Morgunblaðið - 18.12.2004, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 55
UMRÆÐAN
þú þekkir
Canon A400
Fullkomin vasamyndavél
Hentar afar vel byrjendum en hún er með 3.2
milljón punkta/pixla myndflögu þannig að þú
getur prentað út myndir í allt að A4 stærð.
• 2,2x aðdráttarlinsa.
• 3,2 milljón punktar/pixlar.
• Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði.
• Direct Print.
Verð 22.900 kr.
Canon PowerShot A75
Auðveld en öflug
Canon PowerShot A75 er auðveld í notkun en
þó fullbúin til að takast á við krefjandi
myndatökur. Með 3.2 milljón punkta/pixla
myndflögu þannig að þú getur prentað út
myndir í allt að A4 stærð.
• 3x aðdráttarlinsa.
• 3,2 milljón punktar/pixlar.
• Fjölmargar tökustillingar.
• Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði.
• Direct Print.
Verð 29.900 kr.
Canon Ixus 500
Ber af í öllum skilningi
Ixus 500 er glæsilega hönnuð fimm milljón
punkta/pixla vél sem býr yfir háþróaðri tækni.
Um er að ræða yfirburða stafræna myndavél
þar sem Digic myndflagan frá Canon skilar
frábærum myndgæðum.
• 3x aðdráttarlinsa og 9-punkta AiAF
sjálfvirkt fókuskerfi.
• 5 milljón punktar/pixlar.
• Skynjari sem nemur hvernig vélin snýr og
birtir myndirnar réttar við endurspilun.
• Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði.
• Direct print.
Verð 44.900 kr.
Listaverð 49.900 kr.
Canon ip2000
Flottur, hraðvirkur og auðveldur
Canon ip2000 er með tveggja hylkja kerfi og
prentar allt að 20 bls. á mín. í sv/hv og 15 bls.
á mín. í lit. Hann er með allt að 4800x1200
punkta upplausn og býður upp á rammalausa
prentun – blæðing.
• Arkamatari fyrir 150 bls.
• Kemur með tveimur pappírsbökkum.
• Microfine Droplet tækni sem stuðlar að
lægri rekstrarkostnaði og meiri gæðum.
Verð 10.900 kr.
Canon ip4000
Hraðvirkur fyrir heimilið
Frábær alhliða prentari sem gefur
framköllunarþjónustum ekkert eftir þegar
kemur að ljósmyndaprentun.
• Innbyggð ,,duplex" tækni og CDR/DVD
diskaprentun.
• 4800x1200 dpi upplausn og 2pl
prentstútar.
• Prentar allt að 25 bls. á mín. í sv/hv og
17 bls. í lit.
• Fjögurra hylkja Single Ink kerfi sem
gerir hann mjög sparneytinn.
Verð 22.900 kr.
Söluaðilar
um land allt
www.nyherji.is/canon
Af hverju átt þú að
kaupa Canon stafræna
myndavél og prentara?
Canon hefur í yfir 60 ár verið
leiðandi í heiminum á sviði mynd-
og prentlausna.
Mikil þekking og reynsla þar sem
gæði eru ávallt í fyrirrúmi.
Mikið af hugbúnaði fylgir með
myndavélum og prenturum.
Með Direct Print er hægt að
prenta beint úr stafrænni myndavél
án þess að nota tölvu.
N
Ý
H
E
R
J
I
/
2
0
2
5.000 kr
Þú
sparar
Þú spara
r
NÚ Í atkvæðagreiðslu um nýjan
kjarasamning sjómanna er sjómönn-
um nauðsynlegt að bera saman samn-
inginn sem kjósa á um og gamla
samninginn. Við þann samanburð
kemur ýmislegt í ljós sem er sjó-
mönnum mjög óhagstætt, svo ekki sé
meira sagt. Sjómenn skulu hugsa vel
sinn gang og ekki láta fagurgala for-
ystumanna sinna villa sér sýn. Fyrir
það fyrsta eru mönnunarákvæði
samningsins röng og einungis til þess
gerð að lækka skiptaprósentuna svo
um munar eða allt að 25–30% tekju-
lækkun.
Í flestum veiðigreinum er mönn-
unin færð upp um 1–3 menn frá raun-
mönnun, það er að segja frá gerð-
ardómi frá því fyrir 4 árum þegar lög
voru sett á sjómenn. En þessi ákvæði
voru rétt þar. Þetta er eingöngu gert
til að lækka skiptaprósentuna og þar
með til lækkunar á launum. Þegar
fækkað er um menn á skipi leggst
meiri vinna á þá sem eftir eru og er
nú nóg samt. Þetta á nú útgerðin að
fá allt í sinn hlut á kostnað áhafnar
(fækkun + aukin vinna).
Eru sjómenn tilbúnir að stórlækka
í launum (með tveimur undantekn-
ingum) til að þóknast mönnum sem
telja það aðalmarkmið kjarasamn-
ings að semja um hvað sem er eins og
bréf forustumanna til sjómanna ber
með sér? En þeir telja eins og stend-
ur í bréfinu frá þeim að eitt af meg-
inmarkmiðum samningsins sé að
semja til að útgerðarmenn geti ekki
sagt að erfitt sé að ná samningum við
sjómenn.
Hvenær hefur verið auðvelt að ná
samningum þegar tekist er á um pen-
inga? Í bréfi því sem félagsmenn
FFSÍ fengu er mikið talað um lélega
afkomu útgerðar, er það orðið hlut-
verk forustumanna stéttarfélaga að
gæta hagsmuna viðsemjenda um-
fram hagsmuna sinna félagsmanna.
Fljótt á litið er eitt það jákvæðasta
í samningnum aukin lífeyrisréttindi,
en þegar að er gáð borgum við þau að
fullu úr eigin vasa. Hækkun á orlofi
eftir 10–15 ár hjá sömu útgerð, hvað
skyldu margir falla undir þann flokk?
Hækkun í sjúkrasjóð er tekin beint af
launum sjómanna. Hvað stendur þá
eftir?
Uppsagnarákvæði samningsins
eru lítils virði þar sem útgerðarmenn
eru farnir að láta áhafnir sínar skrifa
undir tímabundna ráðningarsamn-
inga, jafnvel 2–3 á ári eins og dæmin
sanna. Ekkert af rétttindum sjó-
manna fylgir þeim á milli skipa. Við
erum alltaf eins og viðvaningar sem
kunnum ekkert til verka ef við skipt-
um um skipspláss, þrátt fyrir jafnvel
áratugareynslu.
Ofan á lækkun á skiptaprósentu
vegna mönnunarákvæðis samnings-
ins (fækkun í áhöfn) bætist lækkun á
skiptaprósentu vegna nýrra skipa um
10% en þá fer hún úr 29,5% í 26,16%
+ lækkun um 0,9% samtals 25,9%.
Síðan fækkun á mönnum úr 12 í 9
menn, það þýðir lækkun um 4,8% þá
er skiptaprósentan komin í 21,1%. Er
þá komin lækkun úr 29,5% í 21,1%
það er hægt að finna fleiri svona
dæmi í þessum samningi. Með hlið-
sjón af þessu er það sem stendur í
bréfi sem sent var frá forustumönn-
um okkar með samningnum til sjó-
manna hreinlega ósatt.
Ofan á þetta bætist möguleiki til að
semja um lækkun á skiptaprósentu
tímabundið eða ótímabundið vegna
tækninýjunga ásamt fleiri atriðum.
Þarna er farið inn á mjög hættulegar
brautir, það jaðrar við að það sé gefið
á okkur veiðileifi. (Hvað myndu
bankastarfsmenn segja ef það ætti að
lækka við þá launin vegna tækninýj-
unga?) Sjómenn, þið vitið hvað þetta
þýðir í samskiptum við útgerð-
armenn og einnig er verið að opna
fyrir frekari lækkun skiptaprósentu.
Hlífðarfatapeningar eru í dag eins
og allir vita, en taka á upp nýtt fyr-
irkomulag þannig að útgerðin skaffar
fatnað. Hver á að meta það hvenær
menn vantar hlífðarfatnað? Hvernig
er með afleysingamenn og hvaða
hlífðarföt eiga menn að fá? Eiga þeir
að skaffa sjógalla, vett-
linga, stígvél eða jafn-
vel flotvinnubúning,
dettur einhverjum í
hug að þetta gangi eft-
ir?
Olíuverðsviðmiðun
er þannig að breytingin
á henni mun ekki hafa
neitt að segja á næstu
árum vegna hás olíu-
verðs. Réttur til að
vera heima hjá veikum
börnum væri til bóta ef
þetta gengur eftir en
þetta verður mjög tor-
sótt í návígi við útgerðarmenn. Í dag
er þess jafnvel krafist að menn fari á
sjó veikir eins og dæmin
sanna hjá ákveðnum út-
gerðum.
Í áðurnefndu bréfi
sem sent var til sjó-
manna með samn-
ingnum er talað um að
horfin sé út grein sem
hefur verið misnotuð af
útgerðarmönnum um að
fækka mönnum við
tækniframfarir niður
fyrir mönnunarákvæði
og skipta því á milli út-
gerðar og áhafnar. En í
nýja kjarasamningnum
er bein lækkun skiptaprósentu sem
útgerðin fær alla í sinn hlut.
Í viðtali við Helga Laxdal hjá Vél-
stjórafélaginu bar samninginn, sem
yrði félagsmönnum óhagstæður, á
góma, hann talaði um að slíkur samn-
ingur væri góður fyrir formenn stétt-
arfélaga en afleitur fyrir félagsmenn,
þetta er nákvæmlega þannig samn-
ingur.
Mín niðurstaða í samantekt á þess-
um samningi er sú að ég tel að farið
sé aftur um 20–30 ár í kjörum sjó-
manna, sem þýðir í raun og veru al-
gera uppgjöf. Þá er tímabært að
skipta út forustumönnunum ef þeir
geta ekki lengur gætt hagsmuna okk-
ar. Hvet ég alla sjómenn, undirmenn
sem yfirmenn, til að fella þennan
samning, því að þessi gjörningur
verður ekki aftur tekinn ef hann
verður samþykktur.
Aðför að kjarasamningum sjómanna
Brynjar Eyland Sæmundsson
skrifar um kjarasamninga
sjómanna ’Hvet ég alla sjómenn,undirmenn sem yf-
irmenn, til að fella þenn-
an samning, því að þessi
gjörningur verður ekki
aftur tekinn ef hann
verður samþykktur.‘
Brynjar Eyland
Sæmundsson
Höfundur er stýrimaður.