Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Svínið mitt © DARGAUD ÉG ER FARINN ÚT Í ÁSTARLEIT! ÉG HELD AÐ VIÐ SJÁUM JÓN EKKI AFTUR HVAÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ VILJA LIFA EÐLI- LEGU LÍFI? EKKERT, KALLI MINN... EKKERT AÐ ÞVÍ... EKKI NEITT EF ÞETTA ER ÞAÐ SEM ÞÚ VILT ÞÁ BÝST ÉG VIÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ EKKERT AÐ ÞVÍ... NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT... ÉG HEF Á TILFINNINGUNNI AÐ HENNI FINNIST ÞAÐ EKKI Í LAGI... GEÐHJÁLP 5 kr. OG Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... KLIKK KLIKK ANSANS! ÞETTA ER ÓÞÆGILEGUR STÓLL ÞESSI ER Í MJÖG GÓÐU FORMI ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ AÐ VERA FÁRVEIKUR HA... HANN? HANN BLÓTAR EINS OG FIMMTUGUR SJÓARI HANN ER VEIKUR! HANN ER VEIKUR! ?!? RÓLEGUR VÆNI! ÉG VERÐ AÐ RÆÐA ÞETTA VIÐ FORELDRA ÞÍNA GRRRR!! ÞETTA ER SMITANDI!! EKKI KOMA NÁLÆGT HONUM. HANN ER VEIKUR ÞETTA ER SMITANDI HANN SMITAÐI LÆKNINN Dagbók Í dag er föstudagur 19. nóvember, 324. dagur ársins 2004 Eins og allir vita eruhöfuðborgarbúar flestir aðfluttir sveitamenn. Þess vegna heita götur í borginni líka nöfnum sem enda á hlíð, mýri, holt, mói, rimi, strönd, flöt o.s.frv. – allt til þess að fólki líði svolítið eins og það eigi ennþá heima úti í sveit. x x x Víkverja finnstþetta góður sið- ur, enda sjálfur svoddan sveitamað- ur. Verst að nafnakerfið veldur stundum svolitlum ruglingi, af því að sumar götur heita nöfnum sem eru alveg eins og staðanöfn úti á landi. Víkverji man t.d. eftir sendibílstjór- anum, sem var beðinn að aka park- etfarmi vestur á Barðaströnd. Þegar hann spurði eiganda parketsins hvort það væri í lagi að hann kæmi við heima til að smyrja sér nesti og ná í föt til skiptanna, hváði parket- eigandinn og spurði hvort það væri nauðsynlegt – þetta væri nú bara á Seltjarnarnesinu. Og einu sinni eyddi símavörður í 118 talsverðum tíma í að leita í símaskránni að manni austur í Þykkvabæ þegar hann átti bara heima uppi í Þykkvabæ. x x x Víkverji veltir því fyr-ir sér af hverju ekki sé til neitt Dalahverfi í Reykjavík. Það væri svo viðeigandi sveitó. Víkverji gæti til dæmis hugsað sér að eiga heima í Svarfaðardal 21, Steini vinur hans gæti átt heima í Að- aldal 35 og Gulli vinur þeirra í Norðurárdal 48. „Ég er úr Döl- unum,“ gætu börnin hans Víkverja sagt við kunningja sína, sem væru kannski bara af Melunum. Reyndar eru börnin hans Víkverja eiginlega nú þegar úr Dölunum – í móðurættina. En kannski færi Dalahverfið bara alveg með sendibílstjórastéttina. x x x ÍMorgunblaðinu í gær var frétt umað konu hefðu verið dæmdar 650 þúsund krónur í bætur fyrir fjártjón sem hlauzt af því að Íslandspóstur tók í óleyfi ljósmynd, sem hún hafði tekið af íslenzkum hundi, og notaði á frímerki. Víkverji verður nú bara að segja að hvutti hefur reynzt þessari konu sannkallaður fjárhundur. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Tjarnarbíó | Magadanshús Josy Zareen efnir til sérstakrar afmælissýningar í Tjarnarbíói klukkan átta á laugardagskvöld, í tilefni þess að ár er síðan kennsla hófst þar. Magadanshúsið hefur frá upphafi verið leiðandi í út- breiðslu og kynningu á magadansi á Íslandi, og er jafnframt eina dansstúd- íóið á Íslandi sem sérhæfir sig í þessari fornu og dulmögnuðu listgrein. Í Magadanshúsinu leggja nú hátt á annað hundrað konur á öllum aldri stund á magadans, en rúmur fjórðungur nemenda stúdíósins mun stíga á svið á morgun og sýna margs konar seiðmagnaða dansa. Morgunblaðið/Kristinn Magadanshátíð fram undan MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ (Jóh. 6, 35.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.