Morgunblaðið - 18.12.2004, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 81
Hljómsveitin Tenderfoothefur vakið nokkra at-hygli að undanförnu enhún var að senda frá sér
frumburðinn Without Gravity. Plat-
an var tekin upp í stúdíói hjá Lea-
ves og stjórnaði forsprakki þeirrar
sveitar, Arnar Guðjónsson, upp-
tökum. Tökur fóru fram í sprettum í
sumar og er niðurstaðan ellefu laga
plata sem Smekkleysa gefur út.
Karl Henry Hákonarson gítarleik-
ari og söngvari upplýsir jafnframt
að platan komi jafnframt út í Evr-
ópu og Japan í febrúar hjá útgáfu-
fyrirtækinu One Little Indian.
Tenderfoot er að verða þriggja
ára gömul og eru elstu lögin jafn
gömul og sveitin. „Svo er allt þar á
milli en til dæmis eru þarna eitt, tvö
lög sem duttu inn á þeim tíma sem
við vorum í stúdíóinu,“ segir Karl
Henry, sem segir að það hafi verið
gott að vinna með Arnari. „Hann er
mjög góður tónlistarmaður og setti
mark sitt á plötuna.“
Lifandi upptökur
Karl Henry segir að upptökurnar
hafi gengið vel og að platan hafi ver-
ið tekin upp á tiltölulega stuttum
tíma. „Við vorum að taka þetta mik-
ið upp „live“, allavega grunnana.
Oftast eru trommurnar, bassinn,
grunngítararnir og söngurinn tekið
upp í einni „live“ töku. Svo unnum
við ofan á það,“ segir Karl Henry en
með honum í sveitinni eru Hall-
grímur Hallgrímsson á trommum
og með bakraddir, Helgi Georgsson
er á kontrabassa og Konráð W.
Bartch spilar á gítar og mandólín.
Strákarnir eru skráðir fyrir lög-
unum í sameiningu en þó það sé
eitthvað misjafnt hver komi með
hugmyndirnar hverju sinni eru lög-
in unnin í samvinnu. Karl Henry á
flesta textana enda er hann söngv-
ari sveitarinnar, þar af semur hann
einn textann með Hallgrími
trommuleikara og Konráð gítarleik-
ari á einn texta. Til viðbótar er eitt
lag á plötunni, „Cloud in your sky“
til heiðurs Nick Drake og er textinn
tekinn úr ljóðabók.
Karl Henry segir Nick Drake
vera vissulega áhrifavald í tónlist
sinni. Hann segir að fyrir sitt leyti
séu aðrir áhrifavaldar Neil Young,
Elliot Smith, Crosby, Stills & Nash,
til að nefna nokkra. Margir hafa
flokkað tónlist Tenderfoot með jað-
arkántríi og segir Karl Henry það
ágætisflokkun.
Platan heitir Without Gravity eft-
ir einu laginu. „Okkur fannst nafnið
eiga vel við tónlistina og plötuna,“
segir hann en þetta er mjúk tónlist.
„Það er enginn æsingur í þessu.“
Tenderfoot eru búnir að vera
duglegir að spila og fengið góðar
viðtökur að undanförnu hérlendis
og erlendis. Sveitin fór til New York
í febrúar og spilaði á fernum tón-
leikum og var með tónleika í beinni
útsendingu á útvarpsstöð. „Það
gekk alveg þrælvel.“
Tónleikaferðalag
á næsta ári
Ekkert lát er á spilamennskunni
á næstunni því í kjölfar þess að plat-
an kemur út í Evrópu og Japan
leggst Tenderfoot í tónleikaferð. Nú
þegar er komið fram að sveitin spil-
ar á hátíð í Noregi og í framhaldi
verður hún í Bretlandi. Sveitin spil-
ar líka á jólatónleikum Rásar 2, sem
fram fara á Hótel Borg á Þorláks-
messu.
Karl Henry og félagar eru
komnir í jólaskapið og halda jólin
ánægðir með að hafa komið plöt-
unni út. Greinilegt er að Tenderfoot
er með ákveðna heildarsýn á allt
sem sveitin gerir og er vert að taka
fram að umslag plötunnar er
smekklegt, eins og vefur sveit-
arinnar, sem er einnig mjög í stíl við
tónlistina.
Tónlist | Tenderfoot sendir frá sér plötuna Without Gravity á Íslandi, í Evrópu og Japan
Tenderfoot hélt útgáfutónleika á Hótel Borg um síðustu helgi. One Little Indian ætlar að gefa út nýju plötuna í Evrópu og Japan.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Karl Henry er söngvari og annar gítarleikari sveitarinnar.
Stigið létt til jarðar
www.tenderfoot.is
ingarun@mbl.is
!" #$! % &'
() ! *+
,-./0 *
1223
Jólasöngvar Dómkórsins
verða í Dómkirkjunni
sunnudaginn 19. desember kl. 17
Einnig syngur Unglingakór Dómkirkjunnnar.
Flutt verða sígild jólalög og
mótettur eftir Praetorius, Poulenc og Brahms.
Aðgangur er ókeypis.