Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á TÍMUM sífellt aukinnar tilhneig- ingar til kaldhæðni og nokkurs kon- ar töffaraskapar í popp- og rokk- tónlist, hefur svonefnt „fullorð- inspopp“ orð- ið æ við- kvæmara og berskjaldaðra fyrir gagn- rýni út frá væmni eða vemmileika. Kæruleysislegur flutningur og töffaraskapur hefur reynst mörgum listamönnum öruggt skjól, þar sem ekki þarf að sýna einlægni eða við- kvæmni í flutningi, heldur geta lista- menn sungið óeinlæga og tilgerð- arlega texta með hangandi hendi og það þykir flott. Maður veltir því stundum fyrir sér hvort það eina já- kvæða við þá þróun sé að þessi töff- araskapur hafi mögulega ýtt til hlið- ar væmnum væluskjóðum og dramadrottningum og knúið popp- tónlist í einbeittari og heiðarlegri átt. Þess vegna er alveg frábært að fá í hendurnar plötu eins og þá sem hér um ræðir. Guðrún Gunn- arsdóttir hefur fyrir löngu sannað sig sem ein fremsta söngkona Ís- lendinga og er hennar sérsvið ein- mitt einlægur og hreinn flutningur. Þessir eiginleikar hennar eiga sér- staklega vel við á þessari plötu, en rödd Guðrúnar þarf ekki að fela sig bak við neitt, hún stendur sterk og sjálfstæð og fellur mjög vel að vel sömdum popplögum Valgeirs Skag- fjörð í litríkum útsetningum Guð- mundar Péturssonar. Það er líka greinilegt að allir sem koma að þess- ari plötu hafa vandað sig gríðarlega og hvergi er í raun handvömm að finna. Hljóðfæraleikur er alls staðar til fyrirmyndar og allur flutningur og hljómur eins og best má vera. Lögin hljóma sum hver kunn- uglega og sérstaklega kallar titillag plötunnar á minningar um hið sí- gilda lag „Ef væri ég söngvari.“ Þó þýðir ekki að æsa sig yfir því, enda sagði góður og virtur tónlist- armaður mér einu sinni að ef maður ætlaði að eltast við öll þau skipti sem eitthvað lag minnir á annað og gera mál úr því, þá gætu menn eins hætt að semja tónlist og það viljum við síður. Þó fjölbreytni sé nokkur í stíl lag- anna fara sum þeirra út í dálitlar innvortis klifanir og endurtekn- ingar. Þar má nefna fyrrnefnt tit- illag plötunnar, sem verður dálítið eins og mantra, en engu að síður skilar Guðrún því svo vel frá sér að erfitt er að fetta fingur út í slík smá- atriði. Lagið er líka brotið upp á skemmtilegan hátt og laglínan er skemmtilega smitandi og fylgir hlustandanum út úr húsi. Þá má telja það sem virðist máske örlítið klemmt form á einum stað í öðru lagi plötunnar, Finnst þér ekki ótrú- legt, en það er einnig algert auka- atriði. Vissulega eru lög plötunnar misjöfn og miseftirminnileg, en þau eru öll ljúf, einlæg og listilega vel flutt. Textar Valgeirs Skagfjörð og Að- alsteins Ásbergs Sigurðssonar eru smekklegir, einlægir, látlausir og yf- irleitt óþvingaðir, þótt stundum glitti í smávægilega uppskrúfun, t.d. í áðurnefndu „Finnst þér ekki ótrú- legt,“ sem engu að síður er meðal bestu laga plötunnar. Almennt er yrkisefnið sótt víða að í reynsluheim höfunda, bæði sem makar, foreldrar og manneskjur og einnig má þar finna rómantískar vangaveltur og vísanir í náttúrusýn. Útlit plötunnar er prýðilegt, um- slagið er í hlýlegum stíl og bækling- urinn vandaður, ágætis tilbreyting frá ofurlistrænum umslögum margra tónlistarmanna, þar sem ýmiss konar krot og krass koma í stað læsilegra texta og annarra upp- lýsinga. Í hnotskurn er þessi plata hin eigulegasta og virkilega vel unnin. Það er bæði sjaldgæft og ánægju- legt að sjá listrænan metnað og ein- lægni fylgjast að og vera síðan pakkað inn í virkilega gott og vand- að handverk, hlustendum til ynd- isauka. Kannski er einu mótsögnina að finna í nafni plötunnar; „Eins og vindurinn“ hvorki fýkur, flöktir né flaksar. Hún er gegnheil, með báða fætur á jörðinni en horfir þó bros- andi til himins. Báða fætur á jörðinni TÓNLIST Íslenskar hljómplötur Guðrún syngur lög Valgeirs Skagfjörð, Lars Bremnes, Kari Bremnes og Að- alsteins Ásberg Sigurðssonar. Guð- mundur Pétursson gítarar. Róbert Þór- hallsson Bassar. Jóhann Hjörleifsson trommur, slagverk og víbrafónn. Kjartan Valdemarsson hljómborð. Sigurður Flosa- son saxófónn og klarinett. Aðrir flytj- endur Sigurður Sigurðsson og Berglind Björk Jónasdóttir. Um upptökur og hljóð- blöndun sá Gunnar Smári Helgason, en Guðmundur Pétursson sá um upp- tökustjórnun og útsetningar. Útgefandi er Dimma. Guðrún Gunnarsdóttir – Eins og vindurinn  Svavar Knútur Kristinsson Guðrún Gunnarsdóttir Leikkonan Angelina Jolie seg-ist mundu drepa manneskju ef hún lenti í þeim aðstæðum að þurfa þess. Í viðtali við þýskt kvik- myndatímarit sagðist hún vera tilbúin að drepa ef einhver ógnaði lífi sonar hennar sem er þriggja ára, að því er fram kemur á net- miðlinum An- anova. Leikkonunni finnst að allir eigi að bregð- ast við á sama hátt. „Það væri gott að geta trúað því að við séum öll í ver- öld þar sem ást og friður ræður ríkjum en það er ekki heimurinn sem við búum í,“ sagði hún. Fólk folk- @mbl.is Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára. BEN AFFLECK CHATERINE O´HARA CHRISTINA APPLEGATE JAMES GANDOLFINI ÁLFABAKKI kl.2, 4, 6 og 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÁLFABAKKI kl. 4, 6 og 8. b.i. 12.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS I IJólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.30,5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH Sama Bridget. Glæný dagbók. H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  "Snilldarlega tekin og einstaklega raunveruleg...hryllilega hrollvekjandi!" - H.L., Mbl "Hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg!" - E.Á., Fréttablaðið H.L. Mbl. Deildu hlýjunni um jólin Með hinum bráðskemmtilega James Gandolfini úr The Sopranos .Kostuleg gamanmynd semkemur öllum í gott jólaskap. Jólamyndin 2004 ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA and JULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Sýnd kl. 3.30, 6, 8, 9.30 og 11. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.45, 8 OG 10.30. KRINGLAN kl. 12, 2 4, 6, 8 og 10.10. Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 Fór beint á toppinn í USA Stanglega bönnuð innan 16 ára HÁDEGISBÍÓ MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIR KL.12 Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI ATH AUKASÝNING KL. 9.30 ÁLFABAKKI kl. 2. Ísl. tal KRINGLAN kl. 12. Ísl. tal OCEAN´S TWELVE EINNIG SÝND Í SELFOSSBÍÓ ✯
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.