Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR skömmu sagði af sér
einn æðsti trúnaðarmaður kjörinna
fulltrúa þjóðarinnar,
borgarstjórinn í
Reykjavík. Þótti það
vasklega gert vegna
þess að slíkt gerist
varla meðal þjóða eða
í lýðveldum sem
kennd eru við bjú-
galdin, eins og hið ís-
lenska er gjarna í
þessum eða svipuðum
efnum. Einkum er
það til eftirbreytni og
vonandi byrjun á
betri tíð, þegar ráða-
menn axla þá ábyrgð
á gjörðum sínum og
ákvörðunum sem
snerta sjálfsvirð-
inguna jafnmikið og
hér hlýtur að hafa
verið raunin.
Íslendingar þekkja
það eingöngu af af-
spurn þegar yfirmenn
segja af sér vegna
óásættanlegrar fram-
göngu undirmanna
sinna sem aftur hefur
leitt til rangrar máls-
meðferðar stofnunar
þeirrar sem yfirmað-
urinn ber ábyrgð á.
Að vísu þekkja Ís-
lendingar það úr hóp-
íþróttum þegar þjálf-
arar eru látnir taka pokann sinn ef
viðkomandi hefur ekki náð því út
úr liðinu sem ráðamenn íþrótta-
félagsins telja ásættanlegt. En
mjór er mikils vísir og það sem
gerðist hjá borginni er vonandi að-
eins byrjun á betri tíð fyrir þjóðfé-
lagið í heild, því þang-
að liggur leiðin.
Nú hefur verið kveð-
ið upp úr um það með
dómsniðurstöðu að
enginn erfðafjárskattur
hefði átt að falla á dán-
arbú sem skipt var í
fyrri hluta aprílmán-
aðar 2004. Þetta
óvænta skattfrelsi, sem
sennilega kostar rík-
issjóð meira en tug
milljóna króna, er til
komið vegna klúðurs
við setningu laga um
erfðafjárskatt, sem
fjármálaráðherrann
mælti fyrir og sam-
þykkt voru á Alþingi
snemma á þessu ári.
Líklegt er að starfs-
lið ráðherrans hafi búið
hann svona illa til laga-
setningarinnar, en það
breytir ekki því, að það
var ráðherrann sem fól
starfsmönnunum verk-
efnið (eins og um væri
að ræða þjálfara) og
fylgdi því svo eftir á
þingi, með hinum klúð-
urslegu afleiðingum.
Nú ætti sá sem fól
óhæfum mönnum
veigamikið verkefni, að
taka pokann sinn.
Fjármálaráðherr-
ann segi nú af sér
Leó Löve skrifar um ábyrgð
Leó Löve
’Líklegt er aðstarfslið ráð-
herrans hafi bú-
ið hann svona
illa til lagasetn-
ingarinnar en
það breytir ekki
því að það var
ráðherrann sem
fól starfsmönn-
unum verk-
efnið …‘
Höfundur er lögfræðingur.
NÚ ER fjárlagavinnan á Alþingi í
algleymingi. Í fjárlagafrumvarpinu
sést vel hvernig þessi ríkisstjórn
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
forgangsraðar. Þar hallar á þá sem
þurfa á velferðarkerfinu að halda s.s.
sjúklinga og öryrkja. Á sama tíma
og ríkissjóður er með 305 milljarða
til ráðstöfunar vantar rúman millj-
arð samtals til að Landspítalinn geti
veitt óbreytta þjónustu og staðið
verði við samkomulagið við öryrkja.
Öryrkjar sviknir aftur
Flokkarnir ætla samkvæmt frum-
varpinu ekki að uppfylla sam-
komulagið frá 25. mars 2003 við Ör-
yrkjabandalagið um aldurstengda
örorkubót. Ljóst er að á vantar um
500 milljónir króna svo hægt verði
að standa við það. Heilbrigð-
isráðherra hefur staðfest í fjöl-
miðlum að loforðið við öryrkja hafi
ekki verið efnt að fullu, en sam-
komulaginu ætlaði hann að áfanga-
skipta þannig að 66% kæmu á þessu
ári og afgangurinn á því næsta.
Ekki er gert ráð fyrir neinu fé til
að standa við ,,afganginn“ eða seinni
áfangann, eins og heilbrigð-
isráðherra talaði um fyrir um ári.
Skert þjónusta Landspítala og
aukinn kostnaður sjúklinga
Fjárhagsvandi Landspítala – há-
skólasjúkrahúss er mikill. Handa-
hófskenndar niðurskurðartillögur
eru kynntar með reglulegu millibili
án þess að tekið sé tillit til nauðsyn-
legrar starfsemi, kostnaðar vegna
sameiningar sjúkrahúsanna og
óhagræðis af því að reka bráð-
astarfsemi á tveimur stöðum.
Ábyrgðinni á því að reka stofnunina
innan fjárlaga er varpað á stjórn-
endur spítalans, sem nú hafa lagt til
enn frekari skerðingu á þjónustu og
hækkun notendagjalda til að ná
markmiðum fjárlagafrumvarpsins.
Í bókun fulltrúa Samfylking-
arinnar og Frjálslynda flokksins í
stjórnarnefnd spítalans, þeirra Mar-
grétar S. Björnsdóttur og Mar-
grétar K. Sverrisdóttur, við af-
greiðslu tillagna til að mæta
fjárskortinum segir meðal annars:
,,Enn standa stjórnendur Land-
spítala – háskólasjúkrahúss frammi
fyrir kröfum stjórnvalda um nið-
urskurð. Á árinu 2005 þarf að skera
niður sem svarar 600 milljónum í
rekstri spítalans miðað við til-
kostnað árið 2004, niðurskurður sem
mun hafa í för með sér skerta þjón-
ustu og aukinn kostnað sjúklinga.
Fjárveitingar hafa staðið í stað,
uppsagnir og aukið álag
Fjárveitingar til spít-
alans hafa á föstu verð-
lagi nánast staðið í stað
árin 1999–2004 á sama
tíma og veruleg aukn-
ing hefur orðið á heild-
arútgjöldum ríkisins til
heilbrigðismála. Þetta
gerist þrátt fyrir mikl-
ar verðhækkanir á
lyfja- og lækn-
ingavörum LSH um-
fram forsendur fjár-
laga, hækkun
launatengdra gjalda
LSH vegna ákvarðana
stjórnvalda, aukna eftirspurn eftir
þjónustu spítalans, m.a. vegna fram-
fara í tækni og lyfjum og þrátt fyrir
að fjölgað hafi í eldri aldurshópum.
Þessi atriði hafa leitt til þess að spít-
alinn hefur sagt upp starfsfólki,
lækkað laun hjá tilteknum hópum og
dregið úr stoðþjónustu eins og
sjúkraþjálfun. Þetta hefur leitt til
aukins álags á starfsfólk, en of mikið
álag hefur áhrif á gæði þjónustunnar
og þar með árangur.
Þrátt fyrir þetta hafa staðið yfir
umfangsmiklar umbætur í öllum
rekstri og starfsemi í kjölfar samein-
ingar spítalanna. Starfsemi sér-
greina hefur styrkst og framleiðni
aukist. Má geta þess að á síðasta ári
fækkaði um þriðjung á biðlistum eft-
ir aðgerðum á spítalanum. Ljóst er
að allt þetta hefur skapað mikið álag
á starfsfólk spítalans.“
Mótmælum 10% hækkun þjón-
ustugjalda og verri þjónustu
Til að ná niður kostnaði á árinu 2005
hefur framkvæmdastjórn Landspít-
ala í samráði við stjórnarnefnd LSH
unnið tillögur, sem lagðar hafa verið
fyrir heilbrigðisráðherra. Ég tek
undir með fulltrúum stjórnarand-
stöðunnar í stjórnarnefnd spítalans
um að ekki sé hægt að fallast á þá
10% hækkun þjónustugjalda, sem
lögð er til þar. Með því er verið að
hverfa frá þeirri heilbrigðisstefnu
sem hingað til hefur verið sátt um,
þ.e. að sjúklingar sem leggjast inn á
spítala þurfi ekki að greiða fyrir það
úr eigin vasa.
Óviðunandi eru tillögur um að
draga úr bráðaþjón-
ustu og breyta legu-
deildum í 5 daga deild-
ir, sem hafa í för með
sér aukna tilflutninga
sjúklinga með aukinni
sýkingahættu við
flutning fólks milli
deilda, en slíkt getur
jafnvel verið lífs-
hættulegt veiku fólki.
Ég trúi því ekki að
óreyndu að heilbrigð-
isráðherra styðji þær
aðgerðir sem spítalinn
verður að grípa til við
þessar aðstæður.
Ófagleg vinnubrögð
Aðferðir við sparnað og forgangs-
röðun eins og stjórnvöld beita við
Landspítalann ár eftir ár eru ófag-
legar og hafa skilað sér sem dýrari
kostur fyrir ríkissjóð. Gott dæmi um
það er endurhæfingin í Kópavogi
sem leggja átti niður á síðasta ári
með sömu vinnubrögðum og nú er
beitt. Hún fór síðan í einkarekstur,
sem nú kemur í ljós að er dýrari
kostur bæði fyrir rekstraraðila og
spítalann, en peningarnir koma auð-
vitað úr sama pottinum.
Málefni Landspítalans og efndir
loforða við lífeyrisþega virðast ekki
vera mjög ofarlega í forgangsröðun
ríkisstjórnarinnar þegar fjárlaga-
frumvarpið er skoðað. Það hefur
stjórnarandstaðan í heilbrigðis- og
trygginganefnd Alþingis gagnrýnt
harðlega í sameiginlegu áliti til fjár-
laganefndar. Enn er tækifæri til að
bæta úr því með því að samþykkja
breytingartillögur áður en fjárlög
verða samþykkt.
Svona raðar
ríkisstjórnin
Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar
um fjárlagafrumvarpið
’Í fjárlagafrumvarpinuhallar á þá sem þurfa á
velferðarkerfinu að
halda, s.s. sjúklinga og
öryrkja.‘
Ásta R. Jóhannesdóttir
Höfundur er þingmaður Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík suður.
Sem barni fannst mér Lego-
kubbarnir makalaust fyrirbæri,
uppspretta takmarkalausra mögu-
leika og ótal ævintýra þegar kubbi
var raðað við kubb og hver bygg-
ingin á fætur annarri
reis, og leikurinn lifn-
aði. Í mínum huga
tengist uppbygging
barna- og unglinga-
geðdeildar Landspít-
alans – BUGL – æv-
intýri raunverulegrar
uppbyggingar í þágu
barna og unglinga sem
eiga um sárt að binda.
Mörg börn sem þar
hafa verið hafa náð
miklum árangri í
bættri líðan, öðlast
efldan þrótt til að tak-
ast á við lífið.
„Þegar hátíð fer í hönd búa menn
sig undir hana hver á sína vísu.
Slíkt er hægt að gera með ýmsu
móti.“ Á þessum orðum hefst Að-
venta, ein þekktasta saga Gunnars
Gunnarssonar. Sagan flytur marg-
slunginn boðskap og af henni má
margan lærdóm draga. Þjónusta,
hjálpsemi, óeigingirni og fórnfýsi.
Um þessar dyggðir er Aðventa
hinn fegursti fagnaðarboðskapur
kristinnar trúar. Því hefur stundum
verið haldið fram að kristin kenn-
ing eigi í vök að verjast í umhverfi
okkar. Engu að síður er það stað-
reynd, sem hvarvetna blasir við, að
hún hefur haft víðtæk og jákvæð
áhrif á siðfræði og samskipti
manna. Það kemur
skýrt fram í líkn við
samferðafólkið, ár-
angri og afrekum á
sviði læknisfræði, vís-
inda, þar sem manns-
hugurinn rís hvað
hæst.
Komið hefur fram
að allt að fimmta hvert
barn eigi við geð-
heilsuvanda að stríða
einhvern tíma fyrir 18
ára aldur í lengri eða
skemmri tíma. Fregnir
um áfangasigra hjá
mörgum af þessum
börnum vekja vonir. Jafnvel þótt
við vitum að máttur mannanna
muni seint fagna fullnaðarsigri á lífi
og heilsu hluta þessara barna. En
hvert eitt skref og sérhver áfangi
fram á við skiptir máli. Stöðugt
eykst þörfin á skjótri og góðri þjón-
ustu. Biðlistar eru langir. Því er
mikilvægt að bæta aðstöðu þannig
að hægt verði að bæta þjónustu enn
frekar. Brýnt er að ný meðferð-
arálma rísi sem fyrst. Við megum
ekki láta okkar hlut eftir liggja.
Caritas Ísland (hjálparstofnun
kaþólsku kirkjunnar) vill með gleði
leggja þessum málaflokki lið, með
svolitlu fjárframlagi, leggja af
mörkum lítinn kubb í uppbygg-
inguna á BUGL. Vertu með! Þitt
framlag skiptir máli.
Efnt verður til styrktartónleika í
Kristskirkju við Landakot, sunnu-
daginn 21. nóvember kl. 16 þar sem
landskunnir listamenn og erlendir
listamenn koma fram og gefa vinnu
sínu í þágu þessa málaflokks. Má
þar nefna Gunnar Guðbjörnsson
tenór, Davíð Ólafsson bassa, Guð-
nýju Guðmundsdóttur kon-
sertmeistara, Gunnar Kvaran, El-
ísabetu Waage hörpu , Eirík Örn
Pálsson, trompet, Ulrik Ólason,
orgel, og Stúlknakór Reykjavíkur
undir stjórn Margrétar J. Pálma-
dóttur.
Brýnt er að ný meðferð-
arálma rísi sem fyrst
Sigríður Ingvarsdóttir fjallar
um uppbyggingu BUGL ’Komið hefur fram aðallt að fimmta hvert
barn eigi við geðheilsu-
vanda að stríða …‘
Sigríður
Ingvarsdóttir
Höfundur er formaður
Caritas á Íslandi.
Í KJARADEILU kennara og
sveitarfélaga tapaðist ein og hálf
milljón skóladaga. Daga sem börnin í
landinu eiga lögbundinn
rétt á kennslu í grunn-
skólum landsins. Þeim
lögum ber mennta-
málayfirvöldum skylda
til að fylgja.
Ég hef í tvígang tekið
það upp á Alþingi við
menntamálaráðherra og
forsætisráðherra hvern-
ig ríkisstjórnin ætli að
leggja til að töpuðum
skóladögum verði mætt.
Hvernig hún ætli að
bæta börnunum tapið?
Þeirra er ábyrgðin skil-
yrðislaust.
Fátt varð um svör en
fram kom að málið hefði
verið rætt í ríkisstjórn
og sagði forsætisráð-
herra að hann teldi að
menntamálaráðherra
myndi kynna slíkar til-
lögur á næstunni. Sagði
menntamálaráðherra
við það tækifæri í
þinginu að það væri rétt
sem hefði komið fram,
m.a. í máli forsætisráð-
herra.
Nú er meginmálið að
menntamálaráðherra
leggi fram og hafi for-
ystu um tillögugerð til
að mæta með samræmd-
um hætti í öllum skólum landsins af-
leiðingum verkfallsins. Skora ég á
hana að koma fram með heildstæða
tillögugerð um hvernig mæta eigi
þessum afleiðingum. Eins og hún hef-
ur sagt að hún myndi gera.
Menntamálaráðherra er æðsti yf-
irmaður menntamála í landinu og ber
á þessu fulla ábyrgð.
Það er stórverkefni að mæta afleið-
ingum verkfallsins á skólagöngu
barnanna. Eins og áður sagði hefur
ein og hálf milljón skóladaga tapast í
þeirri verkfallslotu sem
staðið hefur yfir.
Menntamála-
yfirvöldum ber skylda
til að mæta þeim skaða
með öllum tiltækum
ráðum.
Mikið rót komst á
grunnskólastarfið í
landinu og þau sár sem
ríkisvaldið opnaði með
lagasetningu á deiluna
verða lengi að gróa.
Ekki síst vegna þess að
lagasetningin var bæði
ofbeldisfull og ögrandi
þar sem hún skipaði
gerðardómi skýrt fyrir
um hvað skyldi út úr
honum koma. Útkomu
sem væri fjarri þeim
grundvallarkröfum
grunnskólakennara að
jafna laun sín á við kjör
framhaldsskólakenn-
ara sem ríkið samdi við
fyrir þremur árum,
setti þannig tóninn um
kröfur grunnskóla-
kennara og ber því
mikla ábyrgð á stöðu
mála.
Kennarastarfið er
skapandi starf. Það
skapar enginn í slíku
umhverfi. Hvernig ætl-
ar ráðherrann að mæta afleiðingum
alls þessa á grunnskólastarfið og
menntun 10 árganga Íslendinga?
Opið bréf til mennta-
málaráðherra um af-
leiðingar verkfalls
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um afleiðingar
kennaraverkfallsins
Björgvin G. Sigurðsson
’Ein og hálfmilljón skóla-
daga hefur tap-
ast í þeirri verk-
fallslotu sem
staðið hefur yfir.
Menntamála-
yfirvöldum ber
skylda til að
mæta þeim skaða
með öllum til-
tækum ráðum.‘
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.