Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20, Su 21/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, Fö 3/12 kl 20, Lau 4/12 kl 20 HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson Mi 24/11 kl 20 - UPPSELT Fi 25/11 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Í kvöld kl 20, Fö 26/11 kl 20, Lau 4/12 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingar að eigin vali Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins - Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Lau 20/11 kl 20, Lau 27/11 kl 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 21/11 kl 14, Su 28/11 kl 14, Su 5/12 kl 14, Su 2/1 2005 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er Su 21/11 kl 20, Su 28/11 kl 20 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Í kvöld kl 20, Fö 26/11 kl 20, SÍÐUSTU SÝNINGAR BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 21/11 kl 20, - UPPSELT Su 28/11 kl 20, - UPPSELT Fi 2/12 kl 20, Fö 3/12 kl 20, Fö 10/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA Þri 23/11 kl 20 - Gísli Sigurðsson Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í kvöld Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Ausa og Stólarnir Fös 19/11 kl 20 4.kortas. örfá sæti Lau 20/11 kl 20 5.kortas. nokkur sæti ÓLIVER! forsala er hafinÓliver! 28/12 kl 20.00, 29/12 kl 20.00, 30/12 kl 16.00, 30/12 kl 21.00, 2/1 kl 14.00, 2/1 kl 20.00 6/1 kl 20.00 7/1 kl 20.00 8/1 kl 20 9/1 kl 20.00 13/1 kl 20.00 14/1 kl 20.00 15/1 kl 20.00 16/1 kl 20 fös. 19. nóv. kl. 20. laus sæti. lau. 20. nóv. kl. 20. laus sæti. ☎ 552 3000 eftir LEE HALL Ég skora á alla að sjá þessa stórkostlegu sýningu” AK Útvarp Saga Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is EKKI MISSA AF KÓNGINUM! • Fimmtudag 25/11 kl 20 LAUS SÆTI • Sunnudag 12/12 kl 20 AUKASÝNING • Sunnudag 26/12 kl 20 JÓLASÝNING “ÞVÍLÍK SNILLD! Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Í kvöld fös. 19/11 uppselt, fim. 25/11 uppselt, fös. 26/11 uppselt, lau. 4/12 uppselt, lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 örfá sæti laus, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Lau. 20/11 örfá sæti laus, mið. 24/11 nokkur sæti laus, fös. 3/12. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 21/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 28/11 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/12 kl. 14:00 NORÐUR – Hrafnhildur Hagalín 8. sýn. sun. 21/11, 9. sýn. lau. 27/11, 10. sýn. sun. 28/11. ERN EFTIR ALDRI – Auður Bjarnadóttir. Sýning Svöluleikhússins Þri. 23/11, mið. 1/12. Aðeins þessar tvær sýningar eftir. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Lau. 20/11 uppselt, lau. 27/11, sun. 28/11. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov Í kvöld fös. 19/11, fim. 25/11, fös. 26/11. Aðeins þessar þrjár sýningar eftir • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Lau. 20/11örfá sæti laus, lau. 27/11, sun. 28/11. SVÖRT MJÓLK ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. lau. 20. nóv. kl. 14 - sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14 Miðasala á Netinu: www.opera.is Fös . 19 .11 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 26 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 27 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 04 .12 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 11 .12 20 .00 LAUS SÆTI F im. 30 .12 20 .00 LAUS SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Þú veist hverni g þetta er Pöntunarsími 659 3483 studentaleikhusid@hotmail.com sun. 21. nóv. uppselt mán. 22. nóv. aukas. fim. 25. nóv. lau. 27. nóv. mán. 29. nóv. fim. 2. des. Sýningar hefjast kl. 20 leikstjóri Jón Páll Eyjólfsson Sýnt í TÞM, Hólmaslóð 2 sýnir STÚLKNAKÓRINN Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stef- ánssonar bauð áheyrendum upp á al- íslenska dagskrá á tónleikum í Lang- holtskirkju á sunnudaginn. Þar á meðal voru tvö glæný verk, Vespers eftir Tryggva M. Baldvinsson og In Paradisum eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Vespers þýðir aftansöngur og er safn sálma Drottni til dýrðar. Í tón- smíð Tryggva voru kaflarnir fimm, en inn á milli voru einleikshugleið- ingar fyrir orgel um það sem á undan var gengið í verkinu. Tónlistin var ákaflega alvörugefin, stundum kulda- leg, á köflum jafnvel martraðar- kennd og passaði einhvern veginn ekki við textann, en hann lýsir fögn- uði hins frelsaða manns sem hefur fundið Guð. Í sjálfu sér var tón- listin þó falleg; mismunandi raddir kórsins blönduðust vel, framvindan var eðlileg og form- ræn uppbygging sannfærandi; textinn hefði bara þurft að vera annar. Innskotnu einleikskaflar orgelsins gerðu tónsmíðina fremur sundur- lausa; betur hefði farið ef kórinn hefði staðið kyrr á sviðinu á meðan orgelið hljómaði í stað þess að færa sig til hliðanna, en það var eilítið til- gerðarlegt og eyðilagði stemninguna. Lára Bryndís Eggertsdóttir spil- aði á orgelið og gerði það af ná- kvæmni, en söng auk þess ágætlega þrátt fyrir að röddin væri ögn sár og inntónunin örlítið bjöguð á efsta svið- inu. Aðrir einsöngvarar, þær Regína Unnur Ólafsdóttir og Guðríður Þóra Gísladóttir, voru hins vegar með sitt á hreinu og er sömu sögu að segja um söng kórsins, sem var þéttur og öruggur. Helst mátti finna að dálítið klaufalegum innkomum hér og þar, en það lagaðist er á leið. Hitt nýja verkið, sem var eftir áð- urnefndan Hreiðar Inga, var stutt og hnitmiðað. Endurtekningar komu mjög við sögu sem ollu því að tón- smíðin jaðraði við að vera einfeldn- ingsleg, en dramatískir tilburðir kórsins gerðu að verkum að manni leiddist ekki. Stúlkurnar dreifðu sér um kirkjuna um miðbik verksins, gengu svo úr salnum og dó söngurinn út í fjarska, eins og englakór væri á leiðinni upp til himna. Það var óneit- anlega skemmtilegt, en kannski full banalt. Á tónleikunum voru einnig sungnir sálmar eftir Tryggva, Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Oliver Kent- ish og Báru Grímsdóttur. Hljómuðu þeir allir prýðilega; söngur kórsins var einstaklega hljómfagur undir markvissri og kraftmikilli stjórn Jóns. Er því ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið – svona almennt talað – bæði áhugaverð og upplífgandi stund. Flognir upp til himna TÓNLIST Kórtónleikar Graduale Nobili söng tónlist eftir Tryggva M. Baldvinsson, Jón Nordal, Þorkel Sig- urbjörnsson, Oliver Kentish, Báru Gríms- dóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Orgelleikur: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Sunnudagur 14. nóvember. Langholtskirkja Jónas Sen Jón Stefánsson SÍÐARI bíótónleikar Sinfóníunnar og Kvikmyndasafns Íslands voru haldnir í Háskólabíói á laugardag- inn var, en þá voru sýndar tvær myndir, Hundalíf með Charlie Chaplin og Klukkan tifar með Har- old Lloyd. Frank Strobel stjórnaði og var Chaplin fyrstur á dag- skránni. Myndin fjallar um flæking sem lendir í alls konar hremm- ingum og kemur hundur þar mjög við sögu. Margar senurnar eru sprenghlægilegar og atriðið þar sem flækingurinn hefur hundinn innanklæða en dinglandi rófan nær að stingast út um gat á buxunum hans og slá páku, er eitt það fyndn- asta sem ég hef séð. Lifandi tón- listin, sem var eftir Chaplin sjálfan (en útsett af öðrum), magnaði upp- lifunina og var útkoman einstök. Leikur hljómsveitarinnar var þó ekki alltaf hnökralaus; strengirnir voru dálítið ósamtaka, bæði í Hundalífi og Klukkunni, og ýmis áhrifshljóð voru stundum sekúndu- broti of sein. Þrátt fyrir það var túlkun hljómsveitarstjórans lífleg og markviss og féll tónlistin svo vel að báðum myndunum að maður tók sjaldnast eftir henni. Núlifandi tónskáld og hljómsveit- arstjóri, Carl Davis, sem m.a. samdi músíkina við kvikmyndina Scandal, var höfundur tónlistar- innar eftir hlé. Þá var sýnd Klukk- an tifar sem fjallar um sveitamann er heldur til stórborgarinnar í leit að gæfunni. Eins og áður sagði er Harold Lloyd þar í aðalhlutverki og í hápunkti myndarinnar klifrar hann upp háhýsi í auglýsingaskyni fyrir fyrirtækið sem hann vinnur hjá. Senan, sem er ein sú frægasta í kvikmyndasögunni, er verulega löng, enda kemur allt mögulegt fyrir á leiðinni upp á þak. Loft- hræddir tónleikagestir hefðu átt að vera varaðir við; ég a.m.k. svitnaði í lófunum á tímabili og gat varla horft á. Mörg augnablik voru svo svakaleg að ófáir tónleikagestir æptu af skelfingu, þar á meðal ég sjálfur. Helsti gallinn við tónleikana var lengdin, næstum tveir og hálfur tími, og entust sumir áhorfendur ekki út seinni hálfleikinn. Báðar myndirnar voru þó frábærar og ég hefði viljað missa af hvorugri þeirra, en kannski hefði verið betra að sýna þær á tvennum tónleikum með styttri myndum til uppfyll- ingar. TÓNLIST Háskólabíó Hundalíf með Charlie Chaplin og Klukkan tifar með Harold Lloyd. Stjórnandi: Frank Strobel. Laugardagur 13. nóvember. Bíótónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Jónas Sen MÁR Magnússon tenór hélt tón- leika í Norræna húsinu á sunnu- dagskvöldið, en með honum lék Ólafur Vignir Albertsson á píanó. Fyrst á dagskrá voru nokkur lög eftir Schubert, sem satt besta að segja hljómuðu ekki vel. Már var hjáróma; röddin innilokuð og klemmd, og jafnvel þó píanóleik- arinn spilaði eins veikt og hann gat tókst honum samt að yfirgnæfa söngvarann. Því miður var sama uppi á ten- ingnum í lögunum eftir Heise og Tosti. Röddin hitnaði að vísu aðeins eftir því sem á leið og sum af lögum Tostis voru alveg þokkaleg miðað við tónlist Schuberts, en það dugði skammt. Vissulega mætti nefna ýmislegt jákvætt um textameðferð og næman skilning Más á listrænu inntaki tónlistarinnar sem hann flutti, en þar eð röddin sjálf var ekki til staðar hefur það lítið að segja. TÓNLIST Söngtónleikar Már Magnússon tenór og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari fluttu lög eftir Schubert, Heise og Tosti. Sunnudagur 14. nóvember. Norræna húsið Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.