Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR MIKIÐ vantraust á stjórnmálaleið- togum kemur fram í niðurstöðum al- þjóðlegrar skoðanakönnunar sem Gallup hefur gert og birtar voru í gær. Þátttakendur hvarvetna í heim- inum sögðu stjórnmálaleiðtoga vera óheiðarlega, hafa of mikil völd og bera of mikla ábyrgð og bregðast fyrst og fremst við þrýstingi frá mönnum í æðri stöðum. Könnunin, er nefnist Rödd fólks- ins, var gerð í rúmlega 60 löndum um allan heim í sumar. Samtals voru rúmlega 50 þúsund manns inntir álits um framtíðarsýn í öryggis- og efna- hagsmálum og viðhorf til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga. Könnunin var gerð fyrir Heimsviðskiptaráðið (World Economic Forum), og segir framkvæmdastjóri þess, Klaus Schwab að niðurstöðurnar sýni að fólk um allan heim geri kröfur um að leiðtogar hafi hugrekki til að taka langtímaákvarðanir og berjist fyrir hagsmunum almennra borgara í heiminum. Könnunin leiðir í ljós að forustu- menn í viðskiptalífinu njóta jafnan meiri virðingar en stjórnmálaleiðtog- ar, en gagnrýnin á hina fyrrnefndu beinist einkum að því að þeir hafi of mikil völd, beri of mikla ábyrgð og að þeir bregðist fyrst og fremst við þrýstingi frá hærra settum mönnum. Flestir, eða 63% allra svarenda könn- unarinnar, telja að stjórnmálaleið- togar séu óheiðarlegir, 60% að þeir hafi of mikil völd og ábyrgð og 57% telja að stjórnmálamenn láti undan þrýstingi þeirra sem hafa meiri völd en þeir sjálfir. Nærri helmingur telja að viðskiptaleiðtogar hafi of mikil völd og ábyrgð og að þeir láti undan þrýstingi þeirra sem hafa meiri völd en þeir sjálfir og 43% telja að þeir séu óheiðarlegir. Þegar tölur fyrir Ísland eru skoð- aðar má sjá að 66% svarenda telja að stjórnmálamenn láti undan þrýstingi þeirra sem hafa meiri völd en þeir sjálfir, 51% telur að þeir hafi of mikil völd og ábyrgð og 20% svarenda telja að stjórnmálamenn séu óheiðarlegir Þegar kemur að viðskiptaleiðtogum telja 54% að þeir láti undan þrýstingi þeirra sem eru valdameiri en þeir, 59% að þeir hafi of mikil völd og ábyrgð og 27% þá óheiðarlega. Helmingur Íslendinga telur að öryggi heims muni aukast Líkt og í sambærilegri könnun árið 2003 var spurt um afstöðu til þess hvort komandi kynslóð myndi búa í öruggari eða óöruggari heimi og lifa við meiri eða minni efnahagslega vel- sæld. Eru V-Evrópubúar svartsýn- astir jarðarbúa á öryggismál, þótt íbúar Mið-Austurlanda séu lítið bjartsýnni, en 54% þeirra telja heim- inn verða óöruggari í framtíðinni. Íslendingar eru ívið bjartsýnni en aðrir Vestur-Evrópubúar. Um 48% Íslendinga telja að næsta kynslóð muni lifa í óöruggari heimi, 18% telja að heimurinn verði öruggari og 29% telja að heimurinn verði samur og í dag. Almennt er heimurinn ekki mjög bjartsýnn á efnahagslega af- komu komandi kynslóða. Íslenska þjóðin er bjartsýnni en íbúar Vestur-Evrópu þar sem 30% landsmanna telja að efnahagsleg vel- sæld verði meiri, 49% að hún verði söm og í dag og 14% að hún muni minnka. Að meðaltali í V-Evrópu telja 49% að efnahagsleg gæði muni fara minnkandi, og 22% að þau muni aukast. Íslendingar telja stjórn- málamenn of valdamikla Ótti við örygg- isleysi í heim- inum meðal niðurstaðna al- þjóðlegrar könnunar Gallup                      !    "    #$ %&'  '(  )   *+ ,    %           -    . /"%  10  1       0 1 "1  0"   2    2 3 % !4 !    %  0"   % 5 0"  6   7  %  1 +1 /1 + 1 1 1 + 1 01  1 /1  1 /+1 +1 1 (01 +1 1 //1 1 (1  1 1 01 BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, átti mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. nóvember fundi með Ronald K. Noble, forstjóra al- þjóðalögreglunnar Interpol, og sam- starfsmönnum hans í höfuðstöðvum lögreglunnar í Lyon í Frakklandi. Í viðræðunum var rætt um þær miklu breytingar, sem orðið hafa á starf- semi Interpol síðustu fjögur ár eftir að Ronald K. Noble tók þar við stjórnartaumum. Interpol hefur fært sér nýja fjar- skipta- og upplýsingatækni í nyt og komið á fót kerfi, sem nefnist I-24/7, sem vísar til þess, að allan sólar- hringinn allan ársins hring er unnt að miðla rafrænum upplýsingum til Interpol og frá höfuðstöðvunum til þátttökuríkjanna 182 um hvaðeina, sem verða má til að upplýsa sakamál eða hafa uppi á einstaklingum, ferða- skilríkjum og stolnum ökutækjum, svo að nokkuð sé nefnt. Jafnframt hefur Interpol þróað gagnabanka, sem hafa að geyma gífurlegt magn upplýsinga til afnota við lausn saka- mála. Í frétt frá ráðuneytinu kemur fram, að dóms- og kirkjumálaráð- herra áréttaði mikilvægi þátttöku Íslands í starfi Interpol og nefndi þar meðal annars rannsókn líkfund- arins í Neskaupstað fyrr á þessu ári, en með aðstoð Interpol tókst á skömmum tíma að sannreyna, hver hinn látni var. Þá lýstu forráðamenn Interpol áhuga á að kynnast því, hvernig staðið var að uppljóstrun og rannsókn við nýlega aðgerð undir forystu embættis ríkislögreglustjóra gegn ólögmætri aðför að höfundar- rétti á rafrænum gögnum. Auk dóms- og kirkjumálaráðherra sátu Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri og Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundina með yfirstjórn Interpol. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Ronald K. Noble, forstjóri alþjóða- lögreglunnar Interpol. Þeir ræddu m.a. breytingar hjá Interpol síðustu ár. Heimsótti höfuð- stöðvar Interpol Á FUNDI fjármálaráðherra aðildar- ríkja EFTA og ESB urðu ráðherr- arnir sammála um að þörf væri á um- bótum og kerfisbreyting- um í lífeyris- og heilbrigðismálum til að bregðast við því að á næstu ár- um mun fólki á vinnualdri fækka enn hraðar í hlut- falli við fólk á eft- irlaunaaldri, samkvæmt spám Evrópsku hagstofunnar (Eurostat). Ráðherrarnir héldu sinn árlega fund í Brussel á þriðjudag. Sam- kvæmt upplýsingum frá fjármála- ráðuneytinu var rætt um áhrif breyttrar aldurssamsetningar á hag- vöxt og ríkisfjármál í Evrópu. Ýmsir ræddu um nauðsyn þess að fá fleiri til starfa, sérstaklega konur og eldra fólk. Víða yrði að hækka lífeyristöku- aldur, efla lífeyrissjóði og gera vinnumarkaði sveigjanlegri. Á fundinum gerði Geir H. Haarde fjármálaráðherra grein fyrir skipu- lagi lífeyrismála hér á landi en horf- ur í lífeyrismálum eru almennt tald- ar betri hér en annars staðar, segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðherra- fundur EFTA og ESB Þörf á um- bótum í heilbrigðis- og lífeyris- málum Geir H. Haarde TALSVERT magn af fíkniefn- um, af ýmsum gerðum, fundust á þremur mönnum sem voru að bisa við að spenna upp glugga þegar lögregla hafði hendur í hári þeirra í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík varð árvökull ná- granni mannanna var við þá og hringdi í lögreglu sem hand- samaði mennina áður en þeim tókst að brjótast inn. Þremenn- ingarnir, tveir rúmlega tvítugir og sá þriðji um áratug eldri, eru allir þekktir afbrotamenn. Í fyrrinótt var einnig brotist inn í bíl sem stóð í bílageymslu í Bryggjuhverfi. Áður hafði fjar- stýringu að geymslunni verið stolið. Handteknir við innbrots- tilraun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.