Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Laugardagur í Listagili | Tónlist- arfélag Akureyrar hefur verið end- urvakið og á morgun, 20. nóvember, efnir það til tónleika í Deiglunni, Kaupvangsstræti, kl. 16. Um er að ræða aðra tónleika í tón- leikaröð með yfirskriftinni „Laug- ardagur í Listagili.“ Fram koma þau Hallveig Rúnars- dóttir, sópran og Árni Heimir Ing- ólfsson, píanóleikari. Þau flytja fjöl- breytta efnisskrá, m.a. þekkt íslensk sönglög og ljóð eftir Schubert, Grieg, Kurt Weill o.fl. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Félag ís- lenskra tónlistarmanna. Gildi íþrótta | Í tilefni af 60 ára af- mæli Íþróttabandalags Akureyrar verður efnt til fræðsluerindis í Brekkuskóla (nýja húsi) laugardag- inn 20. nóvember nk. kl. 11–12.30. Viðar Halldórsson, lektor í félags- fræði íþrótta við Íþróttafræðasetur KHÍ á Laugarvatni, fjallar í erindinu um gildi íþrótta í nútímasamfélagi, hvað þurfi til að ná árangri í íþrótt- um, hlutverk foreldra og aðstand- enda, áherslur þjálfara, umgjörð íþróttastarfs o.fl. Niðurstöður nýrra rannsókna í íþróttum verða birtar sem og fróðleikur um hinar ýmsu hliðar íþrótta. Fræðsluerindið er öll- um opið og er aðgangur ókeypis. Réttindabarátta Sama | Samar allra landa sameinist er yfirskrift fyrirlestrar á Menningartorgi í dag, 19. nóvember, kl. 12 í stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð. Stefan Mikaelsson, varaforseti Samaráðsins, fjallar þar um rétt- indabaráttu Sama og stöðu frum- byggja á norðurslóðum, en hann hefur á liðnum árum verið einn helsti baráttumaður fyrir rétt- indum Sama. Tónleikar| Mugison verður með tón- leika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 19. nóv- ember, og hefjast þeir kl. 21. Þar mun hann m.a. kynna tónlist af tveimur nýútkomnum plötum sínum, Mugi mama is this monkey music og tón- listinni úr kvikmyndinni Niceland.          Dalvíkurbyggð | Engin niðurstaða fékkst varðandi framtíðarskipan grunnskólamála í Dalvíkurbyggð á fundi bæjarstjórnar í vikunni og klofnaði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Eins og fram hefur komið hafa verið uppi hugmyndir um að hætta kennslu í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og flytja þá nemendur sem þar eru í Dalvíkurskóla. „Það varð engin nið- urstaða og það er í raun pattstaða í málinu eins og er,“ sagði Svanhildur Árnadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks og forseti bæjarstjórnar. „Það komu fram þrjár tillögur á fundi bæjarstjórnar og tvær til við- bótar lágu þegar fyrir, í gegnum fræðsluráð, önnur frá velunnurum Húsabakkaskóla og hin frá skóla- stjóra Húsabakkaskóla. Allar tillög- urnar fimm, sem gengu í sitt hvora áttina voru felldar,“ sagði Svanhild- ur. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu þess efnis að skólahald grunnskólanna á Húsa- bakka og Dalvíkurskóla verði sam- einað undir einn skóla, Dalvíkur- skóla, frá og með næsta skólaári. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks lögðu fram tillögu þess efnis að sett- ur yrði á fót þriggja manna vinnu- hópur til að útfæra nánari gögn varðandi framtíðarskipan grunn- skólamála í sveitarfélaginu. Að þeirri vinnu kæmu einnig skóla- málafulltrúi, skólastjórar grunn- skólanna og fleiri. Í tillögunni var jafnframt gert ráð fyrir að vinnu- hópurinn skilaði af sér fyrir 31. mars á næsta ári. Bæjarfulltrúar I- lista lögðu hins vegar til að skóla- haldi á Húsabakka verði fram haldið til loka núverandi kjörtímabils, að minnsta kosti. Til þess að skjóta styrkari stoðum undir skólann verði stuðlað að því að fullnýta leikskóla- deildina og að sett verði af stað til- raunaverkefnið fimm ára bekkur. Spurð um áframhaldandi meira- hlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ljósi niðurstöðu bæjarstjórnar, sagði Svanhildur að meirihlutinn hefði ekki gefið út neina yfirlýsingu um samstarfsslit. „Framtíðin ein getur skorið úr um það hvert framhaldið verður með samstarfið. Það er hins vegar ljóst að það þarf að nást niðurstaða í skólamálið, því það er ekki gott fyr- ir starfsmenn Húsabakkaskóla og aðstandendur að hanga í lausu lofti. Það er þá betra að fá einhverja nið- urstöðu, þótt hún verði ekki öllum að skapi.“ Pattstaða varðandi Húsabakkaskóla Meirihlutinn klofnaði FÉLAGAR úr Hugarafli hafa verið á ferð norðan heiða og kynnt starf- semi sína. Hugarafl er starfshópur geðsjúkra í bata sem stofnaður var á síðastliðnu ári. Markmiðið er að skapa hlutverk, auka áhrif not- enda, vinna gegn fordómum, bæði hjá sjálfum sér og öðrum, að geð- sjúkir taki þátt í verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Alls tóku átta félagar þátt í Akureyrarferðinni, þar af 6 notendur. „Þetta hefur verið alveg frábær ferð, við höfum farið út um allt og alls staðar fengið mjög góðar mót- tökur,“ sagði Bergþór Grétar Böðv- arsson, einn Hugaraflsmanna. Hann sagði að þau hefðu miðlað af reynslu sinni og greint frá starf- semi Hugarafl, „en við viljum leggja mikla áherslu á að við, not- endur geðheilbrigðiskerfisins, höf- um hlutverk, leggjum eitthvað af mörkum og sköpum verðmæti“, sagði Bergþór. Félagarnir fóru m.a. í heimsókn í Áfangaheimilið í Álfabyggð og sambýli við Skútagil, þá tóku þau þátt í málþingi um geðheilbrigði um liðna helgi og svo heppilega vildi til að Geðverndarfélag Ak- ureyrar fagnaði 30 ára afmæli sínu um helgina, sem Hugaraflsfólk tók þátt í. Þá heimsóttu þau framhalds- skóla bæjarins, fóru í Plastiðjuna Bjarg, í athvarfið Lautina, dag- deildina við Skólastíg og áttu einn- ig fund með starfsfólki á Bú- setudeild Akureyrarbæjar. „Við vorum mjög ánægð með að fá þau frá Hugarafli í heimsókn,“ sagði Ólafur Torfason, for- stöðumaður í Álfabyggð. Hann sagði að mönnum litist vel á þá hug- myndafræði sem unnið væri eftir þar á bæ, „og það er áhugi fyrir því hjá geðsjúkum á Akureyri, ein- hverjum einstaklingum, að mynda hóp sem byggir á þessari hug- mynd“, sagði Ólafur. Hann sagði heimsókn Hugaraflsfólksins vera fyrsta skrefið í þá átt. „Það er mjög góð þjónusta á Akureyri fyrir þá sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða, en hún má auðvitað alltaf verið fjölbreyttari, þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Hugaraflsfólk á ferð norðan heiða Morgunblaðið/Kristján Heimsókn Það viðraði misjafnlega á gestina frá Hugarafli í heimsókn þeirra til Akureyrar. F.v. Svava Ingþórs- dóttir, Garðar Jónasson, Berglind Nanna Ólínudóttir og Bergþór Grétar Böðvarsson. Mikilvægt að hafa hlutverk ANNA Richardsdóttir opnar sýningu í Ketilhúsinu á morgun, laugardaginn 20. nóvember, kl. 16. Hún hefur á síð- astliðnum árum ferðast til ýmissa staða í heiminum til að hreingera og hefur nú eignast samstarfsfólk hér og þar, en það ætlar að taka þátt í að þrífa heiminn með henni næstu 10 ár. Einn dag á ári, eða 10. október, á af- mælisdegi Önnu. Þátttakendur hafa gert samning við Önnu þar sem þeir skuldbinda sig til þátttöku næsta áratug og fjallar verk hennar því einnig um skuldbind- inguna og hvað í henni felst. Hrein- gjörningafólkið hefur sent henni af- rakstur gjörninga sinna hinn 10. október síðastliðinn og verður hann til sýnis í Ketilhúsinu, m.a. myndir, texti, myndbönd og fleira. Sjálf hefur Anna skuldbundið sig til að halda sýningar á myndverkum þátttakenda einu sinni á ári næstu 10 ár. Hrein- gjörningur ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetrarsport verður haldin í íþróttahöllinni á Ak- ureyri um helgina, dagana 20. og 21. nóvember. Þetta er í átjánda sinn sem sýningin Vetrarsport er haldin á Akureyri og hefur hún fyr- ir löngu unnið sér fastan sess meðal þeirra fjölmörgu sem stunda útivist af einhverju tagi enda er kapp lagt á að hafa sýninguna eins glæsilega og fjölbreytilega og kostur er. Hér er um að ræða alhliða útivistarsýn- ingu – enda þótt vélsleðar og bún- aður tengdur þeim setji hvað stærstan svip á sýninguna nú eins og jafnan áður. Fyrirtæki á ýmsum sviðum munu kynna þjónustu sína og vörur á sýningunni. Markmið sýningarinnar er fyrst og fremst að efla áhuga á útivist að vetrarlagi og að hér sé á einum stað hægt að sjá allt það sem fólk þarfn- ast til útiveru og ferðalaga. Það er Félag vélsleðamanna í Eyjafirði sem stendur fyrir sýning- unni og verður hún opin kl. 10–17 laugardaginn 20. nóvember og kl. 12–17 sunnudaginn 21. nóvember. Vetrarsport ♦♦♦ KEPPNI um titilinn Herra Norður- land 2004 fer fram í Sjallanum í kvöld og hefst kl. 22. Alls taka 12 keppendur þátt að þessu sinni, fimm Akureyringar, fimm Ólafsfirðingar, einn Dalvíkingur og einn Húsvík- ingur. Þrír efstu menn í kjörinu vinna sér þátttökurétt í keppnina um Herra Ísland, sem haldin verður 17. desember nk. Herra Norð- urland kjörinn Morgunblaðið/Rúnar Þór Afslappaðir Keppendur slappa af í heita pottinum. Lutein eyes Öflugt bætiefni fyrir sjónina PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.