Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 81

Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 81 Hljómsveitin Tenderfoothefur vakið nokkra at-hygli að undanförnu enhún var að senda frá sér frumburðinn Without Gravity. Plat- an var tekin upp í stúdíói hjá Lea- ves og stjórnaði forsprakki þeirrar sveitar, Arnar Guðjónsson, upp- tökum. Tökur fóru fram í sprettum í sumar og er niðurstaðan ellefu laga plata sem Smekkleysa gefur út. Karl Henry Hákonarson gítarleik- ari og söngvari upplýsir jafnframt að platan komi jafnframt út í Evr- ópu og Japan í febrúar hjá útgáfu- fyrirtækinu One Little Indian. Tenderfoot er að verða þriggja ára gömul og eru elstu lögin jafn gömul og sveitin. „Svo er allt þar á milli en til dæmis eru þarna eitt, tvö lög sem duttu inn á þeim tíma sem við vorum í stúdíóinu,“ segir Karl Henry, sem segir að það hafi verið gott að vinna með Arnari. „Hann er mjög góður tónlistarmaður og setti mark sitt á plötuna.“ Lifandi upptökur Karl Henry segir að upptökurnar hafi gengið vel og að platan hafi ver- ið tekin upp á tiltölulega stuttum tíma. „Við vorum að taka þetta mik- ið upp „live“, allavega grunnana. Oftast eru trommurnar, bassinn, grunngítararnir og söngurinn tekið upp í einni „live“ töku. Svo unnum við ofan á það,“ segir Karl Henry en með honum í sveitinni eru Hall- grímur Hallgrímsson á trommum og með bakraddir, Helgi Georgsson er á kontrabassa og Konráð W. Bartch spilar á gítar og mandólín. Strákarnir eru skráðir fyrir lög- unum í sameiningu en þó það sé eitthvað misjafnt hver komi með hugmyndirnar hverju sinni eru lög- in unnin í samvinnu. Karl Henry á flesta textana enda er hann söngv- ari sveitarinnar, þar af semur hann einn textann með Hallgrími trommuleikara og Konráð gítarleik- ari á einn texta. Til viðbótar er eitt lag á plötunni, „Cloud in your sky“ til heiðurs Nick Drake og er textinn tekinn úr ljóðabók. Karl Henry segir Nick Drake vera vissulega áhrifavald í tónlist sinni. Hann segir að fyrir sitt leyti séu aðrir áhrifavaldar Neil Young, Elliot Smith, Crosby, Stills & Nash, til að nefna nokkra. Margir hafa flokkað tónlist Tenderfoot með jað- arkántríi og segir Karl Henry það ágætisflokkun. Platan heitir Without Gravity eft- ir einu laginu. „Okkur fannst nafnið eiga vel við tónlistina og plötuna,“ segir hann en þetta er mjúk tónlist. „Það er enginn æsingur í þessu.“ Tenderfoot eru búnir að vera duglegir að spila og fengið góðar viðtökur að undanförnu hérlendis og erlendis. Sveitin fór til New York í febrúar og spilaði á fernum tón- leikum og var með tónleika í beinni útsendingu á útvarpsstöð. „Það gekk alveg þrælvel.“ Tónleikaferðalag á næsta ári Ekkert lát er á spilamennskunni á næstunni því í kjölfar þess að plat- an kemur út í Evrópu og Japan leggst Tenderfoot í tónleikaferð. Nú þegar er komið fram að sveitin spil- ar á hátíð í Noregi og í framhaldi verður hún í Bretlandi. Sveitin spil- ar líka á jólatónleikum Rásar 2, sem fram fara á Hótel Borg á Þorláks- messu. Karl Henry og félagar eru komnir í jólaskapið og halda jólin ánægðir með að hafa komið plöt- unni út. Greinilegt er að Tenderfoot er með ákveðna heildarsýn á allt sem sveitin gerir og er vert að taka fram að umslag plötunnar er smekklegt, eins og vefur sveit- arinnar, sem er einnig mjög í stíl við tónlistina. Tónlist | Tenderfoot sendir frá sér plötuna Without Gravity á Íslandi, í Evrópu og Japan Tenderfoot hélt útgáfutónleika á Hótel Borg um síðustu helgi. One Little Indian ætlar að gefa út nýju plötuna í Evrópu og Japan. Morgunblaðið/Árni Torfason Karl Henry er söngvari og annar gítarleikari sveitarinnar. Stigið létt til jarðar www.tenderfoot.is ingarun@mbl.is              !" #$!  % &' ()  !   *+ ,-. / 0 * 1223 Jólasöngvar Dómkórsins verða í Dómkirkjunni sunnudaginn 19. desember kl. 17 Einnig syngur Unglingakór Dómkirkjunnnar. Flutt verða sígild jólalög og mótettur eftir Praetorius, Poulenc og Brahms. Aðgangur er ókeypis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.