Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigríður Snævarr á sunnudag SJÖ hundruð íslenskar konur taka þátt í alþjóðlegri rannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Merck um mögu- leg áhrif bóluefnis sem þróað hefur verið gegn stofni 16 og 18 HPV- veirunnar, en þessir tveir stofnar eru algengustu stofnarnir sem finn- ast í leghálskrabbameini, finnast í um 70% leghálskrabbameinstilvika. „Þær forrannsóknir sem þegar hafa verið gerðar benda til þess að þetta bóluefni gegn HPV-veiru sé mjög virkt í þá veru að valda ónæmissvörun sem er jafnvel betri en náttúruleg sýking af völdum veirunnar. Einnig hafa forrann- sóknirnar gefið til kynna að bólu- efnið hafi óverulegar aukaverkanir og sé það virkt að það verji konuna í flestum tilvikum gegn smiti og ef hún smitast þá komi bóluefnið í veg fyrir það að veiran geti valdið for- stigsbreytingum sem er undanfari krabbameins,“ segir Kristján Sig- urðsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands og ábyrgðaraðili rannsóknarinnar hér á landi. Rannsóknin er unnin í sam- vinnu Krabbameinsfélags Íslands, Landlæknis og Merck. Að sögn Kristjáns eru þetta afar góðar fréttir, en hins vegar sé ekki þar með sagt að bóluefnið útrými leghálskrabbameini algjörlega, enda sé málið miklu mun flóknara en sem svo. „Það er nefnilega sann- að mál að HPV-veiran er nauðsyn- legur en ekki nægjanlegur þáttur til að valda leghálskrabbameini. Það þýðir að það þarf einhverja aðra þætti með veirusmiti til að smit leiði til krabbameins, má þar nefna þætti eins og reykingar, klamydiu-sýkingar og getn- aðarvarnarpilluna,“ segir Kristján og tekur fram að raunar sé ekki nákvæmlega vitað hvaða aðra þætti þurfi til. Að sögn Kristjáns er smit af völdum HPV-veiru afar algengt, en raunar skal tekið fram að veiran hefur meira en 100 undirstofna, en af þeim eru 35 stofnar sem tengjast kynfærunum og af þeim eru 10–15 sem tengjast leghálskrabbameini. Lækka mætti dánar- tíðnina um 95% „Vitað að sá fjöldi kvenna sem smitast af þessari veiru er gíf- urlega mikill. Þannig er talað um að meðal kvenna á aldrinum 20–24 ára geti allt upp undir 25–40% hafa smitast af HPV-veiru og allt að 80% kvenna smitist af einhverjum stofni þessarar veiru á lífstíð sinni. Reyndar eldist veiran af flestum konum, þar sem ónæmiskerfið vinnur á veirunni. Hins vegar er alltaf ákveðinn hluti kvenna sem losa sig ekki við veiruna og eru þær þá í meiri áhættu um að mynda leghálskrabbamein síðar, þ.e. ef þær hafa þá aðra meðvirk- andi þætti sem ég minntist á áðan. Því mun bólusetning gegn veirunni aðallega gagnast þessum hópi kvenna,“ segir Kristján og bendir á að talið er að hægt sé að lækka dánartíðni af völdum legháls- krabbameina um 95% ef bólusett væri gegn fimm algengustu stofn- tegundum HPV-veirunnar, þ.e. stofnum 16, 18, 33, 35 og 45. Að sögn Kristjáns er fylgst vel með konunum sem þátt taka í rannsókninni hér á landi og verða þær undir ströngu eftirliti fram til ársins 2007 þegar allar skrár rann- sóknarinnar verða skoðaðar saman. „Það er ljóst að viss fjöldi kvennanna hefur, frá því rann- sóknin hófst, fengið forstigsbreyt- ingar, auk þess sem nokkrar konur voru mögulega smitaðar af veirunni áður en rannsóknin hófst. Þegar til- tekinn fjöldi kvennanna í rannsókn- inni hefur fengið sterkar forstigs- breytingar þá verða skrárnar opnaðar og gáð að því hvort þær konur sem fengið hafa forstigs- breytingarnar eru þær sem fengu bóluefnið eða ekki.“ Almenn bólusetning gæti hafist innan næstu fimm ára Í byrjun næsta árs verður, að sögn Kristjáns, skoðað sérstaklega hvort forstigsbreytingum hafi fækkað mikið með tilkomu bóluefn- isins. „Fyrstu kannanir okkar benda til þess að bóluefnið dragi verulega úr líkum á forstigsbreyt- ingum. Það á síðan eftir að koma í ljós til langtíma litið hvort það hef- ur sömu áhrif á leghálskrabbamein- stíðnina. Þar kemur inn samvinna við krabbameinsskrána hérlendis, en næstu 10–15 árin verður fylgst með því hvernig þessum hópi farn- ast með tilliti til þess og verður þá væntanlega fylgst með því ef fram koma forstigsbreytingar að kanna af hvaða toga þær eru, hvort þær eru bundnar þessum vírusstofni sem bólusett er fyrir eða öðrum stofni þessa víruss.“ Spurður innan hve langs tíma Kristján sjái fyrir sér almenna bólusetningu kvenna svarar hann því til að það geti orðið innan næstu fimm ára. „Ef svörunin við bóluefninu verður góð, þ.e. að tíðni sterkra forstigsbreytinga nánast hverfi í þessum bólusetta hópi, þá er það sterk vísbending um það að bóluefnið geri gagn og þá sé ég fyrir mér að menn geti farið að hefja bólusetningar stúlkna og drengja fyrir kynþroskaaldur fljót- lega eftir að þær niðurstöður liggja fyrir. Ég myndi segja að það væri sennilega innan næstu 4–5 ára og kannski fyrr ef allt gengur að ósk- um.“ Hægt er að lesa nánar um rann- sóknina á vefslóðinni: www.krabb.is/pdf/hpvveira.pdf. Morgunblaðið/Kristinn „Ef bólusett væri gegn fimm algengustu stofntegundum HPV-veirunnar mætti lækka dánartíðni af völdum leghálskrabbameina um 95%,“ segir Kristján Sigurðsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Bóluefnið kemur í veg fyrir for- stigsbreytingar LANDSSÖFNUN fermingarbarna fór fram síðastliðinn mánudag þeg- ar þau gengu í hús fyrir Hjálp- arstarf kirkjunnar. Þetta var í sjötta sinn sem fermingarbörn á Ís- landi safna peningum til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Í heild hafa nú þegar verið lagðar inn 5,5 milljónir. Rúmlega fimmtíu prestar á land- inu öllu fræddu þrjú þúsund ferm- ingarbörn um erfiðleika sem jafn- aldrar þeirra eiga við að etja í fátækum löndum Afríku s.s. vatns- skort, fáa möguleika til menntunar og lélega heilsugæslu. Skuldavanda fátækra landa bar einnig á góma, erfiðleika við að komast að á mörk- uðum Vesturlanda og almennt ójafnvægi milli ríkra og fátækra. Um leið fræddust fermingarbörnin um árangur af verkefnum Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Söfnun fermingarbarna er mik- ilvægur hluti í fjáröflun til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar. Í fyrra söfnuðust 5,4 milljónum króna og nam það 13% af heildarsöfnunarfé stofnunarinnar. Fermingarbarna- söfnun komin í 5,5 milljónir GERT er ráð fyrir að hest- húsabyggðin í Fákshúsinu við Bú- staðaveg hverfi af svæðinu á næstu árum. Samkvæmt upplýsingum frá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar er gert ráð fyr- ir því að hesthúsabyggðin við Bú- staðaveg hverfi af skipulagi í fram- tíðinni. Þannig væri gert ráð fyrir að hestaeigendur fengju pláss fyrir hesta sína þá annaðhvort í Víði- dalnum eða á Hólmsheiði. Hjá Þorgrími Hallgrímssyni, varaformanni stjórnar Hesta- mannafélagsins Fáks, fengust þær upplýsingar að félagið væri með samning við Reykjavíkurborg um veru hesthúsanna við Bústaðaveg til ársins 2007, en þá væri mein- ingin að þau vikju fyrir nýju skipu- lagi og sagðist Þorgrímur gera ráð fyrir að húsin yrðu þá rifin. Ráðgert að hesthúsin fari STÚDENTAR mótmæla hækkun á leikskólagjöldum í Reykjavík og hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands farið af stað með undirskriftasöfn- un á vefsíðunni www.student.is/ leikskolar til að skora á Reykjavík- urborg að falla frá fyrirhugaðri hækkun sem að óbreyttu verður 1. janúar 2005. Á vef Stúdentaráðs kemur fram að breytingin muni auka útgjöld foreldra þar sem annað foreldri er í námi um rúmar 81 þúsund krónur, miðað við eitt barn. Stúdentar mótmæla leik- skólahækkun Á FYRSTA fundi nýrrar stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins, sem haldinn var á föstudag, var skipað í svokallaða siglinganefnd sem metur hvort brýna nauðsyn beri til að senda fólk utan til lækn- isaðgerða. Jöfn skipting kynja er í nefndinni en kona hefur ekki áður setið í siglinganefnd sem að- almaður. Af fimm aðalmönnum eru nú tvær konur og þrjár konur af fimm varamenn. Einnig var gengið frá skipan fulltrúa Trygg- ingastofnunar í samninganefnd heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis og þar verður einnig jöfn skipting milli kynja. Jafnréttisáætlun Tryggingastofn- unar var lögð fram og rædd á fyrsta stjórnarfundinum. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður er nýskipaður formaður stjórnar TR. Þetta kemur fram á vef Trygg- ingastofnunar. Jöfn skipting kynja ’…ég varð svo glöð að égsat fyrir framan sjónvarpið í 16 tíma samfleytt…‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.