Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HIN klaufalega, alls ekki svo feita
þó hún haldi það, Bridget Jones
snýr aftur í framahaldsmyndinni
Bridget Jones: The Edge of Reason.
Bridget (Renée Zellweger) er ennþá
einstök þó hún sé komin í fast sam-
band með Mark Darcy (Colin Firth).
Hamingjan er búin að ráða ríkjum
hjá parinu í sex vikur en Bridget á
erfitt með að halda sér frá vandræð-
um. Vandræðin eru í formi Rebeccu,
fallegrar og fullkominnar samstarfs-
konu Darcy, en Bridget fer að efast
um að hann sé sér trúr. Ekki nóg
með það heldur er fyrrverandi yf-
irmaður hennar snúinn aftur,
hjartaknúsarinn Daniel Cleaver
(Hugh Grant), sem ruglar Bridget
ennþá meira í ríminu.
Myndin er gerð eftir metsölubók
Helen Fielding og er líka orðin að
metaðsóknarmynd. Þessi fram-
haldsmynd sló rækilega í gegn í
heimalandi Bridget og er stærsti
smellur Universal Pictures og
Working Title Films í Bretlandi og
Írlandi. Frumsýningarhelgina tók
myndin inn 10,4 milljónir punda, eða
um 1.350 milljónir króna, og slær
því fyrri met Love Actually (6,6
milljónir punda), Bridget Jones’s
Diary (5,7) og Notting Hill (4,3).
Leikstjóri myndarinnar er Beeb-
an Kidron en þeir sem sáu um að
laga bókina að myndinni voru höf-
undurinn sjálfur auk Andrews Dav-
ies (Bridget Jones’s Diary), Rich-
ards Curtis (Love Actually, Mr.
Bean, Blackadder, Four Weddings
and a Funeral) og Adams Brooks
(French Kiss, Practical Magic,
Wimbledon).
Fyrri myndin er frá árinu 2001 og
naut geysilegra vinsælda um allan
heim. Segja má að nútímakvenhetja
hafi komið í heiminn, reyndar frekar
klaufaleg hetja en skemmtileg.
Í nýju myndinni er Bridget ennþá
að reyna að hætta að reykja og hef-
ur áhyggjur af útlitinu en hún á
kærasta. Núna þarf hún að spyrja
sjálfa sig: Hvernig lætur maður ást-
ina ganga upp þegar manni hefur
loks tekist hið ómögulega, að finna
hana?
Þeir sem finnst Bridget eitthvað
of taugaveikluð eða ótrúverðug ættu
að kynna sér niðurstöður nýrrar
ástralskrar könnunar. Hún sýnir að
þúsundir Bridgeta ganga um götur
Ástralíu því þó að Bridget sé alveg
einstök þýðir það ekki að konur á
sama aldri hafi aldrei lent í neinu
svipuðu og hún.
Samkvæmt blaðinu Herald Sun
hefur einn af hverjum tíu við-
skiptavinum Match.com skipst á
djörfum skilaboðum við yfirmann
sinn. Helmingur þeirra hefur klæðst
fötum, sem sýna heldur mikið til að
laða að sér samstarfsmann og fjórir
af tíu hafa valdið óþægilegum þögn-
um með því að segja eða gera eitt-
hvað óviðeigandi. Til viðbótar er
Bridget ekki ein í því að finnast hún
of feit því meira en þriðjungi kvenna
yfir þrítugu finnst hann burðast
með of mikla líkamsþyngd og flest-
um finnst gaman að fá sér glas af
Chardonnay einstaka sinnum.
Frumsýning | Bridget Jones: The Edge of Reason
Ennþá einstök
Bridget Jones deilir ennþá sínum innstu leyndarmálum með dagbókinni sinni.
ERLENDIR DÓMAR
Roger Ebert Metacritic.com 42/100
Hollywood Reporter 50/100
New York Times 20/100
Variety 60/100 (metacritic)
EF EINHVER getur leikið drykk-
felldan og kvensaman jólasvein þá er
það Billy Bob Thornton. Bad Santa
er kolsvört gamanmynd eftir Terry
Zwigoff en hann naut nokkurra vin-
sælda fyrir myndirnar Crumb og
Ghost World.
Billy Bob lýsir myndinni á
skemmtilegan hátt: „Þetta er saga
sem sameinar anda South Park og
It’s A Wonderful Life. Hún snýr
hefðbundinni hugmynd um jólagrín-
mynd á haus.“
Thornton leikur Willie T. Stokes,
sjúskaðan stórverslunarjólasvein,
sem getur ekki að því gert þótt hann
sé meira ódæll en góður. Willie er í
raun þjófur, sem brýst einu sinni á
ári, á sjálft aðfangadagskvöld, inn í
digran peningaskáp. Með honum í
liði er auðvitað álfur, Marcus, sem
leikinn er af Tony Cox.
Strik í reikninginn setja ýmsir
gestir og starfsmenn stórverslunar-
innar: Leiðinlegur verslunarstjóri
(John heitinn Ritter), búðarlögga
(Bernie Mac), kynþokkafullur aðdá-
andi jólasveinsins (Lauren Graham),
og saklaus átta ára strákur (Brett
Kelly), sem ákveður að Willie sé
hinn eini sanni jólasveinn, sem hann
hefur verið að leita að.
Myndin er framleidd af bræðr-
unum Joel og Ethan Cohen og er
innblástur fenginn m.a. úr einni
uppáhaldsmynd þeirra. Myndin sú
er sígilda gamanmyndin Bad News
Bears með Walter Matthau í aðal-
hlutverki.
Frumsýning | Bad Santa
Billy Bob Thornton leikur engan venjulegan jólasvein.
Kolsvört jólagrínmynd
ERLENDIR DÓMAR
Roger Ebert 1/2
Metacritic.com 65/100
Hollywood Reporter 80/100
New York Times 80/100
Variety 70/100 (metacritic)
JAPANSKA hrollvekjan Hring-
urinn gerði allt vitlaust í hitteðfyrra
í hinum vestræna bíóheimi. Nú hef-
ur Óbeitin gert tilraun til þess sama
og fengið þessar líka glimrandi við-
tökur. Leikstjórinn Shimizu gerði
einnig japönsku frummyndin, sjón-
varpsþættir fylgdu í kjölfarið og nú
er það bandaríska útgáfan sem er
víst mjög lík þeirri japönsku. En því
miður er myndin alls ekki það góð.
Þar segir frá bandaríska skipti-
nemanum Karen sem vinnur sjálf-
boðastarf á heilsugæslustöð í Tók-
ýó. Hún fær það verkefni að
heimsækja veika eldri konu í heima-
hús, þar sem sjúkraliðinn mætti
ekki til vinnu um morguninn. Í hús-
inu finnur hún algeran hrylling,
sem stafar af því að fyrri eigendur
dóu í mikilli reiði. Því fylgir bölvun
sem eyðir öllu lífi sem inn í húsið
kemur.
Í fyrsta lagi eru persónurnar illa
grundaðar, ekki sérlega áhugaverð-
ar og illa leiknar. Þar stendur þó
upp úr sá ágæti Bill Pullman sem
moðar úr því litla sem hann fær og
maður fær tilfinningu fyrir persón-
unni hans.
Persónurnar eru einnig of marg-
ar í álíka mikilvægum hlutverkum.
Karen virðist eiga að vera að-
alpersónan en samt snýst sagan
ekkert endilega um hana. Ef maður
hefur enga tilfinningu fyrir persón-
unum og getur ekki lifað sig al-
mennilega inn í söguna, þá er mjög
erfitt að verða ákaflega hræddur.
Vissulega bregður manni af og til
og mörg atriðin eru óhugguleg og
ógeðsleg, en hræðslan nær ekki að
smjúga inn í merg og bein á manni
líkt og áhrifin eiga að vera af virki-
lega góðri hrollvekju.
Sagan er einnig tæp, bæði flétta
og framvinda mjög takmarkaðar.
Myndin byggist meira upp á tengd-
um atriðum, þar sem mismunandi
persónur lenda í hrollvekjandi
ógöngum án þess að nokkur þróun
eigi sér stað. Smám saman kemst
maður reyndar að því hvað kom fyr-
ir fjölskylduna sem bjó í húsinu, en
ekki hvað þau eru í dag og hvernig
þeirra heimur virkar. Er það bara
handahófskennt í hvaða formi þau
birtast og af hverju þau eru að
hrella fólk? Þetta hefði ég gjarna
viljað fá botn í.
Svo sannarlega eru sum atriðin
hrollvekjandi og tónlistin virkar
einsog hún á að gera, en það er far-
ið á hundavaði yfir allt sem heitir
persóna og saga og eftir standa
brot úr sögu, nokkur öskur og tvö
starandi barnsaugu. Bú!
Losaralegur hryllingur
KVIKMYNDIR
Sambíóin Kringlunni, Álfabakka
og Akureyri
Leikstjórn: Takashi Shimizu. Aðal-
hlutverk: Sarah Michelle Gellar, Jason
Behr, William Mapother, Clea DuVall, Ka-
Dee Strickland, Grace Zabriskie og Bill
Pullman. 96 mín. BNA/Japan. 2004.
Óbeitin (The Grudge) Hildur Loftsdóttir
SJÖ efnilegir fulltrúar bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBI, keppa um að fá stöðu sem sálfræðiráð-
gjafi og þurfa þeir að standast lokapróf áður en valið
fer fram. Þetta eru engir venjulegir ráðgjafar heldur
þurfa þeir að skyggnast inn í huga morðingja og
þekkja helstu persónueinkenni þeirra til að aðstoða
við að upplýsa glæpamál.
Val Kilmer leikur lögreglumanninn sem sér um
prófið, og sendir hann hópinn í einangrun yfir helgi á
afskekktum stað og reynist það verða mjög raun- verulegt. Í hópnum leynist nefnilega fjöldamorðingi
og þurfa fulltrúarnir að beita öllum ráðum til að
halda lífi.
Myndin er í leikstjórn Renny Harlin og hefur inn-
anborðs spennandi leikara. Þeirra á meðal eru
Christian Slater, Johnny Lee Miller og LL Cool J.
Frumsýning | Mindhunters
Skyggnst inn í
huga morðingja
LL Cool J er var um sig í hlutverki alríkisfulltrúans
Gabe Jensen.
Fær 6,2/10 samkvæmt notendum IMDb.com og 70% á
RottenTomatoes.com samkvæmt tíu gagnrýnendum og
meðaleinkunnina 6,4/10.AUGLÝSINGADEILDnetfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111