vegum bankans. Þetta var fermingarárið mitt og fékk ég að dvelja hjá honum og mágkonu minni um sumarið og fékk þann starfa að passa fyrir þau frumburðinn á meðan þau voru í vinnu. Það að verða þess að- njótandi að dvelja erlendis á þessum árum var mikið ævintýri. Það sem þó er minnisstæðast eru Rolling Stones tónleikar sem Bjarni sá til að ég gæti sótt. Hann var þannig að ef eitthvað var mikilvægt þá gerði hann það sem hann gat til að það gæti orðið. Faðir okkar lést meðan Bjarni var í verslunarskóla og alla tíð síðan þá tók hann mjög alvarlega sitt hlutverk sem stóri bróðir. Hann gerði hvað hann gat til að styðja okkur systkinin með þá hluti sem faðir okkar hefði annars gert. Þau voru til dæmis ófá sporin sem hann fór á skrifstofu LÍN fyrir mig þegar ég var í námi erlendis og hann var mér stoð og stytta þegar ég keypti mína fyrstu íbúð og kunni ekk- ert á fjármálavafstrið í kringum það. Hann var líka góður dansari og sýndi mér hvernig það var að dansa al- mennilega eins og hann kallaði það. Ég hafði mjög gaman af þeim fáu skiptum sem ég varð þess aðnjótandi að hafa hann sem dansherra og minn- ist ég þess með gleði. Bjarni giftist eftirlifandi eiginkonu sinni árið 1962. Það ár eignuðust þau einnig sitt fyrsta barn. Öll mín unglingsár dvaldi ég mikið á þeirra heimili og leit á það sem mitt annað heimili. Við systkinin áttum margar góðar stundir saman í gegnum allt lífið við spjall um pólitík og annað það sem var að gerast bæði hjá okkur persónulega og í samfélag- inu á hvejum tíma. Við vorum ekki alltaf sammála, höfðum reyndar mjög ólíkar skoðanir á mörgu en umræð- urnar voru ætíð skemmtilegar. Ég kem til með að minnast þessara stunda með gleði. Blessuð sé minning míns ástkæra bróður og Guð fylgi honum til nýrra heima. Hrefna Ólafsdóttir. Kæri vinur og mágur. Já, af hverju þurfa menn að deyja? Að fæðast er að deyja, þetta vitum við, en alltaf kemur það aftan að manni, ég tala nú ekki um þegar mað- ur ekki eldri en þú ferð. Elsku Bjarni, veikindi þín voru eflaust meiri en nokkurt okkar grunaði. Ég man þegar þú komst inn á heimili okkar, svo ungur og ofsa töff- ari, frekar smágerður, en fríður, þú varst ekki að fara út í horn með þínar skoðanir, sem voru bæði réttar og rangar. Það var gaman að horfa á þig og Öldu dansa rokk, tjútt og djæf, mín fyrirmynd voruð þið, þið voruð glæst- ust allra glæstra. Ég kom oft til þín með fyrirspurnir hér áður fyrr og fékk oftar en ekki góð ráð, hvort sem það er um fjármál eða lífið og tilveruna. Dugnaðarfork- ur varstu í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Með þessum fáu orðum kveð ég þig kæri vinur og mágur. Stutt er dvöl í stundar heimi líður líf fyrr en lýði varir, sem hvirfilbylur um haf strjúki, ljómi leiftur um loftboga. Hvað er lífið? Ljósið sem slokknar, blásin bóla, sem brestur og hjaðnar, bogi sem brotnar á bana ströndum, hjóm, hégómi, hrapandi stjarna. (Jón Ólafsson.) Að lokum vil ég biðja góðan Guð að styrkja þig og þína, elsku systir. Svanfríður Magnúsdóttir (Dandý). Þá er hann Bjarni frændi minn horfinn á braut. Þó að lokin kæmu ekki á óvart eru þau sár og erfitt að sætta sig við að hann skuli allur. Tengsl okkar Bjarna voru meiri en venjuleg tengsl frændsystkina, í raun fannst mér hann vera eins og stóri bróðir. Við vorum svo heppin að fæð- ast inn í stóran systkinahóp sem byggðist á hefð stórfjölskyldunnar þar sem hver var annars stoð og ung- viðið gekk inn og út hvað hjá öðru þannig að foreldraumhyggjan var margföld. Við vorum þrjú frænd- systkinin fædd á sama árinu og fyrstu barnabörn afa og ömmu á Ásvallagöt- unni. Frændurnir Bjarni og Ingi Hrafn sem voru nokkuð uppátækja- samir svo og ég sem var ekki eins fyr- irferðarmikil. Umhyggja stórfjöl- skyldunnar snerist því óneitanlegu um okkur fyrstu árin og eflaust leyfð- ist okkur meira en ella þar sem marg- ar hendur voru tilbúnar að styðja og hvetja. Oft var komið saman í sunnu- dagskaffi og á hátíðum og tyllidögum fyrstu árin á Ásvallagötunni og seinna í Barmahlíðinni sem viðhélt þeim sterku fjölskyldutengslum sem alltaf hafa verið og gáfu okkur gott veganesti út í lífið. Á sumrin var farið í Lækjarbotna þar sem nokkrir úr fjölskyldunni höfðu komið sér fyrir og smíðað sér íveruhús. Foreldrar mínir uppi á hæðinni en Bjarni ásamt sínu fólki niðri við læk. Þar fyrir utan voru fleiri skyldmenni í nágrenninu. Það var ekki langt liðið á sumar þegar hópurinn var búinn að koma sér fyrir í sveitinni og hið daglega amstur okk- ar sem vart stóðum úr hnefa hófst. Meðal minna fyrstu minninga eru þeir frændur Bjarni og Ingi Hrafn að snúast og basla, útbúa vegi með til- heyrandi forgangi annan daginn og reyna að stífla lækinn hinn daginn, ég fylgdist með í hóflegri fjarlægð fannst nóg um en samt æsispennandi. Undr- ar mig eftir að ég komst til vits og ára hversu þolinmóðir þeir voru við mig, alltaf fékk ég að vera með þó að ég fengist ekki til að rétta hönd ef gusu- gangur var úr hófi, sýndi þó tilþrif þegar ég taldi aðstæður við hæfi. Tengsl okkar Bjarna rofnuðu ekki þó að við flyttum fjær hvort öðru, töl- uðum ekki eins oft saman því með ár- um breytast áherslur. Samt var það svo að í hvert sinn sem við hittumst var tíminn afstæður, sami ylur og sama nánd, þó að mánuðir hefðu liðið var eins og við hefðum hist í gær. Þegar mér var sagt að Bjarni væri allur varð mér hugsað til okkar síð- asta fundar. Hann og Alda komu í sumar austur í bústað til okkar þar sem við áttum góðan dag, grilluðum og spjölluðum eins og í gamla daga og nutum þess að rifja upp fyrri tíma. Bjarni ekki alveg eins sprækur og vanalega en bar sig vel, gerði létt grín að tilverunni og útgeislun hans var ekki minni en á árum áður. Þegar ég horfði á hann fann ég að það var ekki aðeins Bjarni frændi sem sat þarna, það var Bjarni bróðir sem ég hafði verið svo tengd öll uppvaxtarárin. Í vitund mína eru greypt orð þín um að maður yrði að vanda sig við lífið, já- kvæður afrakstur væri ekki sjálfgef- inn og gæfan væri fallvölt. Þegar ég horfði á Bjarna og Öldu sitja saman gat ég ekki annað en glaðst yfir ham- ingjunni sem sveif yfir vötnum og tengslum sem ég fann þeirra í milli. Þegar við spjölluðum um gömlu góðu dagana birtust myndirnar hver af annarri, hversu stolt ég var af þér, hversu gaman var að hitta þig í bæn- um, hve margar vildu að ég kynnti þær fyrir þér. Ekki veit ég hvort var heppnara Bjarni að ná í Öldu eða Alda að eignast Bjarna en það var leitun að glæsilegra, samhentara og betra fólki en þeim tveim. Elsku Alda og fjölskylda, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og bið þann sem öllu ræður að styrkja ykkur. Takk fyrir allt og allar þær minn- ingar sem eftir standa. Hrefna Guðrún. Kveðja frá SÁÁ Góður félagi er fallinn frá, langt um aldur fram. Bjarni Ólafsson var tryggur stuðningsmaður SÁÁ og vann samtökunum vel þau ár sem hann sat í stjórn þeirra. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sam- tökin og var varaformaður SÁÁ um tíma. Við leiðarlok vill stjórn og fram- kvæmdastjórn SÁÁ þakka Bjarna framlag hans og hlýhug til samtak- anna og sendir innilegar samúðar- kveðjur til eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu. Stjórn SÁÁ. Vinur okkar og félagi Bjarni Ólafs- son er ekki lengur meðal vor. Hann er ekki lengur hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Það er liðin um hálf öld síðan leiðir okkar lágu saman. Við vorum allir við nám í Verzló. Við nutum lífsins og björt framtíð blasti við. Við vorum níu sem mynduðum þann hóp sem bast vináttu og tryggð á skólaárunum sem ávallt hefur hald- ist þótt stundum hafi verið vík milli vina. Á þessu langa árabili hafa ánægju- stundirnar verið óteljandi sem við höfum átt með Öldu, Bjarna og fjöl- skyldu. Heimili þeirra hefur ávallt BJARNI ÓLAFSSON 11-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.