Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Já, en ég skil ekki, Dabbi bróðir, hvernig kennarar vissu að bananar væru uppáhaldsréttur- inn okkar? Kjarasamningurgrunnskóla-kennara og sveitarfélaganna gæti haft áhrif á það vort samningar Starfs- greinasambandsins (SGS) og Samtaka at- vinnulífsins (SA) halda. Vandséð er raunar hvernig samningarnir geta staðið óbreyttir ef samningur kennara verður fyrirmynd að öðrum kjarasamning- um opinberra starfs- manna sem gerðir verða á næstu misserum. Þar með er ekki verið að segja að óhjákvæmilegt sé að segja samningunum upp. Í kjarasamningi Starfsgreina- sambandsins og Samtaka at- vinnulífsins, sem gerður var fyrr á þessu ári, er að finna ákvæði um samningsforsendur. Þær eru tvær. „1. Að verðlag þróist í sam- ræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. 2. Að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samn- ingnum felast verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra samn- ingagerð á vinnumarkaði.“ Ef forsendur fyrir samningn- um bregðast á samningstíman- um geta aðilar samningsins skot- ið málinu til sérstakrar „forsendunefndar“ en hún á bæði að fara yfir samninginn og „að stuðla að framgangi mark- miða samningsins og festa for- sendur hans í sessi“. Í nefndinni sitja tveir fulltrúar skipaðir af ASÍ og tveir fulltrúar skipaðir af SA. Ætlast er til að nefndin leiti eftir samstarfi við stjórnvöld um það að fylgjast með þróun sem ógnað geti for- sendum samningsins og eftir at- vikum setja fram tillögur um við- brögð þar sem við á. Samningurinn gerir ráð fyrir að forsendur hans séu sérstak- lega skoðaðar fyrir 15. nóvember 2005 og 15. nóvember 2006. Ef nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að marktækt frávik hafi orðið frá annarri eða báðum for- sendum samnings, þ.e.a.s. um verðlag eða launaþróun, getur annað tveggja gerst. Annars vegar geta aðilar orðið sammála um að samningurinn haldi gildi sínu, að því gefnu að samkomu- lag takist í nefndinni um „við- brögð“. Ef ekki næst samkomu- lag um viðbrögð er samningurinn uppsegjanlegur af beggja hálfu. Ákveða þarf upp- sögn fyrir 10. desember og telst þá samningurinn vera laus frá og með áramótum. Verðbólga í dag er umfram forsendur samninga Fyrri samningsforsendan er um að verðbólga verði að vera í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þau markmið gera ráð fyrir að verðbólga megi ekki vera meiri en 2,5% á 12 mánaða tímabili. Til að þetta markmið náist þarf verðbólga að lækka talsvert á næsta ári frá því sem nú er. Verðbólga síðustu 12 mánaða er 3,8%. Frá því í júní á þessu ári hefur verðbólgan ver- ið á bilinu 3,4–3,9%. Hin forsenda samninganna er um launaþróun. Samningar Starfsgreinasambandsins fólu í sér rúmlega 15% hækkun á samningstímanum. Samningar flestra félaga opinberra starfs- manna eru að renna út eða hafa runnið úr gildi. Fyrsta stóra fé- lag opinberra starfsmanna til að semja er Félag grunnskólakenn- ara og ljóst er að samningur þeirra og sveitarfélaganna felur í sér mun meiri hækkanir en samningur SGS. Hækkunin á samningstímanum er u.þ.b. 30%. Hvort samningur kennara nægir til að SGS geti gert kröfu um að samningar losni eftir eitt ár ræðst að nokkru leyti af því hvort þessi samningur kennara verður fyrirmynd að öllum samningum sem opinberir starfsmenn gera á næstu miss- erum. Munu þeir samningar taka mið af samningum ASÍ eða samningi grunnskólakennara? Síðast náðist samkomulag um viðbótarhækkanir Sambærileg ákvæði um for- sendur var að finna í síðustu samningum ASÍ og SA. Á þessar forsendur reyndi í árslok 2001. Þá náðist samkomulag um að ef vísitala neysluverðs færi ekki upp fyrir ákveðið stig í maí 2002 teldist verðlagsforsenda kjara- samninga hafa staðist, en það þýddi að verðbólga árið eftir mátti ekki fara upp fyrir 3%. Ef þetta gengi eftir skuldbundu vinnuveitendur sig til að greiða 1% framlag í séreignasjóð launa- manns án framlags af hálfu laun- þegans frá og með 1. júlí 2002. Ennfremur var ákveðið að laun hækkuðu um 0,4% umfram það sem samningar kváðu á um. Jafnframt gaf ríkisstjórnin út yf- irlýsingu sem m.a. fól í sér að tollar á nokkrum grænmetisteg- undum voru felldir niður og lækkaðir á öðrum. Í kjölfarið fór ASÍ út í talsvert miklar aðgerðir sem miðuðu að því að halda aftur af verðbólgu. Aðgerðirnar fólu m.a. í sér tíðar verðkannanir. Þessar aðgerðir skiluðu tilætluðum árangri því að markmið um verðbólgu í maí 2002 náðust. Fréttaskýring | Grundvöllur kjarasamn- inga gæti brostið eftir eitt ár Forsendur í uppnámi? Samkvæmt forsendum samninga má verðbólga vera 2,5% en hún er nú 3,8% Samningur kennara fól í sér 30% hækkun. Launastefna ASÍ átti að vera „stefnumarkandi“  Ein af forsendum kjarasamn- ings SGS og SA var að sú launa- stefna, sem í samningnum fælist, væri „almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði“. Ef það gerist ekki geta ASÍ-félögin gert kröfu um annaðhvort „viðbrögð“ af hálfu vinnuveitenda eða að samningnum verði sagt upp. Uppsögn getur í fyrsta lagi tekið gildi eftir eitt ár. egol@mbl.is HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær mann af ákæru um að hafa ekið lyft- ara án tilskilinna réttinda vegna þess að á þeim tíma sem brotið var framið hafði Vinnueftirlit ríkisins heimild til að kveða á um refsingar við slíku broti, samkvæmt lögum frá Alþingi. Að mati Hæstaréttar hafði Alþingi ekki vald til að framselja Vinnueft- irlitinu að ákveða hvaða háttsemi skyldi varða refsingu. Málið kom til kasta lögreglu eftir að maðurinn hafði í ógáti ekið yfir fót vinnufélaga síns. Var hann í kjölfarið ákærður fyrir að hafa ekið lyftaran- um án tilskilinna réttinda. Maðurinn játaði að hafa ekki haft réttindi en sagði verknaðinn ekki refsiverðan. Á það féllst Hæstiréttur. Í dómnum segir að með lagabreyt- ingu árið 2003 hafi ákvæði í lögum verið breytt þannig að félagsmála- ráðherra skyldi, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlitsins, setja regl- ur um kennslu, þjálfun og próf þeirra sem vilja fá leyfi til að stjórna tiltekn- um vélum. Taldi Hæstiréttur að lög- gjafinn hefði ekki haft vald til að ákveða hvaða háttsemi skyldi varða refsingu. Var maðurinn því sýknað- ur. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sótti málið og Axel Kristjánsson hrl. var til varnar. Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson dæmdu málið. Ekki refsivert að hafa ekki lyftararéttindi LANDSBANKI Íslands og Alþjóða- húsið hafa gert með sér samstarfs- samning um menntun starfsfólks bankans í málefnum innflytjenda á Íslandi. Tólf starfsmenn úr jafnmörgum útibúum Landsbankans, víðs vegar að af landinu, sitja þessa dagana á námskeiði og sérhæfa sig í mál- efnum innflytjenda. Hlutverk þess- ara fulltrúa verður að þjóna og leið- beina útlendingum sem eru viðskiptavinir bankans ásamt því að aðstoða aðra starfsmenn bank- ans í þessum efnum. Starfsmenn Landsbank- ans á nám- skeiði hjá Alþjóðahúsi HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem textílmenntakennari í grunnskóla höfðaði gegn borginni vegna vangoldinna launa. Samkvæmt vinnuskýrslu sem skólastjóri hafði útbúið var vinnutími hennar haustið 2001 ekki samfelldur og þar mynduðust eyður. Kennarinn hélt því fram að skólastjóri hefði gefið þau fyrirmæli að kennarar ættu að vera í skólanum í umræddum eyðum en skólastjórinn kannaðist ekki við að hafa gert slíka kröfu. Að mati Hæsta- réttar var viðverutími sem kennarinn var í skólanum vegna þessa lengri en sem tilgreindur var og að samkvæmt kjarasamningi skyldi vinnutími kenn- ara vera samfelldur. Kennaranum hefði ekki verið gerð nægjanlega vel grein fyrir því að hún þyrfti ekki að vera í skólanum í eyðunum. Borgin var dæmd til að greiða henni 140.000 krónur og alls 500.000 krónur í málskostnað. Málið dæmdu Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Er- lendsdóttir og Hrafn Bragason. Gunnar Eydal hrl. flutti málið f.h. kennarans en Guðni Á. Haraldsson hrl. var lögmaður borgarinnar. Þurfti ekki að vera í skólanum í eyðum HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands um að Kaupfélagi Árnesinga sé skylt að greiða Sparisjóði Mýrasýslu fjóra víxla, samtals að fjárhæð 30 millj- ónir króna, sem fyrrverandi fram- kvæmdastjóri KÁ gaf út. Kaupfélagið taldi að fram- kvæmdastjórinn hefði farið út fyrir umboð sitt, þar sem um óvenjulegar og meiri háttar ráðstafanir hefði verið að ræða og sparisjóðnum hefði átt að vera það ljóst. Hæstiréttur taldi hins vegar að framkvæmdastjóri Kaupfélags Ár- nesinga hefði með útgáfu víxlanna leitast við að tryggja hag kaup- félagsins vegna skuldbindinga þess samkvæmt samningum um kaup á Hótel Selfossi árið 2000. Féllst Hæstiréttur því á þá niðurstöðu héraðsdóms að framkvæmdastjór- inn hefði haft heimild til að gefa út hina umdeildu víxla, og greiðslu- skylda KÁ vegna þeirra því stað- fest. Hæstiréttur hafnaði hins vegar kröfu Sparisjóðs Mýrasýslu um staðfestingu veðréttar fyrir skuld- inni í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða, en þann veðrétt hafði héraðsdómur staðfest. Skylt að greiða víxla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.