Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Classic Rock Ármúla 5 - hjá gamla Hollywood s. 568-3590 Idol-keppnin á breiðtjaldi og boltinn í beinni. . Hljómsveitin Æði mun halda uppi fjöri alla helgina 19. og 20. nóv. Laugardaginn 13. nóv Grímsbæ & Ármúla 15 Stærðir 36 - 50 Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur Þú færð skóna hjá okkur HELGIN Á MILLI jóla og nýárs ætlar Ólöf Anna Gísla- dóttir að flytja úr borg- inni ásamt eiginmanni og fjórum börnum í sveitina á Kjalarnesi. Þau hafa lengi alið með sér þann draum að eign- ast eigin jörð þar sem þau geta verið með hest- ana sína og slógu því til þegar jörðin Kirkjuland á Kjalarnesi fór á sölu fyrir skömmu. Allt gekk hratt og vel fyrir sig, þau seldu raðhúsið í Reykjavíkinni sama dag og þau festu kaup á jörðinni Kirkjulandi. Heilmikið fylgir stórri fjölskyldu og nokkuð ljóst að nóg er að gera við að pakka niður. Íbúðarhúsið á Kirkjulandi er þó nokkuð minna en raðhúsið sem þau flytja úr, svo eitt- hvað verður að víkja, bæði húsgögn, fatnaður og annað. Sumir henda öllu sem þeir hafa ekki lengur þörf fyrir, en því er ekki að heilsa hjá Ólöfu Önnu. „Ég er búin að gefa ótrúlegt magn af fötum frá mér frá því ég byrjaði að pakka niður og sumt fer ég með til vina og vanda- manna en annað fer ég með í Rauða krossinn. Tvítugi meðgöngu- fatnaðurinn kom sér vel Í minni fjölskyldu hefur það alltaf tíðkast að láta barnaföt ganga á milli og ég fæ frá öðrum rétt eins og aðrir frá mér. Sumt endist betur en annað og stelpurnar mínar eru til dæmis stundum í fötum af syst- urdóttur minni sem er rúmlega tví- tug. Eins fann ég meðgönguföt frá sjálfri mér síðan ég gekk með son minn fyrir rúmum tuttugu árum en þau koma að góðum notum hjá tveimur ungum frænkum mínum sem nú eru barnshafandi.“ Eitthvað fer í hesthúsið En Ólöf Anna þarf líka að losa sig við allskonar fyrirferðarmikla hluti sem ekki eru lengur í notkun hjá henni, eins og barnavagna, kerrur og annað sem fylgir börnum. „Ég gef allt slíkt til frændfólks míns sem er með lítil börn eða er með á leið- inni. Ég gaf líka bæði rúm yngri stelpnanna minna af því að her- bergin eru færri í húsinu á Kirkju- landi en hér í þessu húsi og þær þurfa því að deila herbergi og þar er ekki pláss fyrir tvö rúm,“ segir Ólöf sem auðvitað keypti notaðar kojur í staðinn eftir auglýsingu í blöðunum. Húsgögnin komast heldur ekki öll fyrir á nýja staðnum og til dæmis þarf hún að selja fallegt antik- borðstofuborð með fjórum stólum og losa sig við stóran sófa. „Vegg- plássið er líka miklu minna og ég kem ekki öllum þeim myndum sem hér hanga uppi á veggina á Kirkju- landi. En þær læt ég samt ekki frá mér, geymi þær frekar eða hengi þær upp annars staðar. Stóra hesta- myndin sem hangir hér í forstof- unni, hún gæti til dæmis alveg prýtt veggina í hesthúsinu.“  FLUTNINGAR | Úr borginni í sveitina Engu hent þótt gamalt sé Morgunblaðið/Golli Ekkert veggpláss er á nýja heimilinu fyrir gæruna góðu: Hún mun sennilega prýða baðstofu sem til stendur að útbúa í litlu torfhúsi sem fylgir Kirkju- landi. Heimilishundurinn Stúfur getur ekki beðið eftir því að flytja í sveitina. Ólöf Anna: Losar sig við marga flíkina: Pelsinn sem forðum var keyptur í Kolaportinu verður gefinn frænku. Hestamyndin stóra: Mun sennilega prýða veggi kaffistofunnar í hesthúsinu á nýja staðnum. PIPARKÖKUR eru ómissandi fyrir og um jólin og er sá siður þekktur víða. Íslendingar tóku upp þann sið að drekka jólaglögg á aðventunni, m.a. frá Svíþjóð, og þá eru piparkökurnar alltaf með og auk þess oft möndlur og rúsínur. Piparkökur með osti eru ekki óþekkt fyrirbæri í Svíþjóð en lítt þekkt á Íslandi. Sumir setja smjör og ost á piparkökurnar og borða með bestu lyst en það sem æ oftar er borið fram með jóla- glöggi í Svíþjóð eru piparkökur með gráðosti eða Roquefort-osti. Og samsetningin virkar. Osturinn tekur mestu sætuna úr piparkökubragðinu og með glöggi er þetta hreinasta sælgæti, hvort sem kökurnar eru heima- bakaðar eða beint úr búðinni. Bæði er hægt að setja litla gráð- ostasneið á piparkökurnar eða hræra saman gráðosti og rjómaosti og smyrja á eftir smekk. Piparkökurnar mega þó ekki standa lengi smurðar því þá verða þær linar. Piparkökur með gráðosti Prinsessubarnarúm: Jóhanna Björt ætlar að gefa litlu frænku sinni rúmið sitt. Hún fékk það sjálf gefins á sínum tíma frá vinkonu frænku sinnar. khk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.