Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 28
FATAHÖNNUÐURINN frægi, Karl Lagerfeld, hannaði línu fyrir sænsku
tískuverslunina H&M sem hefur að mestu selst upp á nokkrum dögum. Línan
kom á markað í útvöldum verslunum 12. nóvember og mynduðust
langar raðir og troðningur þegar fólk reyndi að ná sér í réttar
stærðir af skyrtum og buxum, kjólum og jökkum. Á nokkrum
klukkustundum var selt fyrir 400 milljónir sænskar krónur sem jafn-
gildir venjuulega tíu vikna birgðum, að því er m.a. kemur fram í
Svenska Dagbladet.
Lagerfeld-fötin voru seld í 500 H&M búðum um heiminn og var að-
sóknin alls staðar mikil. Auglýsingaherferðin vikurnar á undan var líka
umfangsmikil og vakti athygli að keðjan sem selur ódýr tískuföt og er vin-
sæl sem slík, beindi sjónum að frægu nafni og gæti selt hönnun Lagerfelds
ódýrt.
Markaðsstjóri H&M í Svíþjóð útilokar ekki frekara samstarf við Lagerfeld
eða aðra hönnuði í framtíðinni. Nú hefur Lagerfeld hins vegar opinberlega
lýst því yfir að ekkert verði af frekara samstarfi við H&M þar sem fyrirtækið
hafi svikið viðskiptavinina með því að hafa ekki nóg af fatalínunni í versl-
ununum. Auk þess gagnrýndi Lagerfeld að fötin hafi verið saumuð í of
stórum númerum, hann hafi hannað föt á grannar manneskjur.
Forsvarsmenn H&M segja um misskilning að ræða, staðið hafi verið við
gerðan samning af þeirra hálfu og númerum alls ekki breytt. Lagerfeld hafi
ekki haft beint samband við H&M heldur gagnrýnt fyrirtækið í samtölum við
þýska fjölmiðla. Sá misskilningur hafi breiðst út að fatalínan hafi selst upp á
tuttugu mínútum, en sú hafi ekki verið raunin og enn séu til sölu Lag-
erfeld-föt í einhverjum verslunum.
H&M brýtur aðra hefð í ár, þ.e. að undirföt fyrirtækisins verða ekki aug-
lýst með myndum af fyrirsætunum í þeim fyrir jólin í ár, heldur eru nær-
fötin mynduð ein og sér. H&M hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir und-
irfataauglýsingar en hefur haldið sínu striki undanfarinn áratug. Jörgen
Andersson, markaðsstjóri H&M, segir í samtali við SvD að það sé ekki
vegna gagnrýni sem fyrirtækið breyti um stefnu í þessum efnum. Auglýs-
ingaherferð H&M fyrir jólin verður fjölbreyttari en áður þar sem föt og
fylgihlutir er auglýst og fyrirsæturnar eru fullklæddar.
Fötin voru of stór
TÍSKA | Karl Lagerfeld segist hættur samstarfi við H&M verslanirnar
28 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Markmiðið er meðal annars aðkenna börnum að ræða samanog spyrja góðra spurninga. Gefaþeim færi á að átta sig á eigin
tengslum við veröldina, að hugsa um lífið og
merkingu þess í sínum ólíku formum. Að
velta fyrir sér fegurð. Hugsa um samfélagið
og stjórnmál og gefa þeim færi á að hugsa
sína eigin hugsun,“ sagði Hrannar Bald-
ursson heimspekingur, sem hefur sett á fót
heimspekiskólann Viskulind, sem sérhæfir
sig í námsefni og aðferðafræði í barnaheim-
speki, Philosophy for Children, sem á al-
þjóðamáli er kallað P4C, og kennd er við dr.
Matthew Lipman, fyrrum heimspekiprófess-
or við Columbia-háskóla í New York.
„Þessari aðferðafræði var fylgt í Heim-
spekiskólanum, sem hóf starfsemi sína hér á
landi árið 1987, undir stjórn dr. Hreins Páls-
sonar og reyndar vann ég meðal annars með
honum við skólann á árunum 1994 til 1998.
Það má því segja að ég sé að taka við og
byggja á hefð sem Hreinn kom á fót hér á
landi á sínum tíma,“ sagði Hrannar enn-
fremur.
Fyrsta námskeiðið á vegum Viskulindar
hefst 24. janúar 2005 og er fyrir börn og
unglinga frá 4 ára aldri og allt upp í 18 ára
og skiptist námsefni og námsgreinar eftir
aldurshópum. Einnig verður boðið upp á
námskeið fyrir einstaklinga, stofnanir, fyr-
irtæki, leikskólakennara og grunnskólakenn-
ara.
Hrannar kvaðst hafa ákveðið að kalla
námskeiðið Hugfimi fyrir börn og unglinga,
enda sé orðið hugfimi gegnsærra um það
sem fram fer í tímum en orðið barnaheim-
speki. „Nemendur þurfa ekki að vera ein-
hverjir spekingar eða miklir spekúlantar til
að njóta hugfimitímanna. Kennarinn gerir
allt sem í hans valdi stendur til að fá alla
nemendur til þátttöku í samræðunni á sínum
eigin forsendum. Við erum öll ólík og með
ólíkar hugmyndir, hvort sem við erum börn,
unglingar eða fullorðin; sama hver bak-
grunnur okkar er. Allir geta ástundað hug-
fimi,“ sagði Hrannar.
Heimspekiskóli í Mexíkó
Hrannar sagði að áhugi sinn á heimspeki
hefði vaknað er hann sat í heimspekitímum
hjá Gunnari Hersveini í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti. Að loknu stúdentsprófi ákvað
hann að gefa heimspekinni einn vetur í Há-
skóla Íslands og sjá til hvort hún ætti við
hann og það varð sannarlega raunin. Eftir
þennan fyrsta vetur var ekki aftur snúið og
Hrannar lauk BA-prófi í heimspeki hér
heima árið 1993. Síðan fór hann í mast-
ersnám til Bandaríkjanna og lauk M. Ed.-
prófi frá Montclair State-háskóla með
kennsluréttindi í barnaheimspeki, eða P4C.
Auk þess hefur Hrannar leyfisbréf sem
grunnskólakennari og framhaldsskólakennari
á Íslandi og í Mexíkó.
Hrannar kynntist eiginkonu sinni Maríu
de los Angeles Alvarez Laso í háskólanum
vestra, þar sem hún stundaði nám í heim-
speki og sálfræði, en hún er fædd og uppalin
í Mexíkó. Að loknu námi komu þau heim til
Íslands og Hrannar gerðist heimspekikenn-
ari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Vöktu
áfangar hans mikla athygli og birtust grein-
ar í Morgunblaðinu um kennsluhættina sem
notaðir voru og sprottnir voru úr viskulind
P4C. Nemendur í þeim áföngum fengu því
framgengt að framhaldsáfangar voru settir á
laggirnar í heimspeki við FB. Hrannar
kenndi einnig hugfimi við Iðnskólann í
Reykjavík og á hverju sumri frá 1994 hefur
hann séð um rökfræðinámskeið fyrir af-
burðanemendur í Nebraska í Bandaríkjunum
og stutt þá nemendur með fjarnámi, þar sem
ýmsar spurningar eru ræddar í gegnum
Netið.
Árið 1998 fluttu þau Angeles og Hrannar
til Mexíkó þar sem þau settu á stofn heim-
spekiskóla í borginni Merída á Yucatan-
skaganum þar sem þau kenndu börnum hug-
fimi. Meðal verkefna þeirra var að stofna
menningarmiðstöð fyrir Coca Cola-
verksmiðjurnar í Merida, þar sem börn
starfsmanna fá námskeið og aðhald eftir
þeirra skóladag. Einnig þjálfuðu þau leik-
skólakennara og grunnskólakennara til
kennslu í hugfimi víða um Mexíkó og enn-
fremur á Kosta Ríka, í Ekvador og Kólumb-
íu auk þess sem þau hafa þjálfað fagmenn
frá fleiri löndum Suður-Ameríku til kennslu í
hugfimi.
Aukin námsgeta
Upphaf hugfiminnar má rekja til þess að
dr. Matthew Lipman þótti rökleikni nem-
enda sinna við Columbia-háskóla mjög slök
og komst að þeirri niðurstöðu að vandinn var
bundinn við skólakerfið og hina almennu
námsskrá. Hvergi í barnaskólum var börnum
kennt að hugsa rökrétt, skapandi og með
varkárni. Dr. Lipman ákvað að hefja rann-
sóknir á þessu og upp úr þeim rannsóknum
spruttu hugmyndir barnaheimspekinnar.
Dr. Lipman gerði sér grein fyrir áhuga
barna á sögum og ásetti sér að koma hug-
myndum rökfræðinnar í söguform. Hann
skrifaði því skáldsöguna Harry Stottle-
meier’s Discovery, sem hefur að geyma í
hverri einustu málsgrein mikilvæga heim-
spekilega kenningu sem kemur rökfræði
beinlínis við og er til þess fallin að vekja
áhuga nemenda. Sem dæmi um hugtök sem
rædd eru í sögunni má nefna: Uppgötvun,
rökhugsun, viðsnúningur setninga, samsemd,
allt, ekkert, reiði, sannleikur, tilgangur og
hjátrú, svo aðeins örlítið brot sé nefnt. Þessi
saga er notuð í kennslu í rökfræði hjá 10 til
11 ára börnum á námskeiðum Viskulindar, í
íslenskri þýðingu Hrannars. Hann hefur
einnig þýtt fleiri sögur dr. Lipmans, sem
notaðar eru við kennsluna og má þar nefna
söguna Elfie fyrir kennslu í þekkingarfræði
fyrir 4 til 5 ára börn, Kio og Gus sem notuð
er við kennslu í náttúruspeki fyrir 6 til 7 ára
börn, Pixie við frumspekikennslu 8 til 9 ára
barna, Lisa í siðfræði fyrir 12–13 ára börn
og Suki í kennslu fagurfræði fyrir 14 til 15
ára unglinga og Mark í stjórnmálaheimspeki
fyrir 16 til 18 ára unglinga.
Í öllum þessum sögum má finna aragrúa
hugmynda sem snúast um mannlega tilveru
og heiminn. „Börn eru sérstaklega dugleg að
finna þessar hugmyndir og hafa mikinn
áhuga á að ræða þær,“ sagði Hrannar. „Í
sögunum felast einnig góðar fyrirmyndir fyr-
ir börnin, sem hjálpa þeim að móta sam-
ræðuferlið; að hlusta hvert á annað, að
spyrja og segja sína skoðun, setja sig í spor
annarra og að velta hlutunum fyrir sér.“
Hrannar sagði ennfremur að samkvæmt
rannsóknum sem unnar hafa verið víða um
heim ykist námsgeta barna og unglinga nán-
ast undantekningalaust eftir að þau hefðu
notið kennslu í hugfimi. „Nemendur hækka
almennt í einkunnum og sýna bæði námsefn-
inu og umhverfinu meiri áhuga. Þau læra að
hlusta á annað fólk og fá tækifæri til að
þroska tjáningarhæfni sína. Börnin læra
jafnframt að þróa sínar eigin hugmyndir og
ræða þær og þau læra gildi þess að vera
hugsandi manneskja,“ sagði Hrannar Bald-
ursson, stofnandi og stjórnandi heimspeki-
skólans Viskulindar.
MENNTUN | Heimspekiskólinn Viskulind heldur námskeið í hugfimi fyrir börn og unglinga
Að hugsa sína eigin hugsun
Börnin: Bregða á leik í frímínútum.
Morgunblaðið/RAX
Hrannar Baldursson: Stofnandi og stjórn-
andi heimspekiskólans Viskulindar.
Börnin: Vinna við föndur eða teikningar í lok tímanna þar sem hugmyndir eru færðar í listform.
svg@mbl.is