Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 20

Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 20
20 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF YFIRTAKA Íslandsbanka á Bolig- og Næringsbanken ASA, eða BNbank, í Þrándheimi í Noregi er nú að komast í höfn. Eigendur meira en 90% hlutafjár í bank- anum hafa samþykkt yfirtöku- tilboð Íslandsbanka upp á 340 norskar krónur á hvern hlut. Bjarni Ármannsson forstjóri Ís- landsbanka hefur dvalið lang- dvölum í Noregi síðustu mánuði og borið hitann og þungann af bæði yfirtöku á BNbank og Kred- ittbanken í Álasundi, en þeirri yf- irtöku lauk 30. nóvember. Íslands- banki hefur í kjölfarið skilgreint bæði Noreg og Ísland sem sína heimamarkaði. Hvað er eftirsóknarvert við BNbank? „Það er eftirsóknarvert fyrir Ís- landsbanka að vaxa á áhugaverð- um svæðum utan Íslands því vaxt- armöguleikar innanlands eru takmarkaðir. Íslandsbanki hefur þó á undanförnum tveimur árum nýtt sér ýmsa áhugaverða mögu- leika innanlands eins og að kaupa Sjóvá Almennar tryggingar hf., auka samþættingu í fjármálaþjón- ustu og nú síðast framsókn á hús- næðislánamarkaðnum. Við höfum á síðustu sex árum byggt upp al- þjóðlega starfsemi, upphaflega með áherslu á sjávarútveg en út- víkkuðum hana síðan yfir í áherslu á matvælamarkaðinn. Við höfum sótt inn á Norðurlöndin, einkum Noreg og Danmörku, og sett upp útibú í London og Lúxemborg í þessum tilgangi. Það er ljóst að til þess að ná meiri markaðshlutdeild þurfum við sterkari stöðu inni á viðkomandi mörkuðum. Okkur hef- ur litist einna best á norska mark- aðinn, bæði vegna þess að menn- ingarlega og í háttum, þá hentar það okkur vel að eiga viðskipti við Norðmenn og þeirra efnahagur byggist eins og okkar að verulegu leyti á nýtingu náttúruauðlinda. Þess vegna er mikið af þeim fjár- festingum sem þar er ráðist í okk- ur kunnuglegar. Með það að markmiði að dreifa okkar áhættu og skjóta frekari stoðum undir rekstur Íslands- banka þá höfum við skilgreint Noreg og Ísland sem heimamark- aði bankans. Með þessa stefnu að leiðarljósi fórum við í það fyrr á árinu að kaupa Kredittbanken í Álasundi í Noregi. Þar með erum við komin með bankastarfsemi í höfuðstað norsks sjávarútvegs sem er einnig sterkt útflutningssvæði. Við erum að sækja fram bæði á starfssvæði bankans og sömuleiðis um allan Noreg í þeim þáttum sem lúta að sjávarútvegi, olíuiðnaði og skipasmíðum. Á hinn bóginn vild- um við í framhaldinu styrkja okk- ar stöðu almennt í Noregi, bæði á fyrirtækjamarkaði og á ein- staklingsmarkaði. BNbank er mjög áhugaverður banki með við- skiptamódel sem svipar á margan hátt til Íslandsbanka að því leyti að bankinn er rekinn á hag- kvæman hátt og áhersla lögð á lágan rekstrarkostnað. Hann hefur aðgang að ódýru lánsfé og hefur byggt upp langtímaviðskipta- sambönd.“ Af hverju hefur hann aðgang að ódýru lánsfé? „Það er einkum vegna þess trausts sem bankinn hefur áunnið sér og helgast af því að bankinn, sem stofnaður var árið 1961, hefur verið rekinn með hagnaði á hverju ári frá stofnun hans. Þetta hefur auðvitað skapað bankanum ákveð- ið orðspor og þess vegna nær hann að fjármagna sig hagkvæmt á markaði og með innlánum í Nor- egi. Kaupin á BNbank veita okkur tækifæri til að útvíkka þjónustuna enn frekar og nýta BNbankann, sem er fjórði stærsti viðskipta- banki í Noregi, sem grunn til að vaxa á. Með þessum kaupum er Íslandsbankasamstæðan komin í hóp leiðandi banka í Noregi og ætlar sér að vera leiðandi þátttak- andi á þeim markaði eins og hér á Íslandi.“ Þú talar um lágan rekstr- arkostnað. Er þetta lággjalda- banki? „Kostnaðarhlutfall bankans er 30%. Það er lykilatriði fyrir heild- sölubanka eins og BNbanka sem er ekki með víðtækt útibúanet og aðeins með 85 stöðugildi að geta boðið upp á viðskiptamódel sem stenst samkeppni við aðra við- skiptabanka og helstu fjárfesting- arbanka. Bankinn nýtur hag- kvæmrar fjármögnunar og viðhefur skjót og sveigjanleg vinnubrögð og lagar sig að þörfum viðskiptavinarins. Það má segja að viðskiptavinirnir viti mjög vel að hverju þeir ganga. Það eykur ör- yggi þeirra og vellíðan.“ Hvernig kom það til að þið keyptuð BNbank, en ekki ein- hvern annan banka? „Það má segja um norska mark- aðinn að hann sé ekki ósvipaður þeim íslenska. Þarna eru nokkrir bankar sem eru ráðandi á mark- aðnum, til að mynda þá er DNB Nor sem er stærsti bankinn með hátt í 50% markaðshlutdeild á lyk- il-markaðssvæðum. Svo eru er- lendir bankar á markaðnum og sparisjóðir á afmörkuðum starfs- svæðum sem keppa. BNbankinn er í raun eini óháði bankinn í Noregi og þess vegna er afar mikilvægt að ná að kaupa hann, því aðkoma á norska markaðinn er á margan hátt að lokast.“ En var enginn samkeppni um kaup á bankanum? „Það var einn leiðandi hluthafi í BNbanka, Sparbanken Øst, en hann hafði tæplega fjárhagslegt bolmagn til að gera þá hluti sem við erum að gera nú. Það náðust samningar um að Íslandsbanki myndi kaupa þeirra eignarhlut, um 20%, í kjölfarið keyptum við svo um 10% á markaði. Þegar við til- kynntum um yfirtökutilboðið þá átti Íslandsbanki rétt tæplega 30% í BNbanka, og við þær aðstæður er mjög erfitt fyrir aðra aðila að koma með gagntilboð, í raun úti- lokað. En við þurftum að gefa að- eins í, þ.e. hækka verðið um 6%, í tilboðsferlinu til að fá hluthafa að borðinu.“ Hefur yfirtakan valdið óróa á norska markaðnum? „Almennt hefur okkur verið mjög vel tekið í Noregi og á þess- um svæðum þar sem þessir bankar okkar eru hefur okkur verið sér- staklega vel tekið, bæði af almenn- ingi og af viðskiptalífinu. Það er okkar mat og skoðun að það þurfi að vinna svona mál í náinni sam- vinnu við hagsmunaaðila á hverju svæði og við þurfum að leggja eitt- hvað á okkur til að verða hluti af því umhverfi sem við viljum starfa í. Og það erum við tilbúnir að gera.“ Hvernig verður BNbank rekinn – eru einhverjar breytingar í far- vatninu? „Við höfum óskað eftir því við daglega stjórnendur að þeir haldi áfram að reka bankann út frá þeirri grunnstefnu sem verið hef- ur. Við höfum áhuga á að auka vöruframboðið og nýta fjárhags- legan styrk samstæðunnar og að- gang að alþjóðlegum lánamörk- uðum til að skapa frekari verðmæti í Noregi.“ Hvernig verður yfirtökunni háttað í framhaldinu? „Eigendur meira en 90% hluta- fjár hafa samþykkt yfirtökutilboð okkar í bankann. Við erum búnir að framlengja tilboðsfrestinn fyrir aðra hluthafa um tvær vikur, en eftir það verða þeir hlutir sem eft- ir standa innkallaðir. Það að hafa náð 90% markinu var mjög mik- ilvægt skref og þýðir að við getum eignast bankann að fullu með inn- lausn hluta. Kaupin eru svo auðvit- að háð samþykki fjármálayfirvalda hér heima og í Noregi.“ Hvernig ráðið þið við þessa fjárfestingu – hvaðan koma pen- ingarnir? „Þessi kaup hefðu ekki verið gerleg nema með stuðningi hlut- hafa Íslandsbanka. Við fórum í hlutafjárútboð í lok nóvember þar sem við sóttum ríflega 10,5 millj- arða út á markaðinn og það er ljóst að dýpt íslenska hlutabréfa- markaðarins hefur vakið mikla at- hygli í Noregi. Það er klárlega samkeppnislegt atriði hve aðgang- ur að áhættufé í gegnum hluta- bréfamarkaðinn er góður á Ís- landi. Í morgun [í gærmorgun] hófst hlutafjárútboð með áskrift- arfyrirkomulagi til forkaupsrétt- arhafa þar sem hluthöfum er gef- inn kostur á að kaupa á sama verði og við seldum á í lok nóv- ember og við ætlum sem sagt að fjármagna kaupin með þessari eig- infjáraukningu og útgáfu víkjandi skuldabréfa á alþjóðamarkaði.“ Genguð þið að því sem vísu að þið gætuð aflað fjár með þessu hætti? „Það er ekkert borðleggjandi í þessum efnum, en við teljum okk- ur vera í ágætis samskiptum við markaðinn og við treystum okkar dómgreind í því hvað gangi upp og hvað ekki. En það er aldrei á vísan að róa í sjálfu sér. En við rekstur á fyrirtæki verður stjórnandi að treysta á dómgreind sína og í þessu tilfelli töldum við okkur vera með það góð kaup í höndunum að við gætum farið til okkar hluthafa og óskað eftir peningum sem fælu í sér aukinn hagnað og styrkingu á efnahagsreikning samstæðunnar.“ Í ljósi þess að þið þurftuð að hækka tilboðsverð ykkar – var þetta dýrt fyrir ykkur? „Niðurstaðan er viðunandi, hækkunin var um 6% og við telj- um okkur geta unnið vel út úr þessari stöðu sem við erum komin í þannig að úr þessu verði áhuga- verð tækifæri.“ Verður BNbank áfram skráður í norsku kauphöllina? „Bankinn verður afskráður úr norsku kauphöllinni. En í ljósi þess að Íslandsbanki verður með meiri útlán til Noregs en Íslands eftir þessi kaup, þá munum við skoða möguleikann á að skrá Ís- landsbanka í norsku kauphöllina samhliða skráningunni á Íslandi. Við teljum að það geti gefið okk- Dýpt markaðarins hefur vakið mikla athygli Morgunblaðið/Jim Smart Noregur og Ísland heimamarkaðir Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka segir að það henti Íslendingum vel að eiga viðskipti við Norðmenn. „Efnahagur þeirra byggist eins og okkar að verulegu leyti á nýtingu náttúruauðlinda.“                                !!"         # $% &$'"        DANSKA kauphöllin hefur hafið rannsókn á hvort hinir nýju íslensku eigendur að Magasin hafi gert ólög- legt samkomulag við Magasin du Nord-sjóðinn sem seldi þeim stóran hlut í eignarhaldsfélagi Magasin, Wessel & Vett. Íslensku kjölfestufjárfestarnir, Baugur, Straumur og B2B, hafa fengið einn mánuð til að sýna fram á orðspor sitt sem „góðir kaupmenn“, að því er segir í Jyllands-Posten. Í fyrstu stóru viðskiptum sínum hjá verslunarkeðjunni tókst Íslend- ingunum að hagnast um 175 milljónir danskra króna eða rúmlega þriðjung kaupverðsins sem þeir greiða fyrir Th. Wessel & Vett. Þau viðskipti kölluðu á viðbrögð eins af smærri hluthöfum í félaginu til að vara aðra hluthafa við því að selja Íslendingunum hlutabréf á því verði sem stóru hluthafarnir sam- þykktu fyrir rúmum mánuði. Þá hef- ur eignamiðlari nokkur frá Esbjerg lagt fram kvörtun til Kauphallarinn- ar í Kaupmannahöfn vegna þess að Magasin du Nord-sjóðurinn hafi, gagnstætt öllum öðrum hluthöfum, haft möguleika á að setja skilyrði um sölu á 13,5% hlut sínum í félag- inu. Skilyrðin voru þau að sjóðurinn yrði stór hluthafi í félaginu sem nú á fasteignina sem Magasin du Nord er í, við Kóngsins nýja torg í Kaup- mannahöfn. Magasin-viðskipt- in rannsökuð Morgunblaðið/Ómar Fasteignin dýra Íslensku fjárfest- arnir í Magasin hafa nýtt sér endur- kauparétt á fasteigninni á Kóngsins nýja torgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.