Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TALSMENN Toshiba á Íslandi segja að fulltrúar Orkuveitu Reykja- víkur hafi sagt það blasa við að Toshiba yrði ekki tekið fagnandi sem þátttakanda í útboðum sem væru framundan á sama tíma og fé- lagið krefðist skaðabóta vegna eldri útboða á hverflum fyrir virkjun á Hellisheiði. „Okkur var illa brugðið við svör Orkuveitunnar og teljum þau fela í sér hótun um ólögmæta hegðun af hálfu Orkuveitunnar,“ segir í bréfi sem Gunnar Jónsson, hæstaréttarlögmaður, og Guðmund- ur Bragason, forsvarsmaður Fram- rásar ástandsgreiningar ehf., hafa sent stjórnarmönnum OR í kjölfar fundar með fulltrúum fyrirtækisins 27. janúar sl. Forsaga málsins er sú að kæru- nefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í desember sl. að Orku- veita Reykjavíkur væri skaðabóta- skyld gagnvart Toshiba Internation- al (Europe) vegna þess hvernig staðið var að útboði á hverflum fyrir virkjun á Hellisheiði, en samið var við Mitsubishi um hverflana. Vildu fulltrúar Toshiba ganga á fund OR til að „fara yfir möguleika til þess að rétta hlut Toshiba,“ eins og segir í bréfinu. Þá segir að Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður OR, hafi upplýst að Orku- veitan sæi sér ekki fært að ganga til nokkurs konar samninga við Tosh- iba um kaup á hverflum, hvorki að því er varðaði Hellisheiðarvirkjun né önnur verkefni. Fyrir því væri ekki heimild að lögum. Gerðu fulltrúar Toshiba þá fulltrúum OR grein fyrir því að fyrirtækið „myndi væntanlega leita réttar síns fyrir dómstólum, bæði um kostnað af þátttöku í útboðinu og hagnaðar- missi“. Spurðu hvort verið væri að hóta Toshiba „Fulltrúar Orkuveitunnar röktu þá að fjöldi útboðsskyldra verkefna væri framundan hjá stofnuninni. Það hlyti að blasa við að Toshiba yrði ekki tekið fagnandi sem þátt- takanda í slíkum útboðum á sama tíma og félagið krefði Orkuveituna jafnvel um hundruð milljóna króna í dómsmáli. Þessi orð komu okkur al- gerlega í opna skjöldu. Við spurðum hvort Orkuveitan, opinbert fyrir- tæki, teldi virkilega að þessu mætti blanda saman. Sem opinbert fyrir- tæki hlyti Orkuveitan að vera bund- in almennum stjórnsýslureglum, auk þeirra skyldna sem fylgja útboð- um. Þá röktum við að fráleitt hlyti að vera að Toshiba gæti goldið þess í framtíðarútboði að leita réttar síns þegar fyrir lægi að kærunefnd út- boðsmála teldi rétt á því brotinn. Þá var beinlínis spurt hvort verið væri að hóta Toshiba. Hjörleifur svaraði því fyrst til að Orkuveitan væri ekki opinbert fyrirtæki. Þá vorum við spurðir hvort við héldum virkilega að rauður dregill yrði dreginn fram þegar Toshiba léti sjá sig sem þátt- takandi í útboði. Svör verða ekki skilin á annan veg en þann að Tosh- iba muni gjalda þess síðar að láta reyna á rétt sinn nú,“ segir í bréfi til stjórnarmanna OR þar sem áður- nefndum fundi er lýst. Vegna þessa vilja forsvarsmenn Toshiba fá svör stjórnarinnar við tveimur spurning- um; hvort stjórnin telji Orkuveitu Reykjavíkur opinbert fyrirtæki í skilningi stjórnsýslulaga og hvort heimilt sé að líta til þess við útboð í framtíðinni að Toshiba láti reyna á rétt sinn vegna fyrra útboðs. Mitsubishi heimsótt sjö sinnum „Vegna nýlegs útboðs á hverflum fyrir Hellisheiðarvirkjun komst kærunefnd útboðsmála að þeirri nið- urstöðu að Orkuveitan hefði brotið rétt á Toshiba með því að leyfa Mits- ubishi, eftir á, að laga sitt tilboð að frávikstilboði, sem Toshiba hafði gert. Toshiba hafði fengið fyrirfram samþykki við slíku frávikstilboði og um það var Mitsubishi kunnugt. Mitsubishi gat því sett fram slíkt til- boð innan tilboðsfrests. Í staðinn fékk það að laga tilboðið eftir að ljóst var hvað aðrir hefðu boðið. Á grund- velli þessa telur kærunefndin að Orkuveitan sé skaðabótaskyld gagn- vart Toshiba. Þetta er vitaskuld al- varlegt enda um að ræða viðskipti sem nema milljörðum króna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveit- unni. „Forystumenn OR hafa á undan- förnum árum heimsótt fyrirtækið, sem fékk verkið, sjö sinnum til Jap- ans og væntanlega var frægasta ferðin farin árið 1999 þar sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir þáverandi borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson fóru fremst í flokki, en mikil fjöl- miðlaumfjöllun varð í kjölfar þessa dæmalausa ferðalags eins menn kannski muna.“ Gengu á fund fulltrúa OR til að rétta hlut Toshiba Segja svör OR hafa falið í sér hótun ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra ávarpaði samkomuna og sagði að nú væri úthlutað í annað sinn eftir nýju fyrirkomulagi Rannsóknasjóðs. Hún taldi tví- mælalaust að sjóðurinn væri að feta sig fram á við í góðu skipulagi. Þor- geður Katrín sagði að 18. desember 2003 hefði vís- inda- og tækniráð sam- þykkt að stórefla sam- keppnissjóðina á kjörtímabili ríkisstjórn- arinnar sem nú situr. „Þetta hefur gengið eftir og gott betur,“ sagði Þor- gerður Katrín. „Við erum að stórauka framlagið í heild til rannsókna og vís- inda í landinu. En við erum um leið að auka samkeppnina um það fjármagn.“ Að sögn menntamálaráðherra hækkaði framlagið til Rannsóknasjóðs úr 415 millj- ónum í fyrra í 500 milljónir nú. Taldi hún sjóðinn gegna afar mikilvægu hlutverki í að styðja uppbyggingu þekkingar og skerpa gæði rannsókna. Tækniþróunarsjóður fékk 200 milljónir í fyrra en fær 340 milljónir í ár. Sjóðurinn Aukið verðmæti sjávarfangs, sem beinist sérstaklega að verkefnum í þágu sjáv- arútvegs, fékk 100 milljónir í fyrra og 200 milljónir í ár. Þorgerður Katrín sagði vilja standa til að halda áfram á sömu braut, að styðja við vís- indi og rannsóknir. Tölur frá OECD og fleiri alþjóðlegum stofnunum sýndu að við stæðum okkur vel, til að mynda hvað nýsköpun varð- ar. Til að svo gæti haldið áfram þyrfti stöð- ugt að veita fjármagn til vísinda og rann- sókna og einnig að skipuleggja á öðrum sviðum samfélagsins, til að mynda í skóla- kerfinu. Taldi Þorgerður Katrín að auka þyrfti áhuga unga fólksins á raungreina- menntun og byrja á því strax á unga aldri. Framlag til vísinda og rannsókna hef- ur stóraukist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir FJÖGUR ný rannsóknaverkefni hlutu öndvegisstyrki Rannsókna- sjóðs að þessu sinni. Tilkynnt var um úthlutun styrkja Rannsókna- sjóðs árið 2005 við hátíðlega at- höfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Verkefnin sem hlutu nýja önd- vegisstyrki voru: Rannsókn á áhrifum sykurálags og bólgu á æða- og lungnasjúkdóma og of- næmi, verkefnisstjóri Bjarni Þjóðleifsson, læknadeild Háskóla Íslands, hlaut tíu milljónir á ári í tvö ár. Verkefni undir stjórn Ein- ars Stefánssonar, læknadeild Há- skóla Íslands, sem miðar að þróun nýrrar aðferðar til súrefnismæl- ingar í augnbotnum, hlaut sex milljónir á ári í þrjú ár. Rannsókn á tilbrigðum í setningagerð, undir stjórn Höskuldar Þráinssonar, hugvísindadeild Háskóla Íslands, hlaut tíu milljónir á ári í þrjú ár. Verkefni um þekjuvef brjóstkirt- ils, þroskun og sérhæfingu, undir stjórn Þórarins Guðjónssonar, læknadeild Háskóla Íslands og Krabbameinsfélagi Íslands, fékk 6 milljónir á ári í þrjú ár. Í ávarpi Hafliða Péturs Gísla- sonar, formanns stjórnar sjóðs- ins, kom fram að Rannsóknasjóð- ur hefur 500 milljónir króna á fjárlögum 2005. Þrenns konar styrkir Öndvegisstyrkir eru hæstu styrkir til rannsókna sem veittir eru hér á landi. Nema þeir 6-12 milljónum króna á ári í þrjú ár. efna. Umsóknir um verkefnis- styrk voru 291 og 26 um rannsóknastöðustyrk. Stjórn Rannsóknasjóðs samþykkti að út- hluta til 183 verkefna, þar af 86 framhaldsverkefna og 97 nýrra verkefna. Að þessu sinni fengu alls 165 umsóknir um verkefnis- styrk og 18 umsóknir um rann- sóknastöðustyrk úthlutun. Til verkefnis- og rannsókna- stöðustyrkja var alls úthlutað 414,4 milljónum kr. að þessu sinni. Umsóknir vandlega skoðaðar Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir hér á landi samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs. Sjóðurinn hefur sérstaka stjórn sem skipuð er af menntamálaráðherra sam- kvæmt tilnefningu vísindanefnd- ar Vísinda- og tækniráðs. Vís- indanefnd mótar áherslur sjóðsins og skipar fagráð hans sem skiptist í fjögur sérsvið. Hvert fagráð er skipað sjö sér- fræðingum. Sérhver umsókn er send tveim- ur sérfræðingum á viðkomandi sviði til umsagnar og gefa þeir skriflega umsögn. Stjórnin út- hlutar svo styrkjum í samræmi við forgangsröðun fagráða. Að jafnaði styrkir Rannsóknasjóður allt að helmingi heildarkostnaðar hvers verkefnis. 62,7 milljónum króna. Þrjú verk- efni sem hlutu nýja öndvegis- styrki upp á samtals 32 milljónir kr. voru á sviði heilbrigðis- og líf- vísinda og eitt á sviði félags- og hugvísinda. Framhaldsverkefnin fjögur fengu samtals 30,7 milljónir króna og eru tvö á sviði verk- fræði, tækni- og raunvísinda og tvö á sviði náttúruvísinda og um- hverfisvísinda. Fjöldi umsókna um styrki Rannsóknasjóði bárust 317 um- sóknir um verkefnis- og rann- sóknastöðustyrki, samtals 754,6 milljónir króna. Þar af voru 92 umsóknir um styrki til framhalds- verkefna og 225 til nýrra verk- Rannsóknastöðustyrkir renna til ungra vísindamanna sem nýlokið hafa doktorsprófi og nema 2,8 milljónum króna á ári í þrjú ár. Þar er hafður í huga stuttur rann- sóknaferill umsækjenda og vænt- ingar til þeirra. Það sem eftir er rennur til verkefnastyrkja og eru þeir 1–5 milljónir króna á ári í þrjú ár. Alls bárust 14 umsóknir um öndvegisstyrki að þessu sinni til Rannsóknasjóðs. Þar af voru fjór- ar umsóknir um styrki til fram- haldsverkefna og tíu til nýrra verkefna. Sótt var um samtals 139,5 milljónir króna. Stjórn Rannsóknasjóðs samþykkti að út- hluta til átta verkefna, þar af fjög- urra framhaldsverkefna, samtals Rannsóknasjóður úthlutar 500 milljónum króna í styrki á þessu ári Fjögur rannsóknarverk- efni fengu öndvegisstyrk Morgunblaðið/Ómar Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs, greindi frá styrkveitingum sjóðsins á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. TENGLAR ................................................. www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.