Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 49 FRÉTTIR FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Í FRÉTT sem birtist sl. mánudag um varpfugla hérlendis kom fram að aukin skógrækt gæti haft já- kvæð áhrif á fuglastofna mófugla að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Hið rétta er að auk- in skógrækt hefur neikvæð áhrif á fuglana. Leiðréttist þetta hér með. Landgræðsluflug SVEINN Runólfsson landgræðslu- stjóri gerir athugasemdir vegna fréttar í í Morgunblaðinu hinn 9. nóvember sl. þar sem greint var frá hugmyndum um stækkun Flug- safnsins á Akureyri. Þar er haft eftir Svanbirni Sigurðssyni, stjórn- arformanni Flugsafnsins, „að búið væri að leggja drög að því að fá DC-3 flugvél Landgræðslunnar, sem ber heitið Páll Sveinsson, í safnið. Forsenda þess að fá þessa næstelstu flughæfu flugvél lands- ins, er að umrætt hús verði byggt.“ Sveinn Runólfsson, f.h. Land- græðslu ríkisins og eigenda flug- vélarinnar, leggur á það áherslu að það hefur ekki verið leitað til Landgræðslunnar um að umrædd flugvél fari norður á Flugsafnið. „Landgræðsluflugvélinni verður flogið á næsta ári, eins og verið hefur, þó í minna mæli en á árum áður. Verkefnin eru ærin þó að af ýmsum ástæðum hafi verið dregið úr þessum verkþætti. Flugvélin er í afar góðu ástandi og það er vilji forráðamanna Landgræðslunnar að hún nýtist áfram í þágu lands og þjóðar á komandi árum, þó það verði ekki eingöngu til land- græðsluverkefna. Það er því engin ástæða fyrir Flugsafnið að stækka sín húsa- kynni vegna væntanlegrar veru landgræðsluflugvélarinnar. Við hjá Landgræðslunni óskum Flugsafn- inu á Akureyri allra heilla í þeirra merkilegu verkefnum.“ Neikvæð áhrif LEIÐRÉTT NÝSTOFNAÐUR leikhópur SUS hefur sótt um listamannalaun fyr- ir árið 2005 í tengslum við upp- setningu á gjörningi sem felst í því að skila listamannalaununum aftur til skattgreiðenda. „Með þessu vilja ungir sjálf- stæðismenn minna á að menning verður ekki til hjá hinu opinbera heldur hjá einstaklingunum. Það er því mikilvægt að ríkisvaldið sleppi klónum af menningar- starfsemi og leyfi henni að blómstra í friði. Á vettvangi menningarmála er því hægt að spara umtalsverða fjármuni og skila þeim til skattgreiðenda sem geta þá valið sjálfir hvort og hvaða menningarstarfsemi þeir styðja, meðal annars með því að afnema listamannalaun,“ segir í frétt frá SUS. Leikhópur SUS sækir um lista- mannalaun FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér ályktun þar sem fé- lagið mótmælir skattahækkunum Reykjavíkurborgar harðlega. „Um þessar mundir ættu borg- in og aðrir opinberir aðilar að vera að draga saman rekstur sinn, með sölu fyrirtækja og nið- urskurði. Fjármálastjórn borgarinnar hefur verið óviðunandi á síðustu árum. Skuldir borgarinnar hafa aukist gífurlega á sama tíma og útsvar hefur hækkað. Engu öðru er um að kenna en dæmigerðri óráðsíu opinbers rekstrar. Ákvörðun um að taka aukið fé af fólki ætti ekki að vera yf- irvöldum jafn létt og raun ber vitni. Slíka ákvörðun ber einvörð- ungu að taka þegar nauðsyn krefur og ekki eru aðrar leiðir færar. Leiðin út úr þessum ógöngum er sala fyrirtækja og aðhald í rekstri.“ Mótmæla skatta- hækkunum borgarinnar MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla- manna fer þess eindregið á leit við fjárveitingavaldið að frekari nið- urskurði á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi verði frestað þar til fram hefur farið heildarúttekt á starfsemi stofnunarinnar og þeim áhrifum sem sparnaðaraðgerðir þessa árs hafa haft. „Samdráttur í fjárveitingum til LSH hefur þegar haft verulega nei- kvæð áhrif á starfsumhverfi á stofn- uninni. Álag á einstaka starfsmenn hefur aukist og kjör hafa rýrnað svo að þegar verður vart kulnunar og flótta úr starfi hjá einstökum stétt- um háskólamanna. Hertar aðgerðir gætu þýtt varanlegan skaða fyrir starfsemi spítalans. Það er áhyggjuefni, nú þegar kjarasamningar eru að renna út, að enn einu sinni skuli ekki vera gert ráð fyrir áhrifum nýrra samninga í framlögum til LSH á fjárlögum. Þvert á móti er stofnuninni gert að draga enn saman seglin þótt sam- dráttur undanfarinna ára hafi þegar sett marga þætti starfsemi LSH und- ir hættumörk.“ Frekari niður- skurði á LSH verði frestað JÓLAMERKI og jólakort Thorvald- sensfélagsins eru komin út en félag- ið, sem er 129 ára í dag, hefur gefið út jólamerki í marga áratugi og jóla- kort í 10 ár. Í ár er sama mynd á jólamerki og jólakorti og er eftir lista- mennina Þröst Magn- ússon og Ró- bert Guillemette. Inn í jóla- kortin er prentað ljóð eftir Þuríði Guðmunds- dóttur. Sala jólamerkja og jólakorta er aðalfjáröflun félagsins og rennur allur ágóði til góðgerðamála, að- allega vegna barna svo sem vegna sykursjúkra barna og barna– og unglingageðdeildar Landspítalans. Jólamerkin er hægt að fá í flestum pósthúsum landsins, í Thorvaldsens- bazarnum, Austurstræti 4 og hjá fé- lagskonum. Hægt er að fá kortin hjá ýmsum bókabúðum, Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4 og hjá fé- lagskonum. Á heimasíðu félagsins wwwthorvaldsens.is er hægt að skoða jólamerki og jólakort. Upplýs- ingar og pantanir í síma 551 3509 eða netfang: thorvaldsens@isl.is Jólakort og jóla- merki Thorvald- sensfélagsins LISTAVERKAALMANAK Lands- samtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 2005 er komið út. Almanakið prýða myndir eftir grafíklista- konuna Marilyn Herdísi Mellk. Almanakið er einnig happdrætti þar sem vinningar eru myndir eftir listamenn á sviði grafíklistar. Ágóði af sölunni rennur til starfs samtakanna. Almanakið er hægt að nálgast m.a. á skrifstofu samtak- anna Háaleitisbraut 11 og á heima- síðu samtakanna www.throska- hjalp.is. Listaverka- almanak Þroskahjálpar BASAR verður á Hrafnistu í Reykja- vík á morgun, laugardaginn 20. nóv- ember, kl. 13 til 17 og mánudaginn 22. nóvember kl. 10 til 15. Á bas- arnum verður til sölu fjölbreytt handavinna heimilisfólks. Einnig verða til sýnis myndir sem heim- ilisfólk hefur málað. Stjórn Ættingjabandsins sem er félag aðstandenda heimilisfólksins mun selja nýbakaðar vöfflur og kaffi á laugardeginum í samkomusalnum Helgafelli C-4. Allir velkomnir. Basar á Hrafnistu í Reykjavík FÉLAG frímerkjasafnara og Mynt- safnarafélagið halda safnaramark- að í Hótel Borg sunnudaginn 21. nóvember. Markaðurinn verður í Gyllta salnum og stendur milli klukkan 13 og 17. Um 25 borð verða á markaðnum með ýmsum vörum sem safnarar sækjast helst eftir, s.s. safnarabílum (í leik- fangastærð), frímerkjum, seðlum og minnispeningum. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem markaðurinn er haldinn á Hótel Borg. Tekið er við greiðslum í reiðufé. Safnaramarkað- ur á Hótel Borg FÉLAGSSTARF eldri bæjar- búa í Mosfellsbæ verður með jólabasar og kaffisölu með kaffihlaðborði laugardaginn 20. nóvember kl. 13.30–16, í Dvalarheimilinu Hlaðhömr- um. Vorboðar, kór eldri borgara, syngur frá kl. 14. Basar í Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.