Morgunblaðið - 18.12.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.12.2004, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til sölu Reiðskólinn Þyrill í Víðidal í Reykjavík. Reiðskólinn er í eigin húsnæði. Þetta er heilsársskóli með nám- skeiðum á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, nám- skeiðum fyrir fatlaða og frjálsum námskeiðum á ýmsum stigum hestamennskunnar, einkum fyrir börn og unglinga. Þyrill rekur einnig hestaferðir, stuttar og langar, eftir atvikum. Mest eru það ferðir með fólk sem dvelur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550 3000. Sjá einnig fmeign- ir.is og mbl.is. Einnig má sjá upplýsingar um reiðskólann á www.thyrill.is. 18180 REIÐSKÓLINN ÞYRILL NÚ Í HAUST kom í ljós það sem marga hafði grunað, að olíufélögin hafa vegna samráðs um verð haft nokkra tugi milljarða króna af landsmönnum í gegnum tíðina. Þetta hefur líka með beinum og óbeinum hætti varð- að margar sameig- inlegar stofnanir lands- manna. Þessum meginatriðum í könnun Samkeppnisstofnunar hefur ekki verið and- mælt. Málið á heldur ekki að gleymast. Eðli- legt er að landsmenn velti því fyrir sér hvernig olíufélögin eigi að bregðast við. Vænt- anlega eru flest allir, þar með taldir þeir sem stýra og stýrðu olíufé- lögunum, á þeirri skoð- un að þjóðin eigi eitt- hvað inni hjá þessum fyrirtækjum. Ég vil nú leyfa mér að leggja til við olíufé- lögin og stjórnvöld að þau hætti við að eyða miklu fé og tíma í málarekstur vegna þessa, þar sem ólíklegt er að sú leið verði til farsældar fyrir almenning. Í staðinn leiti olíufélögin sátta gagn- vart þjóðinni með því að endurgreiða henni til dæmis þann tvo og hálfan milljarð sem sagt er að hafi verið of- tekinn á síðasta áratug, m.a. af Reyk- víkingum. Þá vaknar spurningin um í hvað væri þessum peningum best varið? Þar þarf að vera um að ræða eitthvað sem gagnast öllum almenn- ingi, ungum sem öldn- um, konum sem körlum, efnuðum og þeim sem minna hafa umleikis. Hvað gæti það verið? Því er auðsvarað: Nýjar byggingar há- skólasjúkrahússins. Næsta stórverkefni þjóðarinnar á eftir Kárahnjúkum á að vera að halda áfram með myndarlegum hætti uppbyggingu Land- spítala – háskólasjúkra- húss í Reykjavík, stofn- un þar sem saman fer hágæðaþjónusta, menntun og vísindi til framfara, fyrir alla landsmenn. Ekkert kæmi almenningi betur frá olíufélögunum. Mjög mikið væri hægt að gera í byggingamálum spít- alans fyrir svona upp- hæð. Hví ekki að byrja strax á 50–100 milljónum nú um áramót til að hægt sé að fara í upp- hafshönnun og útboð á slíku þarfa- verki? Tillaga til olíufélaganna Reynir Tómas Geirsson skrifar vegna samráðs olíufélaganna Reynir Tómas Geirsson ’Hví ekki aðbyrja strax á 50–100 millj- ónum nú um áramót til að hægt sé að fara í upphafshönnun og útboð á slíku þarfaverki?‘ Höfundur er prófessor og sviðsstjóri við Landspítala – háskólasjúkrahús. ÞESSA dagana er sótt harka- lega að ræstitæknum sem starfa við grunnskóla, leikskóla og aðrar stofnanir Hafnarfjarðarbæjar en nú þegar er búið að segja 42 þeirra upp störfum. Verktakinn Sólar ehf. hefur stillt fólkinu upp við vegg og krefst þess að það velji á milli þess að vera sagt upp starfi eða taka að sér meira starf á lægri launum en áður giltu og búið var að semja um við Verka- lýðsfélagið Hlíf. Með þessu tel ég að verktakinn sé að skerða laun fólksins og sniðganga viljandi kjarasamning Hlífar við Launa- nefnd sveitarfélaga f.h. Hafn- arfjarðarbæjar. Ég tel einnig að athuga verði vel hvort verktakinn hafi staðið lagalega rétt að kynn- ingu á þeim viðamiklu breytingum sem boðaðar eru á skipulagi ræst- inganna. Persónulega tel ég þar mörgu ábótavant. Kjarasamningur brotinn Verktakinn Sólar ehf. lætur eins og hann þurfi ekki að fara eftir því uppmælingakerfi, sem gildandi kjarasamn- ingur byggist á og gilt hefur í samskiptum Hlíf- ar og Hafnarfjarð- arbæjar árum saman við útreikning launa fyrir ræstingar hjá bænum. Án alls samráðs við Verkalýðsfélagið Hlíf virðist Sólar ehf. ætla að ýta þessu kerfi til hliðar og vinna eftir einhverju dönsku kerfi sem bæði lækkar laun ræst- ingafólksins umtalsvert og bætir við verkefnum og eykur þar með vinnuálagið verulega. Dæmi um þetta eru mýmörg en ég ætla að þessu sinni aðeins að minnast á eitt þeirra. Óeðlileg skerðing Í janúar nk. þegar boðaðar breyt- ingar Sólar ehf. verða komnar í framkvæmd er áætlað að tveir ræstitæknar ræsti fyrstu og aðra hæð Lækjarskólans gamla, annar þeirra fær daglega greitt fyrir það 2,75 klst. en hinn 3 klst. Áður sáu 6 ræstitæknar um þessi sömu „stykki“ og fékk hver um sig dag- lega greiddar a.m.k. 2,25 klst. Þó svo að umgengni sé allt önnur núna en var meðan barna- kennsla var í hús- næðinu og þess vegna léttari þrif, þá réttlætir það ekki að ræst- ingatíminn sé skor- inn niður um meira en helming, jafnvel allt niður í 40%. Þarna hlýtur að vera um ranga mælingu að ræða, því yfirferðin og verkefnin sem ræstingafólkinu er gert að fram- kvæma á þessum stutta tíma eru það yfirgripsmikil. Auðmýkjandi framkoma Hvað sem því veldur þá hefur Sól- ar ehf. einhverra hluta vegna trassað að kynna á réttan hátt fyrir ræstingafólki þær miklu skipulagsbreytingar sem fyr- irtækið ráðgerir á ræstingunum. Kona, sem var að íhuga að starfa áfram hjá Sólar ehf. við ræstingar í Lækjarskóla, vildi kynna sér í hverju breytingarnar fælust áður en hún réði sig í áframhaldandi starf. Það tók hana langan tíma og mikið þras að fá þær upplýsingar. Eftir margítrekaðar beiðnir kon- unnar um að fá í hendurnar gögn um breytingarnar varð verktakinn loksins við beiðni hennar laug- ardaginn 4. desember sl. en það skilyrði fylgdi að hún yrði sjálf að koma inn á skrifstofu Sólar ehf. í Kópavogi til að fá gögnin afhent. Þetta gerði konan, sem ákvað að hætta að vinna hjá Sólar ehf. eftir að hafa kynnt sér gögnin, því í þeim kom fram að krafist er margfalt meiri vinnu en áður fyrir nokkurn veginn sömu laun. Hærra kaup Ég get ekki séð að það verði nein sátt um þetta nýja boðaða skipu- lag á ræstingamálum hjá Hafn- arfjarðarbæ. Á fundum með við- komandi ræstitæknum, sem nær eingöngu eru konur, kom sú skoð- un mjög skýrt fram að flest allar langaði þær til að hætta áður en nýja skipulagið tekur gildi, því þeim virðist einsýnt að breyting- arnar gangi út á það að stækka ræstingastykkin óeðlilega mikið og um leið að lækka launin og auka verulega þá vinnu sem skila þarf. Mín skoðun er sú að núgildandi kaup við ræstingar, bæði hjá Hafnarfjarðarbæ og á almennum markaði sé allt of lágt og þess vegna verði við gerð næstu kjara- samninga að leggja ríka áherslu á að hækka það og einnig og ekki síður að setja ströng skilyrði um hvernig skuli mæla og meta hvert „stykki“ til ræstingar. Eins og kjarasamningur sé ekki til Sigurður T. Sigurðsson skrifar um brot á kjarasamningum ’Með þessu tel ég aðverktakinn sé að skerða laun fólksins og snið- ganga viljandi kjara- samning Hlífar við Launanefnd sveitarfé- laga f.h. Hafnarfjarð- arbæjar.‘Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er starfsmaður Hlífar. UM ÁRAMÓTIN koma til fram- kvæmda fyrstu áfangar í markaðs- væðingu raforkumála hér á landi. Framleiðendur geta þá keppt um raforkusölu en að vísu eingöngu til stærri notenda fyrst í stað. Að undanförnu hefur löggjöf um raf- orkumál verið gjör- breytt til þess að inn- leiða ákvæði tilskipunar Evrópu- sambandsins á þessu sviði. Frá byrjun hefur verið reynt að benda á fáránleika þess að hér á landi sé tekin upp raforkutilskipun ESB sem hefur það að markmiði að gera meginland Evrópu að sameiginlegum raf- orkumarkaði, auðvelda viðskipti með raforku yfir landamæri og koma á samkeppni milli þúsunda framleiðenda. Engar þessara að- stæðna eiga við hér á landi. Ísland er lokaður og einangraður raf- orkumarkaður og viðskipti yfir landamæri eru engin. Framleið- endur eru sárafáir og þar á ofan allir alfarið eða að mestu leyti í eigu sömu opinberu aðilanna, fyrst og fremst ríkisins, Reykjavík- urborgar, Akureyrarbæjar og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þrátt fyrir ábendingar og til- lögur þar um frá Hjörleifi Gutt- ormssyni, undirrituðum og fleirum í gegnum tíðina sýndu stjórnvöld hvorki áhuga á því að fá und- anþágu né semja um takmarkanir eða sérstaka framkvæmd orku- tilskipunarinnar hér. Fordæmi eru fyrir því að menn hafi fengið und- anþágur frá ESB-tilskipunum um orkumál. Í tilviki Íslands má nefna tilskipun um viðskipti með jarðgas. Einangraðir raf- orkumarkaðir eins og á Miðjarð- arhafseyjum eða lítt þróaðir eins og í sumum nýju aðildarríkjunum í Austur-Evrópu hafa samið um ýmis sérákvæði í samræmi við sérstöðu sína. Síðustu ár hafa menn baksað við að semja lög og regluverk um þessa meintu tilvonandi sam- keppni í orkumálum sem í reynd er þó eins og hver annar brandari við íslenskar aðstæður. Eða hvernig ætla opinber og hálf- opinber fyrirtæki í eigu sömu að- ila að keppa? Í reynd eru hvorki landfræðilegar, viðskiptalegar né sögulegar aðstæður fyrir hendi til þess að hér skapist raunveruleg samkeppni í raforkumálum í fyr- irsjáanlegri framtíð. Það ræðst m.a. af litlum lokuðum orkumark- aði, náttúrulegum ein- okunaraðstæðum, ör- fáum þátttakendum og opinberu eign- arhaldi. Í stað þess að þróa raforkumál hér á landi í samræmi við okkar eigin forsendur erum við þvinguð inn í ramma samevrópsks skipulags sem grund- vallast á allt öðrum forsendum og mark- miðum en það sem best ætti við. Íslend- ingar hafa náð prýðis árangri í raforkumálum án hjálpar ESB hvað varðar uppbyggingu, rekstur og öryggi dreifikerfis, að því frátöldu að enn vantar þriggja fasa rafmagn víða í sveitir. Að- alveikleikinn er einfaldlega of hátt raforkuverð til almennra notenda vegna stanslausra nýfjárfestinga í þágu erlendrar stóriðju. Hverjar verða svo afleiðingar þessarar markaðsvæðingar raf- orkukerfisins samkvæmt evr- ópskri forskrift? Væntanlega þó nokkur hækkun orkuverðs strax um áramótin og frekari hækkanir á næstu árum. Nefna má a.m.k. þrjár augljósar ástæður: Í fyrsta lagi kostar kerfisbreyt- ingin sitt. Fyrirtækjunum er skipt upp í framleiðslufyrirtæki, flutn- ingsfyrirtæki (Landsnet) og síðan dreifingar- eða smásölueiningar. Þetta má því kalla öfug samlegð- aráhrif því að í stað þess að njóta hagræðingar af sameiningu og rekstri í stærri einingum þurfa menn að skipta fyrirtækjunum upp með tilheyrandi kostnaði. Í öðru lagi mun eftirlit með málamyndasamkeppni við meiri og minni einokunaraðstæður kosta sitt. Til þess að tryggja að menn skammti sér ekki óhóflegan gróða í skjóli einokunar er sett á fót mikið regluverk og Orkustofnun, og eftir atvikum Samkeppn- isstofnun, falið að hafa fyrirtækin undir eftirliti. Inn í lög og reglu- gerðir verða sett ákvæði um tekjumörk, þ.e.a.s. bæði þak og gólf í tekjum. Einnig verða sett sérstök arðsemismörk, sem sagt bæði belti og axlabönd á kerfið. Þriðja meginástæðan fyrir hækkandi raforkuverði er svo ein- faldlega arðsemiskrafan sem nú verður reiknuð af fullum þunga inn í verðlagningu fyrirtækjanna á öllum stigum. Í stað þess að skil- greina raforkuframleiðsluna, -flutning og -dreifingu sem þjón- ustu við almenning og fyrirtæki er farið að líta á þetta sem hver önn- ur viðskipti, rekin í hagn- aðarskyni. Eigendurnir, þótt op- inberir séu, fara að reikna sér fullan arð af fjárfestingum sínum sem mun leggjast ofan á raf- orkureikningana af vaxandi þunga á næstu árum. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, hefur gengið sérlega glaðbeitt til þess verks að markaðsvæða raf- orkugeirann. Það skýtur því skökku við nú þegar menn standa frammi fyrir alvöru málsins, og allt þetta brölt mun væntanlega leiða til þó nokkurrar hækkunar á raforkuverði, að þá kasti iðn- aðarráðherra allri ábyrgð af herð- um sér yfir á orkufyrirtækin. Og einu sinni sem oftar hafa sjálf- stæðismenn Framsókn í skítverk- unum og láta hana plægja jarð- veginn sem auðveldar þeim síðar meir einkavæðingu raforkugeirans á grundvelli þeirrar markaðs- væðingar sem Framsókn beitir sér nú fyrir. Reynsla annarra þjóða af markaðs- og einkavæðingu orku- mála sem óumdeilanlega er væg- ast sagt blendin og víða hörmuleg virðist engin áhrif hafa haft. Markaðskreddan ríkir ofar skila- boðum raunheimsins, einnig hjá „litla íhaldinu“. Markaðsvæðing raforkukerfisins Steingrímur J. Sigfússon fjallar um markaðsvæðingu raforkumála ’Í reynd eru hvorkilandfræðilegar, við- skiptalegar né sögu- legar aðstæður fyrir hendi til þess að hér skapist raunveruleg samkeppni í raforku- málum í fyrirsjáanlegri framtíð. ‘ Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er alþingismaður, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.