Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 51 DAGBÓK 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Ámorgun, laugardaginn 20. nóvember, kl.12–16 mun fara fram málþing á vegumAlþjóðlegrar kvikmyndahátíðar íReykjavík undir yfirskriftinni Kvik- myndir og samfélag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Stefán Jón Hafstein, formaður menn- ingarmálanefndar Reykjavíkurborgar mun setja málþingið sem skiptist í tvær málstofur. Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, segir að í þeirri fyrri verði sjónum beint að rödd Íslands í al- þjóðlegu samhengi en málstofan mun kallast á við meginþema dagskrár hátíðarinnar, þar sem eru sýndar kvikmyndir eftir Íslendinga sem starfa er- lendis eða hafa tekið þátt í erlendum samstarfs- verkefnum. „Í málstofunni verður leitast við að skapa um- ræður um það hvaða ímynd/stöðu íslensk kvik- myndagerð hefur í alþjóðlegu samhengi, og um samspil íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndafram- leiðslu,“ segir Hrönn. Erindi flytja Sturla Gunnarsson kvikmyndaleik- stjóri og Li Ping meistaranemi við HÍ. Á eftir verða pallborðsumræður og þátt taka m.a. kvikmynda- leikstjórarnir Sturla Gunnarsson, María Sólrún Sigurðardóttir, Helgi Felixson, Helga Brekkan, Ólafur Sveinsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, en öll eru þau með nýjar myndir á dagskrá hátíð- arinnar. Þá munu einnig taka þátt í umræðum fulltrúar kvikmyndaframleiðslufyrirtækja er vinna að alþjóðlegum verkefnum en meðal þeirra eru Sig- urjón Sighvatsson, Baltasar Kormákur og Þórir Snær Sigurjónsson. Pallborðsstjórnandi verður Ásgrímur Sverrisson. Um hvað fjallar síðari hluti þingsins? „Síðari hluti málþingsins mun fjalla um hlutverk og gildi kvikmyndahátíða í hinum alþjóðlega kvik- myndaheimi og möguleika í uppbyggingu öflugrar hátíðar hér á landi. Erindi flytja Jannike Ahlund, stjórnandi Gauta- borgarhátíðarinnar, Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi Toronto-hátíðarinnar og Þorfinnur Óm- arsson fyrrum forstöðumaður Kvikmyndasjóðs Ís- lands. Í pallborði sitja m.a. ofantaldir, auk Sig- urjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðanda, Sigríðar Pétursdóttur kvikmyndafræðings, Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa og kvikmyndaleik- stjóranna Dags Kára Péturssonar og Kristínar Jó- hannesdóttur. Pallborðsstjórnandi verður Eva María Jónsdóttir.“ Hvað vonastu til að komi út úr þessum um- ræðum? „Hér hefur ekki farið fram skipuleg umræða um tilgang og hlutverk kvikmyndahátíða svo ég viti. Ég vona að þetta þing geti orðið kveikjan að henni, mér þykir mikilvægt að við reynum að byggja upp þessa hátíð í skapandi og gagnrýnu umhverfi, með því móti verður hún gildari þáttur í menningarlífi landsmanna. Ég vona að þingið leiði það líka í ljós að kvikmyndahátíðir geti haft verulegan ávinning í för með sér fyrir samfélögin sem hýsa þær, verið atvinnuskapandi, styrkt ferðamannaiðnað o.s.frv.“ Kvikmyndir | Málþing á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík Vonandi kveikjan að umræðu  Hrönn Marinósdóttir er fædd árið 1965 í Reykjavík. Hún lauk B.A. prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1992, stundaði nám í þýsku og stjórn- málafræðum í Freie Uni- versitet í Berlín 1993 til 1994 og lauk MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2004. Hrönn starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1996 til 2003. Hún á 3 börn ásamt sambýlis- manni sínum Þresti Helgasyni blaðamanni. Skemmdir á gróðri í Breiðholti VIÐ sem ökum oft á dag yfir nýju gatnamótin í Norður-Mjódd og höf- um þurft að horfa á umturnað um- hverfið þar í kring í langan tíma glöddumst innilega þegar loks síðla sumars var sáð grasfræjum í næsta nágrenni við brýrnar og um leið mótað fyrir blóma- og trjábeðum. Við fylgdumst spennt með fram- förum og glöddumst innilega þegar grastoppar skutu upp kollinum og gáfu umhverfinu hlýlegri lit. En hvað gerðist svo allt í einu einn haustdaginn? Jú, þá komu stórir flutningabílar með tré og aðrar plöntur, sennilega í þeim til- gangi að fegra umhverfið. En til að komast alveg að trjábeðunum með plönturnar óku bílstjórar flutn- ingabílanna yfir viðkvæmt grasið, sem var rétt að ná sér á strik, og eftir standa stór og ljót hjólför í grassverðinum. Ekki bara á einum stað heldur hringinn í kringum allt stóra hringtorgið sem er nú engin smásmíð. Þó ber mest á þessum skemmdum þegar ekið er frá Breiðholti niður á Reykjanesbraut- ina. Okkur finnst þetta afar ljótt og skiljum ekkert í svona vinnubrögð- um. Við spyrjum því: Hver ber ábyrgð á þessum skemmdum? Á ekki sá hinn sami að laga það sem hann skemmdi? Hneykslaðir ökumenn. Sporgöngumaður – forgöngumaður ÉG hef áhyggjur þegar mennta- málaráðherra hefur ekki fullt vald á íslensku. Menntamálaráðherra var að heiðra Pál Steingrímsson á Edduverðlaunahátíðinni og þar kallaði hún hann sporgöngumann. Sporgöngumaður er sá sem gengur í annarra spor. Hún hlýtur að hafa meint alveg öfugt, þ.e. að hann væri forgöngumaður eða brautryðj- andi. Ólafur Sigurgeirsson. Svart/hvítur fress í óskilum SVARTUR og hvítur fress, með lít- inn svartan blett undir hálsinum og ómerktur, er í óskilum í Baug- húsum í Grafarvogshverfi. Þeir sem eiga kisuna eru beðnir að hafa sam- band við Margréti í síma 847 6878. Depill er týndur DEPILL er hvítur og svart- ur, síðhærður kattarstrákur. Hann hvarf frá sumarbústað í Vaðnesi, Gríms- neshreppi, 31. júlí sl. Hans er sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Depil eru beðnir að hafa samband í síma 565 2061, 898 6412 og 898 3420. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Ídag, 19. nóv- ember, er sextug El- ísabet Bjarnadóttir. Elísabet er dóttir hjónanna Bjarna Vil- hjálmssonar fyrrum þjóðskjalavarðar og frú Kristínar Eiríks- dóttur. Elísabet er gift Jóni H. Stef- ánssyni og eiga þau þrjá syni, Bjarna Hilmar, Stefán Hrafn og Steingrím Sigurð. Elísabet er stúdent úr Verzl- unarskóla Íslands og hefur stundað nám við Háskóla Íslands í viðskipta- og markaðsfræðum síðustu ár. Elísabet hefur lengst af starfað hjá Vélsmiðj- unni Héðni, Héðni verslun sem nú er Danfoss á Íslandi þar sem hún starfar enn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is ÞAÐ verður efalaust handagangur í öskjunni þegar hin víðfræga hljómsveit KISS stígur á svið á Gauk á Stöng í kvöld og flytur nokkur af sínum uppá- haldslögum fyrir gesti. Sveitin, sem er margfræg fyrir litríkt útlit og lifandi sviðsframkomu er einnig þekkt fyrir að flytja með miklum tilþrifum smelli sam- nefndra kollega sinna frá Bandaríkj- unum Crazy nights, Lick it up, I was made for loving you og Detroit Rock City. Tónleikar KISS eru í tilefni af afmæli Gauksins, en hljómsveitinni fylgir sveit- in Coral sem leikur á sérstökum afmæl- isdansleik eftir tónleikana. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kiss vakti mikla lukku á sínum síðustu tónleikum hér á landi fyrir nokkrum árum. KISS á Gauknum í kvöld Hvers konar fyrirmynd er til dæmis hin unga, gáfaða, metnaðarfulla, kurt- eisa og hugrakka Hermione Granger ungum börnum? Áhrif og þýðing barna- og unglingabókmennta Hótel Loftleiðum í dag kl. 9. Ráðstefnan er haldin í tilefni af for- mennsku Íslands í Norrænu ráð- herranefndinni og skipulögð af Nor- ræna málráðinu í samstarfi við Stjórnarnefnd um norræna barna- menningu. Fræðimenn og barna- bókahöfundar hvaðanæva af Norð- urlöndum eru meðal fyrirlesara, m.a. danska skáldkonan Hanne Kvist, Kari Levola frá Finnlandi og Andri Snær Magnason rithöfundur, en Guðrún Helgadóttir rithöfundur mun stjórna umræðum. HVAÐA þýðingu hafa barna- og unglingabókmenntir fyrir málkennd og málþroska? Hvernig breytir al- þjóðahyggjan, sem endurspeglast í nútíma barnabókmenntum, sam- félagsskilningi ungs fólks? Hvaða áhrif hafa tölvuleikir og kvikmyndir á málskilning og lestrarvenjur barna og unglinga? Hvernig má nýta upp- lýsingatækni til að efla lestraráhuga og málþroska? Þetta eru spurningar sem leitað verður svara við á ráð- stefnu um málfar í barna- og ung- lingabókum sem haldin verður á HEIMILDARMYNDIN Íslands bankar - 100 ára fjármálasaga, verður frumsýnd í dag í tilefni af því að í ár eru 100 ár liðin frá því að gamli Íslandsbanki var opnaður. Það eru starfsmenn Íslandsbanka um allt land sem fyrstir fá að berja myndina augum. Að sögn tals- manna bankans markar frumsýn- ingin lokin á „Stefnumóti Íslands- banka“, umfangsmiklu námi sem allir starfsmenn bankans hafa sótt, við Háskólann í Reykjavík. Kolbrún Jónsdóttir verkefnis- stjóri segir Stefnumót vera sam- hæft nám fyrir alla starfsmenn Ís- landsbanka og Sjóvá-Almennra þar sem farið er yfir vöruval, gildi og markmið fyrirtækisins. „Við höfum verið að leika okkur með þetta orð „Stefnumót“, því þarna er að vissu leyti um að ræða stefnumótun auk þess sem við erum að kynnast betur hvert öðru og fyrirtækinu - erum á stefnumóti.“ Kolbrún segir mynd- ina vera afar áhugaverða. „Við vilj- um með myndinni minna á rætur okkar, því þegar Íslandsbanki hf. var opnaður í ársbyrjun 1990 sam- einuðust fjórir bankar; Versl- unarbanki Íslands, Alþýðubankinn, Iðnaðarbanki Íslands og Útvegs- banki Íslands. Saga okkar á því djúpar rætur og þær liggja víða í ís- lensku samfélagi og þessi saga er sögð í myndinni.“ Saga Íslandsbanka rakin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.