Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
NORÐAUSTUR-Atlantshafsfisk-
veiðinefndin (NEAFC) ákvað í síð-
ustu viku að banna botnvörpuveiðar
á nokkrum neðansjávarfjöllum og á
afmörkuðu svæði á Reykjaneshrygg
utan íslensku efnahagslögsögunnar.
Bannið nær einnig til staðbundinna
veiðarfæra, s.s. neta og línu.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
svæðisstofnun sem fer með stjórn
fiskveiða grípur til slíkra aðgerða
gegn botntrollsveiðum. Bannið nær
til fimm svæða innan NEAFC-svæð-
isins, þar á meðal fjögurra neðan-
sjávarfjalla og hluta af Mið-Atlants-
hafshryggnum vestur af Írlandi eða
öllu heldur Reykjaneshryggnum.
Banninu er ætlað að vernda við-
kvæm vistkerfi á svæðinu og gildir
til þriggja ára en verður þá endur-
skoðað.
Í samkomulagi allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna á dögunum var
því beint til ríkja og svæðisbundinna
fiskveiðistjórnunarstofnana að bæta
stjórn á veiðum sem haft gætu skað-
leg áhrif á viðkvæm vistkerfi hafs-
ins. Fyrir þinginu höfðu legið tillög-
ur um hnattrænt bann við
botnvörpuveiðum á úthafinu en
vegna andstöðu margra ríkja, m.a.
Íslands, náðu þær ekki fram að
ganga. Bentu fulltrúar Íslands á að
það væri á valdi viðkomandi ríkja
eða svæðisbundinna fiskveiðistjórn-
unarstofnana að meta þörfina fyrir
bann við notkun botnvörpu á ein-
stökum hafsvæðum.
Furðuleg niðurstaða
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir ákvörð-
un NEAFC þannig í samræmi við
þau tilmæli sem samþykkt voru á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna. „Við höfum lengi verið þeirrar
skoðunar að rannsaka eigi viðkvæm
svæði, líkt og tiltekin svæði suðaust-
ur af landinu. Ef að í ljós kemur að
veiðarfæri hafa skaðleg áhrif á að
sjálfsögðu að banna þau. En slíkar
ákvarðanir á að taka innan svæð-
isstofnana eða ríkja, ekki á hnatt-
rænum grundvelli,“ segir Friðrik.
Hann segir að á fundi NEAFC í
síðustu viku hafi Norðmenn lagt
fram tillögu um bann við öllum tog-
veiðum á einstaka svæðum, þar með
töldum flotvörpuveiðum. Menn hafi
hins vegar ekki séð hvernig þær
gætu skaðað viðkvæmt botnlíf. Evr-
ópusambandið hafi aftur á móti vilj-
að banna allar veiðar innan tiltek-
inna svæða og að endingu hafi það
orðið að samkomulagi að banna
botnvörpuveiðar og staðbundin veið-
arfæri, þar á meðal línuveiðar. „Og
það er í sjálfu sér furðuleg niður-
staða en þarna var um málamiðlun
að ræða,“ segir Friðrik.
Á vef umhverfissamtakanna
WWF er ákvörðun NEAFC fagnað
og haft eftir talsmanni samtakanna
að hún marki upphaf í verndun út-
hafanna fyrir trollveiðum. Hún skapi
jafnframt fordæmi í stjórn fiskveiða
á úthafinu og sé tákn um breyttar
áherslur í þeim efnum, nú miðist
stjórn fiskveiða ekki aðeins við fiski-
stofnana sjálfa heldur vistkerfið allt.
Í ljósi þess að um 40% fiskimiða
heimsins séu nú á meira en 200
metra dýpi sé þessi ákvörðun
NEAFC tímabær og aðeins byrjun-
in.
SÞ fjalli um
hnattræn vandamál
Málefni hafsins og hafréttarmál
voru á dagskrá allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna á þriðjudag en þá
voru tíu ár liðin frá gildistöku haf-
réttarsamnings Sameinuðu þjóð-
anna. Af því tilefni flutti Hjálmar W.
Hannesson, sendiherra og fasta-
fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóð-
unum, ræðu fyrir Íslands hönd.
Sagði hann íslensk stjórnvöld vera
þeirrar skoðunar að allsherjar-
þinginu bæri í umfjöllun sinni um
málefni hafsins að leggja áherslu á
mál sem væru hnattræns eðlis,
fremur en mál sem féllu undir full-
veldisrétt einstakra ríkja eða fjalla
bæri um á svæðisbundnum vett-
vangi. Mengun hafsins virti til dæm-
is engin landamæri og glíma yrði við
hana með hnattrænum aðgerðum.
Verndun og sjálfbær nýting lifandi
auðlinda hafsins væri hins vegar
dæmi um staðbundið eða svæðis-
bundið málefni. Ísland gæti ekki fall-
ist á hnattræna stjórnun fiskveiða
þar sem fiskveiðistjórnun félli undir
fullveldisrétt einstakra ríkja eða
væri á ábyrgð svæðisbundinna fisk-
veiðistjórnunarstofnana.
Í ljósi þessa fagnaði fastafulltrúi
því að í fyrirliggjandi drögum að
ályktunum allsherjarþingsins um
hafréttar- og fiskveiðimál væri við-
urkennt að það væri hlutverk ein-
stakra ríkja og svæðisbundinna fisk-
veiðistjórnunarstofnana, eftir því
sem við á, að stjórna veiðum sem
haft geta skaðleg áhrif á viðkvæm
vistkerfi hafsins. Hann sagði Ísland,
eins og mörg önnur strandríki, árum
saman hafa beitt svæðislokunum
sem lið í fiskveiðistjórnun, m.a. í því
skyni að vernda viðkvæm vistkerfi. Í
síðustu viku hefði Ísland staðið að
ákvörðun Norðaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, um
tímabundið bann við botnvörpuveið-
um á nokkrum neðansjávarfjöllum
og á afmörkuðu svæði á Reykjanes-
hrygg utan íslensku efnahagslög-
sögunnar. Mikilvægt væri að allar
slíkar ákvarðanir væru teknar á vís-
indalegum grundvelli.
NEAFC bannar botntrollsveiðar á afmörkuðum svæðum
Bannið nær
einnig til línuveiða
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Bann NEAFC hefur bannað botnvörpuveiðar á einstaka svæðum, ásamt
notkun staðbundinna veiðarfæra.
Sjálfstæ›isflokkurinn
Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík
sími 515 1700 www.xd.is
Sjálfstæðismenn,
munið fjársöfnunina vegna Valhallar
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
í síma 515 1700 og á heimasíðu hans, www.xd.is
904 1002 fyrir 1.000 króna framlag
904 1003 fyrir 2.000 króna framlag
904 1004 fyrir 5.000 króna framlag
Hringið í