Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FEGNIR SAMNINGNUM Talsmenn sveitarfélaganna eru fegnir að búið sé að semja við grunn- skólakennara þótt ljóst sé að þær kostnaðarhækkanir sem samn- ingnum fylgja geti orðið þeim þung- ur baggi. Víða virðist sem skera þurfi eitthvað niður af ólögbundinni þjónustu sveitarfélaganna til að mæta auknum útgjöldum vegna samnings við kennara. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi að með samningnum hefðu sveitarfélögin gert skelfileg mistök. Tífalt ódýrara Verkið sem myndlistarmaðurinn Rúrí gerði fyrir Feneyjatvíæring- inn, Archive-endangered waters, er nú á leið heim til Íslands með skipi, einungis til þess að verða flutt aftur út til meginlands Evrópu til sýn- ingar. Ástæðan er sú að tífalt ódýr- ara er að flytja verkið heim milli sýninga. Norðmenn í hraðlið ESB Norska stjórnin hefur ákveðið að taka þátt í því að mynda fyrirhugað hraðlið Evrópusambandsins og leggja því til allt að 150 hermenn. Sósíalíski vinstriflokkurinn og Mið- flokkurinn segja aðild Noregs að hraðliðinu stangast á við stjórn- arskrána. Afganistan „eiturlyfjaríki“? Ræktun ópíumvalmúa hefur auk- ist um 64% í Afganistan frá því í fyrra, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar er varað við því að Afganistan geti orðið að „eiturlyfjaríki“. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 37 Fréttaskýring 8 Forystugrein 34 Viðskipti 18 Viðhorf 36 Úr verinu 19 Minningar 38/49 Erlent 20 Dagbók 50/53 Minn staður 21 Myndasögur 50 Höfuðborgin 22 Víkverji 50 Suðurnes 22 Staður og stund 52 Austurland 23 Kirkjustarf 53 Akureyri 24 Leikhús 56 Landið 25 Bíó 62/65 Daglegt líf 26/29 Ljósvakamiðlar 66 Menning 30/31, 53/65 Veður 67 Umræðan 32/37 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #             $         %&' ( )***                           VERÐ á bensíni í Bandaríkjunum og Þýskalandi hefur lækkað meira en á Íslandi síðan um miðjan október þegar heimsmarkaðsverð var sem hæst. Verðlækkun í Bretlandi er hins vegar öllu minni en á Íslandi og skýrist af því að breska pundið hefur lækkað með Bandaríkjadal. Í blaðinu í gær kom fram að olíufé- lög í Svíþjóð hefðu lækkað verð mun meira en þau íslensku undanfarnar vikur, eða um 7,4%, samanborið við 0,9% lækkun hér. 3,2% lækkun í Bandaríkjunum Samkvæmt tölum á heimasíðu orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna var meðalverð á bensíni þar í landi hæst 35,80 krónur fyrir hvern lítra hinn 18. október síðastliðinn. Síðan þá hefur verð lækkað nokkuð og var á mánudag 34,67 krónur fyrir lítr- ann. Þetta er lækkun um 3,2% og skýrist hún eingöngu með verðfalli á heimsmarkaði þar sem gengisfall dollars hefur ekki áhrif á smásölu- verð í Bandaríkjunum. Hjá BP í Þýskalandi fengust þær upplýsingar að hjá félaginu hefði verð á 95 oktana blýlausu bensíni verið hæst 102,49 krónur fyrir lítr- ann á tímabilinu 10.–30. október en hefði síðan tekið að lækka og væri nú 97,28 krónur á lítrann. Þetta er lækkun um 5,08% og skýrist hún að hluta með lækkun heimsmarkaðs- verðs og að hluta með því að Þýska- land er aðili að Myntbandalagi Evr- ópu en evran hefur aldrei verið sterkari gagnvart dollarnum en um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum sem bár- ust frá ChevronTexaco í Bretlandi var meðalverð á bensíni hjá þeim hæst hinn 3. nóvember síðastliðinn 105,21 krónu fyrir lítrann en á mánu- dag hafði það lækkað niður í 105,1 krónur á lítrann. Hér er einungis um 0,10% lækkun að ræða og felst skýr- ingin helst í því að sterlingspundið hefur lítið sem ekkert styrkst gagn- vart dollarnum. 6,3% lækkun í Danmörku Í Danmörku er samkeppni mjög hörð á bensínmarkaði. Hjá olíufélag- inu Q8 var verð á 95 oktana blýlausu bensíni hæst á tímabilinu 8.–12. október, 106,15 krónur á lítra en er í dag 99,48 krónur á lítra. Þetta er lækkun um 6,3% sem skýrist fyrst og fremst með gengisfalli dollars og lækkun heimsmarkaðsverðs. Hraðari lækkun bensíns í nágrannalöndunum                                       ! "# !!  ANNA Elínborg Gunnarsdóttir, sem verið hefur rekstrar- stjóri auglýsinga- deildar, hefur verið ráðin í starf auglýs- ingastjóra Morgun- blaðsins. Anna Elín- borg tekur við af Gesti Einarssyni sem verið hefur auglýs- ingastjóri síðan í jan- úar 1991. Gestur mun starfa áfram að ýms- um sérverkefnum tengdum sölu- og markaðsmálum fyrir- tækisins. Anna Elínborg er iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Ís- lands. Hún hóf störf hjá Morgunblaðinu í maí 1996. Í janúar 1998 tók hún við starfi rekstrarstjóra auglýs- ingadeildar. Anna El- ínborg er gift Matth- íasi Björnssyni og eiga þau tvíburadæt- urnar Brynju og Diljá. Nýr auglýsingastjóri Morgunblaðsins Anna Elínborg Gunnarsdóttir HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á kröfu danska fyrirtækisins Pharma Nord ApS, að íslenska fyrirtækinu PharmaNor hf. sé óheimilt að nota það heiti í starfsemi sinni. Verður fyrirtækið að taka firmanafnið PharmaNor úr hlutafélagaskrá inn- an 30 daga frá uppkvaðningu að við- lögðum 100.000 króna dagsektum. Pharma Nord hefur selt vörur sín- ar, m.a. vítamín og fæðubótarefni, hér á landi frá árinu 1988, og fékk skráð vörumerkið Pharma Nord árið 1994 fyrir allar vörur í flokkum fyrir lyf, vítamín, fæðubótarefni o.fl. PharmaNor hóf notkun á því firmaheiti árið 2002 og fékk það skráð sem vörumerki í flokki fyrir auglýsingastarfsemi o.fl. Danska fyr- irtækið krafðist þess þá að það ís- lenska hætti að nota nafnið. Deildu aðilar um hversu víðtæka vernd vörumerki Pharma Nord nyti gagn- vart vörumerki og firmanafni PharmaNor. Hæstiréttur segir í dómi sínum, að meginstarfsemi PharmaNor felist í innflutningi og heildsölu á lyfjum en Pharma Nord selji ekki lyf hér á landi. Vörur þess séu á hinn bóginn seldar í lyfjaverslunum sem og al- mennum verslunum. Litið var til þess að Pharma Nord eigi skráð vöru- merki, sem nái til allra tegunda lyfja og verndi það gegn heimildarlausri notkun PharmaNor á nafninu í at- vinnustarfsemi sinni. Var því talið fullnægt skilyrði vörumerkjalaga um að notkun á nafninu tæki til eins eða svipaðrar vöru og þjónustu og vöru- merkjarétturinn náði til. Þá var einn- ig talin augljós hætta á að ruglast yrði á merkjunum, en bæði fyrirtæk- in selja vörur sínar til lyfjaverslana. PharmaNor var dæmt til að greiða Pharma Nord samtals 1,5 milljónir í málskostnað. Magnús H. Magnússon hrl. flutti málið fyrir Pharma Nord en Árni Vil- hjálmsson hrl. fyrir PharmaNor. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð- ar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Dæmt til að skipta um nafn HREGGVIÐUR Jónsson, forstjóri PharmaNor, segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki þá sem menn hefðu óskað sér og þá sé fresturinn skammur. PharmaNor hafi beðið um sex mánaða frest ef það tapaði málinu. Hreggviður segir mönnum þykja nokkuð slæmt að tapa málinu á þeim forsendum að Danir beri ekki fram d-ið í Nord, þ.e. að hljóð- líkingin á milli nafnanna hafi ráðið úrslitum. Hreggviður segir kostn- aðinn vegna nafnabreytingar ekki mjög mikinn þar sem fyrirtækið sé ekki með vörur undir eigin nafni á neytendamarkaði. Skammur frestur BÆJARYFIRVÖLD í Bolungarvík boðuðu til íbúaþings í gærkvöldi til að ræða samstarf og hugsanlega sameiningu við nærliggjandi sveit- arfélög, þ.e. Ísafjarðarbæ og Súða- víkurhrepp. Umræðan um þetta hófst í vor þegar bæjaryfirvöld í Bolungarvík settu á fót vinnuhópa til að fara yfir kosti og galla þess að auka samvinnu við nærliggjandi sveitarfélög, sameinast þeim eða hafa óbreytt ástand, þ.e. sjálfstæði bæjarfélagsins. Ráðgjafarfyrirtækið Prax var fengið til að taka saman skýrslu og vinna úr niðurstöðum vinnuhóp- anna og voru þær niðurstöður kynntar á íbúaþinginu og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum. Jafnframt var kynnt tillaga sameiningarnefndar félags- málaráðuneytisins þar sem lagt er til að íbúum sveitarfélaganna þriggja verði gefinn kostur á að greiða atkvæði um sameiningu 23. apríl í vor en sveitarstjórnunum er gefinn kostur á að koma at- hugasemdum á framfæri við sam- einingarnefndina fyrir 1. desem- ber. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Bolvíkingar ræða sameiningarmál Bolungarvík. Morgunblaðið. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús (LSH) verður á næsta ári reiðubúinn að takast á við gerð þjónustusamn- ings við yfirvöld um breytta fjár- mögnun spítalans. Þetta sagði settur forstjóri LSH, Jóhannes M. Gunnars- son, á ráðstefnu spítalans í gær um fjármögnunarleiðir í heilbrigðiskerf- inu. Hann sagði að slíka samninga mætti gera þannig að fjármögnun þjónustunnar yrði breytt í áföngum og að greiðslur til LSH yrðu að hluta til verk- og afkastatengdar og að hluta til í formi fastra og breytilegra fjárveitinga. Í þjónustusamningum spítalans við einstakar deildir hefur skipting þessara hlutfalla verið 30% samkvæmt mældum afköstum og 70% fjárframlaga verið föst. Jóhannes rifjaði upp að í heilbrigð- isáætlun til ársins 2010 væri stefnt að því að þjónustusamningar yrðu gerðir við allar heilbrigðisstofnanir landsins til þriggja ára í senn. LSH hefði und- anfarin ár unnið að innleiðingu fram- leiðslumælikvarða, svonefnds DRG- kerfis, og að kostnaðargreiningu. Þeirri vinnu væri nú að mestu lokið á legudeildum og kostnaðargreiningu myndi ljúka í byrjun næsta árs. Reiðubúnir að semja um breytta fjármögnun á LSH  Ísland komið/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.