Morgunblaðið - 18.12.2004, Síða 84
84 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á TÍMUM sífellt aukinnar tilhneig-
ingar til kaldhæðni og nokkurs kon-
ar töffaraskapar í popp- og rokk-
tónlist, hefur
svonefnt
„fullorð-
inspopp“ orð-
ið æ við-
kvæmara og
berskjaldaðra
fyrir gagn-
rýni út frá
væmni eða
vemmileika.
Kæruleysislegur flutningur og
töffaraskapur hefur reynst mörgum
listamönnum öruggt skjól, þar sem
ekki þarf að sýna einlægni eða við-
kvæmni í flutningi, heldur geta lista-
menn sungið óeinlæga og tilgerð-
arlega texta með hangandi hendi og
það þykir flott. Maður veltir því
stundum fyrir sér hvort það eina já-
kvæða við þá þróun sé að þessi töff-
araskapur hafi mögulega ýtt til hlið-
ar væmnum væluskjóðum og
dramadrottningum og knúið popp-
tónlist í einbeittari og heiðarlegri
átt.
Þess vegna er alveg frábært að fá
í hendurnar plötu eins og þá sem
hér um ræðir. Guðrún Gunn-
arsdóttir hefur fyrir löngu sannað
sig sem ein fremsta söngkona Ís-
lendinga og er hennar sérsvið ein-
mitt einlægur og hreinn flutningur.
Þessir eiginleikar hennar eiga sér-
staklega vel við á þessari plötu, en
rödd Guðrúnar þarf ekki að fela sig
bak við neitt, hún stendur sterk og
sjálfstæð og fellur mjög vel að vel
sömdum popplögum Valgeirs Skag-
fjörð í litríkum útsetningum Guð-
mundar Péturssonar. Það er líka
greinilegt að allir sem koma að þess-
ari plötu hafa vandað sig gríðarlega
og hvergi er í raun handvömm að
finna. Hljóðfæraleikur er alls staðar
til fyrirmyndar og allur flutningur
og hljómur eins og best má vera.
Lögin hljóma sum hver kunn-
uglega og sérstaklega kallar titillag
plötunnar á minningar um hið sí-
gilda lag „Ef væri ég söngvari.“ Þó
þýðir ekki að æsa sig yfir því, enda
sagði góður og virtur tónlist-
armaður mér einu sinni að ef maður
ætlaði að eltast við öll þau skipti
sem eitthvað lag minnir á annað og
gera mál úr því, þá gætu menn eins
hætt að semja tónlist og það viljum
við síður.
Þó fjölbreytni sé nokkur í stíl lag-
anna fara sum þeirra út í dálitlar
innvortis klifanir og endurtekn-
ingar. Þar má nefna fyrrnefnt tit-
illag plötunnar, sem verður dálítið
eins og mantra, en engu að síður
skilar Guðrún því svo vel frá sér að
erfitt er að fetta fingur út í slík smá-
atriði. Lagið er líka brotið upp á
skemmtilegan hátt og laglínan er
skemmtilega smitandi og fylgir
hlustandanum út úr húsi. Þá má
telja það sem virðist máske örlítið
klemmt form á einum stað í öðru
lagi plötunnar, Finnst þér ekki ótrú-
legt, en það er einnig algert auka-
atriði. Vissulega eru lög plötunnar
misjöfn og miseftirminnileg, en þau
eru öll ljúf, einlæg og listilega vel
flutt.
Textar Valgeirs Skagfjörð og Að-
alsteins Ásbergs Sigurðssonar eru
smekklegir, einlægir, látlausir og yf-
irleitt óþvingaðir, þótt stundum
glitti í smávægilega uppskrúfun, t.d.
í áðurnefndu „Finnst þér ekki ótrú-
legt,“ sem engu að síður er meðal
bestu laga plötunnar. Almennt er
yrkisefnið sótt víða að í reynsluheim
höfunda, bæði sem makar, foreldrar
og manneskjur og einnig má þar
finna rómantískar vangaveltur og
vísanir í náttúrusýn.
Útlit plötunnar er prýðilegt, um-
slagið er í hlýlegum stíl og bækling-
urinn vandaður, ágætis tilbreyting
frá ofurlistrænum umslögum
margra tónlistarmanna, þar sem
ýmiss konar krot og krass koma í
stað læsilegra texta og annarra upp-
lýsinga.
Í hnotskurn er þessi plata hin
eigulegasta og virkilega vel unnin.
Það er bæði sjaldgæft og ánægju-
legt að sjá listrænan metnað og ein-
lægni fylgjast að og vera síðan
pakkað inn í virkilega gott og vand-
að handverk, hlustendum til ynd-
isauka. Kannski er einu mótsögnina
að finna í nafni plötunnar; „Eins og
vindurinn“ hvorki fýkur, flöktir né
flaksar. Hún er gegnheil, með báða
fætur á jörðinni en horfir þó bros-
andi til himins.
Báða fætur á jörðinni
TÓNLIST
Íslenskar hljómplötur
Guðrún syngur lög Valgeirs Skagfjörð,
Lars Bremnes, Kari Bremnes og Að-
alsteins Ásberg Sigurðssonar. Guð-
mundur Pétursson gítarar. Róbert Þór-
hallsson Bassar. Jóhann Hjörleifsson
trommur, slagverk og víbrafónn. Kjartan
Valdemarsson hljómborð. Sigurður Flosa-
son saxófónn og klarinett. Aðrir flytj-
endur Sigurður Sigurðsson og Berglind
Björk Jónasdóttir. Um upptökur og hljóð-
blöndun sá Gunnar Smári Helgason, en
Guðmundur Pétursson sá um upp-
tökustjórnun og útsetningar. Útgefandi
er Dimma.
Guðrún Gunnarsdóttir – Eins og vindurinn
Svavar Knútur Kristinsson
Guðrún Gunnarsdóttir
Leikkonan Angelina Jolie seg-ist mundu drepa manneskju
ef hún lenti í þeim aðstæðum að
þurfa þess. Í viðtali við þýskt kvik-
myndatímarit sagðist hún vera
tilbúin að drepa ef einhver ógnaði
lífi sonar hennar sem er þriggja
ára, að því er fram kemur á net-
miðlinum An-
anova.
Leikkonunni
finnst að allir
eigi að bregð-
ast við á sama
hátt. „Það væri
gott að geta
trúað því að við
séum öll í ver-
öld þar sem ást og friður ræður
ríkjum en það er ekki heimurinn
sem við búum í,“ sagði hún.
Fólk folk-
@mbl.is
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára.
BEN
AFFLECK
CHATERINE
O´HARA
CHRISTINA
APPLEGATE
JAMES
GANDOLFINI
ÁLFABAKKI
kl.2, 4, 6 og 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
kl. 4, 6 og 8. b.i. 12.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS I IJólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.30,5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
Sama Bridget. Glæný dagbók.
H.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
"Snilldarlega tekin og einstaklega
raunveruleg...hryllilega hrollvekjandi!"
- H.L., Mbl
"Hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg!"
- E.Á., Fréttablaðið
H.L. Mbl.
Deildu hlýjunni um jólin
Með hinum bráðskemmtilega James
Gandolfini úr The Sopranos
.Kostuleg gamanmynd
semkemur öllum í gott jólaskap.
Jólamyndin 2004
ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER
AÐ ÍMYNDA SÉR
I
Í
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára.
HINIR ELLEFU
ERU ORÐIN TÓLF.
OCEAN´S TWELVE
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
and JULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
HINIR ELLEFU
ERU ORÐIN TÓLF.
OCEAN´S TWELVE
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
Sýnd kl. 3.30, 6, 8, 9.30 og 11.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.45, 8 OG 10.30.
KRINGLAN
kl. 12, 2 4, 6, 8 og 10.10.
Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt
aftur og stillir skotmark sitt að þessu
sinni á Evrópu
Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA.
Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur
og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu
Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA.
Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004
Fór beint á toppinn í USA Stanglega bönnuð
innan 16 ára
HÁDEGISBÍÓ
MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR
MYNDIR KL.12 Í SAMBÍÓUM,
KRINGLUNNI
ATH AUKASÝNING
KL. 9.30
ÁLFABAKKI
kl. 2. Ísl. tal
KRINGLAN
kl. 12. Ísl. tal
OCEAN´S TWELVE
EINNIG SÝND Í
SELFOSSBÍÓ
✯