Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. William J. Clinton safnið í LittleRock, Arkansas, er stærsta ogumfangsmesta safn sem reisthefur verið til minningar um stjórnartíð nokkurs Bandaríkjaforseta. Í safninu eru varðveittar 80 milljón blaðsíður af ýmiss konar gögnum, nærri tvær millj- ónir ljósmynda, 80.000 gjafir sem forset- anum bárust og 21 milljón tölvupósta. Á sýningunni, sem opin er almenningi, er meðal annars nákvæm eftirlíking forseta- skrifstofunnar í Hvíta húsinu á meðan Clint- on var við völd, Cadillac-bifreiðin sem hann notaði á fyrra kjörtímabili sínu, fjöldi gagn- virkra upplýsingastöðva, dagbók þar sem hver einasti dagur hans sem forseta er rak- inn, upplýsingar um ráðherra Clintons, auk ljósmynda og kvikmynda sem bregða ljósi á forsetatíðina. Hönnun byggingarinnar tekur mið af meginstefnu seinna kjörtímabils Clintons, þar sem hann hugðist byggja brú inn í 21. öldina. Byggingin gengur eins og brú út yfir Arkansas-ána, í miðborg Little Rock, þar sem Clinton sat sem ríkisstjóri áður en hann var kjörinn forseti. Kostnaður við bygg- inguna og garðinn umhverfis er 165 millj- ónir dala, sem koma frá meira en 100.000 styrktaraðilum. Eftir að Bill Clinton ákvað árið 1997 að safnið yrði reist í Little Rock, hefur mikil uppbygging átt sér stað í þessari 200.000 manna borg. Framkvæmdir fyrir meira en einn milljarð dala eru eignaðar tilkomu safnsins. Opnun þess í gær hefur í fjöl- miðlum verið sögð einn af merkustu dög- unum í sögu Arkansas, en aldrei fyrr hafa borgarbúar í Little Rock séð annan eins fjölda af stórstjörnum innan borgarmark- anna, meðal annars fjóra forseta, leikara, söngvara, erlenda ráðamenn og íþrótta- stjörnur. Um 1.500 fjölmiðlamenn, alls stað- ar að úr heiminum, fylgdust með vígsluhá- tíðinni. Clinton-safnið er stærsta safnið til minningar um stjó 80 milljón blaðsíður Morgunblaðið/Einar Falur George W. Bush, Bill Clinton og Laura Bush ræða saman á sviðinu framan við Clinton- safnið, eftir að Bono og the Edge úr hljómsveitinni U2 höfðu lokið leik sínum. Fulltrú haf hát lands, Gríðarlegt úrhelli setti svipá þriggja tíma hátíðar-höld við vígslu Clinton-safnsins í Little Rock í gær. Gestirnir, sem voru hátt í 30.000, sátu undir marglitum regn- hlífum eða klæddir regngöllum, og fylgdust með dagskránni. Íbúar Arkansas, sem Clinton þjónaði lengi sem ríkisstjóri, fjölmenntu að glæsi- legum safnabyggingunum við Ark- ansas ána, auk þingmanna, ráð- herra, erlendra ráðamanna og sendiherra, fjölmiðlafólks, frægra leikara og tónlistarmanna. Á sviðum framan við safnið fylgd- ust gestir með ólíkum tónlistaratrið- um, þar sem heimamenn léku á sekkjapípur, kórar sungu óð til Bandaríkjanna og Rita Dove, sem Clinton gerði að lárviðarskáldi er- hann tók fyrst við forsetaembætt- inu, og var hún fyrsta blökkukonan sem hlaut þann sæmdartitil, flutti frumort ljóð. Luku lofsorði hver á annan Þrátt fyrir þau orð aðstoðar- manns fjölmiðlamanna, að sólin færi alltaf að skína þegar Bill Clinton birtist, þá færðist rigningin í aukana þegar aðaldagskráin hófst og heið- ursgestirnir voru kynntir. Fulltrúar eldri forsetafjölskyldna og erlendir gestir voru kynntir á sviðinu, þar á meðal Davíð Oddsson utanríkisráð- herra. Að því loknu gengu fram eigin- konur fjögurra Bandaríkjaforseta og Chelsea Clinton, og loks forset- arnir fjórir, Jimmy Carter, George Bush eldri og sonur hans, núverandi Bandaríkjaforseti, og Bill Clinton. Dagskráin tengdist ýmsum áherslum Clintons í embætti og mál- um sem honum hafði auðnast að hrinda í framkvæmd. Ung kona í hjólastól, sem hann kynntist á opn- um borgarafundi, tók til máls, og fólk sem bar vitni um áfanga hans í að bæta kjör fátækra, fjölga störf- um, bæta löggæslu og heilsugæslu barna. Andres Pastrana, fyrrum forseti Kólumbíu, kynnti tónlistar- hóp barna og unglinga frá Kólumbíu sem Clinton kynntist fyrir nokkrum árum og heldur mikið upp á. Þá var komið að ávörpu anna. Þeir luku lofsorði hv an, og pólitískar væring fjarri þótt tveir forsetan demókratar og tveir repúb „Órjúfanleg bönd tengja hafa þjónað sem forsetar B anna,“ sagði Carter og ri þegar hann kynntist Clin þrjátíu árum og hvernig hafði aðstoðað hann við að sínum tíma. Bush eldri sagði Clinton duglegasta og snjallasta stj mann sem lengi hefur kom Bandaríkjunum. „Og ég mörgum þessum eiginleiku ons persónulega,“ sagði B andi og minntist þess þega Safn um lífsstarf Little Rock. Morgunblaðið. Opnun Clinton-safnsins í gær hefur í fjölmiðlum verið sögð einn af merkustu viðburðunum í sögu Arkansas. Einar Falur Ingólfsson var viðstaddur opnunina. Fjórir Bandaríkjaforsetar voru við vígsluna, George Bush, Jimm HVAÐ GERÐIST Á GRAND HÓTELI Í MARZ 2002? Laugardaginn 13. nóvember sl.birtist frétt hér í Morgun-blaðinu um yfirheyrslur hjá embætti Ríkislögreglustjóra yfir Kristjáni Loftssyni, þáverandi stjórn- arformanni Olíufélagsins hf., um olíu- málið og var fyrrverandi stjórnarfor- maður félagsins yfirheyrður sem vitni. Frétt svipaðs efnis var flutt í Stöð 2 kvöldið áður, sem benti til þess að Morgunblaðið og Stöð 2 hefðu áþekkar upplýsingar undir höndum. Í frétt Morgunblaðsins var vitnað til skýrslu um yfirheyrslu yfir Kristjáni Loftssyni, þar sem m.a. var fjallað um fund hans, Kristins Hallgrímssonar, lögmanns Olíufélagsins, og Ólafs Ólafssonar, þá stjórnarmanns í Olíufé- laginu með Guðmundi Sigurðssyni, fulltrúa Samkeppnisstofnunar á Grand hóteli í Reykjavík í marz 2002. Þar kemur fram að Kristján hafi upp- lýst við yfirheyrsluna, að ákveðið hafi verið að Olíufélagið tæki upp samstarf við Samkeppnisstofnun. Í því sam- komulagi hafi falizt m.a. „afsláttur á sektum Samkeppnisstofnunar, ef til kæmi og það yrði ekki ráðskazt með rekstur Olíudreifingar, sem er sam- eignarfélag Olíufélagsins og Olíu- verzlunar Íslands og eins að Sam- keppnisstofnun færi ekki að eigin frumkvæði til lögreglu með málið“. Í frétt í Morgunblaðinu hinn 26. nóvember fyrir ári var tekið fram, að fundurinn á Grand hóteli hefði verið skilgreindur sem „non-meeting“, þ.e. fundur, sem ekki hefði verið haldinn. Af hálfu fulltrúa Samkeppnisstofnun- ar var sagt, að ekki væri hægt að halda niðurstöðum fundarins til haga í skrif- uðu máli. Eftir að upplýsingar lágu fyrir op- inberlega um vitnisburð þáverandi stjórnarformanns Olíufélagsins við yf- irheyrslu hjá lögreglu þess efnis, að Samkeppnisstofnun hefði gefið fyrir- heit um að vísa olíumálinu eða ákveðnum þáttum þess ekki til lög- reglu að eigin frumkvæði spurði Morgunblaðið Georg Ólafsson, for- stjóra Samkeppnisstofnunar, hvaða lagaheimildir Samkeppnisstofnun hefði til þess að lofa aðilum, sem væru til rannsóknar, því að fara ekki með slíkt mál til lögreglu að eigin frum- kvæði og jafnframt úr því að slíkt fyr- irheit hefði verið gefið hvers vegna fulltrúar Samkeppnisstofnunar hefðu gengið á fund fulltrúa embættis rík- islögreglustjóra hinn 16. júní á sl. ári til þess að ræða þetta sama mál. Svar Georgs Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag og þar sagði m.a.: „Það er einnig rangt hjá honum (þ.e. Kristjáni Loftssyni, inn- skot Mbl.) að samkeppnisyfirvöld hafi brotið einhver fyrirheit varðandi að- komu lögreglu. Samkeppnisstofnun hefur ekkert um það að segja, hvort lögregla ákveður að hefja rannsókn vegna ólögmæts samráðs. Það leiðir því af sjálfu sér að Samkeppnisstofn- un getur ekki gefið neinum loforð um að þeir sæti ekki lögreglurannsókn og stofnunin hefur aldrei gert slíkt.“ Augljóst er að forstjóri Samkeppn- isstofnunar var ekki að svara spurn- ingu Morgunblaðsins. Auðvitað liggur í augum uppi, að Samkeppnisstofnun getur ekki gefið loforð fyrir hönd lög- reglu. Spurningin snýst hins vegar um það hvaða lagaheimild Samkeppnis- stofnun hefur til þess að lofa aðila, sem sætir rannsókn, því að hún muni ekki að eigin frumkvæði vísa máli þess aðila til lögreglu. Vel má vera, að Sam- keppnisstofnun hafi slíka heimild. Morgunblaðið hefur einungis spurt hver hún sé og spurningin hér með ítrekuð. Eftir að þetta svar Georgs Ólafs- sonar hafði verið birt hér í blaðinu sagði Kristján Loftsson í samtali við Morgunblaðið í fyrradag, að forstjóri Samkeppnisstofnunar væri ófær um að tjá sig um fundinn á Grand hóteli, þar sem hann hefði ekki setið fundinn, heldur Guðmundur Sigurðsson, yfir- maður samkeppnissviðs stofnunarinn- ar. Í Morgunblaðinu í dag segir Guð- mundur Sigurðsson um þetta mál, að á fundi Samkeppnisstofnunar með stjórnarformanni, stjórnarmanni og lögmanni Olíufélagsins í marz 2002 hafi engin fyrirheit verið gefin og þar af leiðandi engin fyrirheit brotin. Hér er alvarlegt mál á ferðinni. Þá- verandi stjórnarformaður Olíufélags- ins, Kristján Loftsson, er yfirheyrður sem vitni hjá efnahagsbrotadeild Rík- islögreglustjóra. Hann veitir ákveðnar upplýsingar við þá yfir- heyrslu, sem tveir af æðstu starfs- mönnum Samkeppnisstofnunar segja, að séu rangar. M.ö.o., þeir saka Krist- ján Loftsson um að fara með rangt mál við vitnisburð hjá lögreglu. Það er svo alvarleg ásökun, að stjórnarformaður- inn fyrrverandi getur varla látið þar við sitja. Hann var ekki einn á fund- inum á Grand hóteli. Með honum voru tveir aðrir fulltrúar Olíufélagsins, sem ætla verður að muni staðfesta frásögn Kristjáns. Augljóst er, að það hefur verið skilningur fulltrúa Olíufélagsins á fundinum á Grand hóteli, að þeir hafi þessi ákveðnu fyrirheit frá Sam- keppnisstofnun að byggja ákvarðanir sínar á. Í kjölfarið má gera ráð fyrir, að þeir hafi hvatt Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Olíufélagsins, og Þórólf Árnason, fráfarandi borgar- stjóra og fyrrum starfsmann Olíufé- lagsins, til þess að veita Samkeppn- isstofnun allar upplýsingar, sem þeir höfðu undir höndum um samráð Olíu- félaganna. Þegar þeir hafa veitt allar þær upplýsingar, sem þeir geta fara fulltrúar Samkeppnisstofnunar á fund lögreglu og ræða málin. Ekki kæmi á óvart, þótt fulltrúar Olíufélagsins líti svo á, að þeir hafi verið sviknir. Það er ekki á færi Morgunblaðsins að kveða upp úr um það, hvor aðilinn segir satt um fundinn á Grand hóteli í marz 2002 (sem aldrei var haldinn). Hins vegar liggur í augum uppi, að óhjákvæmilegt er að málið verði upp- lýst. Samkeppnisstofnun getur ekki leg- ið undir ámæli um, að hún gefi fyr- irheit (sem hún hefur ekki enn upplýst hvort hún hafi lagaheimildir til) um að vísa málum ekki til lögreglu að eigin frumkvæði. Fyrrverandi stjórnarformaður Ol- íufélagsins getur ekki legið undir ámæli um, að hann hafi farið með rangt mál, þegar hann var yfirheyrð- ur, sem vitni hjá lögreglu. Hið rétta verður að koma fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.