Morgunblaðið - 18.12.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.12.2004, Qupperneq 26
B augur Group og aðrir fjárfestar af- hentu forsvarsmönnum Big Food Group yfirtökutilboð í allt hlutafé fé- lagsins, fyrir 95 pens á hvern hlut, eða fyrir 326 milljónir punda, um 40 millj- arða íslenskra króna, í gærkvöld, þeg- ar samningar við lánastofnanir voru í höfn. Þar með verða Baugur og með- fjárfestar félagsins eigendur að einni stærstu matvörukeðju Bretlands, sem jafnframt er eitt af fimm stærstu einkafyrirtækjum Bretlands- eyja. Tilkynning þessa efnis var send inn til Kauphöllina í Lond- on í nótt. Baugur í úrvalsdeildina „Þetta eru merkileg tímamót í sögu fyrirtækis okkar og færa Baug Group kannski upp í úrvalsdeildina í Bretlandi, svo ég grípi nú til fótboltasamlíkingar hjá þessari miklu knattspyrnu- þjóð, Bretum,“ segir Jón Ásgeir. Baugur mun í upphafi eiga 43% í félaginu, Tom Hunter, Burð- arás, Pálmi Haraldsson, Kevin Stanford, Bank of Scotland og KB banki eiga samtals 57%, misstóran hlut hver, en bankarnir þó minnstan hlut. „Big Food Group er afar stórt og öflugt fyrirtæki, eins og margoft hefur komið fram. Félagið veltir um 5,2 milljörðum breskra punda á ári, eða tæplega 640 milljörðum króna. (Fjárlög íslenska ríkisins 2004 hljóða upp á liðlega 300 milljarða króna. Innskot blm.) Þessir samningar hafa tekið á, tekið langan tíma og reynt á þolrifin. Það er auðvitað fyrst og fremst vegna þess að samn- ingar af þessari stærðargráðu eru afar flóknir, margt sem þarf að skoða og skoða svo aftur og enn betur. Þegar við erum að ræða um fyrirtæki sem veltir 5,2 milljörðum punda á ári, er aug- ljóst, að ekki má mikið út af bera í útreikningum og áætlanagerð, til þess að um afar stórar fjárhæðir verði að ræða, ef einhverju skeikar, enda er heildarfjármögnun verkefnisins 920 milljónir punda, eða rúmir 112 milljarðar króna.“ Litlu má skeika Jón Ásgeir segir að Baugur og aðrir fjárfestar hafi farið í mjög nákvæma áreiðanleikakönnun á innviðum Big Food Group, og þegar sú könnun hafi leitt í ljós, að Big Food Group var eft- irsóknarvert fyrirtæki fyrir þá að eignast, hafi samningar um fjármögnun hafist fyrir alvöru. – Jón Ásgeir er spurður hvað taki nú við, eftir að yfirtöku- tilboðið er komið í hendur Big Food Group. „Nú tekur við 60 daga biðtími og að öllu óbreyttu tökum við við rekstri Big Food Group um miðjan febrúar á næsta ári. Hjá Big Food Group starfa um 40 þúsund starfsmenn á um 990 starfsstöðvum. Við stefnum að því að skipta félaginu upp í sjálfstæðar einingar, eins og það var reyndar til ársins 2000: Ice- land, þar sem Baugur verður stór hluthafi og Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður þess félags (Pálmi og Baugur verða jafnstórir eigendur að Iceland, hvor um sig með liðlega 30% eignarhlut. Innskot blm.), og Booker, þar sem Hans Kristian Hustad, stjórnarmaður í Baugi, verður stjórnarformaður. Loks munum við reka sérstakt fasteignafélag um fasteignir félagsins. Þá ætlum við að skoða sölu á Woodward-keðjunni og end- urskipuleggja ákveðnar einingar í rekstrinum, hugsanlega selja aðrar og þar fram eftir götum, en ekki er tímabært að lýsa þeirri endurskipulagningu í smáatriðum, nema hvað félögin verða rek- in sem aðskildar einingar. Við munum fara út í mikinn nið- urskurð á kostnaði, á ólíkum sviðum, skipta um stjórnendur í Iceland-keðjunni, en það skýrist frekar á næstunni hvernig að því verður staðið.“ – Hér er um gríðarlega stórt verkefni að ræða, hafið þið fulla sannfæringu fyrir því, að þessi fjárfesting ykkar muni verða arð- bær og að reksturinn muni standa undir henni? Aldrei komið nóg, spyr hún! „Við höfum að sjálfsögðu undirbúið þetta verkefni mjög vel, m.a. með þeirri nákvæmu áreiðanleikakönnun sem ég sagði þér frá. Það stærsta sem kom út úr þeirri könnun var, eins og áður hefur komið fram, lífeyrissjóðsskuldbindingar, sem gerðu það að verkum að við lækkuðum yfirtökutilboð okkar umtalsvert, eða úr 110 pensum í 95 pens fyrir hlutinn. Þeim lífeyrissjóði hefur verið lokað og hann mun ekki hafa áhrif inn í rekstur Big Food Group. Það hefur í raun verið mjög gott að eiga við stjórnarmenn þessara sjóða. Við höfum ekki undan neinu að kvarta í þeim efn- um.“ – Samt sem áður, þegar litið er til stærðar þessa verkefnis, vil ég spyrja þig þeirrar spurningar, sem ég veit að margir hafa velt fyrir sér: Heldur þú að þið verðið aldrei komnir þar í fjárfestingum og útrás, að þið ákveðið sjálfir, að nú sé komið nóg? Að þið segið sem svo, hér höfum við keypt okkur einar 990 breskar verslanir, undir hatti Big Food Group og nú þurfum við að hægja á okkur, fara í það að reka fyrirtækin og ná hámarksarðsemi; í mörgum tilvikum að snúa erfiðum rekstri í arðbæran rekstur? „Hvað heldur þú eiginlega að við séum að gera? Við erum auð- vitað að reka þau fyrirtæki sem við höfum keypt og við erum að skila hagnaði. Við höfum alls ekki í hyggju að breyta neinu í þeim efnum. Ég stend ekki sjálfur í daglegum rekstri þessara fyrir- tækja, heldur ráðum við stjórnendur sem oftast eru jafnframt stórir hluthafar. Við vitum mæta vel, að við þurfum í mörgum til- vikum að fara í ákveðinn uppskurð á rekstri, við þurfum að skera niður og loka vonlausum rekstrareiningum, selja aðrar og einbeita Baugur stærstur í Big Morgunblaðið/Kristinn Forstjórinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Forsvarsmenn Baugs, Burðaráss, Pálma Haraldssonar, KB banka og fleiri, hafa unnið dag og nótt að undanförnu, til þess að yf- irtökutilboðið, sem gert var í Big Food Group í Bretlandi í gær- kvöld, mætti verða að raunveru- leika. Agnes Bragadóttir ræddi við Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóra Baugs Group, í aðdraganda þessa áfanga og fræddist um fyrirtækið og samningsgerðina.  Samningum um fjármögn- un á yfirtöku Baugs og með- fjárfesta á Big Food Group lauk í Lundúnum í gær. 26 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.