Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 41 MINNINGAR verið öllum opið og þau tekið á móti vinum af mikilli hlýju og höfðings- skap. Heimilið var hans kastali og hjónabandið hans hamingja. Við höfum skemmt okkur saman, stundað íþróttir, farið í veiði- og fjöl- skylduferðir, en það var nú reyndar mest í „den“. Einu hefur þó verið haldið í heiðri nánast öll þessi ár og það er að setjast reglubundið við græna borðið og taka í spil. Spilamennskan hefur reyndar ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, enda var hún algjört aukaatriði. Það var félagsskapurinn sem skipti máli. Vinskapurinn sem batt okkur saman. Á stundum sem þessum voru ótal mál tekin til umfjöllunar, mönnum var fátt heilagt og ekkert óviðkom- andi. Bjarni var virkur þátttakandi í þessari orðræðu – snarpur, fastur fyrir og á stundum flugmælskur. Þægilegur samherji í orrahríð en óþolandi andstæðingur. Hér sem á mörgum öðrum sviðum kom fram skapgerðareinkenni hans, greind, dugnaður, seigla. Bjarni fékkst við ýmis störf á lífs- leiðinni. Hann stundaði bankastörf, fararstjórn, framkvæmdastjórn og eigin rekstur, svo dæmi séu tekin, alls staðar þar sem dugnaður og útsjón- arsemi kom að góðum notum. En sennilega þótti honum vænst um að geta starfað sem ráðgjafi í þágu þeirra sem urðu undir í baráttunni við Bakkus. Þar naut sín umhyggja hans og hjálpsemi. Þar sló hjarta hans. Í allmörg ár bjó Bjarni við það að ganga ekki heill til skógar. Hann hafði orðið fyrir áföllum vegna hjart- veiki. Skömmu áður en Bjarni fór í sína þriðju og síðustu hjartaaðgerð settumst við félagarnir niður við græna borðið. Það var bjartur og fag- ur laugardagur. Við höfðum ekki í langan tíma spilað saman um miðjan dag. Höfðum það því í flimtingum að svona yrði þetta í ellinni. Það ríkti glaðværð en þó alvarleg undiralda. Að lokum hlýleg faðmlög og góðar óskir. Eftir situr minning um ljúfsára kveðjustund. Við vorum níu, nú eru þrír fallnir frá, allir um aldur fram. Þeirra er sárt saknað. Við, vinir hans og fjölskyldur okk- ar, sendum Öldu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Geng- inn er góður drengur – minningin um hann og hinar mörgu góðu stundir mun ylja um ókomin ár. Spilafélagar. Góður vinur minn og samferða- maður til margra ára, Bjarni Ólafs- son, er fallinn frá. Hann var mjög agaður, reglusam- ur og heiðarlegur maður. Við Bjarni áttum margar góðar stundir saman og það sem einkenndi hann var hversu ráðagóður hann var og óspar á að hjálpa vinum sinum með ýmis vandamál og minnist ég þess að vinur okkar sagði að það tæki Bjarna ekki nema 3 mínútur að leysa erfið mál. Bjarni var bóngóður maður og neitaði fólki aldrei um greiða þegar leitað var til hans. Elsku Alda og börn, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Minningin lifir um góðan dreng. Jón Magnússon. Síðastliðin ár hef ég kynnst mörgu yndislegu og elskulegu fólki eftir að ég gerðist Herbalife-dreifingaraðili. Einn sá allra elskulegasti var hann Bjarni. Ég kynntist honum í gegnum sameiginlega upplínu okkar, Jón Magnússon. Margt lærði ég af Bjarna og var gott að koma til hans í litla garðhúsið við Framnesveginn og fá góð ráð og uppörvun. Á móti gat ég aðeins að- stoðað hann í tölvumálum. Hann hringdi einmitt í mig nokkrum dögum áður en hann lést og var að þakka mér fyrir Excel-útreikninginn sem ég sendi honum í tölvupósti. Þá notaði ég eimitt tækifærið og spurði hann ráða og fékk góða lausn. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði síðasta samtal okkar. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja Bjarna og hans verður sárt saknað í okkar hópi. Ég votta fjölskyldu Bjarna innilega samúð mína. Fanney Úlfljótsdóttir. ✝ Magnús Sigurðs-son fæddist í Hvammi í Fáskrúðs- firði 23. september 1918. Hann lést á dvalarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði að morgni 8. nóvember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Þuríðar El- ísabetar Magnúsdótt- ur og Sigurðar Odds- sonar. Þau hjónin eignuðust átta börn. Magnús var næstelst- ur systkininna. Elst var Elínbjörg, f. 28.10. 1917, d. 8.5. 1949; Þórunn, f. 4.6. 1920; Oddur, f. 23.5. 1922, d. 25.1. 1991; Þorbjörg, f. 23.4. 1923, d. 24.11. 1993; systir, f. 23.4. 1923, d. 23.4. 1923; Kristinn, f. 7.9. 1925, d. 16.6. 1997; Gróa, f. 31.3. 1929, d. 21.5. 1998. Hinn 1. febrúar 1940 kvæntist Magnús Hólmfríði Sigurðardótt- ur, f. 22.12. 1919, d. 12.2. 1973, frá Búðum. Eignuðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Sigþór, f. 3.9. 1939, kona hans er Ragna Pálma- dóttir, eiga þau fjóra syni. 2) Garðar, f. 20.8. 1940, var kvæntur Freyju Alfreðsdóttur, eiga þau tvö börn. 3) Unnar, f. 3.8. 1943, kona hans er Þorgerður Guð- mundsdóttir, eiga þau fjögur börn, fyrir átti Unnar einn son. 4) Sigríður, f. 15.10. 1947, hennar maður er Einar Stefánsson, þau eiga fjögur börn. 5) Elísabet, f. 30.12. 1954, var gift Ómari Jakobssyni og eiga þau þrjú börn, fyrir átti Elísabet eina dóttur. Afkomendur Magnúsar og Hólm- fríðar eru orðnir 55. Magnús stundaði nám í Eiðaskóla 1935–1937 og að loknu námi var hann farkennari í Fáskrúðsfjarðar- hreppi 1937–1938 og síðan 1952– 1960. Ásamt að sinna búi stundaði hann ýmis störf. Haustið 1973 eftir að Hólmfríð- ur lést fluttist hann ásamt Þor- björgu systur sinni (sem alltaf bjó hjá þeim hjónum) til Stöðvarfjarð- ar í Söxuver. Hann vann hjá Stöðvarhreppi fyrsta árið og síð- an á skrifstofu kaupfélags Stöð- firðinga, þar sem hann hafði starfað áður, þar til hann lét af störfum 1992. Í byrjun árs 2001 fluttist Magnús á Dvalarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði, þar sem hann lést. Útför Magnúsar verður gerð frá Búðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur á Kolfreyjustað. Elsku afi, ég fylltist mikilli sorg í mínu hjarta þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir farinn frá okkur. Þegar ég lít til baka og hugsa um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þegar við bjuggum saman í Söxu, þá var alltaf gott að geta farið til þín og fengið knús og setið á hnjánum á þér og hlustað á þig raula vísur. Þegar ég fékk illt í puttann minn þá varst þú til staðar til að lækna hann fyrir mig, lést mig setja hann í vatn sem þú varst búinn að setja eitthvað útí. Svo var alltaf gott að skreppa til þín á skrifstofuna í kaupfélaginu. Þá fékk maður eitthvert gotterí hjá þér. Eftir að þú fluttir út í Lönd með Tobbu frænku þá leitaði ég mikið þangað til ykkar. Annaðhvort fór ég labbandi eða kom til þín og fór með þér þangað þegar mér leið illa sem unglingur þó að þú hafir ekki vitað af hverju. Þú varst alltaf brosandi og kátur. Ég naut þess að koma og heyra þig syngja eftir mat- inn og vera hjá þér. Allir þeir góðu tímar sem ég og þú áttum saman voru með bestu stundum í mínu lífi. Afa minn vil ég muna sem besta mann sem er hægt að kynnast og læra af. Bless, afi minn, amma tekur vel á móti þér. Þínum anda fylgdi glens og gleði. Gamansemin auðnu þinni réði. Því skaltu halda áfram hinum megin, með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar mínu lífi lýkur ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já, það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Þitt barnabarn, Hólmfríður Sigurðardóttir. Þagna sumars lögin ljúfu litum skiptir jörðin fríð. Það sem var á vori fegurst visnar oft í fyrstu hríð. Minning um þann mæta gróður mun þó vara alla tíð. Viltu mínar þakkir þiggja þakka fyrir liðin ár. Ástríkið og umhyggjuna er þú vinur þerraðir tár. Allt er sætið, sólin horfin sjónir blinda, hryggðar tár. Elsku afi, sorgin sára sviptir okkur gleði og ró. Hvar var meiri hjartahlýju hönd er græddi, og hvílu bjó þreyttu barni og bjó um sárin bar á smyrsl, svo verk úr dró. Muna skulum alla ævi ástargjafir bernsku frá. Þakka guði gæfudaga glaða, er afa dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. Við þökkum fyrir öll árin sem við áttum með þér. Bjarki Már, Ísak Davíð. Elsku afi minn. Í dag kveð ég þig í síðasta sinn þegar ég fylgi þér til grafar. Nú hefurðu fengið hvíld og ef- laust ertu sæll og glaður, brosandi og hlæjandi, eins og svo oft áður, þegar þú hittir ömmu á ný. Það voru ekki ófár stundirnar sem ég og við frændsystkinin eydd- um hjá þér og Tobbu frænku úti í Löndum og alltaf var gott að vera hjá afa. Þegar ég sat hjá þér við eldhús- borðið og ég drakk Einarskaffi á meðan þú drakkst þitt kaffi og glöð var ég sem fékk að ráða hvað ég setti marga sykurmola út í. Allir skrifstofuleikirnir uppi á lofti við skattholið þitt og oft hélt ég fyrir þig tískusýningu, þá fór ég í efstu skúffuna í kommóðunni þinni og sótti gömlu náttkjólana hennar ömmu, klæddi mig upp og fór síðan niður stigann einsog prinsessa, sneri mér í hringi og alltaf sagðir þú að ég væri fín í þeim, ég var ekki síður glöð fyrir nokkrum árum þeg- ar ég eignaðist svo kjólana fínu. Og allar söngstundirnar með þér, þú áttir svo mikið af söngbókum og kenndir mér mörg lög, þá sátum við í stofunni og flettum þeim og sung- um saman, lag eftir lag. Þá var gam- an í kotinu hjá okkur. Mikið er ég ánægð að hafa farið austur og hitt þig í vor, þá varstu eins og þú varst alltaf, glaður og hlæjandi þó vissulega hafi minnið eitthvað verið farið að svíkja þig. Ég var heppin að eiga svona góð- an afa sem kenndi mér svona mikið og ég kann enn lögin sem þú kennd- ir mér. Ég skal syngja eitt fyrir þig í kvöld, vonandi heyrirðu í mér. Elsku afi minn, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Hvíl í friði. Kveðja. Saldís. Elsku afi, langafi okkar er farinn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margt er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku afi, langafi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Far þú í friði. Magnea Þorbjörg, Gunnar, Sigríður Freydís og Eiríkur Már. Elsku langafi, okkur systurnar og frænkurnar langar að minnast þín hér með nokkrum orðum því þú varst okkur öllum mjög kær og eig- um við margar góðar minningar um þig. Það tíðkaðist nánast á hverju sumri þegar við vorum litlar skelli- bjöllur að fara og heimsækja þig á Stöðvarfjörð og voru það oftar en ekki skemmtilegar og eftirminni- legar stundir. Þú varst ávallt tilbú- inn að spjalla við okkur um hvað sem okkur lá á hjarta og miðla þekkingu þinni. Elsku afi, þegar við lítum til baka rifjast upp fyrir okkur ótal góðar minningar og það er varla hægt að hugsa um afa í Löndum án þess að hugsa líka um allar sögurnar sem þú sagði okkur af ömmu sem dó áð- ur en við fæddumst. Einnig varst þú duglegur að segja okkur frá hinum ýmsu ættingjum og hvernig við værum skyldar þeim og viðhélst þar með ættfræði okkar. Þú varst alltaf mikill barnakarl og hafðir gaman af okkur og eigum við margar skemmtilegar sögur af því. Nú skilur leiðir en þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og munum við halda vel í minningarnar um þig, elsku afi. Þú varst alltaf svo hress og kátur og munum við sérstaklega halda í hláturinn þinn en hann var mjög lýsandi fyrir persónu þína. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga möguleika á því að mynda eins sterk tengsl við langafa sinn og við gerðum enda erum við þakklátar fyrir það. Umhyggja þín og vænt- umþykja var óendanleg og hafðir þú svo mikið að gefa öllum í kringum þig, sem og þú líka gerðir. En nú er víst komið að erfiðasta hlutanum en það er að kveðja en við gerum það uppfullar af minningum og kærleik sem þú gafst okkur. Elsku afi, við söknum þín og þökk- um þér fyrir allar samverustundirn- ar og allt sem þú hefur gefið okkur, við vitum að þú ert í góðum höndum, kominn til ömmu og átt eftir að vaka yfir okkur og vernda. Elsku afi, megi Guð og allir hans englar geyma þig og vernda í himnaríki. Þínar langafadætur Auður Gestsdóttir, Margrét María Hólmarsdóttir, Hanna Guðrún Gestsdóttir, Ragna María Gestsdóttir. Elsku afi minn, óskaplega er ég leið yfir því að þurfa að kveðja þig strax. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, bæði þegar ég var lítil stelpa að skottast í kringum þig austur í Hvammi og eins þegar ég varð eldri og þú fluttur á Stöðvar- fjörð eftir að amma dó. Alltaf var jafn gaman að koma til ykkar Tobbu systur þinnar í Lönd. Þá var mikið spjallað og hlegið um leið og við borðuðum dýrindis kökur sem Tobba hafði bakað, og drukk- um mjólk með. Þú varst sá hlátur- mildasti maður sem ég hef kynnst og mættu margir taka þig til fyr- irmyndar, því hláturinn lengir jú líf- ið, ekki satt. Elsku afi minn, ég er viss um að þér líður vel núna þar sem þú ert, en mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki heimsótt þig þegar ég er að skreppa austur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig. Hólmfríður Svava Einars. MAGNÚS SIGURÐSSON Ástkær móðir mín, amma, langamma og frænka, SIGRÍÐUR BAKKE, Noregi, lést þriðjudaginn 9. nóvember. Útförin fór fram miðvikudaginn 17. nóvember. Sonja Bakke, barnabörn, barnabarnabörn, Guðmundur Valdemarsson. Ástkær bróðir, mágur, móðurbróðir og frændi, MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON fyrrv. rafvirkjameistari, elliheimilinu Grund, lést á sjúkradeild Grundar föstudaginn 5. nóv- ember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir einstaka alúð og hlýhug í hans garð, svo og aðstandenda. Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Sveinn Guðmundsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.