Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólína HelgaKristófersdóttir (Helga frá Bjarma- landi) fæddist í Hjarðarholti í Sand- gerði 31. maí 1927. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík föstudaginn 12. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þuríður Gísla- dóttir, f. í Sandgerði 3.7. 1900, d. 21.8. 1983 og Kristófer Oliversson skip- stjóri, f. 22. ágúst 1894, d. 21.3. 1983. Systkini Helgu eru Kristinn Sveinbjörn, f. 29.1 1920, d. 4.6. 1943, Oliver Gísli, f. 26.9. 1928, Guðlaug, f. 28.1. 1930 og Helgi, f. 18.4. 1937, d. 29.11. 1963. Fyrri maður Helgu, 1948, var John Francis Zalewski, f. 6. jan- úar 1926, d. 30. desember 2003. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) John Francis Zalewski, f. 9.8. 1948. Dóttir hans og Júlíu Sveins- dóttur er Sveindís Helga, f. 27.9. 1965, dóttir hennar er Julia Maria, f. 6.7. 2001. John kvæntist Unni Þorsteinsdóttur, þau skildu. son. 3) Kristófer Oliversson Zalewski, f. 1.7. 1951. Maki 1, Ás- gerður Guðbjörnsdóttir, börn þeirra eru Diðrik Jón, f. 3.7.1974, sambýliskona Sonya Dias, dóttir þeirra er Thorvína Dias, f. 20.7. 2004 og Helga, f. 13.1. 1976. Maki 2, Guðný Ottesen, dóttir þeirra Lilja Rut, f. 23.1. 1982. Maki 3, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dætur, Rebekka, f. 2.1. 1973 og Dóra Dögg, f. 4.1. 1983. Eiginmaður Helgu er Gísli Júl- íusson, f. 4.9. 1927. Börn þeirra eru: a) Þuríður, f. 11.10. 1960 og b) Ólafur, f. 2.11. 1961, maki Sal- vör Gunnarsdóttir, börn þeirra eru Dóra Bergrún, f. 17.1. 1987, Helga Margrét, f. 29.5. 1990, Páll Axel, f. 21.8. 1992 og Hanna Sól- björt, f. 25.11. 1996. Börn Gísla frá fyrra hjónabandi eru, Jón, f. 22.10. 1949, Margrét, f. 25.1. 1956 og Júlíana, f. 9.11. 1957. Foreldr- ar Gísla voru hjónin Margrét Gísladóttir og Júlíus Sigurðsson skipstjóri í Hafnarfirði. Helga ólst upp í Sandgerði, lauk barnaskóla og unglingaskóla og útskrifaðist úr Héraðsskólan- um á Laugarvatni. Síðan vann hún við verslunarstörf og síma- vörslu, bjó í Ytri Njarðvík frá 1957 uns þau Gísli fluttu 1968, ásamt börnunum, að Búrfellsstöð, en Gísli er fyrsti stöðvarstjóri Búrfellsstöðvar. Frá og með 1973 bjuggu Helga og Gísli í Reykja- vík. Útför Helgu fer fram frá Selja- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Börn þeirra eru: a) Huldís, f. 5.5. 1968, maki Þórhallur Hall- dórsson, börn þeirra eru Annel Helgi, f. 1.8. 1959, Aðalheiður, f. 24.11. 1992 og Bjartur, f. 2.10. 1990, b) Annel Jón, f. 9.7. 1976 og c) Jenný Heiða, f. 7.1. 1978. 2) Kristín Helga Za- lewski, f. 10.7. 1949, giftist Sigurði Guð- jónsyni, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Soffía Dóra, f. 10.10. 1970, gift Agnari Má Jónssyni, f. 3.1. 1964. Börn þeirra eru Eiríka Steinunn, f. 17.7 1993, Sigurður Andri, f. 30.9. 1998 og Anna Kristín, f. 8.10. 2000. b) Gísli Júl- íus, f. 3.7. 1974, kvæntur Rann- veigu H. Guðbrandsdóttur, dóttir þeirra er Inghildur Síta, f. 25.5. 2004. b) Jón Bjarmi, f. 1.10. 1977, maki Elfa Björk Ragnarsdóttir, sonur þeirra Daníel Dagur, f. 26.6. 1999. Seinni maður Krist- ínar er Haukur Engilbertsson, f. 10.4 1938, dóttir þeirra er Ey- björg Helga, f. 30.4. 1982, sam- býlismaður Jón Ellert Þorsteins- Okkur langar til að minnast henn- ar ömmu í nokkrum orðum. Hún var hlý og góð manneskja sem bar alltaf hag okkar fyrir brjósti. Hún var iðu- lega svo vel klædd og fín, sást aldrei á henni blettur. Alltaf var hún til í spjall eða sprell, hún var ávallt til staðar ef á þurfti að halda. Okkar minningar um ömmu tengj- ast flestar Akraselinu. Þangað var maður ætíð velkominn. Þá voru teknar fram hinar bestu kræsingar, og fékk maður ekki að fara frá borði fyrr en maður var orðinn vel mettur af heimabökuðu brauði eða öðru góð- meti. Sumarfríin eru einnig ofarlega í huga og ógleymanlegar eru ferðirn- ar sem við fórum með ömmu og afa í Búrfell. Þá var oft veitt og farið í sund eða gert eitthvað annað gaman. Og fast- ur liður var að koma við í Eden á heimleiðinni og fá okkur ís. Munum við aldrei gleyma þessum skemmti- ferðum. Amma hafði mikla trú á menntun og voru ófá símtölin frá henni sem héldu manni við efnið í náminu. Iðu- lega hvatti hún mann áfram með já- kvæðni og hlýjum orðum, ekki mátti leggja árar í bát. Elsku amma. Takk fyrir allt. Við munum ávallt minnast þín með hlýju og söknuði, en við vitum að þú ert núna komin á betri stað. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur og gæta okkar eins og þú hef- ur alltaf gert. Elsku afi. Á tímum sem þessum eru orð lítils megn, en hugur okkar er hjá þér. Við biðjum að guð veri með þér og gefi þér styrk. Bjarmi, Eybjörg og Gísli. Nú er hún amma Helga dáin. Þrátt fyrir að hún hafi verið mikið veik undir það síðasta, trúi ég því vart ennþá þegar ég sit hér og skrifa þessar línur að hún sé farin. Þrátt fyrir veikindin reyndi hún að koma og vera með okkur alveg fram á síð- ustu stundu því þannig var hún. Ömmu þótti mjög gaman að hitta fjölskylduna sína og leið henni aldrei betur en innan um hana. Hún var mjög dugleg að sinna langömmu- börnunum sínum og komu þau amma, afi og Þurý frænka á alla fjöl- skylduviðburði hjá okkur eins og tónleika og uppákomur þeim tengd- um og fyrir hennar þátttöku með mínum börnum verð ég alltaf þakk- lát. Hún vildi að börnin sín og bana- börn lærðu og menntuðu sig og fylgdist hún grannt með hvernig þeim gengi á þeim vígstöðvum og þá sérstaklega í kringum próftímann. Hún amma var mikil smekkmann- eskja og er heimili hennar og afa Gísla í Akraselinu afar fallegt og snyrtilegt og hún sjálf alltaf svo fín og sæt. Garðurinn var jafnyndisleg- ur og á sumrin var það stolt amma sem sýndi rósirnar sínar í blóma. Við systkinin áttum því láni að fagna að fá ömmu heim til okkar nokkrum sinnum í viku í tvo vetur á unglingsárunum mínum. Var það mjög notalegt að koma heim úr skóla og fá hrært skyr og smurt brauð með þjónustu sem aðeins ömmur veita. Það var á þessum árum sem þú kenndir mér að strauja skyrtur og að þetta tímabil í mínu lífi hét „ung- lingaveiki“. Þér þótti líka alltaf gott að skríða upp í rúmið mitt og lúra þangað til að Eybjörg systir vaknaði eftir að ég fór í skólann á morgnana. Ég vona að ég hafi komið því nægj- anlega vel til skila til þín hve mik- ilvæg þú reyndist mér á þessu tíma- bili. Nú þegar ég hugsa til baka man ég eftir þeim tíma sem þú varst að hreinsa timbur í Akraselinu, kallaðir Bjarma bróður „Bjarma tetur“ og Gísli bróðir, nafni afa, hljóp alltaf upp í fangið á honum, sama þótt hann væri með vindilinn upp í sér. Einnig man ég eftir því að þú sagðir að Eybjörg systir yrði 1. maí skör- ungur þegar mamma fór upp á deild að fæða hana og mér er minnisstæð afmælisgjöfin sem þú varst svo stolt af þegar hann Bjarmi bróðir útskrif- aðist á 70 ára afmælisdegi þínum. Það er nú einu sinni þannig að þegar maður elst upp við eitthvað sem er sjálfsagt og alltaf til staðar eins og þú, þá er svo sárt og erfitt að horfa á eftir þér og gera sér grein fyrir því að nú hringir þú ekki oftar í mig eða að þið afi komið hér við á leiðinni heim og erfitt er að hugsa sér afmælisveislurnar án þín. Ég vil nota tækifærið að þakka þér fyrir allt og allt, elsku amma mín, allar stundirnar sem við áttum saman og vona að nú sértu orðin frísk aftur. Við þig, elsku afi, vil ég segja að þið Þurý eruð búin að standa ykkur rosalega vel í veikind- unum hennar ömmu og gert ævi- kvöld hennar eins notalegt og hægt var. Þitt barnabarn Soffía Dóra. Elsku amma mín. Ég sit hér eftir í mikilli sorg. Amma mín er dáin. Það hafa enda- lausar minningar flogið um í huga mér undanfarna daga. Ég trúi því ekki enn að ég eigi ekki eftir að heyra í þér eða sjá. Þú passaðir alltaf svo vel upp á mig, nöfnuna þína. Það má segja að þið hafið alið mig upp, þú og afi. Enda bjó ég hjá ykkur þegar ég var lítil og aftur seinna. Þú hefur alltaf verið partur af mínu lífi og ver- ið mér mjög kær, enda vorum við mjög tengdar. Það mátti aldrei neinn hallmæla mér í þín eyru, þá átti hinn sami ekki von á góðu. Ég veit ekki hversu marga eggjaskera ég eyði- lagði fyrir ykkur afa. Var alltaf að þykjast spila á gítar með þeim. Þetta er bara ein af fjölmörgum minning- um. Ég kveð þig með sorg í hjarta elsku amma mín. Sjáumst síðar. Elsku afi minn. Ég votta þér mína dýpstu samúð. Þín Helga. Hún langamma er farin. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga mér þegar ég rifja upp gamla tíma. En það skemmtilegasta var þegar hún hringdi í mig og spurði hvernig mér gekk í skólanum og hvernig gekk að spila á flautuna. Hún kom alltaf á tónleikana mína og hrósaði mér allt- af hvað ég væri dugleg að spila. Ég fór svo oft til ömmu og afa, hjólaði og heimsótti þau. En núna finnst manni svo tómlegt að koma heim til hennar. Það er eins og að koma að tómu húsi. Þegar ég skoða myndirnar af henni þá líður mér eins og hún sé við hliðina á mér og taki utan um mig. Mér finnst eins og það sé búið að myndast stórt skarð í ættina sem verður ekki hægt að fylla upp í. Þér þótti alltaf svo vænt um mig, spurðir hvernig mér liði og hvernig systk- inum mínum liði. En núna er ekki hægt að hitta hana meira, vonandi líður henni vel uppi hjá guði og er fallegur engill. Elsku amma, mér þykir svo vænt um þig að ég get varla trúað að þú sért dáin en svo er víst. Ég var heima hjá ömmu í sveitinni þegar ég fékk að vita að þú misstir andann heima hjá þér og ekkert hægt að gera. Þú getur ekki verið betri langamma og mér leiðist svo mikið að sjá þig ekki heima hjá þér. En samt er gott að vita að þú hafir fengið þessa hvíld. Ég man þegar hún var alltaf að baka þesar dýrindis smákökur. Ég borðaði alltaf svo mikið af þeim að ég gat varla fengið mér neitt meira að borða á daginn. Mér fannst þessar sem voru með Opal brjóstsykrinum bestar. Síðan þetta brosmilda andlit, það fyllti alveg húsið af birtu og hlát- urinn hennar gerðu mann svo kátan og glaðan að maður gat ekki hætt að brosa. En núna er allt svo leiðinlegt án hennar. Ég man eftir síðasta skiptinu sem ég sá hana áður en hún dó. Ég og mamma vorum að bjóða Þurý frænku í leikhús og við vorum að fara heim til þeirra að fá okkur norska eplakringlu og kakó. Síðan fórum við og ég hef ekki séð hana síðan og mun ekki gera það framar nema í hjartanu mínu. Mér fannst alltaf svo gaman að fara til þín og spjalla við þig og heyra í þér í símanum. En núna er ekkert hægt að hringja til þín oftar og tala við þig. Guð blessi þig, þín Eiríka Steinunn. Elskuleg systir mín hefur nú lokið lífsgöngu sinni. Síminn hringir. Í símanum er Gísli mágur minn. Hann segir mér að systir mín sé látin. Heyrði ég rétt? Við hjónin vorum á heimili þeirra fyrir stundu. Kvöldinu áður borðuðum við saman á heimili mínu. Já, svona er lífið. Nú leitar hugur minn í sjóð minn- inganna til þess að lægja tilfinning- arnar sem á mig sækja. Bjart er yfir áhyggjulausum í endalausri verald- arveröld í heimabæ okkar í Sand- gerði. Í leikjum var líkt eftir lífinu í kringum okkur og því sem mótaði okkur á þessum árum. Tíminn leið. Lífið var nú kannski ekki eins einfalt og leikirnir forðum. Leiðir skilja. Þú giftist fyrri manni þínum og börnin urðu þrjú. Eftir skilnað kemur þú á heimili foreldra okkar með börnin þín. Ógleymanleg ár. Yndislegar minningar á ég frá þeim árum. Þú kaupir húsið þitt í Ytri Njarðvík. Daglega er skroppið til ykkar þang- að. Þú kynnist Gísla, seinni manni þínum. Þið eignist börnin ykkar tvö. Helga mín, mikið var nú tómlegt í stóra húsinu eftir að þið fóruð. Tím- inn leið. Miklar breytingar urðu í lífi okkar. Mamma flytur til Akraness. Þið Gísli flytjið að Búrfelli og ég til Reykjavíkur. Aftur búum við nálægt er þið flytjið til Reykjavíkur. Mikið fannst okkur það gott. Hringt á morgnana. Heimsóknir á kvöldin. Erfitt er að hætta að rifja upp allar þær stundir er ég átti með þér. Jólin og áramótin verða tómleg þegar þú ert farin frá okkur. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt þig sem systur. Þú hefur sett lit á tilveru mína og aukið skiln- ing minn á margbreytileika mann- lífsins. Elsku Helga mín, það er einkenni- legt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur, en minningin um þig mun ávallt lifa meðal okkar. Ég kveð þig, systir mín, með þessum fátæklegu orðum. Tími og rúm setja vináttunni engin takmörk. Guðlaug Kristófersdóttir. Það var á vormánuðum fyrir sjö árum, að ég flutti í húsið þeirra Gísla og Helgu, að Akraseli 17. Þau hafa verið einstakir húsráðendur og ljúf í öllu viðmóti. Helga var björt yfirlitum með reisn í fasi og bros sem geislaði. Ekki fór fram hjá mér að henni þótti vænt um alla í kring um sig og lét sig þá varða. Í mínum huga flutti hún ekki langt; hún kemur til með að líta til okkar brosandi, eins og hún hefur alltaf gert og fylgjast með okkur rétt eins og brosið og hólið, sem hún sendi mér um daginn, þegar ég hafði klippt runnana fyrir framan húsið. Ég færi Helgu þakkir fyrir skjólið og góðar stundir. Gísla, Þuríði og öðrum í fjölskyld- unni sendi ég mínar beztu hugsanir. Haraldur E. Ingimarsson. Góð vinkona okkar, Helga Krist- ófersdóttir, er látin. Þrátt fyrir að hún hafi átt við vanheilsu að stríða um langan tíma, kom andlát hennar okkur á óvart. Við söknum hennar sárt. Við hjónin kynntumst henni fyrir tugum ára, þegar Gísli Júlíusson, eiginmaður hennar, var stöðvar- stjóri Búrfellsstöðvar. Starfsvett- vangur okkar, eiginmannanna, var í mörg ár hjá sama vinnuveitanda, góð og náin samvinna okkar í stóru verk- efni og sameiginleg áhugamál og sjónarmið á ýmsum sviðum urðu fljótt til þess, að samskipti okkar hjónanna við Helgu og Gísla urðu tíðari en almennt er meðal starfs- félaga. Eiginkonurnar áttu líka skap saman, og því varð kunningsskapur brátt að vináttu, sem þroskaðist með árunum. Gagnkvæmar heimsóknir og sam- verustundir urðu eðlilegur háttur nær því í hverri viku mörg undanfar- in ár og voru ávallt gefandi og til gleði. Þar voru bæði dægurmál og áhugamál rædd, oft ítarlega, og leyst, ef til þess stóðu efni. Helga var mikil húsmóðir, skemmtileg og gest- risin, svo að notalegt var að sækja þau hjónin heim. Helga var glæsileg kona, glaðlynd og jákvæð. Hún og Gísli voru sam- rýnd, áttu fjölda afkomenda, sem áttu hug hennar allan og Helga fylgdist með hverjum og einum af áhuga og væntumþykju. Hún var frændrækin og vinföst og gaf sér góðan tíma til að sinna ættingjum og gömlum vinum. Hún og Gísli fóru ófáar ferðir suður á Suðurnes, þar sem þau bjuggu lengi, til þess að heimsækja góða vini frá liðnum tím- um. Helga var kona birtu og yls og kveið ávallt vetri og myrkri. Hún naut sólar og blíðu og hafði gaman af að ferðast meðan heilsan leyfði. Þess vegna flugu þau Gísli oft suður um höf til hlýrri landa að vetrarlagi, m.a. til Mallorca og Kanaríeyja, til að kljúfa og stytta sér langan og dimm- an vetur á Fróni. Þar leið þeim vel. Þau kynntust eyjunum og mannlíf- inu þar, þekktu vel til aðstæðna og sjávarloftið, hlýtt og rakt, hafði góð áhrif á heilsufar Helgu. Þarna kynntust þau nýjum vinum, sem urðu þeim líka kærir. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Við vottum Gísla, börnum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúð okkar og biðjum góðan Guð um að styrkja þau í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Helgu Kristófersdóttur. Ingunn Guðmundsdóttir og Bergur Jónsson. ÓLÍNA HELGA KRISTÓFERS- DÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HÁKONAR PÁLSSONAR fyrrv. rafveitustjóra, Sauðárkróki. Hákon Hákonarson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Hákon Gunnar Hákonarson, Petra Halldórsdóttir, Helga Hlín Hákonardóttir, Unnar Sveinn Helgason, Svanborg Magnúsdóttir, Magnús Þór Haraldsson, Inga S. Kristinsdóttir, Svala Hrönn Haraldsdóttir, Sigurður Ingvi Hrafnsson, Fannar Víðir Haraldsson, Helga Gunnarsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.